Einherji


Einherji - 16.11.1946, Page 2

Einherji - 16.11.1946, Page 2
2 EINHERJI UM DAGINN Súr mjóllí. Stundum er mjólkin, sem seld er hér á S'iglufirði súr eða þolir enga geymslu í heimahúsum. — Einkanlega er þetta tilfinnanlegt á sumrin. Nú hefir prófessor nokkur við Pasteur-stofnunina í París fundið upp efni, sem kemur í veg fyrir, að mjólk súrni. Þarf’aðeins einn dropa í 20 lítra mjólkur og er efni þetat — að því er sagt er — algjörlega óskaðlegt mjólkinni. Ef til vill er þarna á ferðinni ný- ung, sem á eftir að taka súrmjólk- ina frá Siglfirðingum! Sjúkrahúsbygging á pappírnum. Útvarpið og Reykjavíkurblöð flytja eftirfarandi frétt af máli, er Siglfirðingar hafa öðrum frem- ur áhuga fyrir: „Siglufirði er verið að byrja á byggingu sjúkrahúss fyrir 32 sjúklinga auk starfsfólks.“ Þið skulið nú — lesendur góðir — skreppa strax í dag út að sjúkrahúsinu og sjá þær fram- kvæmdir, sem þarna er sagt frá og svo s'kulið þið hafa það fyrir regla, að fá ykkur göngutúr þangað svona einu sinni í viku eftirleiðis, til þess að fylgjast vel með því hvernig byggingin gengur. Tunnuverksmiðjan. Það var öllum mikið gleðicfni þegar hafist var handa með bygg- ingu tunnuverksmiðju hér í haust með því, að fylla upp landið, sem verksmiðjuhúsin eiga að standa á En þessi vinna er nú hætt. Hvað kemur til? Er veðrið svo vont, að ekki sé vinnandi? Er of mikil vinna fyrir verkamenn bæjarins? Eitt- hvað hlýtur að vera að. Getur verið að það sé rét sem sagt er, að það vanti peninga? Það er ótrúlegt, að svo sé og að minnsta kosti taldi Pétur Magnússon engin fjárhagsvandræði yfirstandandi, og hag ríkissjóðs standa með i miklum blóma. . Tunuverksmiðjan þarf að kom- ast upp og það sem fyrst og það er óþolandi að láta slíkt góðviðris- tímabil, sem nú hefir staðið líða hjá, án þess nokkuð sé unnið að byggingarframkvæmdum. Borgeyjarslysið. Það sorglega slys vildi til, að Borgey frá Hornafirði fórst 'í síð- astliðinni viku og með henni drukknuðu 4 skipverjar og 1 far- þegi. Sjóréttarpróf virðist ótvirætt sitaðfesta, að skipinu hafi hvolft. OG VEGINN Þetta eru alvarleg tíðindi, sem þó munu ekkert undrunarefni göml- um og reyndum sjómönnum, sem margoft hafa á það bent, að yfir- byggingatíska sú, sem rutt hefur sér rúms á undanförnum árum hér á landi, orsalki það, að hinir litlu mótorbátar verði miklu lakar i sjóskip. Skrílsháttur og siðleysi. Ef þið viljið kynnast skrílshætti og siðleysi er reyndandi að fara hér í bíó. Það er ekki ótítt, að unglingspiltar séu í „slag“ meðan á sýningu stendur, æpandi og skraékjandi og látandi öllum illum látum. Þá er og hitt algengt, að samtöl eru svo milkil meðal bíó- gesta, að með öllu er ógerlegt að heyra til leikenda. Þetta þarf að breytast. Þetta er til skammar þeim, sem hlut eiga að máli og angurs og leiðinda liverjum skikkanlegum bíógesti. Demantsbrúðkaup Þann 13. þ. m. áttu hjónin frú Ingibjörg Þorleifsdóttir og Bárði Barðason fyrv. skipstj. Demants- brúðkaup. Eru slíkir merkisdagar í lífi hjóna fátiðir, og munu éklii rnörg hjónin hér í Siglufirði hafa lifað svo langan dag“. Þessi sæmdar- hjón þekkja flestir Siglfirðingar, að minnsta kosti þeir, sem eldri eru. Barði Barðason er einn hinna fáu siglfiraku hákarlaformanna, sem enn eru á lífi, og settu svip á bæinn, þegar hann var „upp á sitt hið bezta“. Ekki svo að slkilja, að Barði setur enn sinn svip á bæinn, þegar hann, silfurhærður, þráð- beinn 'i baki, en kominn á níræðis- aldur, gengur eftir götum bæjar- ins. Hver sem lítur þennan aldna mann heima eða heiman, sér, að þar er enginn meðalmaður á ferð, heldur maður, sem. er einn úr hópi þeirra, sem mestan hafa átt þáfct- inn í því að nútíð íslands nýtur þess í dag sem raun er á. Frú Ingibjörg er nýlega orðinn áttræð. Þann dag var mannmargt á heimili þeirra og höfðu margir þar margt að þakka. Komu þá glöggt í ljós vinsældir þeirra hjóna. Frú Ingibjdrg stóð að vísu aldrei við stýrið hjá bónda sínum á úfn- um öldum hafsins — þegar hann var að sækja björg í bú fyrir sig og Siglfirðinga hér fyr á árum, en hún hefur engu að síður haldið um stýrið með honum á þeirra farsæla fleyi. Að félagsmálum hér unnu þau aðallega 'i Goodtemplarareglunm og eru þau heiðursfélagar stúk- unnar Framsókn. Hafa félagar þeirra í þeim félagsskap og sýnt, að þau eru ekki gleymd og virða brautryðjendastarf þeirra, minnug þess, að öll byrjun er erfið. Hið litla hús Demantsbrúðhjón- anna við Lindargötu er gæfulegt og á sína sögu. Er ekíki að efa, að á jafn merkum degi og Demants- brúðkaupsdagurinn er, rifjast margt upp frá liðnum dögum, frá því að Siglufjörður var lítið þorp, og til þess sem hann er í dag — rniðstöð síldveiðanna og síldariðn- aðar. — Eg sendi brúðhjónunum beztu kveðju mína. Eg var einn þeirra, er bar að garði á heimili þeirra, er Barði var áttræður, og siðar er frúin var áttræð. Eg þakka þeim fyrir síðast og árna þeim velfarn- aðar og guðsblessunar á ókomnum dögum. Jóii Kjartansson Öskar I. Þorláksson varð fertugur 5. þ. m. Þann dag heimsótti hann fjöldi vina og kunningja. Kom þá glöggt í ljós, ( að séra Óskar hefir aflað ser mik- illa vinsælda þau 11 ár, 'sem hann er búinn að vera hér sóknarprest- ur. Afmælisbarninu barst fjöldi ■ heillaskeyta og góðra gjafa og var sýndur margskonar virðingarvott- ur. Einherji óskar sóknarprestin- um til hamingju á þessum tíma- mótum og árnar honum allra heilla í framt'iðinni. ★ ~k Kirkjan. Messað á morgun, sunnudag kl. 2. 'k I.O.G.T. Barnastúkan Eyrarrós heldur fund kl. 10 f.h. á morgun í Sjómannaheimilinu. ★ Alþýðusambandsþingið stendur nú yfir. S.l. fimmtudag fóru full- trúar þingsins að Bessastöðum í boði forseta. Um kvöldið sátu þeir veizlu að Hótel Borg í boði at- vinnumálaráðherra. ★ Homsteinn að heimavistarhúsi Menntaskólans á Akureyri var lagður s.l. fimmtudag. Nýr bæjarstjóri kosinn. (Framliald af 1. síðu) ast að ýta af stað nýjum bæjar- stjórnarkosningum, enda enginn gróði að slíku, þar sem styrkleika- hlutföU flolvkanna mundu ekid breytast í hæjarstjórn. Því skal ekki neitað, að æski- legast hefði verið, að sá bæjar- stjóri, sem ráðmn hefði verið, liefði haft á bak við sig meirihluta bæjaríulltrúa. En nú er því ekki fyrir að fara. — Hver flokkur greiddi atkvæði eftir því sem hann taldi bæjarfélaginu fyrir beztu. -- Sjálfstæðisflokkurinn með því að koma ekki nærri málinu. — Það dylst engum, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa um þrennt að velja: 1. Styðja kommúnista um nýjar kosningar. 2. Vera hluitlausir áfram á meðan Gunnar Vagnsson sýnir hvað hann getur gert fyrir bæjarfé- lagið með stuðningi þeirra full- trúa, sem standa að kosningu hans. 3. Styðja nú þegar Gunnai' Vagnsson svo hann hafi beinart stuðning 6 bæjarfulltrúa og; afsanni þar með kenningar kommúnista um það að núver- andi bæjarstjórn sé óstarfhæf. Hvað sem líður skoðanamun einstakra bæjarfulltrúa og þeirra flokka, sem að þeim standa, þá leyfir Einherji sér að fullyrða, ao meginþorri Siglfirðinga lítur svo á, að núverandi bæjarfulltrúar eigt að geta unnið saman að stærstu veiferðarmálum bæjarins og beri að setja þau. ofar flokkshagsmun • um. Af þv'i, sem hér hefir verig sagt. er Ikrafa kommúnista um nýjar kosningar ekki sett fram vegna heilla bæjarfélagsins, heldur í von um pólitískan hagnað á kostnað málefna bæjarfélagsins. Hömiuleg slys (Framhald af 1. síðu) urnar á móti föður og frænda. — Þegar heimkoma húsbóndans og barnanna drógst var farið að huga að þeim, og kom þá í ljós, að þau lágu öll örend ekki f jarri bænum. ' Munu þau öll hafa dáið samstundis samkvæmt fullyrðingu læknis, er þegar var tilkvaddur. Nokkru áður en farið var að huga eftir hinum látnu Ásbúum, heyrði fóllk á bæn- um sprengingu og er talið, að sú sprenging hafi orðið þeim að bana. Er þessar sorgarfréttir bárust með skömmu millibili frá Austur- landi munu hugir allra Islendinga hafa reikað til austfirskra ætt- ingja og vina sem á sviplegan og sorglegan hátt voru sviptir ást- vinum sínum. Megi sá samhugur og sú samúð létta syrgjendum sorg þeirra.

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.