Einherji - 21.05.1966, Síða 2
x B------------Þitt val - Þín framtíð-----------------------x B
Stefnuskrá Framsóknarmanna um málefni Sigfufjarfiarkaupstaðar
Gerum Sigluf jörð að vaxandi bæ með þróttmiklu athafnalífi
Fjármál:
Unnið verði að því að fá nýja tekjustofna
fyrir Siglufjörð. Meðal annars með því:
a. Að þau ríkisfyrirtæki, sem hér eru staðsett,
greiði hliðstæð gjöld til bæjarfélagsins eins
og félagsfyrirtæki gera.
b. Að lögum um Jöfnunarsjóð verði breytt og
honum ætlaðar meiri tekjur, svo að hami
geti fullnægt, með aukaframlagi, fjárþörf
þeirra bæja og sveitarfélaga, sem á slíkri
aðstoð þurfa að halda. Þau skilyrði sjóðs-
ins fyrir aðstoð, að hækka þurfi útsvör um
20%, verði felld niður.
Atvinnumál:
unnið verði að því að auka og efla atvinnu-
lífið í bænum meðal annars með eftirfarandi
aðgerðum:
a. Bæjarstjórn beiti áhrifum sínum til þess að
teknir verði upp síldarfiutningar í stórum
stíl til Sigluf jarðar í sumar, bæði til bræðslu
og söltunar. Verði á þann hátt unnið að
því, að meira hráefni berist til síldverkun-
arstöðva, sem í bænum eru, og þær starf-
ræktar með fullum afköstum.
b. Efla þorskútgerð í bænum meðal annars
með því að Útgerðarfélag Siglufjarðar
kaupi og reki hentuga fiskibáta til útgerð-
ar á heimamið. Bærinn stuðli að aukinni
smábátaútgerð í bænum með fyrirgreiðslu
um húspláss og aðra aðstoð.
c. Stuðla að því að þau atvinnufyrirtæki, sem
fyrir eru í bænum, verði rekin með auknum
afköstum, svo sem hraðfrystihúsin, niður-
1 agningarverksmiðjurnar og síldarverk-
smiðjumar.
d. Framsóknarmenn lýsa ánægju sinni yfir
þeim gjörðum Alþingis, að heimila erlend-
um skipum löndun afla í norðlezkum höfn-
um, þar sem það getur aukið hráefnisöflun
fyrir Siglufjörð og aðra svipaða staði.
Iðnaðarmál:
a. Efla iðnað í bænum meðal annars með því
að reyna að fá iðnfyrirtæki í Eeykjavík til
að flytja starfsemi sína til Siglufjarðar.
b. Unnið verði að því að fyrirhuguð lýsis-
herzluverksmiðja verði byggð á Siglufirði.
c. Unnið verði að því að koma hér upp nýjum
iðnfyrirtækjum.
Hafnarmál:
a. Dráttarbraut og skipasmíðastöð verði kom-
ið hér upp og áherzla lögð á það, að hef ja
þær framkvæmdir á þessu sumri.
b. Unnið verði að uppbyggingu Innri-hafnar-
innar þannig, að fullgera vissa hluta henn-
ar í áföngum.
c. Viðgerð verði látin fara fram á öldubrjótn-
um.
d. Grafið verði úr höfninni svo að stærri sDd-
veiðiskip geti örugglega landað við allar
söltunarbryggjur.
Hitaveitumál:
Haldið verði áfram borunum og rannsókn-
um á heitu vatni í landi bæjarins. Komið verði
upp hitaveitu fyrir allan bæinn. Ef ekki fæst
nægjanlega heitt vatn úr jörðu til hitaveitunn-
ar, verði hitagjafinn kyndistöð að einhverju
eða öllu leyti. Jafnframt verði rannsakað hvort
hægt muni að nýta hita frá varastöð rafveit-
unnar og vélakosti Tunnuverksmiðja ríkisins
inn á væntanlegt hitaveitukerfi bæjarins.
Vegamál:
a. Haldið verði áfram að steypa götur bæjar-
ins, eftir því sem fjárhagur leyfir, en jafn-
framt gerðar tilraunir með malarslitlag
(olíumöl o.fl.), á þær götur, er ekki verða
steyptar. Notaður verði eingöngu mulning-
ur og salli til ofaníburðar í götur bæjarins.
b. Lögð verði áherzla á að hraða byggingu
Hvanneyrarbrautar að Aðalgötu, þar sem
hún verður aðal umferðaræð bæjarins.
Samgöngumál:
Flugvöllurinn verði fullgerður á þessu ári
og áherzla lögð á að Strákavegur verði tilbú-
inn á komandi hausti.
Rafmagnsmál:
a. Unnið verði að því að útvega aðra diesel-
vélasamstæðu fyrir rafveituna og þá er
þegar hefur verið sett upp, sem varastöð.
c. Staðið verði vörð um eignarrétt Siglufjarð-
arbæjar á Skeiðsfossvirkjun.
íþrótta- og æskulýðsmál:
a. Bærinn styðji íþróttafélögin til aukinnar
íþróttastarfsemi og styrki það æskulýðs-
starf, sem þegar er hafið í Æskulýðsheimil-
inu.
b. Hraðað verði byggingu íþróttasvæðis á
Langeyri.
c. Iþróttavellinum við Túngötu verði haldið við
sem æfingavelli.
d. Komið verði upp barnaleikvöllum í öllum
hverfum bæjarins.
e. Haldið verði áfram að styrkja dagheimili
Kvenfélagsins „Von“, þannig að tryggt
verði, að starfræksla þess falli ekki niður.
f. Unglingavinnu verði haldið uppi á hverju
vori, á vegum bæjarins, fyrir 12—15 ára
aldursflokka.
g. Öll aðstaða til skíðaiðkana verði stórbætt
frá því sem nú er.
Hólsbúið:
Rekstur Hólsbúsins verði tekinn itil rækilegr-
ar endurskoðunar með það fyrir augum að
bæjarsjóður hafi ekki verulegan halla af rekstr
inum.
Vatnsveitumál:
Vatnsveitukerfi bæjarins verði endurbyggt,
þar sem þörf er á, og það allt kortlagt.
Verkfræðingur:
Ráðinn verði verkfræðingur fyrir bæinn, er
hafi yfirumsjón með öllum verklegum fram-
kvæmdum bæjarins. Jafnframt verði kannað,
hvort hann geti starfað að einhverju leyti fyrir
nágrannabæina, Sauðárkrók og Ólafsfjörð.
Byggingamál:
Bærinn kanni möguleika á að láta byggja
4—6 hentugar íbúðir, er komi í stað þess
heilsuspillandi húsnæðis, er þegar liefur verið
tekið úr notkun, og þess, er talið er óíbúðar-
hæft.
Félagsheimili:
Unnið verði að byggingu félagsheimilis á
komandi kjörtímabili.
Sjúkrahúsmál:
Nýbygging Sjúkrahúss Siglufjarðar verði
tekin í notkun á þessu ári.
Fegrun bæjarins:
Bæjarstjórn hafi forgöngu um að fegra bæ-
inn, bæði bæjarstæðið sjálft og byggingar í
bænum.
Að öðrum velferðar- og menningarmálum
bæjarins verði unnið, eftir því sem fjárhagur
leyfir á hverjum tíma.
Samstarf:
Framsóknarmenn vilja vinna að sem beztu og
víðtækustu samstarfi kjörinna bæjarfulltrúa
um hin fjölþættu málefni bæjarfélagsins og
lýsa yfir að þeir munu á komandi kjörtímabili
beita sér fyrir allra flokka samstarfi og sam-
stöðu í sambandi við bæjarmálin.
Ef rétt er á haldið hefur Siglufjörður meiri
og betri vaxtarskilyrði en margir aðrir staðir
á Norðurlandi. Framsóknarmenn eru bjartsýnir
á framtíð bæjarins og heita á borgarana að
kynna sér vel málefnabaráttu frambjóðenda
Framsóknarflokksins, nú við þessar kosningar.
Ef þið, samborgara góðir, eruð sammála, í
megin atriðum, þeirri stefnuskrá, er hér hefur
verið lýst, styðjið þá að uppbyggingu bæjarins
okkar með því að fylkja ykkur um
B-LISTANN
Hjálpið sjúkum
SÖFNUN VEGNA VEIK-
INI)A 5 ÁRA STULKU
Á Sauðárkróki er fimm
ára gamalt stúlkubarn, hald-
ið alvarlegum hjartasjúk-
dómi. Að dómi lækna er
henni nauðsyn á umfangs-
meiri rannsóknum og að-
gerðum en framkvæmdar
eru hér á landi, og það sem
fyrst. Er í ráði að senda
stúlkuna til Bandaríkjanna.
Slíkt kostar miikið fé, opin-
ber framlög takmörkuð og
ættingjar efnalitlir .Hafa því
fjölmenn samtök á Sauðár-
króki hafizt handa um fjár-
söfnun til sjóðsmyndunar til
þess að standa straum af
þessum kostnaði.
Skagfirðingafélagið í Siglu
firði hefur ákveðið að hefj-
ast 'handa um f jársöfnun hér
í bænum í ofangreindum til-
gangi, og hvetur bæjarbúa
til þátttöku í þessu máli.
Fjánframlögum veita mót-
töku, frú Halldóra Jónsdótt-
ir, Hverfisgötu 31, og verzl-
unin Eyrarbúðin.
Áfcveðið er að söfnun ljúki
1. júní n.k.
Skagfirðingafélagið,
Siglufirði
Bókasafnsnotendur
Siglufirði
Öllum bókum frá safninu
skal skilað um mánaðamót-
in maí—júní n.k.
BÓKAVÖRÐUR
Stuðningsfólk
B-listans í
Á kosningadaginn verða
kaffiveitingar að Hótel Höfn
(niðri) frá kl. 15.
Drekkið kaffið að
Hótel Höfn.
B-LISTINN
X B