Einherji - 14.12.1946, Síða 1
íah Jftramöóbnatmatina t
EINHERJI |
B/að Framsóknarmanna
i SiglufirSi
Blaðið kemur út
annan hvern
laugardag. 1
Ábyrgðarmaður;
Ragnar Jóhannesson
Áskriftargjald kr. 10
árgangurinn.
1 lausasölu 25 aura.
15. árgangur
Siglufirði, laugardaginn 14. des. 1946
23. tölublað
ALVKTAHIR ATTUNDA FLOKKSÞINGS FRAMSðKNARMANNA
Framsóknarflokkurinn vill vinna að jafnrétti einstaklinganna til athafna og lífsafkomu og álítur þjóðar-
nauðsynaðkomiðverðiástjórnmálasamstarfiþeirra manna, sem vilja'vinna að alhliða þjóðfél.umbótum
og öðrum framförum í þágu almennings.
Eins og getið var um í síðas a Einherja hófst flokksþing Framsókn armanna, liið áttunda í röðinni, fimmtudaginn 28. nóv. s.l. 301 fulltrúi úr
öHmn sýslum og kaupstöðum landsins sátu þingið og auk þess um 70 gestir utan Reykjavíkur. Flokkshing þetta er eitt liið fjölmennasta,
sem haldið hefir verið. Flokkr;þingið stóð yfir til 3. des. eða 6 daga. Að kvöldi 3. des. var f jölmennt hóf að Hótel Borg, þar sem minnzt var 30.
ára afmælis Framsóknarflok tsins. Á miðstjórnarfundi flokksins, sem haldinn var 3. des. s.l. var Hermann Jónasson endurkosinn formaður
flokksins og Eysteinn Jónssen endurkosinn ritari flokksins. Einlierji mun í dag og í næstu blöðum birta ályktanir þær, sem flokksþingið
samþ. og birtir þá fyrst stjórnm.- og atvinnumálayfirlýsingar flokksins.
Stjórnmálayfirlýsing
i.
Framsóknarflokkurinn er frjálslvndur umbótanokkur, sem vill
fyrst og fremst leysa þjóðfélagsmálin á grundvelli samvinnustefnunnar.
Flokkurinn vill, að sem flestir landsmenn séu beinir þátttakendur í
framleiðslunni, og því fólki, sein að henni vinnur, sé tryggt sannvirði
vinnu sinnar og a. m. k. jafngóð kjör og öðrum landsmönnum. Fram-
sóknarflokkurinn er því flokkur þeirra manna, sem vinna að framleiðsl-
unni, og annarra imibótamanna, sem vilja auka samvinnuna og hvers
konar framfarir í menningu og lífskjörum þjóðarinnar.
II.
Framsóknarflokkurinn vill vinria að jafnrétti einstaklinganna til
athafna og lífsafkomu.
Flokkurinn vill vinna að því, að allir þegnar þjóðfélagsins séu efna-
lega sjálfstæðir, en skiptist ekki í auðmenn og öreiga, þar sem hann
telur slíka skiptingu háskalega fyrir menningu og stjórnarhætti þjóðar-
innar.
Flolikurinn er því fylgjandi, að stór atv'innufyrirtæki séu rekiu af
samvinnufélögum eða opinbermn aðilum, þar sem samvinnurekstri verður
ekki komið við.
Taltmark flokksins er að koma verzlim landsmanna í hendur sam-
vinnufélaga. Þó telur liann ríldsverzlun geta komið tl greina samhliða,
ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
III.
Framsóknarflokkurinn vill vinna að endurbótum og hýbyggingu
atvinnuveganna eftir heildaráætlun á heilbrigðum f jármálagrundvelli og
taka í þeirra þágu fullkomnustu tækni og vísindi og tryggja þannig, að
auðlindir og framleiðslumöguleikar landsins notist sem bezt, til að bæta
lífskjör þjóðarinnar. Um þetta vill flokkurinn hafa samstarf við sam-
tök vinnandi framleiðenda og verkamanna og hverja þá aðra, sem leysa
vilja málin á þessum grundvelli.
Flokkurinn telur að liaga beri fjármálastefnu ríkisins og bankanna í
samræmi við þessa stefnu í atvinnumálum. Samkvæmt þessu vill flokk-
urinn leggja sérstaka áherzlu á, að jiað er ekki unnt að framkvæma
stórfellda nýbyggingu atvinnulífsins, ef látin er viðgangast gengdarlaus
eyðsla og sóun f jármuna.
IV.
Framsóknarflokkurinn vill vinna að endurskoðun á stjórnskipun
landsins með það fyrir augum að gera ríkiskerfið traustara, einfaldara
og ódýrara og auka vald héraðanna stórum frá því, sem nú er.
Flokkurinn álítur, að heimilið sé sú stofnun í þjóðfélaginu, sem
mestu varðar fyrir framtíð þjóðarinnar. Flokkurinn leggur því álierzlu
á, að heimilunum sé sköpuð sem bezt skilyrði og sem jöfnust um land
allt. Hann telur séi'staka nauðsyn að gera fólki í sveit og við sjó kleyít
að búa í góðum húsakynnum, án kostnaðar um efni fram, og að fram-
leiðslu rafmagns til heimilisnota sé hráðað sem mest.
Flokkurinn leggur ríka áherzlu á, að eðlilegt og heilbrigt jafnvægi
skapist í búsetu Iandsmanna og telur hættulegt, að meginhluti þjóðar-
innar safnist saman í mannmörgum bæjum.
V.
Framsólcnarflokkurinn leggur ríka áherzlu á, að staðið sé örugglega
á verði um sjálfstæði landsins og unnið gegn erlendri ásælni og áróðri.
Ilann vill kappkosta góða sambúð við allar þjóðir. Hann leggur sérstaka
áherzlu á nána samvinnu við Norðurlandaþjóðirnar og svo aðrar þær
þjóðir, sem vilja efla lýðræðið og viðurkenna rétt smáþjóðanna.
VI.
Framsólmarflokkurinn álítur þjóðarnauðsyn að komið verði á
stjórnmálasamstarfi þeirra manmi, sem vilja vinna að alhliða þjóðfélags-
umbótum og öðrum framförum í þágu almennings. Hann álítur, að einn
meginþáttur slíks samstarfsj eigi að vera sá, að stórgróði, er ýmsum
hefir fallið í skaut, verði notaður til að efla framleiðslu landsmanna og
félagslegt öryggi allrar þjóðarinnar. Flokkurinn telur það skyldu allra
umbótamanna í landinu að vinna að því með þessum hætti, að ekki
skapizt öngþveiti og að koma í veg fyrir, að einstökum mönmun haldist
uppi að standa á móti eðlilegum þjóðfélagsumbótuim til verndar stór-
gróða sínum og sérhagsmunaaðstöðu.
Atvinnumálayfirlýsing.
Flokksþingið telur, að landið ráði yfir nægum auðlindum til þess að
veita öllum þeim, er það byggja fullnægjandi lífsnauðsynjar og lífs-
þægindi.
Framsóknarflokkurinn miðar stefnu sína í atvinnumálum við það
að tryggja vaxandi og skipulegar framfarir í landinu, blómlegt atvinuu-
lff og landsmönnum næga og örugga atvinnu.
Framsóknarflokkurinn telur, að þessu marki beri að ná meðal
annars með því að:
(Framhald á 4. síðu)