Einherji


Einherji - 29.01.1949, Blaðsíða 2

Einherji - 29.01.1949, Blaðsíða 2
2 EINHERJI Ábyrgðarmaður: KAGNAK JÖHANNESSON p Áskriftargjald er íkr. 10,00 árg. ATHUGASEMD VIÐ „LEIÐARA" I næst síðasta tbl. ,,Sig]firðings“ er „leiðari" blaðsins helgaður Framsóknarflokknum. Ritstjóri blaðsins hefur þó ekki þurft að eyða neinum tíma í þessi leiðara- skrif því „leiðarinn" er upptugga — svo til orðrétt — úr Morgun- bíiaðsgrein. frá 13. þ.m. bls. 2 (greinin heitir: „Skrifið syndirnar hjá öðrum“). Réttara hefði verið af ritstjóranum að geta þessa, heldur en láta lesendur blaðsins standa í þeirri trú, að þetta sé ritstjórasmíð. Að minnsta kosti var sá siður á hafður hjá „Sigl- firðingi" í ritstjóratíð Sigurðar Björgólfssonar, að þegar prent- aðar voru upp Morgunblaðsgreinar .(sem var þó sjaldan, því S.B. er greindur og vel ritfær maður) var getið nafns og númers, Nú er öld- in önnur. ★ Hvað segir nú í þessari grein Morgunblaðsins, sem er svo góm- sætt, að „Siglfirðings“-ritstjórinn endurprentar það (án þess að geta heimilda). Það er í stuttu míáli þetta. Morgunblaðið segir: (og Siglfirðingur smjattar á því). Af völdum Framsóknar 'hafa ríkisútgjöldin vaxið xim 85 millj. kr. fyrsta árið, sem „bjargráða hennar naut við í ríkisstjórn. Síðan telur blaðið upp nýja út- gjaldaliði, (sem ollu vaxandi ríkis- útgjöldum) að upphæð 72,4 millj. kr. — allt samkvæmt lögiun, úr stjómartíð Ólafs Thors, og bætir við: „— með öllum þessum út- gjöldum var Framsókn.“ Liðirnir voru sundurliðaðið þannig: Tryggingar 15,8 millj. Nýju fræðslulögin 6,0 millj. Byggingar og nýbýli i sveitum 3 millj. Raforkusjóður 2 millj. Byggingar í kaupstöðum 1,8 millj. Uppbót á útfl. vörur 24,2 millj. Aukin niðurborgun og dýrtíð 19,6 milljónir króna. Svo mörg voru þessi Morgun- blaðsorð. Daginn eftir, að þau birt- ust svaraði „Tíminn" þessum Morgunblaðs-ósannindum, m.a. á þessa leið: („Tíminn“ 10. tbl. ’49) „— Framsóknarmenn greiddu Dr. Kristinn Guðmundsson, skattstjóri á Akur^yri og varaþingmaöur Fram- sóknarflokksins í Eyjafiröi, tók sœti á Alþingi þ. 26. þ.m. í staö Bernharös Stefánssonar, er liggur sjúkur Siglfirðíngar! Þaö er marg viðurkennt, að það er ekki hœgt aö fylgjast vel meö í íslenzkum stjórnmálum nema lesa „TÍMANN“. Þá má minna á, aö hvergi er aö fá dag- lega eins gott yfirlit yfir erlenda atburöi, sem eru aö gerast á hverjum tíma eins og í „TÍMANUM“. „TÍMINN“ er afgreiddur til fastra áskrifenda í Aöalbúðinni. Tilkynniö þar, ef þiö viljið gerast fastir áskrifendur blaösins; einnig er „TÍMINN“ seldur þar í lausasölu. Framsóknarmenn í Siglufiröi! Vinniö að útbreiöslu „TÍMANS“. — „Dagur“ blaö Framsóknarmanna á Akureyri er stœrsta og útbreiddasta blaöiö utan Rvíkur. Ekkert eitt blað hefur lialdiö betur á málstaö Norölendinga en Dagur. Kaupiö og lesiö Dag. Afgreiösla Einherja, Eyrargötu 25, tekur á móti áskrifendum aö Degi. „Einherf, mun framvegis koma út annan hvern laugardag. Afgreiðsla blaösins er í Eyrarg. 25. Afgreiöslumaöur blaösins er Bjarni M. Þorsteinsson, Skálaveg 4. Þeir bœjarbúar, sem vilja gerast fastir áskrifendur aö blaöinu, eru beönir aö tilkynna það til afgreiöslu- mannsins eöa til Jóns Kjartanssonar, sími 31 og 108, og mun blaöiö þá veröa sent heim til þeirra. Þeir fastir áskrifendur, sem ekki fá blaöiö meö skilum eru beönir aö láta framangreinda menn vita. — Þeir fastir áskrifendur Einherja, sem eiga leiö um Tún- götuna eftir hádegi á útkomudögum blaösins (annan hvern láugardag) eru vinsamlega beönir aö taka blaö sitt á afgreiöslu blaösins. Framsóknarmenn! Muniö eftir aðalfundinum á miðvikudaginn kemur (2. febrúar) kl. 8,30 síöd. í Gildaskálanum. ekki atkvæði með tryggingarlög- unum vegna vansmíða, er þeir töldu á þeirri lagasetningu. Þeir voru einnig andstæðir ýmsum ákvæðum fræðslulaganna. Fram- sóknarmenn fengu engu rláðið um setningu beggja þessara laga og bera þv'i enga ábyrgð á þeim. Þeir bera og enn síður nokkra ábyrgð á hinum 43,6 millj. kr. auknu út- gjöldum vegna verðuppbóta og niðurgreiðslna, er hlutust af dýr- tíð, sem hafði skapazt í tíð fyrrv. stjórnar. Núverandi stjórn tók við því sem illum arfi að þurfa að afla tekna vegna þessara útgjalda, sem voru óhjákvæmileg, ef afleiðing- arnar af stefnu og störfum fyrrv. stjórnar áttu ekki að sigla öllu í strand. Þannig áttu Framsóknarmenn ekki neinn þátt í stærstu útgjalda- útgjaldahðunum, sem eru taldir hér að framan (þeir nema samtals 65 millj. kr.). Þáttur þeirra hefir verið sá einn að hjálpa til að afla tekna vegna þessara útgjalda eftir að ýmist var búið að leggja þau á með lagafyrirmælum eða gera þau óuniflýjanleg af öðrum ástæðum. Hins vegar áttu þeir engan þátt í því, að þeir urðu til. —“ Jóhann Sveinbjörnsson tollgæzlumaður varð 65 ára 9. þ.m. Þann dag heimsóttu hann fjöldi gesta, vinir og kunningjar og árnuðu honum heilla. Jóhann hefur verið toll- gæzlumaður í Siglufirði tæp 20 ár, og mörg árin hefir hann verið yfirtollvörður. Einherji óskar afmælisbarninu til hamingju með þenna afmælis- dag. Asgerður Guðmundsdóttir skrifstofumær hjá Landssamb. xsl. útvegsmanna, sem lézt í Lands- spítalanum lá nýjársdag, var jarð- sett hér 18. þ.m. Þrátt fyrir slæmt veður þennan dag var fjölmennt við jarðarförina. „Þingfréttir“ og sögur Frh. af 1. s. útvegsmanna um að vélbátaflot- inn færi á veiðar. Var engu l'ikara en þingmaður Siglfirðinga hefði vonað, að algjör stöðvun yrði á útgerðinni, og hann tók það fram, að það væri hörmulegt hversu auma forystumenn útvegsmenn ættu. Gleymska eða gáleysi þing- mannsins var svo mikið, að er hann nefndi nöfn manna í sam- bandi við störf, er hann átaldi mjög, urðu fundarmenn að leið- rétta og leiðbeina fundarboðanda. Þetta voru „fréttirnar“ frá Al- þingi, sem þingmaður Siglfirðinga auglýsti og bauð siglfirzkum borg- urum upp á. Það má mikið vera, ef fleirum hefir ekki orðið á að hugsa eins og mér, að líklega hæfðu slíkar þingmannsfréttir bezt fulltrúa þeirra heildsala og húsabraskara, er Áki var að segja sögur af, enda athugandi fyrir Siglfirðinga, hvort þeir ættu ekki að eftirláta Reykvíkingum að hafa Áka til að starfa fyrir sig lá þingi eins og utan þings. Eitt er víst, að það er betra að boða engar þing- fréttir en slíka misnotkun í nafni þingmennsku. Það er líka betra að hafa engan þingmann. — gestur Nvknmin stál-Nrarmhönd Kristinn Björnsson gullsmiður

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.