Einherji


Einherji - 27.01.1967, Qupperneq 6

Einherji - 27.01.1967, Qupperneq 6
I 6 EINHEKJI Föstudaffur 27. janúar 1967 \ ^ ^p» <p»» «p» «p» GUTTORMUR ðSKARSSON Sauðárkróki — Fimmtugur. AFMÆLISKVEÐJA FRÁ AGLI HELGASYNI Víst skal reisa rammaslag, fyrst rekknum fékk að kynnast, afmæli sem á í dag, er þess vert að minnast. Halurinn er hyggju snar hefir allt í sniði. Fram til heiðurs iramsóknar fylkir jafnan liði. Hjá drótt er metin drenglund bezt. Um dramb ei hót þú skeytir. Störfin vitna um manninn mest, mörgum greiða veitir. Skugga á kynni okkar enn, aldrei hefur borið. Samfylgd þína þakka menn, þrætt er rétta sporið. Þér allar rætist óskir, þrár þinn ei mun hróður smækka. Hvar sem ferðu um æfi ár alltaf vertu að stækka. Frá vöggu tjl grafar 1 Siglufirði fæddust 52 böm á árinu 1966, 28 meyj- ar og 24 sveinar. 24 Siglfirðingar létust á árinu 1966, 13 karlmenn og 11 konnr. Hér fara á eftir nöfn þeirra: Karlmenn: 2. febr.: Sveinbjöm Borg- þór Guðmundsson Aðalg. 23. 5. febr. Adolf Einarsson, Aðalgötu 15. 13. febr. Guðjón Jakob Þórarinsson, Hlíðarvegi 31. 19. febr. Bjöm Jónasson, Norðurgötu 13. 8. júní Jósep Blöndal, Lækjargötu 5. 16. júní Gunnar Hansson (barn), Túngötu 8. 25. júní Sóphus Ámason, Smáraflöt 11, Garðahreppi. 14. júlí Hjalti Sveinsson (bam), Túngötu 23. 30. ágúst Ingimar Jónsson, Lækjargötu llc. 2. sept. Gísh Anton Þor- steinsson, Austurg. 3, Sandg. 17. sept. Páll Erlendsson, Hverfisgötu 4. 25. nóv. Sigurjón Bjöms- son, Hólavegi 5. 16. des. Kristinn Halldórs- son, Aðalgötu 3. Konur: 23. jan. Guðrún Ástvalds- dóttir, Hverfisgötu 14. 2. febr. Þóra Snædal, Suð- urgötu 44. 3. marz Sigurlaug Bjöms- dóttir, Aðalgötu 25. 2. apríl Ölína Ölafsdóttir, Lindargötu 3. 13. apríl Sigurjóna Hall- grímsdóttir, Laugarvegi 23. 14. júní Guðlaug Gísla- dóttir, Suðurgötu 62. 4. júlí Soffía Fanndal, Eyr argötu 2. 1. sept. Sólveig Guðmunds dóttir, Hvanneyrarbraut 54. 18. okt. Salbjörg Jónána Jónsdóttir, Norðurgötu 17. 5. nóv. Amfríður Sigurrós Guðlaugsdóttir, Hólavegi 9. 10. des. Sigríður Guðrún Jónsdóttir, Hv.braut 62. lg|UM DAGINNW fðfOG VEGINNWÍ Vatnsflaumurinn gerir sér mannamun. Siglufirði, 18. janúar Mikil hiáka hefur verið hér undanfama viku. Snjór, sem var óvenju mikiU, hjaðnaði á Iáglendl og vatnsflaumur um allar götur. Þar til í fyrradag, þá byrjaði aft- ur að snjóa og setti niður aU- mikinn snjó á ný, en frost var lítið. 1 dag er skafheiður himinn, blœjalogn með 11 stiga frosti. Þeir, sem rafmagnsmálum stýra í Siglufirði, hafa glaðst mjög vlð þessa miklu hláku, því að vatns- borð Skeiðfossvlrkjunar hefur hækkað á annan meter síðan á Þrettándanum og stendur nú hærra en á haustdögum. Þýðir það mlkinn penlng fyrir rafvelt- una. Dísllkeyrslu er hætt fyrir nokkru, en hún er mjög dýr. Má því segja að vatnsflaumurinn geri sér mannamun. Veldur Sunnlend- ingum o. fl. stórtjóni og búsorg- um, en sparar Siglflrðingum pen- inga. Tunnuverksmiðjan og Niður- iagningaverksmiðja S. B. starfa nú af fuUum krafti, og margur hefur þar góða atvinnu, bæði karlar og konur. Aftur er dauft yfir frystihúsunum. Annað er al- veg Iokað, en hitt hefur sáralítið hráefni. Tveir dekkbátar stunda linuveiðar. Gæftir eru stopular og afli tregur. Landleiðin er alveg lokuð eins og er. Drangur heldur sinnl gömlu rútu tvisvar í viku frá Akureyri og til Sauðárkróks. Mislingar bárust hlngað með jólagestum og hafa allmargir veikst af skólafólki, þó ekki svo að truflun valdi enn á störfum skólanna. IÐNSKÓLAB Iðnskóli Siglul'jarðar tók tU starfa 4. janúar s. 1. f. vetur staríar aðeins 2. bekkur. Nemendur eru 20. Skólinn starfar sem dagskóU frá kl. 1—6 s.d. dag- lega, nema á laugardögum frá kl. 1—4 s.d. Sjö kennarar kenna við skólann. Skólastjóri er Jó- hann Þorvaldsson. Iðnskóli Sauðárkróks tók tU starfa 9. janúar s. 1. í vetur starfar 1. og 3. bekkur. Um 40 nemendur eru í skólanum, úr Skagafirði og Sauðárkróki. Skóla- stjóri er Jóhann Guðjónsson. Afli togarans ILailiða var á árinu 1966 tæp 2300 tonn. Togarinn var gerður út allt árlð og fór 22 veiðiferðir. Þrjár sölu- ferðir fór hann tU útlanda, en öðrum afia landaði hann á Siglu- firðL Nýr bæjarstjóri á Akureyri Bjarni Einarsson ráðinn bæj- arstjóri á Akureyri. A fundi bæjarstjómar Akureyr- ar 17. janúar s. L var Bjaml Ein- arsson viðskiptafræðlngur kosinn bæjarstjóri í stað Magnúsar E.' Guðjónssonar. Atkvæði féUu þann- ig, að Bjami fékk 6 atkv., en 5 seðlar vom auðir. Það vom 4 fuU- trúar FramsóknarfL og 2 fuUtr. Alþýðuflokksins sem kusu Bjama, en fuUtrúar Sjáifstæðisfl. og Al- þýðubandalagslns skUuðu auðum seðlum. Bjarni Einarsson er 32 ára gam- aU, viðskiptafræðingur að mennt- un, tók háskólapróf 1958, en var við hagfræðinám erlendls 1961 og 1962. Var starfsmaður Framkv.- bankans og vinnur nú hjá Efna- hagsstofnuninni. Foreldrar Bjama era séra Einar Guðnason í Beyk- holti og Steinunn Bjarnadóttir Sæmundssonar. Bjami tekur við starfi bæjarstjóra í aprfl. Ný sláttuvél Framhald af 1. síðu Verð vélarinnar er ca. krónur 24 þús. með tengibeizlL VéladeUd SfS telur engan vafa á því, að þessi sláttuvél, sem um svo margt er óUk gömlu vélunum, ætti mlkla framtíð fyrir sér hér á landL Svo hefur einnlg mörg- um bændum fundizt, því pantanir era þegar famar að berast tU VéladeUdarinnar. Að iokum skal boðum komið tU visklptamanna VéladeUdar SfS, að reyna nú að vera tímanlega með pantanir sínar næsta vor. Sérstaklega á traktorum, þvi lán- tökurnar era tímafrekar og af- greiðslan því aUtaf óvissari. Enn fremur era bændur beðnir að gera tímaniega áætlun á vara- hlutaþörf sinni næsta vor og senda pantanir sem allra fyrst. Það auðveldar timanlega útvegun og afgreiðslu þelrra. Sjálfvirkur sími í Ólafsfirði 13. jan. sl. var tekin í notk un sjálfvirk símstöð í Ólafs- firði. Verða nú þegar tekin í notkun 175 númer, en stöð- in er gerð fyrir 300 númer. Lína var í haust lögð frá Dalvík meðfram nýja Múla- veginum og er tengingu hennar nýlokið. ÞINGFRETTIRI STUTTU MALÍ TíUaga tx. ^/.ugsáiyKtunar, um afnám fálkaorðunnar Flm.: Skúli Guðmundsson. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því, að ÖU ákvæði um hina ísienzku fálkaorðu og orðunefnd verði numin úr gUdi. Þó skulu þeir, sem hafa hlotið fáikaorðuna, halda þeim heið- ursmerkjum. Greinargerð. Hér er farið fram á það að fella niður orðuveitingar og spara út- gjöldin, sem tii þess fara. Orðan barst frá grönnum okkar, eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu, t.a.m. Danir. Og sagt er, að Hússar sæmi ýmsa svona skrauti. Það er hengt á vildarvini valdhafanna, í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa, þá munu fleiri mæla, að enginn Islend- ingur ætti að dýrka þannig glingur. Fáa mun hafa grunað við lestur þessara orða, að hér var um bund- ið mál að ræða, sem hljóðar svo: Hér er farið fram á það að fella niður orðuveitingar og spara útgjöldin, sem til þess fara. Orðan barst frá okkar grönnum eins og fleira þarflaust tildur. Þeir eru vanir þessu, til að mynda Danir. Og sagt er að Bússar sæmi ýmsa svona skrautL Það er hengt á vildarvini vaidhafanna í heiðursskyni. Þó að sumir þrái krossa þá mun fleiri mæla, að enginn Islendingur ætti að dýrka þanig giingur. Féll fyrir borð og drukknaði 17. jan. sl. drukknaði 28 ára gamall sjómaður, tng- ólfur Bjarnason, á Bjargi, Höfðakaupstað. Ingólfur féll útbyrðis af bátnum Stíganda í fiskiróðri. Hann lætur eftir sig tvö böm. 30 nýbýli Á árinu 1966 varu byggð 30 nýbýH. Aftur á móti fóru í eyði mun fleiri jarðir, sem áður var búið á. Byggðum býlum hefur því fækkað á árinu. Áhrif tóbaks á hjartað Nikótín hefur mjög skaðleg áhrif á æðar hjartans. Þeirra á- hrifa verður mest vart hjá mönn- um, er reykja sígarettur og vindla. Hinar svonefndu krans- æðar hjartans, sem þurfa jafnt og stöðugt að flytja hjartanu súrefnisríkt blóð, herpast saman, og er tímar líða, hættir þeim til að lokast. Því meir, sem þær þrengjast, verða menn móðari og óeðlilegur hjartsláttur fer að gera vart við sig hjá mörgum. Hjá sumum, sem mikið hafa reykt, eða eru sérstaklega við- kvæmir fyrir áhrifum tóbaksins, taka kransæðar hjartans að þrengjast, eða jafnvel lokast, þegar þeir eru um þrítugsaldur. Þessu fylgja sár kvalaköst, og oft mikil angist. Og þykir mönn- um þá sem dauðinn haldi utan um hjarta þeirra og hvert andar- tak sé þeirra síðasta. Þá vildu allir, að þeir hefðu aldrei byrjað að reykja. AFMÆLI Guttormur Óskarsson Þann 29. des. s. 1. var Guttorm- ur Óskarsson, gjaldkeri K. S. á Sauðárkróki, fimmtugur. Guttorm- ur er Skagfirðingur að ætt og uppruna. Starfaði hann fyrst hjá Sambandi íslenzkra samvinnufé- laga og síðan um mörg ár gjald- keri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Hann er nú for- maður kjördæmissambands Fram sóknarmanna í Norðuriandskjör- dæmi vestra. Frímann Guðbrandsson Þann 12. janúar sl. varð Frí- mann Viktor Guðbrandsson, Þor- móðsgötu 28, Siglufirði, 75 ára. Frímann bjó lengi að Austara- Hóli í Fijótum og fluttist til Siglufjarðar fyrir átta árum. Konu sína, Jósefínu Jósefsdóttur, missti Frímann fyrir allmörgum árum. Þau áttu 16 böm og eru 15 þeirra nú á lífi, þar af 6 búsett í Siglufirði. Frímann stundar enn vinnu hvern dag, hjá SB, sem ungur væri. Elnherji óskar þessum síunga atorkumanni til hamingju með afmælið og afkomendafjöldann. Frá Rafveitu Siglnf jarðar Rafmagnsframleiðsla Skeiðsfossvirkjunarinnar og varastöðvar Rafveitu Siglu- f jarðar var lárið 1966 10.101. 180 kwst„ og er það 6.12% aukning frá árinu 1965. 1 varastöðinni voru framleidd- ar 1.800.000 kwst. YfirrennsH við Skeiðsfoss- virkjun var aðeins 53.28 Gl., vatnsnýting 61.7%. VatnsrennsH var mjög Ht- ið á sumrinu eftir harðan vetur, og leit illa út með raf- magnsframleiðslu hjá Skeiðs fossvirkjun síðustu mánuði ársins. Var farið að keyra varastöðina með, síðustu daga desembermánaðar. Nú hefur brugðið til batnaðar. Hlákan, sem gerði um 8. jan., hefur hækkað vatns- iborð stíflu við Skeiðsfoss um 180 cm. Er því hætt notkun varastöðvarinnar í bili og mjög gott útHt með fram- leiðslu raforku næstu vikur.

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.