Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1938, Blaðsíða 17

Freyr - 01.11.1938, Blaðsíða 17
PRE YR 175 segen), sem einuig reyndist vel, og þó betur í fyrra. Tíglaveiki olli nokkru tjóni á kartöflunum, eink- um á Jórvíkurhertoga og Böhm. ASrir sjúkdómar á katröflum gerðu lítið vart við sig. Margar fleiri tilraunir voru gerðar á Sámsstöð- um í sumar, og væntir Freyr að geta síðar skýrt nánar frá allri tilraunastarfseminni þar. RannsóknirJ á búfjársjúkdómum. a. Riðuveiki í sauSfé. Ungur, ísl. læknir, Snorri Hallgrímsson, hefir að undanförnu dvalið á háskólanum í Ái'ósum í Danmörku, og unnið á rannsóknastofu skólans, undir handleiðslu Lárusar prófessors Einarsson. Hefir hann einkum tekið fyrir r.annsóknir á riðu- veiki í sauðfé, sem mest hefir gert vart við sig í Eyjafirði og Skagafirði. I þessu skyni hefii' liann fengið hér að heiman, innýfli, heila og mænu úr riðuveikum kindum. Rannsóknir þessar hafa nú leitt í ljós, að um sóttnæman sjúkdóm er að ræða, er lýsir sér sem Isólga í mænu, heiLa og heilahimnum kindanna. Hyggst Snorri að halda áfram rannsóknum sín- um hér heima á næsta vori, og hefir sótt um fetyrk af fé því, sem á fjárlögum er veitt til rann- sókna á riðuveiki. b. Berlclaveiki í ncwtgripum. Annar ungur, ísl. læknir, Jón Sigurðsson, sem Unnið hefir á heilsuhælum í Danmörku, síðan hann lauk læknisfræðiprófi liér heima (1933), liefir m. a. fengist við að rannsaka, hvoi't rekja megi bein- berkla og heilahinmuberkla í mönnum til naut- gripaberkla. Hefir Jón getið sér svo gott orð fyrir þessar rannsóknir sínar, að honum hefir nú verið veittur 10 þúr. kr. styrkur úr sjóði P. C. Petersen til þess að halda rannsóknunum áfram. Fara þess ar rannsóknir fram í Suður- og Vestur-Jótlandi, en þar eru berklar í nautgripum mestir i Dan- mörku. 1 Búast má við að rannsóknir þessara ungu. ísl. lækna, geti haft mikla þýðingu fyrir ísl. sauðfjár- rækt og heilbrigðismál. Bændaskólarnir. Þeir verða báðir fullskipaðir í vetur og verða á Hólum 43 nemendur en á Hvanneyri 63. Hvann- oyrarskólinn getur nú tekið fleiri nemendur en áður, vegna þess að þar er nú búið að byggja 2 kennarabústaði, og við það losnar pláss í skóla- húsinu fyrir nemendur. I sumar fór og fram gagn- gerð viðgerð á skólahúsinu, A Hvanneyri var s. I. v.r sáð korni í nálega 2% ha., bæði byggi og höfrum. Ekki er vitað enn, hver kornuppskeran varð, en talið er að byggið hafi náð sæmilegum þroska, en hafrarnir síður. Á Hólum var einnig sáð korni, en þar náði það ekki að þroskast. Haustið 1937 komu bændur í Andakílshreppi upp silfurrefabúi og keyptu þá um 20 valin dýr frá Noregi. Búið er á Hvanneyri og eiga nú nem- endur kost á að kynnast refarækt þar á skólanum. A öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá heyskap á skólabúunum. Heyskapur. Þótt jörð v'aknaði snemma af vetrardvala s. 1. vor og útlit væri gott um sumarmál fyrir skjótan gróður og mikla grassprettu, þá breyttist það svo, vegna vorkulda eftir það, að gróðri munaði hægt áfram, sprettan varð víðast hvar í löku meðallagi og heyskapur byrjaði seint. En þó liefir svo úr þessu rætzt, einkum vegna hagstæðrar heyskapartíðar um land allt, að talið er að heyskapur sunnanlands sé í góðu meðallagi og' víða annarsstaðar allt að því í meðallagi að vöxtum, nema þá helzt þar, sem mikinn heyskap þarf að hafa á mýrarslægjum — og óvenjulega góð hirðing hefir fengist á heyjunum, hvarvetna á land- inu, svo að þau munu reynast drjúg og góð td gjafar. Má því telja heyfeng sumarsins g'óðan vegna mikils fóðurgildis, jafnvel þar sem á skortir um heyja magnið. Langmestur er heyskapurinn nú sem að und- anförnu, á búum Thor Jensen, eða allt að 10000 hestburðir af töðu. A bændaskólanum á Hólum fengust 2000 hestar af töðu og 1000 af útheyi, en á Hvanneyri 1200 hestar af töðu og um 2500 af útheyi. Á Vífilstöðum fengust um 1900 hestar af töðu og á Kleppi um 1600.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.