Einherji


Einherji - 27.01.1967, Qupperneq 2

Einherji - 27.01.1967, Qupperneq 2
2 EINHERJI Föstudagur 27. janúar 1967 Blað Framsóknatrmanna í Norðorlandskjördœmi restra Ábyrgðarmaður: Jóhann Þorvaldsson Árgjald kr. 50,00. Gjalddagi 1. júli Siglufjarðarprentsmiðja Hin rétta leið „Við erum á réttri leið,“ sagði forsætisráðherrann við áramótin 1955 og 1956. Og hann spyr: „Hver þorir að halda því fram, að illa hafi verið á haldið?“ Morgunblaðið er í sjöunda himni —. „Nýjar leiðir hafa verið farnar í gjaldeyrismálum í viðskiptamálum í félagsmálum í samskiptum ríkisstjórnar og verkalýðs í málefnum atvinnuveg- anna “ Og ekki nóg með þetta, því að „nýjar leiðir hafa verið reyndar á mörgum öðrum sviðum,“ bætir rit- stjórinn við. En svo kemur einn hélzti hagfræðingur ríkisstjómar- innar askvaðandi fram á sviðið og segir, að það sé „að- eins um tvær leiðir að velja í efnahagsmálunum.“ Hverj- ar eru svo þessar „tvær leiðir?“ Önnur er sú leið óða- verðbólgu, sem ríkisstjórnin hefur skálmað á sjömílna- skóm í sjö ár. Hin er hafta- og skömmtunarleiðin, kennd við Fjárhagsráð, sú er stjórn Stefáns Jóhanns valdi og fór á árunum 1947—1949. Þeir eru svo auðugir í andan- um, forystumenn íhalds og krata, að þeir fá trauðla liamið sig annars staðar en á yztu mörkum. „Nýjar leiðir hafa verið farnar í málefnum atvinnu- veganna,“ segir Morgunbl., og „megináherzla“ á það lögð, „að treysta grundvöU bjargræðisvega þjóðarinnar.“ Formaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna lýsir því skýrt og greinilega, hversu tekizt hafi að treysta grund- völlinn: „Togaraútgerðinni hnignar Stöðugt erfiðara að gera út minni báta Þróunin á þorskveiðum ömurleg síðustu 5 árin “ Þetta segir sá ágæti Sjálf- stæðismaður. Og hann leitar orsakauna. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þessi ófarnaður sé að kenna „tóm- læti eða sinnuleysi“ valdhafanna og lýsir „fullri ábyrgð á hendur viðkomaudi “ Einar Sigurðsson segir í Morgunblaðinu 9. okt., að „varla vanti ininna en 250—300 milljónir króna“ tál þess að nnnt sé að reka frystihúsin. Einar bætir við, að það sé „siðferðilega niðurdrepandi fyrir sjávarútveginn, þenn- an höfuðatvinnuveg þjóðarinnar, að hver og einn geti núið honum þvi um nasir að hann sé styrkþegi og þurfal- ingur á framfæri þjóðarinnar.“ Haft er eftir öðrum forystumanni útgerðarinnar, að sjávarútvegurinn hafi ekki öUu minna í veltunni en ríkis- sjóður. Nú þurfti ríkissjóður að fá a.mlí. eitt þúsund miUj. kr. tekjuaukningu frá árinu 1966 til þess að geta haldið nokkurn veginn í horfinu á árinu 1967. Sízt sé betur ástatt hjá sjávarútveginum. Hann þurfi líka að fá sínar þúsund milljónir — eins og ríkissjóður —, eigi hann að fá risið undir verðbólgunni. Svona er ástandið við sjóinn — í þessu eindæma góð- æri — að sögn þeirra, er þar mega gerzt vita. Og víðar er pottur brotinn. Fyrirsvarsmenn landbúnaðar og iðnað- ar staðhæfa, að einnig þar lialli undan fæti, og bera víst fáir brigður á. Horfur eru taldar á að jafnvel ríkissjóð- ur, með sínum marg-milljarða tekjum, verði rekinn með halla á því herrans ári 1967. En hvað er um að tala. Hefur ekki „megináherzla“ verið á það lögð, eins og Morgunbl. segir, að „treysta grundvöll bjargræðisvega þjóðarinnar“ ? „Viðreisnin hef- ur tekizt“ var yfirskrift forystugreinar blaðsins á Þor- láksmessudag. Þetta var fallegur jólaboðskapur. „Við er- um á réttri leið.“ Grundvöllurinn traustur. Viðreisnin fullkomnuð. Leiðin rétt. Afangamir fram undan eru þessir: Verðstöðvun fram undan og þúsundmiUjóna mokstur í uppbætur og niðurgreiðslur. Opnun landhelginnar fyrir togurum — og þannig stað- ið við fyrirheitið um friðun landgrunnsins. Opnun landsins fyrir alþjóðlegu auðmagni og dekrað við það með stórfelldum hlunnindum. Þetta eru mikilsverðir áfangar. Þó er eins og hinum vísu landsfeðrum bjóði í grun að sumir kunni að villast nokkuð af réttri leið, þrátt fyrir þessi glöggu leiðarmerki við glæsibraut íhaldsins. Á gamlaársdag 1965 var for- sætisráðherrann býsna reifur — á sinni réttu leið. Á gamlaárskvöld 1966 var ræða hans vamarræða og æði margt, sem orkaði þar tvímælis. Gísli Magnússon ÞARKARÁVARP INNILEGAR ÞAKKIR sendi ég öllum þeim, nær og fjær, sem vottuðu mér vináttu og hlýhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 50 ára af- mæli mínu 29. desember s. 1. Óska ykkur ölli^n árs og friðar. GUTTORMUR ÓSKARSSON WUM DAGINN VEGINN ÁBNAD HEILLA Sr. Ragnar Fjalar Lárusson hefur gefið saman í Siglufirði, árið 1966, eftirtalin brúðhjón: • 17. apríl Margrét Sigríður Sveinbergsdóttir og Baldvin Júlíus Júlíusson, Laugarvegi 25. • 1. janúar Ingibjörg Halldóra Kristjánsdóttir og Jón Stefán Björgvinsson, Hvanneyrarbr. 58. • 3. apríl Karólina Fanney Hauksdóttir og Júlíus Sævar Baldvinsson, Hvanneyrarbr. 68. • 9. apríl Helga Ingibjörg l»or- valdsdóttir og Þorsteinn Jóhann- esson, Grundargötu 22. • 15. maí Stella Hinný Einars- dóttir og Friðrik PáU Gunnlaugs- son, Hvanneyrarbraut 23 B. • 28. maí Sigríður Lára Árna- dóttir og Þorsteinn Björgvin Júl- íusson, Hvanneyrarbraut 34. • 28. mai María Sigurlína Ás- grímsdóttir, Hverfisgötu 32, Siglu- firði og Héðinn Krlstinn Finns- son, Ytri-Á, Ólafsfirði. • 23. júU Sólveig Helga Jónas- dóttir, HUðarvegi 13, Siglufirði og Einar Long Siguroddsson, Brekku götu 10, Beykjavík. • 26. mai Heiðrún Guðbjörg AI- freðsdóttir, Beykjarhóli, Fljótum, og Símon Ingi Gestsson, Steina- flötum, Siglufirði. • 30. júU Sigurlina Gísladóttir, Eyrargötu 17 og Valur Jóhann Johansen, Lindargötu 26 B. • 27. ágúst Guðlaug Jónína Að- alsteinsdóttir og Sigurður Bekk Geirsson, Skeiðarvogi 27, Bvik. • 27. ágúst Anna Bannveig Jóna- tansdóttir og Vemharður Anton Aðalsteinsson, Melgerði 3, Kópa- vogi. • 27. ágúst Anna Sigríður Árna- dóttir, Túngötu 27, Siglufirði, og Bjöm Helgason, HelgafeUi, FeUa- hreppi. • 27. ágúst Steinþóra Vilhelms- dóttir, Hávegl 5, Siglufirði, og Atli Benediktsson, Suðurbyggð 25, Akureyri. • 31. ágúst Ólöf Guðmundsdóttir, Boðastöð 4, Vestmannaeyjum, og NjáU Ölver Sverrisson, HUðar- vegi 44, Siglufirði. • 10. september Jóhanna Bögn- valdsdóttir, Suðurgötu 51, Siglu- firði, og PáU Magnússon, Loka- stíg 18, Beykjavík. • 10. september Þorgerður Erla Jónsdóttir, Munaðarnesi, Ingólfs- firði, og Friðrik Björnsson, Tún- götu 40, Siglufirði. • 1. október Jóhanna Hjörleifs- dóttir, Hólavegi 25, Siglufirði, og Geir Pétursson, Lindargötu 39, Beykjavík. • 5. nóvember Berta Jóhanns- dóttir, Hvanneyrarbraut 64, og Svelnn Þorstelnsson, Laugarvegi 7, SiglufirðL • 26. des. Jónina HaUgrímsdóttir og Hrólfur Pétursson, VaUarg. 7. • 26. des. Erla Hafdís Ingimars- dóttir og Konráð Karl Baldvlns- son, Hvanneyrarbraut 68. Övenjumikil snjóalög um ára mót. — Nú lært um allar sveitir. Hvammstanga, 22. jan. Um og upp úr áramótum var hér meiri snjór en oftast áður, sem orsakaði mikla truflun og erfiðleika á mjólkurflutningum. T.d. stöðvuðust allir flutningar í einni sveit í 9 daga. Nú hefur leyst mikið og er fært um aUar sveitir eins og er, og kominn næg ur hrossahagL llelgi Þ. Valdimarsson, læknir, sem hér hefur setið á annað ár, er hættur en við tók nú um ára- mótin Jón G. Stefánsson, læknir. G.S. Áfli betrí eu oft áður Skagaströnd, 22. jan. í dag er bUðskaparveður og þíða. SnjóUtið er nú orðið á Skaga, og vegir greiðfærir. Um áramót var hér mikUl snjór, og orðið næstum haglaust fyrir hross, en þau eru hér i>ó nokkuð mörg. Nú hefur þetta lagast og vona menn að ekki komi tU hey- þurrðar. Einn dekkbátur, Helga Björg, og tveir minni, Stígandi og Vísir, stunda róðra með linu og afla bara vel, Helga Björg um 8 t. í róðri, en hinir um 4 t. Langt er að sækja, vestur og fram á Horn- banka þegar fært er. FJnn bátur, Guðjón Árnason, stundar rækju- veiðar í Hrútafirði og aflar veL Leggur hann rækjuna í land á Hvammstanga og síðan er hún flutt á bU tU Skagastrandar og heilfryst þar, ekki piUuð eða unn- in á annan hátt. Læknislaust er nú hér. Lárus Jónsson, læknir, hefur látið af starfi sökum aldurs og fluttist burt, en Sigursteinn Guðmunds- son, læknir á Blönduósi, kemur hér einu sinni í vlku. Þá hefur sú breyting orðið á mjóikurmáium hér, að svo tU ÖU mjólk er nú flutt tU Blönduóss, geriLsneydd þar og sett í plast- umbúðir og síðan flutt út á Skag- ann aftur og seld hér í matvöru- búðum. — J.P. Hlákan var kærkomin Blönduósi, 22. jan. Hin mikia hláka, sem kom eftir þrettánda, var kærkomin, þvi viða var orðið haglaust og snjóa- lög mikU og UL Má nú segja að snjólaust sé að verða á sléttlendi, en viða miklir skaflar í giljum. Mun nú fært um aUt, nema þá Utinn hluta Langadals, en þar skemmir vatnsagi veginn og klaltalög. En það heppnast nú mjólkurflutningar um aUt með þvi að gripa tU hinnar leiðarinn- ar, jiegar annað þrýtur. Mun minni heyfengur var hér víða í héraði en oft áður, og vetur gjaffrekur, svo fóðurbætiskaup bænda eru mjög mikU. Má segja að það hafi komið sér vel að verð á fóðurbæti liefur lækkað verulega. ÖU mjólk úr sýslunni er nú flutt tU mjólkurbúsins á Blöndu- ósi. Mjólkurbúið hefur tekið í notkun nýjar mjólkurumbúðir úr plasti og líka þær vel. Munu það • Björk Vilheimsdóttir og Guð- mundur G. Lárusson, Lækjarg. 13. • 30. des. Sóley Gunnlaugsdóttir og Leó Jónsson, Hverfisgötu 11. • 31. des. Sigríður Guðlaugsdótt- ir og GísU HaUgrímsson, Mjó- stræti 1. • 31. des. Guðrún Hanna HaU- dórsdóttir, Hlíðarvegi 11, Siglu- firðL og Þorsteinn Helgi Jónsson, Helgustöðum, Fljótum. vera svipaðar umbúðir og notaðar eru í Skagaflrði. 1 gærkvöld blótuðum Við Þorra. 1 dag er stUla og hlýtt. — Ó. S. Veturinn gjafafrekur. Ási, Vatnsdal, 22. janúar Hér var kominn mjög rriikill snjór um áramót, og fyrstu viku af janúar. Mátti heita jarðlaust með öUu. 7.—8. janúar geröi mikla hláku og má nú segja að autt sé yfir að Uta á láglendi og hesta- hagi kominn. Sauðfé Utið eða ekki beitt enn. Hey munu yfirleitt ekki mikU, en vet- urinn, það sem af er, gjafafrek- ur og voru því margir farnir að kaupa fóðurbæti. En nú heíur úr rætzt í bilL Vatnsdalsá ruddi sig að mestu með miklum vatna- gangi. Þó eru enn stíflur í henni á stöku stað. Nýlega er látin á sjúkrahúsinu á Blönduósi húsmóðir héðan úr dalnum, Hólmfríður Jónsdóttir á UndirfeUi. Fleira roskið fóUt hef- ur látizt í héraðinu síðan um ára- móL G. J. Erfiðleikar um árainót. Frostastöðum, 14. jan. Gamla árið kvaddi fremur kuldalega og það nýja heilsaði á sama hátt. Desembermánuð aUan var tið erfið og fór þó versnandi eftir þvi, sem nær dró áramótum. Þó að fyrir kæmi að eitthvað blotaði varð það tU ills eins, þvi að jafnan fylgdi slydda í kjölfar- ið og síðan frost, sem öUu hleypti í gadd. Snjór var mikiU og jafn- failinn. Á eylendinu t. d. var fönn hvergi grynnri en í miðjan legg og þaðan af meir. Margir voru famir að gefa hrossum, enda viða jarðlaust fyrir þau með öUu. Var uggur í mörgum yfir þessu tíðar- fari og ekki að ástæðulausu. Veg- ir allir voru meira og minna ó- færir og gengu flutningar þvi mjög erfiðlega, en mokstur tor- veldur, því að jafnharðan renndi í slóðir. Hinn 8. janúar brá loks tíl þið- viðris og hefur svo viðrað síðan, með Utlum breytingum. Stórfenni er þó mikið enn og sveUalög, en nokkur hrossajörð komin, víðast- hvar a. m. k. og sumir farnir að renna út sauðfé. Greiðst hefur og mjög úr samgöngum og eru þær nú erfiðleikaUtlar. Félagsstarfsemi öU hér í svelt- um, sem að jafnaði er nokkur, hefur nú legið í dvala, enda hvort tveggja, að öðru hefur verið að sinna og mönnum óhægar aUar meiriháttar hreyfingar vegna sam- gönguerfiðleika. mhg. Snjólaust á láglendi. Vegir sæmilegir. Hofsósi, 22. janúar Hér má heita að aUur snjór sé farinn af láglendi, en flekkótt í fjöUum. Vegir eru sæmUeglr og ber ekki mikið á klaka í þeim enn. Það kom aUmlkiU snjór fyr- ir jólin og voru þá erfiðleikar með mjólkurflutninga nokkra daga, en það var fljótt að fara. Frosti, 50 smáL bátur, rær hér með Unu og fiskar sæmUega, 3,5 —4 tonn í róðri. Gæftir eru stop- ular. AUmargir eru farnlr suður á vertíð og dauft yfir atvinnulifL Eitthvað smávegis í byggingum innivið og kringum bátinn, þegar farið er á sjó. 1 nóvember var hafinn nokkur undirbúningur við höfnina, lagður vegur að grjót- töku og flutt nokkuð af grjóti í fjöruna. Vonir standa tU að haf- izt verði handa með vorlnu við hafnarmálin. N. H.

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.