Einherji


Einherji - 13.11.1956, Qupperneq 4

Einherji - 13.11.1956, Qupperneq 4
 * * 9. tölublað. 25. árgangur idig&n Þriðjudagur 13. nóvember 1956. 3í. Eysteinn Jónsson, fimmtugur Framhald af 1. síðu Framsóknarflokkurinn hefur verið brautryðjandi á sviði land- helgismálanna og átti hann því frumkvæðið að landhelgisgæzlunni og hefur flokkurinn jafnan stutt viðgang hennar. Framsóknarfl. átti frumkvæðið að setningu laga um Sildarverk- smiðjur ríkisins og síðar að lög- um um Síldarútvegsnefnd, ásamt Alþýðuflokknum. Fiskiveiðasjóði Islands var breytt 1930, fyrir forgöngu Fram sóknarflokksins, í lánastofnun fyrir bátaútveginn og hefur Fram sóknarflokkurinn jafnan staðið að eflingu þessa sjóðs, til ómetan- legs gagns fyrir útvegsmenn. Framsóknarflokkurinn átti frum kvæðið að lögum um vátrygging- arfélög fyrir vélbáta og sömuleið- is stuðlaði flokkurinn að því, að talstöðvar væru settar í fiskiskip. Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir stofnun og starfrækslu Fiski málanefndar og Fiskimálasjóðs, og geta þeir, sem bezt til þekkja, borið um, hvort þessar stofnanir, ásamt Fiskiveiðasjóði, hafa ekki verið haldgóð reipi fyrir útvegs- menn og sjómenn, þegar á reyndi. Framsóknarflokkurinn hefur beitt sér fyrir því, að skipaðar hafa verið milliþinganefndir í sjávarútvegsmálum, þegar vanda hefur borið að höndum og hefur þá flokkurinn, sem endranær, rétt sjávarútveginum styrka hendi og stutt hann í erfiðleikum og þreng- ingum. Ekki ætla ég mér að halda því fram, að þessi afstaða til sjávar- útvegsins hafi verið mótuð af neinum einum manni innan Fram- sóknarflokksins. Síður en svo. — Hinu held ég hiklaust fram, að s.l. 25 ár hefur Eysteinn Jónsson verið sá maðurinn í hópi þing- manna Framsóknarflokksins, sem ríkastan þáttinn hefur átt i að móta þessa stefnu flokksins og bera hana fram til sigurs, enda hefur hann á liðnum árum gert sér sérstakt far um að kynna sér þessi mál. Ey9teinn Jónsson nýt- ur því verðugs trausts meðal út- vegsmanna og sjómanna og fjöl- margir þessara manna senda hon- um 1 dag hlýjar kveðjur og þakk- ir fyrir stuðning við málstað þeirra. Þegar ég tók við bæjarstjóra- starfinu í Siglufirði fyrir 7 árum og hafði kynnt mér eftir föngum ástandið í efnahags- og atvinnu- málum Siglfirðinga, þá varð mér strax ljóst, að fyrr en seinna yrði ég að halda á fund ríkisstjórnar- innar og skýra henni frá gangi mála hér og ræða við hana útlit og úrbætur í atvinnu- og efna- hagsmálum Siglufjarðarkaupstað- ar. Fyrstu ferð mína á ráðherra- fund fór ég eftir áramótin 1950, að afstöðnum bæjarstjórnarkosn- ingum. Rætt var við alla þáver- andi ráðherra. Allir tóku mála- leitan Siglfirðinga vel — skyldu ástandið — en fimm þeirra sögðu: Það er bara allt undir fjármála- ráðherra lcomið, hvað hægt er að hjálpa ykkur. Hafið þér talað við hann? Hvað sagði fjármálaráðherra ? Já, hvað sagði fjármálaráðherra Eysteinn Jónsson við Siglfirðinga árið 1950 og hver hafa svör hans verið við árlegum málaleitunum Siglfirðinga s.l. 7 ár. Svar ráð- herrans árið 1950 og æ síðan var þetta: Eg skil aðstöðu Siglfirð- inga vel á þessum þrengingartím- um. Eg man, að Siglufjörður hef- ur séð fífil sinn fegurri og ég man þá tíð, er Siglufjörður var ein meginstoð undir útflutnings- framleiðslunni. Því er það mín skoðun, að það þarf að hjálpa Siglufirði og bægja atvinnuleys- inu og erfiðleikunum frá, eftir því sem föng eru á. Eysteinn Jónsson lét ekki sitja við orðin tóm. Fyrir hans tilstilli og með- ráðherra hans fengum við keypt- an hingað til bæjarins b.v. Haf- liða og reist hraðfrystihús S.R. Fyrir hans stuðning hefur tekizt að fá byggða upp síðari vélasam- stæðu Skeiðsfoss. Og það voru fyrst og frernst hans verk, að það tókst árið 1953 að útvega hingað milljónalán til framhaldsreksturs togara Siglufjarðarkaupstaðar. Að mínum dómi hefur enginn einn stjórnmálamaður unnið Siglufirði og Siglfirðingum meira gagn en hann. Fyrir þetta þakka ég í dag og ég veit, að undir þær þakkir taka allir samherjar mínir hér í bæ og Siglfirðingar almennt. Eysteinn Jónsson er kvæntur hinni ágætustu konu, Sólveigu Eyjólfsdóttur múrara Jónssonar í Reykjavík og eiga þau sex mannvænleg börn, sem í senn eru yndi foreldra sinna og bera heim- idinu fagurt vitni. Vinir og samherjar Eysteins og frú Sólveigar senda þeim og börnum þeirra í dag innilegustu árnaðaróskir og biðja þess, að blessun sú, sem fylgt hefur heim- ili þeirra, megi vara sem allra lengst. Þjóð minni óska ég þess, að hún megi enn um langan aldur njóta starfskrafta Eysteins Jóns- sonar. Jón Kjartansson Ríkisstjórn Islands fordæmir harðlega hern- aðarárás Rússa á Ungversku þjóðina. Einnig fordæmir hún jafnframt árás Frakka og Breta á Egypta Hermann Jónasson, fors.ráðherra, ávarpar þjóðina Eftirfarandi yfirlýsing ríkisstjórnar íslands var samþykkt ein- róma á ráðherrafundi 5. þessa mánaðar: „Ríkisstjórn íslands fordæmir harðlega hernað- arárás Rússa á Ungversku þjóðina og lýsir djúpri samúð með hetjulegri baráttu hennar fyrir frelsi og rétti til að taka upp lýðræðislega stjórnarhætti. Ríkisstjórnin fordæmir jáfnframt harðlega árás Breta og Frakka á Egipta. Hún mun stuðla að því innan Sameinuðu þjóð- anna, að komið verði á réttlátum friði og að báðar þessar þjóðir fái óskoruð yfirráð yfir landi sínu, án íhlutunar erlendra stórvelda. ^ i I samræmi við þessa yfirlýsingu hefur verið og verður afstaða fulltrúa íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ I ávarpi forsætisráðherra, Hermanns Jónassonar, var vikið nokkru nánar að þessum málum. Niðurlagsorð ráðherrans voru þessi: „Við fslendingar munum halda vöku okkar og dómgreind viðkomandi því, sem nú er að gerast. Þessir viðburðir minna okkur enn einu sinni á það, hvers virði það er að búa í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem frjálsar rökræður, frjáls hugsun og lög ráða ríkjum.“ Guðm. Þorleifsson SJÖTUGUR Þann 31. október s.l. átti Guð- mundur Þorleifsson, Hávegi 12 B hér í bæ, sjötugsafmæli. Guðmundur er ættaður úr Skagafirði, en fluttist hingað til Siglufjarðar. Kvæntur er Guð- mundur Ingibjörgu Jónsdóttur, ættaðri úr Svarfaðardal, mikil- hæfri ágætiskonu. Þau hafa eign- ast einn dreng, Þráin, mikinn efn- ismann, sem nú stundar Háskóla- nám. Guðmundur er Siglfirðingum að góðu 'kunnur. Hann er mikill elju- og dugnaðarmaður og liggur ekki á hði sínu, að hverju sem hann gengur. Fyrir nokkrum árum réðist Guðmundur í það, að rækta all- stórt stykki í fjallshlíðinni ofan við hús sitt við Háveg. Land þetta var ekki árennilegt til ræktunar, ekkert annað en aur og grjót. Má það teljast mikil bjartsýni, að byrja á slíku verki. En þetta hef- ur Guðmundi samt tekizt. Hann hefur með dugnaði sínum og ó- venjulegu viljaþreki breytt aur- skriðunni á stóru svæði í fagran töðuvöll. Með þessu framtaki sínu hefur Guðmundur reist sér fagr- an minnisvarða, sem mun um langa framtíð halda nafni hans á lofti og vitna um viljaþrek hans og athafnaþrá. Guðmundur er að eðlisfari hlé- drægur maður, en greindur vel og fylginn sér í því, sem hann tekur sér fyrir hendur. Um leið og ég árna Guðmundi allra heilla í tilefni af afmælinu, vil ég þakka þeim hjónum liðnar stundir. Það er mikilsvert fyrir hvert byggðarlag að hafa menn eins og Guðmund Þorleifsson inn- an sinna vóbanda. B. J. J. Vatteruð efni I barnaföt, nátttreyjur og greiðslusloppa. Kambriz-léreft Bleyjugas Verzl. G. Rögnvalds Ábyrgðarmaður: RAGNAR JÖHANNESSON

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.