Einherji


Einherji - 25.07.1950, Síða 4

Einherji - 25.07.1950, Síða 4
/ —rn EINHERJI t GUÐMUNDUfi ÁSMUNDSSON FBA LAUGALANDI 1 gær var jarðsettur að Barði í Fljótum Guðmunclur Ásmunds- son, fyrrum. bóndi á Laugalandi. Guðmundur var fæddur í Neskoti í Flókadal 31. marz 1871, að var mestan liluta æfi sinnar i Haganes hreppi. Hann bjó á ýmsum stöð- um í þeim breppi, en lengst á Laugalandi, þar sem hann dó á heimili Jónmundar sonar síns, og konu hans Valeyjar Benedikts- dóttur, þann 13. þ. m. Kona Guð- mundar var Lovísa dóttir Grims bónda á Minni-Reykjum, sem víða var þekktur fyrir lækniskunnáttu sína og framúrskarandi hjálpsemi á því sviði. Þau Guðmundur og Lovísa eignuðust 9 börn — 5 þeirra dóu í æsku, en f jögur kom- ust til fullorðinsára. Dúi, sem síðar várð sjómaður og lærði skip stjóm, en fórst með Jarlinum á síðari stríðsárunum, Eiríkur, sem einnig gerðist sjómaður, en fórst með Maríönnu árið 1922. Eugenia ikona Gunnars Bildals, kaupmamis nú í Reykjavik, og Jónmundur, ibóndi á Laugalandi. Auk þess ólu þau hjónin upp að mestu tvö fóst urbörn, Lovísu Sigurbjörnsdóttir, kona Sigurðar Maðnússönar, bif- vélavirkja á Siglufirði, og Pál Guð mundssön, böndá á Miðhóli. Kónu sína, Lövisu missti Guðmundur 2. des. 1940. Allir hinir mörgu, sem kyntust þeim Guðmundi og Lovísu, munu með þakklæti og virðingu mixm- ast viðkynningarinnar, hvort held ur um er að ræða gesti og gang- amdi menn, sem svo margir þáðu góðgerðir, aðhlynningu og fyrir- greiðslu, eða fólk, sem bjó í ná- grenni þeirra, og fékk að kynnast glaðværð, góðviid, og nákvæmni húsmóðurinnar, og hins trausta og rólynda skaplyndi húsbóndans. — Bæði voru þau samhent um að hjálpa mönnum og málleysingjum, þegar veikindi báru að höndum. Var LoVÍsa, eins og hún átti ætt til, mjög nærgætin í slíkum til- fellum, átti oift lyf og ráð til að miðla, þangað til hjálp var fengin af læikni. Guðmundúr var mikill athafna -og atorkmnaður. Sam- hliða búskap sínum stundaði hann oft sjósókn, og um tíma verzlun. Hann var karlmenni mikið, bæði að líkamlegum burðum og sálar- þreki. Heldur var hann hlédrægur í félagsmálum, en fylgdist þó vel með öllu sem. gerðist, og hafði ákveðnar og heilbrigðar skoðanir i þjóðfélagsmálum, og tillögugóð- ur, ef hann lét uppi skoðanir sin- ar. Ýms trúnaðarstörf voru hon- um falin, sem hann leysti með alúð og samvizkusemi. Guðmund- ur var hestamaður mikill, og hafði yndi af því að koma á hestbak, enda átti hann oft góðhesta, svo af bar. Hann var ræðinn við gesti sína, og skemmtilegur heim að sækja, og því oft glaðværð á heim ili hans. Nú hefur Guðmundur lagst til hinztu hvilu, eftir langt og vel unnið æfistarf. Sveitungar hans allir munu einum rómi þakka sam veruna, hjálpsemina og allt það, er heimili þeirra Guðmundar og Lovísu lét þeim í té, fyrr eða síð- ar á búskaparárum þéirra hér í Haganeshreppi. Hamingjan gefi sveitirmi mörg slík heimili í fram- tíðinni. Jarðarför Guðmundar bar þess ljósan vott, að sveitungar hans, og fleiri vildu heiðra minn- ingu hans, því þar var fólk frá hverjum bæ í hreppnum, og fjöldi manns annarstaðar frá, svo að jarðarför þessi var einhver liin fjöimennasta hér í sveit. Fyrir okkur hjónin, og okkar heimili, vil ég flytja þessum látnu merkishjónufn alúðarþakkir fyrir allan hlýleikann, hjálpsemina, og ÞAKK4RÁVAEP Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför Hermanns Einarssonar og veittu margskonar hjálp í veikindum lians. Halldóra Bjarnadóttir — Einar K. G. Hermannsson Einar V. Hermannsson ÞAKKARÁVARP Mitt innilegasta þakklæti votta ég öllum, nær og fjær, sem auðsýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför konunnar minnar Jónu Þorbjörnsdóttur Guð blessi ykkur öU. FRIÐRIK SVEINSSON trausta vináttu, frá því fyrst við fluttumst í þetta byggðarlag, og kynntumst ágæti þeirra, og til hinnztu stunda æfi þeirra. Guð blessi minningu þeirra, og gefi ættingjmn þeirra langa og góða framtíð. ■ Yzta-Mói, 23. júlí 1950. Hermann Jónsson. f STEINGRIMUR BENEDiKTSSON VERZLUNARMAÐUR >3i Fæddur 21. september 1915. t— Dáin n6. júlí 1950. *Wí^ -|r Hann var sonur hjónanna Unu Kristjánsdóttur, sem dáin er fyrir nokkrum árum og Benedikts Kristjánssonar bónda í Haganesi. Steingrímur sál. hóf vinnu við verzlunarstörf í Haganesvík 1937 og vann að þeim störfum áfram er hann fluttist til Siglufjarðar 1940. Steingrímur var sérstaklega lífsglaður maður og minnast marg ir Siglfirðingar hans með ljúfum og skemmtilegum endurminning- um. Hann var sérstaklega vel félagslega þroskaður og var mjög viðsýnn og glöggskygn og hafði þann sérstaka kost að vera fljót- ur að greina aðalatriði frá auka- atriði í hverju máli. Hann hafði ætíð mikinn áhuga fyrir félagsmálum og starfaði þar af alhug og víðsýni, ibæði í Fljót- um og hér í bæ. Steingrímur var mjög dagfars- góður, ætíð glaður og alúðlegur í viðmóti, svo öllmn sem kynntust honum hlaut að vera hlýtt til hans. Hann vildi hverjum manni vel, enda var hann fús til að greiða úr erfiðleikum manna er til hans leituðu. Steingrímur var umhyggjusam- T'toÚfY-':- •>’* ' - ' ur og ástríkur sonur, bróður, og unni mjög velferð syst'kyna sinna. Það er mikil eftirsjón, er slíkur maður sem Steingr. var, fellur frá í blóma líifsins. Sikyldmenni hans og vinir sakna hans mjþg, en sárast sakna hans hinn aldraði faðir og systkyni hans. En harmléttir eru þó hinar fögru og ljúfu minningar, er hann lætur eftir sig í hugum ástvina og kunningja, allra er af honum höfðu kynni. Vinur. Sundlaug SigSuf jarðar hefur nú stanfað um hálfsmán- aðartíma. Fyrstu vikuna eftir að laugin var tekin til notkunar var hún til frjálsra afnota almenn- ingi alla daga og var aðsókn mikil. Sundkennsla hófst ’i siðustu viku og stendur meginhluta dags eða fram til kl. 5 síðd. Frá 5 til 9 er laugin opin fyrír almenning. Fjöldi barna og unglinga stunda sundnám eða nokkuð yfir þrjú hundruð. Almenn ánægja ríkir í ibænum yfir því, að sundlaugin er nú að nýju tekin til starfa hér og ekki lengur þörf á að senda börn burtu til sundnáms. Til þessa hefur starfræksla laug arinnar gengið hið bezta. Á mámi daginn henti þó það óhapp, að aðkomumaður stakk sér í grunn- enda laugarinnar til botns, með þeim afleiðingum, að hann misti meðvitund og flytja varð hann á Sjúkrahúsið. Auglýsið í Eiíiherja TIL HÚSEÍGANDA Samkvæmt ákvæði reglugerðar um brunavamir og brirna- mál er hverjum húseigenda, sem hefur olíukyndingartæki í liúsi sínu, skylt að hafa löggiltan öryggisútbúnað við kyndingartæki sín. Slökkviliðsstjóri, hr. Egill Stefánsson, mun útvega öryggis- útbúnað þennan hverjum sem þess óska. Bæjarstjórinn í Siglufirði 23. júlí 1950. JÓN KJARTANSSON

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.