Einherji


Einherji - 13.11.1956, Side 2

Einherji - 13.11.1956, Side 2
EINHERJI Þuríður Hagalínsdóttir frá Súðavík MINNIN Hinn 27. f. m. lézt hér í bænum Þuríður Hagalínsdóttir frá Súða- vík, að heimili sonar síns, Ragn- ars Guðjónssonar. Þuríður var Vestfirðingur að ætt. Fædd að Eyri í Seyðisfirði og ólst þar upp að nokkru með fósturmóður sinni, en síðar á ýnisum bæjum í ísafjarðardjúpi. Eins og þá var venja voru ungl- ingar snemma látnir fara að vinna fyrir sér og ekki var Þuríður þar nein undantekning, enda mun liún ekki hafa náð fermingaraldri er hún þurfti að sjá sér sjálf far- borða. Um menntun var því ekki að ræða, enda lítið þá um skóla. En þó munu þeir, er einhverja áttu að, hafa notið einhverrar til- sagnar umfram það, er nauðsyn- legt þótti til þess að komast í kristinna manna tölu. Þrátt fyrir það að Þuríður færi á mis við iþá tilsögn, er flestir foreldrar létu börnum sínum í té á æskuárum þeirra, þá tókst henni að bæta sér það upp síðar með • sjálfsmenntun. Enda varð það svo, að er Þuríður var full- tíða kona stóð hún ekki jafnöldr- um sínum að baki, hvorki til munns né handa, jafnvel þeim, er notið höfðu almennrar skóla- göngu, eins og hún var í þá daga. Sérstaklega minnist ég þess, hve hún var ljóðelsk og söngvin. Hún hafði yndi af söng, enda sat hún sig aldrei úr færi að fara á söng- skemmtun, ef hún var í boði. Um tvítugsaldur giftist Þuríður Guðjóni Davíðssyni, sem einnig var Vestfirðingur. Þau hjónin byggðu sér hús í Súðavík, sem síðar var kallað Brekka og þar áttu þau heima, þar til að þau fluttu hingað. Tvo sonu eignuðust þáu Þuriðu'r og Guðjón, Hallgrím og Ragnar, en Hallgrímur dó er hann var 26 ára. Einn fósturson ólu þau upp, Gísla Guðmundsson, og mun hann vera búsettur vestra. ; Þau Þuríði og Guðjón þekkti ég frá því er ég fyrst man eftir mér, enda voru iþau næstu nágrannar foreldra minna og vinafólk alla tíð. 1 æsku var ég daglegur heima gangur hjá Brekkuhjónunum. Er ég nú, eftir nærfellt 50 ára kynn- ingu læt hugann reika til liðinna ára, þá er þar æði margs að minn ast frá heimilinu að Brekku og frá lífi og störfum Þuríðar. En það er ekki tilgangurinn að rifja það allt upp hér, þótt það væri vel þess vert og lærdómsríkt. Eitt af því fyrsta, sem ég man eftir og dáðist mjög að síðar, var hve allt var snoturt á Brekku. Þrátt fyrir lítil efni, og á tíma- bili jafnvel mjög þröngan fjár- hág, — því Guðjón var um árabil mjög heilsuveill og einmitt er GARORÐ hann var á bezta aldursskeiði — þá tókst þeim hjónum að gera heimili sitt mjög vistlegt. Guðjón heitinn var mesta snyrtimenni, enda báru öll verk hans vott um það. Þuríður var mikii húsmóðir, í þessa orðs fyllstu merkingu, sí- starfandi og nostursöm. Þessir eiginleikar hjónanna, ásamt góðri samheldni, hjálpaði þeim til að gera heimili sitt að fyrirmyndar- heimili. Þuríður heitin hafði mik- ið yndi af blómum og átti jafnan mikið af inniblómum, er hún hirti af ástúð og varfærni. Síðar gerðu þau hjónin fagran blómagarð við húsið að Brekku og bar sá garð- ur ótvírætt húsmóðurinni vitni um smekkvísi og nostursemi, enda átti hún mörg handtökin í garð- inum sínum. Þuríður var mjög handlægin. Tilsagnarlítið varð hún ágæt saumakona og saumaði mikið. Ekki fóru nágrannar Þuríðar var- hluta að þessari kunnáttu henn- ar, því þar naut margur góðs af, er ella hefði orðið án að vera, því fátt var um saumakonur heima og dýrt að koma niður saumaskap á Isafirði. Eg minnist þess sem unglingur, er líða- tók að jólum og allar húsmæður, er eitthvað gátu, voru önnum kafnar við að sauma jólafötin á krakkana, að þá heyrði maður ekki ósjaldan þessi orð hjá nágrannakonum Þuríðar: „ég kem aldrei þessari flík saman“, eða ,,ég er komin í hönk með þennan saumaskap.“ En svo kom þetta venjulega á eftir: „ég hleyp til hennar Þuru á Brekku, hún hjálpar mér.“ Það voru ekki svo fáar grannkonurn- ar eða kunningjakonurnar er fengu hjálp hjá Þuríði við sauma- skapinn og oftast fyrir ekkert eða þá sáralitla borgun. „Vertu ekki að hugsa um borgun“, var við- kvæði Þuríðar, „ég fæ þetta greitt á annan hátt, þótt ekki sé í pen- ingum, ég hefi þá alltaf ánægjuna af að sjá krakkann í nýrri flík.“ Satt var það, að hún hafði á- nægju af að hjálpa öðrum. Sú kvöð fylgdi flíkinni, að sá eða sú, er hana fékk, varð að koma á jól- unum og sýna henni sig í nýju fötunum. Ekki þótti þeim, sem flíkina fékk, það miður, að koma til Þuru á Brekku, eins og við krakkarnir kölluðum hana, því jafnframt því sem von var á kerti eða einhverju góðgæti, þá var það víst, að hann fengi að heyra eina fallega sögu eða kvæði. En Þur- íður sagði afburða vel frá. Þessi orð nágrannakvennanna: „hún Þura á Brekku hjálpar mér“ voru mjög einkennandi fyrir störf og lífsskoðun Þuríðar. Hún var allt sitt líf að hjálpa öðrum, ef ekki mönnum, þá skepnum. Eins og fyrr segir var Þuríður mjög laghent og mjúkhent. Var hún því oft fengin til að hjálpa dýr- um, er í nauðum áttu og tókst henni það jafnan með prýði. Þetta mun hafa orðið til þess, að síðar var Þuríður fengin til að hjúkra þeim, er voru mikið veikir og var hún dáð af öllum, er nutu hjúkr- unar hennar. Þessi störf urðu all- oft tímafrek, en það aftraði henni ekki frá að hjálpa, þegar í nauð- irnar rak. Dálæti fólks á Þuríði sem hjúkrunarkonu var síðar staðfest af einni menntuðustu hjúkrunarkonu, sem þá var til, með þessum ummælum: Hún er fædd til að hjúkra, hún hefur alla þá kosti til að bera, sem bezt er ákosið að ein hjúkrunarkona hafi. Það má segja að hér sé mikið sagt, en þó munu þessi ummæli vera sönn. Þuríður heitin var að eðlisfari kát og Hfsglöð, og einhver sú jafnlyndasta manneskja, sem ég hef þekkt. En þótt hún væri kát, þá var hún undirniðri alvöru- manneskja, en gleðin og alvaran voru svo samofin, að jafnvel hin- ir döprustu atburðir milduðust af hinni sönnu lífsgleði hennar. Þess- ir eiginleikar munu hafa orðið henni drjúgt veganesti á langri æfi. Því hver er sá, sem ekki mæt- EPLI HVITKÁL Kjötbúð Siglufjarðar ir meira eða minna andbyri, þótt á styttri æfi sé, en hennar varð. Hið meðfædda léttlyndi gerði hana alltaf unga í anda, þótt árin færð- ust yfir. Þuríður var félagsljmd og tók drjúgan þátt í félagslífi heima, einkum starfaði hún mikið í Ung- mennafélaginu. Þar, sem annars staðar, var hún óspör á að leggja fram starfskrafta sína í þágu fé- lagsins. Einkum var Þuríður dáð af yngri kynslóðinni í félaginu. Við vissum, að þar áttum við ör- uggan málsvara. Hún skyldi okk- ur svo vel og gat sett sig í okkar spor. Þuríði skorti heldur aldrei hjálparmenn, ef hún var eitthvað að gera í félagsins þágu, þá voru allir reiðubúnir að vinna með henni. Eg get ekki óskað neinu æskulýðsfélagi betra en þess, að það eigi álíka Þuríði og við áttum í Ungmennafélaginu heima. Kæra, góða Þura mín. Þessi fátæklegu minningarorð enda ég með innilegasta þakklæti til þín fyrir allt, sem þú hefur fyrir mig gert, allt frá bernsku minni til þinnar síðustu stundar. Þótt þú sért horfin yfir landamærin, mun minning þín ávallt vera í huga mínum og í hugum ailra, er kynntust þér. Hjörleifur Magnússon Nýkomið Perlonefni og Svört teyja í belti. Verzl. G. Rögnvalds Innheimta bæjargjalda. Lögtaksinnhehnta ógreiddra útsvara og fasteignagjalda er hafinn. Þeir sem I vanskilum standa mega því búast við lögtaksaðgerðum næstu daga, án frekari tilkynninga. Siglufirði, 1.. nóvember 1956. BÆJARGJALDKERINN Höfum fyrirliggjandi allskonar ÞILPLÖTUR, KARLIT, TRÉTEX og KROSSVIÐ Ennfremur margskonar hreinlætistæki með öllu tilheyrandi, svo sem: KLÖSETT, HANDLAUGAR, BAÐKER Væntanlegar með næstu ferð .. .. i etdtraustar plastplötur á eldhúsborð. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA 1 •— Byggingarvörudeild —

x

Einherji

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.