Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 6
Siðanefnd Ljósmæðrafélags Islands Siðanefnd Ljósmæðrafélags íslands skal veita félagsmönnum sínum ráðgjöf og gefa umsögn þegar um er að ræða fagleg eða persónuleg álitamál tengd starfi Ijósmæðra. Nefndin skal einnig veita félagsmönnum Ljósmæðrafélags íslands aðstoð við að leita sátta í tengslum við ágreining er upp kann að koma varðandi störf þeirra, óski þeir þess. Nefndin er stjórn félagsins til ráðgjafar um siðfræðileg efni sem stjórn þess hefur til umfjöllunar. Nefndin styðst við Alþjóðasiðareglur Ijósmæðra í störfum sínum. Félagsmenn Ljósmæðrafélags íslands og aðrir sem leita til nefndarinnar gera það skriflega. Nefndin getur með samþykki þess sem leitar til hennar, vísað málum til annarra aðila. Nefndin getur vísað málum frá. Fulltrúar í siðanefnd fara með öll mál sem til hennar koma sem trúnaðarmál, nema þeir sem málið varða veiti heimild til opinberrar birtingar. Nefndin setur sér starfsreglur. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum og tveimur til vara og skulu þeir kosnir á aðalfundi félagsins. Stjórnarmenn LMFÍ eru ekki kjörgengir í siðanefnd.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.