Einherji


Einherji - 16.11.1946, Síða 3

Einherji - 16.11.1946, Síða 3
filNHERJI •*mr*i* FYLGIST Va MED ÞVI, SEM HEFIR VERIfl Afl GERASTIFÆREYIIIM ★ 8. nóvember s.l. var öriagaríkur dagur fyrir færeysku þjóðina. Þann dag fóru fram Logþingskosningar í Færeyjum, og úrslit þeirra eru nú kunn og á þaun veg, að skilnaðarmenn töpuðu þúsundum atkvæða tll lianda Danavinum, og allt bendir nú til, að Færeyingar verði áfram sem amt í Danmörku. Mikill hiti var 1 kosningbaráttunni og sumstaðar svo að slíta varð umræðufundum sökum æsinga. Einherji birtir í dag grein tim færeysk stjóromál síðustu títna. Greinin ber það með sér, að hún er rituð fyrir 8. nóv. — áður en úrsUt kosninganna voru kunn. En þrátt fyrir það flytur hún glögt yfirUt yfrr það, sem hefir verið að gerast í Færeyjum í haust og fram að kosningaúrslitunum 8. nóvember. Um hvað snerist þ jóðaratkvæðagreiðslan ? Þjóðaratikvæðagreiðslan 'i Fær- eyjum fór sem kunnugt er fram laugardaginn 14. september, og voru átkvæði greidd um það, hvort Færeyingar kysu heldur að ganga að tilboði dönsku stjómarinnar um nokkra sérstöðu innan danska ríkisins og undir danskri yfirstjórn eða segja skilið við danska ríkið. Höfðu þingmenn þeirra færeysku flokka, sem vildu ganga að tilboði stjórnarinnar, Sambandsmenn og jafnaðarmenn, ráðið fonmi at- kvæðaseðilsins, þar eð það var lagt lögþinginu á vald, en sam- þykkt eftir á af stjórninni. Fær- eyskir sjálfstæðismenn, sem í upp- hafi óskuðu ekki fulls skilnaðar við Danmörku, heldur hugsuðu sér að knýja fram viðurkenningu á rétti Færeyinga til þess að skipa færeyskum málum en erlendrar íhlutunar, vildu gefa mönnum kost á að kjósa um fjórar ieiðir: AnVts- stöðu, stjómaruppkastið, frjáls- lega færeysíka sérstjórn og sam- band við Danmörku, skilnað. — i3essu fengu þeir ekki framgengt, því að hinir flokkarnir voru í meiri- hluta á lögþinginu (höfðu á að skipa 12 þingmönnum af 23), og hafa ráðamenn þeirra ef til vill hugsað sér að knýja fram sam- þykkt stjórnarupplkastsins með því# að ógna fólki með algerum skilnaði ella. Hefði hinsvegar verið farið að vilja Fólkaflokksins og sjálfstæðismannanna, er vart að efa, að mikill meiri hluti almennra kjósenda hefði aðhyllzt þriðju leið- ina: færeyskt fullveldí um öll færeysik mál, en samband við Dan- mörku. Afstaða færeyskn flokkanna. Hríðin fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna varð alihörð eins og vænta mátti, þvi að allir aðilar sóttu fast sitt mál. Jafnaðarmenn og Sambandsmenn börðust eins og ljón fyrir því, að stjómaruppkastið yrði samþykkt. Jafnaðarmenn túlkuðu sína afstöðu þannig, að miklum mun betra væri að sam- þyikkja þetta dágóða tilboð dönsku stjórnarinnar en slíta öllu sam- bandi við Danmörku með þá óvissu og beinu hættu, sem þá væri framundan. Einn þingmaður jafnaðarmanna tók þó aðra stefnu. Það var Jákup í Jákupsstovu, þing- maður Vogeyinga og hinn yngsti allra lögþingsmanna. Hann hvatti eindregið til skilnaðar og hafði enda áður en þjóðaratkvæða- greiðslan fór fram, boðið Fólka- flokksmönnum að lýsa með þeim yfir sjálfstæði Færeyja. Fólkafloikkurinn og Sjálvstýris- flokkurinn, sem er í bandalagi við hann, voru fyrst ekki á einu máli um það, hversu snúast bæri við atkvæðagreiðslunni. Jóhannes Pat- ursson, hinn aldni foringi fær- yskra sjálfstæðismanna, hvatti ein- dregið itil þess, að rnenn greiddu atkvæði með skilnaði. Thorstein Petersen, formaður Fólkaflokks- ins og núverandi foringi færeyskra sjálfstæðismanna, lagði til, að menn skrifuðu á atkvæðaseðilinn ,,nei“ við þeirri spurningu, hvort þeir vildu taka tilboði dönsku stjórnarinnar. Þar með yrði at- kvæðaseðillinn að vísu ógildur, en ekki væri hægt að reikna slíka seðla danska tilboðinu til inn- tekta eða telja það samþykkit, þótt það fengi flest atkvæði, ef saman- lögð tala þeirra, sem segðu nei við því, og hinna, sem kysu skilnað, yrði hærri. Þessi mismunandi sjónarmið ollu þó ekki neinni ósætt meðal sjálf- stæðismanna, og birtust greinar, þar sem þessi tvö viðhorf voru túlkuð, hlið við hlið í Dagblaðinu, aðalmálgagni Fólkaflokksins. Er nær dró atkvæðagreiðslunni urðu skilnaðarmenn algerlega ofan á. Elin samtök enn, sem mjög gætti í Færeyjum í sumar, var Færey- ingafélagið afdráttarlaust skiln- aðar. Voru að þess frumkvæði haldnir margir og fjölmennir fundir víðsvegar um eyjamar til þess að stappa stálinu í menn og brýna fyrir þeim slkyldur sínar við sjálfa sig, þjóð sína og framtíðina. Aðalforingi þessa nýja félagsskap- ar var Erlendur Patursson, þjóð- megunarfræðingur, yngsti sonur Jóannesar kóngsbónda, og er hann mörgum Islendingum kunnur frá því að hann stundaði hér mennta- skólanám. Var félagið stofnað í maí í vor, að frumkvæði hans og Hanusar við Högadalsá. Sverri Patursson rithöfunur, bróðir Jó- annesar, er einnig í þessum félags- skap. En hann hefir lengi verið mjög eindreginn skilnaðarmaður. Afstaða flokksbrots Louis Zachariassens, Gamla sjálvstýris svonefnds, var ógleggri. Zacharias- sen er foringi þeirra manna, sem fyrir noklkrum árum klufu Sjálf- stýrisflokkinn, og á styrjaldarár- unum gerði hann bandalag við jafnaðarmenn og Sambandsmenn og sat með fulltrúum þeirra í lands nefnd, er fór með völdin, ásamt Hilbert, amtmanni Dana á eyj- unum. Við síðustu kosningar náci hvorki hann né neinn manna hans kosningu, en alls fékk flokkurinn þá röaklega 10% greiddra atkvæða Seinustu misseri hefir verið tvi- sýnt, hvaða stöðu þessir menn myndu taka í sjálfstæðismálunum. Tilboð Dana voru þeir óánægðir imeð. Um skeið hvöttu þeir menn til þess að sitja heima og taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. En rétt áður en atkvæðagreiðslan fór fram munu þeir hafa séð sig um hönd, að minnsta kosti sumir, og ráð- lögðu mönnum að greiða atkvæði meó skilnaði. Voru þá allar líkur til, að þeir myndu taka höndum saman við sína gömlu félaga í Fólkaflokknum eftir margra ára erjur. Var því almennt fagnað af frjálshuga mönnum í eyjunum, En nú hefir annað orðið upp ú ten- ingnum. — Blað þessara manna er Tingakrossur, hið gamla mál- gagn Sjálvstýriflokksins. Fæðingarhríðin. Barátta stjórnmálamannana náði eðlilega hámarki sínu síðustu dagana fyrir atkvæðagreiðsluna. Mun þá og hafa farið að íkoma 'i ljós, að skilnaðarmennirnir voru sterkari en sambandsmenn uggðu. Þó munu sambandsmenn yfirleitt hafa talið sér sigurinn vísan. Á föstudaginn áður en atkvæða- greiðslan fór fram gengu sjálf- stæðismennirnir í flokkinn um götur Þórshafnar, þar sem þeir eru í miklum meirihluta, og festu upp áskoranir og hvatningar til fólksins. Spjöld og áskoranir, sem sambandsmenn reyndu að festa upp, voru á sömu stundu rifnar niður af unglingum, sem dkki var minni móður í en hinum fullorðnu. Voru þessi sambandsplaköt fótum troðin á götunum, áður en hinn mikli dagur rann upp, eða flugsuð- ust i götunni við girðingar og staura. 14. september reimur npp. Atkvæðagreiðslan fór hvarvetna vel og skipulega fram þótt mikið kapp væri í sumum mönnum. Víða gat að líta hinn unga færeyska fána, þjóðartákn hinna harðgerðu úthafsbúa, er nú hafði loks verið gefinn Ikostur á að útkljá það sjálfir, samkvæmt loforði dönsku stjórnarinnar fyrir kosningarnar, hvort þeir vildu heldur vera hluti danska ríkisins eða fullvalda þjóð. Veður var hið indælasta, og sólin skeið í heiði, „eíns og hún vildi hjálpa Itil að ylja þá, sem voru helzt tii kaldir — 'i þjóðernislegu tilliti“, sagði Dagblaðið. Fyrir há- degi höfðu 500 menn greitt at- kvæði í Þórshöfn, og var mikið miðað við það, sem þar gerist i venjulegum kosningum. Úrslitin, sldpting atkvæðanna og og kosningaþátttakan. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar kom áreiðanlega eins og reiðarslag yfir fylgjendur st jórnar- uppkastsins, þó sérstaklega Dani. Dönsku blöðin höfðu fyllilega gefið það í skyn, að úrslitin myndu verða sambandsmönnum í vil, og munu þau hafa sótt þá spádóma sína tii fylgismanna stjórnaruppkastsins í Færeyjum, beint eða gegnum btaðamenn sína þar. En hér varð. önhur reyndin. 5656 menn greiddu atkvæði með sikilnaði, 5490 með stjómarupp- kastinu, en 478 atkvæðaseðlar voru ógildir. Mun margt hinna ógildu seðla hafa verið atkvæði manna, sem skrifuðu ,,nei“ aftan við þá spurningu, hvort þeir vildu sam- þykkja tilboð stjórnarinnar. Kjör- dæmin eru sjö. Skilnaðarmenn reyndust í miklum meirihluta á Norðureyjum (þar fengu þeir nær þrefalt atkvæðamagn á við aði-a), Suður-Straumey (þar í Þórshöfn) og Sandey. Þeir voru einnig i meirihluta á Norður-Straumey og Vogey. Á Austurey (þar sem er meginfylgi Sambandsf loMtsins) voru sambandsmennirnir 'i meiri- hluta og miklum meiri- hluta á Suðurey, þar eiga jafnaðar menn mikið fylgi i fjölmennum byggðum, einkanlega þó á Þver- eyri og í Vági. Ógildu atkvæðin voru flest úr Þórshöfn, Klakksvík og af Þvereyri, annars fáein at- kvæði á víð og dreif. Þegar lög- þingskosningamar fóru siðast fram (1945), höfðu jafnaðarmenn og Sambandsfldkksmenn yfirgnæf- andi meirihluta á bæði Suðurey og og Austurey. Kosningarétt nú höfðu 17.216 menn, en 11.624 atkvæði komu fram — eða 67,5%. En við þetta er það að athuga, að atkvæða- greiðslan fór fram á þeim tíma, þegar mikill fjöldi sjómanna var enn við veiðar fjarri fósturjörð sinni, og margir þessara manna munu ekki hafa átt kost á að (Framhald á 4. síðu)

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.