Einherji


Einherji - 23.12.1953, Blaðsíða 5

Einherji - 23.12.1953, Blaðsíða 5
E I N H E H J I 5 með sér, svo þjóðleg eni þau. — Honum fannst líka, að Islendingar hefðu í upphafi átt að veiða og verka hafsíldina, en meðan þeir kunnu það ekki hefði verið sjálf- sagt að láta Norðmenn kenna þeim það þótt það opinbera hefði hins vegar getað betur bætt að- stöðu Islendinga í þeim efnum en gert var, einkum með meiri takmörkunum á selstöðu útlend- inga 'í landi og Islendingarnir hefðu lært síldveiðarnar og verk- unina með afbrigðmn. I héraðsstjórn sinni sýndi séra Bjarni, að engi var hann veifi- skati. Þó var hann aldrei með ofsa og óbilgirni, sem suma hend- ir. Drenglyndi hans var viðkunn- ugt, jafnvel gagnvart þeim. er sýndu honum óbilgirni. Lærdóms- og fræðimaður var hann mikill. Hygg ég hann ein- hvem mesta latinumann latínu- fróðra manna, þeirra mörgu, sem ég hefi kynnzt, og ekki höfðu latínu að sémámi. I sögulegum fræðum, einkinn Norðurlandasögu, þó sérlega 'í sögu Islands, var séra Bjami ágætlega fróður og hafði mikinn áhuga fyrir þeirri fræðigrein. Hafði hann það um- fram venjulegan sögufróðleik, að hann var sérlega s^ttfróður um íslenzkar ættir, svo sem rit hans bera vott um, t.d. ættarskrá hans, sem er mikið rit. I sögu Siglu- fjarðar var hann eðlilega hverj- um manni margfróðari, hafði hann lagt sérstaka stund á hana og varið til hennar mikilli vinnu. Auk mjög fróðlegs aldarafmælis- rits um Siglufjörð 1918, hafði hann samið ættarskrá Siglunes- ættarinnar og Dalaættarinnar, — tveggja helztu ættanna, sem hér- aðið hafði byggt 2 síðustu ald- imar. Eru þær ættartölur næsta fróðlegar og mikilsvirði fyrir forn sögu héraðsins. Séra Bjami var.mikill afkasta- maður, svo sem ráða má af því, sem þegar er sagt. Þetta verður enn ljósara, þegar þess er gætt á hve afskekktum stað hann bjó. Hann hafði ekki söfnin að fara á. Séra Bjarai var sæmdur pró- fessorsnafnbót og riddarakrossi fálkaorðunnar. Ég vil svo enda þessi fáu orð mín um séra Bjama með þeirri ósk, að þjóðin megi jafnan halda minningu hans í heiðri sem af- kastamanns þjóðlegra afreka, og Siglfirðingar sem merks prests og dugandi héraðsstjómara. ★ Vegna þrengsla í blaðinu verð- ur afmælisgxein eftir Jón Kjart- ansson bæjarstjóra um SIG- URi) GUÐMUNDSSON frá Vatns enda að bíða næsta blaðs. Sömu- leiðis verður einnig að bíða grein mn bæjarmál. Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. & Skóverksmiðjan, Iðunn, Akureyri Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. A V. Friðjónsson & Co. — Íslenzkur fiskur h.f. Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðsldptin. Samvinnufélag Fljótamanna, Haganesvík. Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. & Kaupfélag Austur-Skagfb'ðinga, Hofsósi Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. & Sápuverksmiðjan Sjöfn, Akureyri Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. Iíaffibrennsla Akureyrar Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðrárkróki. Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. & Kaffibætisverksmiðjan Freyja, Akureyri Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðsláptin. A Smjörlíkisverksmiðjan Flóra, AkUreyri Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. ift Klæðaverksmiðjan Gefjim, Akureyri Gleðileg jól og farsælt komandi ár ! Þökk fyrir viðskiptin. \ A Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Samvinnutry ggingar hafa á síðastliðnum 7 árum gegnt sérstöku for- ustuhlutverki í tryggingarmálum landsins, bæði með lækkun iðgjalda og mörgum öðrum umbótum. — Tryggingarfélagið er eign þeirra, sem tryggja í því. Samvinnutryggingar óslia öllum gleðilegra jóla. /

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.