Einherji - 25.07.1950, Side 2
ð
2
EINHBRJI
Afgreiðslutími á bæjarskrifstofunni
verður frá og með 15. þ. m. eins og hér segir:
Alla virka daga, nema laugardaga frá kl. 1 e.h. til kl. 6 síðd.,
á laugardögum frá kl. 10—12 f. h.
Viðtalstími undirritaðs er alla mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga frá kl. 1}4—3}4 síðd.
Bæjarstjórinn í Siglufirði 10. júli 1950.
JÓN KJARTANSSON
ElLILiFEYRISGREIÐSLUR
til danskra, finnskra, norskra og sænskra
ríkisborgara, sem búsettir eru hér á landi.
Hinn 1. desemiber 1949 kom til framkvæmda milliríkjasamn-
ingur Norðurlandanna um gagnkvæmar greiðslur ellilífeyris. —
Samkvæmt þessu eiga danskir, finnskir, norskir og sænsikir ríkis-
borgarar, sem dvalizt hafa samifleytt á Islandi 5 síðastliðin ár, og
orðnir eru ful'lra 67 ára, rétt til ellilífeyris á sama hátt og ís-
lenzkir ,ríkisborgarar. Þeir eiga og rétt til lífeyris fyrir börn sín
undir 16 ára aldri, sem hjá þeim dvelja á þeirra framfæri, og
koma til greina við ákvörðun uppbótar á lífeyrisgreiðslur, til
jafns við íslenzka ríkisborgara.
Þeir erlendir ríikisborgarar, sem samningurinn tekur til, og
vilja njóta þessara réttinda, eru hér með áminntir um að snúa
sér með umsóknir sínar til umboðsmanns Tryggingarstofnunar
ríkisins og leggja fram sönnunargögn fyrir óslitinni dvöl hér á
landi 5 siðustu ár.
Þeir, sem áður hafa lagt fram umsókn og fengið úrskurðaðan
lífeyri, þurfa þó ekki að endurnýja umsókn sína fyrir næsta
bótatímaibil, 1. j,úlí 1950 til 30. júni 1951.
Reykjavtí'k, 22. júni 1950.
' v ■ ■■■ ■■ i
Tryggingastofnun ríkisins
Arður til hluthafa
Á aðalfimdi H. f. Eimskipafélags Islands 10. júní 1950, var
samþykkt að greiða 4% — fjóra ^af hundraði — í arð til
hlutliafa fyrir árið 1949.
Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykja
vík, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land.
Athygli skal vakin á því, að samkvæmt 5. gr. samþykkta
félagsins er arðmiði ógildur, liafi ekki verið (krafizt greiðslu á
honum áður en 4 ár eru liðin frá gjalddaga hans. Skal hluthöfum
því bent á, að draga ekki að innleysa arðmiða af hlutabréfum
sínum, svo lengi að hætta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru
í gildi arðmiðar fyrir árin 1945—1949 að báðum árum með-
töldum, en eldri arðmiðar eru ögildir.
Þá skal ©nnfremur vakin athygli á þvi, að enn eiga all-
margir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiðaarkir, sem afhentar
eru gegn stofni þeim, sem festur er við hlutabréfin. Eru þeir
hluthafar, sem enn eiga eftir að skipta á stofninum og nýrri
arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Afgreiðslumenn félags-
ins um allt land, svo og aðalskrifstofan í Reykjavík, veita
stofnunum viðtöku.
II. F. EIMSKIP AFÉLAG ÍSLANDS
msma■
Aisgíýsing
nr. 13/1950 frá skömmtunarstjóra
Ákveðið hefur verið að „skammtur 10“ af „Öðrum skömmt-
unarseðli 1950“ skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir einu
kílói af rúsínum til og með 31. júlí 1950.
Jafnframt hefur verið ákveðið, að „skammtur 11“ af „Öðrum
skömmtunarseðli 1950“ skuli halda gildi sínu fyrir einu kílói af
rúsínum til og með 31 júlí 1950.
Reykjavík, 30. júní 1950.
SKÖMMTENARSTJÓRI
Frá bæjarstjórn
(Framliald af 1. siðu)
«
um þúsundum króna. Þá hefur
húsnæði rafveitunnar verið sagt
upp og ætlunin er að flytja raf-
veituskrifstofurnar í bæjarþing-
húsið.
Innheimta útistandandi skulda
ibæjarsjóðs, það sem af er þessU
ári, hefur gengið sæmilega. Búið
er að innheimta þegar þetta er
ritað um % millj. kr. eldri út-
svara og má segja það bæjarbú-
um til verðugs lofs að þeir hafa
brugðist vel við þegar vinna hófst
og igreitt gjöld sín eftir mætti.
En fátt er bæjarfélaginu nauðsyn
legra en tfá inn áætlaða tekju-
stofna, en jafn \nauðsynlegt er
l'ika, að bæjarbúmn gefizt kostur
á að vita hvað gert er við það
fé, sem þeir greiða bæjarsjóðn--
um. Bæjarstj.meirihlutinn mun
leggja kapp á að bæjanbúar geti-
sem bezt fylgst með fjármálum
kaupstaðarins og mun innan
skamms verða birt tölulegt yfir-
lit yfir hag bæjar- og hafnarsjóðs.
Það hefur sézt í blöðum krat-
anna hér, aá þeir eru að fræða
lesendur sína á því, að „fátt mark
vert gerist nú í bæjarmálimum
um þessar mundir.“ Sem svar við
þessari „frétt“ kratanna má
benda á að höfuðviðfangseíni og
fyrsta og aðalboðorð bæjarstjórn
armeirililutans er f járliagsviðreisn
kaupstaðarins. Bruðl og óstjórn
undanfarandi ára leyfir ekki að
nú sé ráðist í stórframkvæmdir,
því miður. Skip okkar var að
söikkva, meðal annars fyrir at-
beina kratanna. Björgunin stend-
ur enn yfir. Það er þetta sem
gerist „markvert“ í bæjarmálum
Siglufjarðar. Það var ekkert sæld
arbrauð — ekkert létt verk fyrir
bæjarstj.meirihlutann að taka við
stjórn bæjarins um og eftir síð-
ustu áramót, — eftir að kratarn-
ir höfðu haft stjórnarforustuna.
Allstaðar voru vanskilaskuldir. —
Bankastjórar ekki til viðtals fyrir
fulltrúa Siglufjarðar; opinber í-
hlutun ríkisvaldsins yfirvofandi.
Við þessu ástandi var tekið. Það
er langt frá því að Siglufjörður
TILBOÐ ÖSKAST
Tilboð ósakst í gömlu rafmagns
verkstæðisbyggingu S.R. í því á-
standi, sem hún nú er í, þar sem
hún stendur á lóð S.R.
Tilhoðum sé skilað á skrifstofu
vora fyrir 1. ágúst n. k.
Siglufirði, 24. júlí 1950.
SÍIiDARVERKSM. RÍKISINS
TðMATAR
Daglega nýir tómatar
KJÖTBÚÐ SIGLUFJARÐAR
sé úr hættu fjárhagslega, en það
er allt gert sem hægt er til að
tryggja fjárhagslegt sjájfstæði
kaupstaðarins án þess að íþyngja
um of íbúum hans.
Að loikum má geta þess, að
tekist hefur af núverandi bæjar-
stj.meirihluta að útvega kr. 116.
000,00, sem óafturkræfan styrk
til byggingar sjúkrahússins og
aukningar vatnsveitunnar og til
reksturs Hólsbúsins; kr. 50.000,00
vaxtalaust lán til 6 ára hefur tek-
ist að útvega frá bjargráðasjóði
og fyrir liggja hjá bæjarstjóra
ríkisábyrgðir að upphæð kr. 330.
000,00 fyrir lánum ef þau kunna
að fást.
Vegna þrengsla í blaðinu er ekki
unnt að gefa gleggra yfirlit yfir
bæjarmálin að sinni, en verður
gert síðar, en það sem hér er
sagt, ber með sér að bæjarstjóri
og bæjarstj.meirihlutinn hafa ekki
setið auðum höndum. Markvisst
hefur verið unnið að því að bjarga
ibænum úr feni skulda og vanskila
og gera hann fjárhagslega frjáls-
an bæ.