Einherji


Einherji - 29.11.1967, Page 3

Einherji - 29.11.1967, Page 3
EINHEEJI 3 ggjjiUM DAGÍNN* VEGINNlH húss KS um 340 tonn. Nokkuð af kolaniun var nú handflakað og skapaðist með þvi meiri vinna en ef heilfrystur væri, en óvíst er enn hvernig það reynist. Þá munu tveir menn hór á Sauðárkróki taka Æskuna, 80 t bát, á leigu í vetur og ætlunin að gera hana út á línuveiðar. En Æskan er ókom- in enn og mun eitthvað hafa seinkað vegna þess að hún þurfi í slipp aftur. Hér hafa verið allmiklar fram- kvæmdir í sumar, bæði í bygg- ingum og ýmsum framkvæmdum á vegum bæjarins. Nú dregur úr þeim mjög með vetrarkomu og því hætt við atvinnuerfiðleikum í vetur. — M.F. Snjór lítill en frost nokkuð Flatatungu, 15. nóv. Hér er snjólaust að kalla, en frost um 10 stig og hefur svo verið um tíma og því kuldalegt tun að litast. Féð er komið að húsi, en litið gefið nema þá helzt eitthvað af fóðurbæti t.d. síld. Heyfengur mun hér fram í döl- unum, í meðallagi, einkum að austanverðu, en spretta var mun minni að vestanverðu, og bithagi óvenju graslaus. Ekki munu bændur fækka sauðfé, en lirossum hklega eitthvað, en hrossaslátrun er ekki lokið. — G.O. Féð vænna en í fyrra. —... Vetur settist snennna að Hofsósi, 16. nóv. Sauðl'jársláturn hjá Kaupfélagi Austur-Skagfirðinga hófst 18. sept. og lauk 11. nóv. Ekki var slátrað nema 5 daga í viku. Slátrað var alls 7543 kindum, 5984 dilkum og 1558 fullorðnum kinúum. Meðalfallþungi dilka reyndist 14.24 kg, eða um 380 gr. meiri en 1966. Þyngsti dillcskrokk- ur vóg 26 kg og var eigandi Ingi- björg Ólafsdóttir, Krossi í Ós- landshlíð. Ekki liggur fyrir enn hvaða bóndi hafði mestan meðal- þunga á dillrum sínum. Sláturhús- stjórl og vigtarmaður var Fétur Jóhannsson, hreppstjóri í Glæsi- bæ, en kjötmatsmaður Róar Jóns- son, bóndi Grafargerði. Flokkun kjötsins varð þannig: I fyrsta flokk fóru 64.22% 1 annan flolck fóru 18.46% 1 þriðja flokk fóru 17.32%. Hér hefur verið ráðinn nýr kaupfélagsstjóri, Þorkell Hjör- leifsson frá Siglufirði. Allmikill snjór hefur verið hér í austanverðum Skagafirði fyrir utan Hofsós, en þó mest í Fljót- um. Aflabrögð eru treg þegar á sjó gefur. Eokið vinnu við höfn- ina á þessu ári og óvíst hvenær framhald verður. — N.H. Samgöngur á sjó og landi — Sfldin tafði leiklistina Siglufirði, 16. nóv. Hér hefur verið nokkur snjór að undanförnu og vetrarveður þó ekki hörð. Sl. föstudagur, 10. nóv., var stór dagur I Siglufirði. Siglu- fjarðarvegur ytri og Strákagöng voru formlega vígð og opnuð til umferðar. Samgöngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, kom að sunnan með mörgu stórmenni og fríðu föruneyti og bæjarstjórn Siglu- fjarðar bauð til veizlu, enda ástæða til, því hér var náð mikl- um áfanga í samgöngumálum Siglfirðinga, sem hefði þurft að vera komin mikið fyrr. Togarinn Hafliði landaði hér í gær hjá íshúsi SR 194 t, mest þorskur og stórufsi. Gæftir hafa verið stlrðar og afli línubáta tregur, 2—3 t í róðri. Nokkuð af saltsíldinni er farið, það sem fyrst var saltað, Finn- landssíld og eitthvað á Sviþjóð, en Atvinnumál í Horðurlands- kjördæmi vestra „Kjördæmisþing Fram- flokksins í Norðurlandskjör- deemi vestra ályktar að sjáv- arútvegur verði áfram, sem hingað til, aðalundirstöðuat- vinnuvegur sjávarplássa í kjördæminu með undantekn- ingum hvað Blönduós og Hvammstanga snertir. Þó mun Hvammstangi hafa nokkra sérstöðu hvað rækju- veiðum viðkemur. Hin sjáv- arplássin, Siglufjörður, Hofs ós, Sauðárkrókur og Skaga- strönd, eiga afkomu sína að imestu eða verulegu leyti und ir sjávarafla og vinnslu hans í landi. Það er sammerkt með ölium þessum stöðum að þar eru til vinnslutæki í landi til að vinna sjávarafla, svo sem hraðfrystihús, niður lagningarverksmiðja á Siglu- firði, síldarverksmiðjur á Siglufirði og Skagaströnd, beinamjölsverksmiðjur á Hofsósi og Sauðárkróki. Þá er og á Siglufirði tunnuverk- smiðja. A Siglufirði eru margar síldarsöltunarstöðv- ar og einnig á Hofsósi og Skagaströnd. Þegar á það er htið hve mikið er af vinnslustöðvum á þessurn stöðum, og sumar sáralítið notaðar vegna hrá- efnisskorts, en atvinnulífið oyggist að mjög miklu leyti á starfrækslu þeirra, sést hve þýðingarmikið það er að halda þessum atvinnufyrir- tækjum gangandi. I þessum fyrirtækjum er einnig bund- ið mikið fjármagn, sem eng- an arð gefur, ef þau eru ekki starfrækt. Þingið telur því þýðingar- mikið, og jafnframt ódýr- ustu leiðina til að endurreisa og bæta atvinnulíf þessara staða, að fá hentug veiði- skip til að afla hráefnis í þau vinnslutæki, sem þegar eru til. Það yrði líka fljót- virkasta leiðin til að bæta atvinnuástand þessara staða og stöðva fólksflóttann það- an. Þessi lausn ætti líka að falla inn í þann ramma, er hin svonefnda „Norðurlands- áætlun“ kemur til með að marka. Kjördæmisþingið telur að hráefnisöflun til hraðfrysti- húsanna verði bezt leyst með því að gerðir verði út 3—4 togarar, og þeir reknir af fé- lagi, sem sveitarfélög við- komandi staða í kjördæminu standa að, eða á annan hátt, verði það talið æskilegra. Beinir iþingið því til sveita- og bæjarstjóma á þessu svæði, að þau itaki mál þetta til ýtrustu yfirvegunar og geri síðan tillögur um rekstr arform skipaima, verði sé að fullnýta þau vinnslu- tæki — verksmiðjur og sölt- unarstöðvar — sem til em í kjördæminu. Sérstaklega skorar þingið á stjórnvöld landsins að greiða fyrir kaupum á full- komnum flutningaskipum, sem sérstaMega verði útbúin til að flytja síld, af fjarlæg- um miðum til söltunar. Tel- ur þingið þetta mikilvægt m.a. til að halda þeim salt- síldarmörkuðum, sem búið er að vinna upp. Einnig mundi aukin söltun stórauka at- vinnu í landi og bæta gjald- eyrisstöðuna. Meðan beðið er eftir varanlegum aðgerðum, með kaupum á stærri veiði- skipum, telur þingið aðkall- andi að hið opinbera stuðli að því með sérstökum að- gerðum að leiguskip verði fengin til að leggja upp afla á fyrrgreindum stöðum. Einnig telur þingið nauð- synlegt að stuðlað verði að fullnýtingu þeirra annarra atvinnutækja, sem nú eru starfrækt í kjördæminu, m.a. með auknum lánveitingum og annarri fyrirgreiðslu, sem tryggt gæti afkomu fyrir- tækjanna betur en nú er. Þá verði látin fara fram ýtarleg athugun á þvi, að nýta betur en nú er gert möguleika á vinnslu land- búnaðarafurða. 1 trausti þess að 'hraðað verði sem mest gerð hinnar svokölluðu „Norðurlandsá- ætlunar“ telur þingið rétt að bíða með frefcari tillögugerð í atvinnumálum kjördæmis- ins, svo hægt verði að sam- ræma þær þeim væntanlegu úrræðum, sem þar verða gerð.“ NYJAR B/EKUR FRÁ ÆSKUNNI Barnablaðið Æskan sendir í haust frá sér 9 bækur, þar af sjö bækur fyrir börn og ungl- inga. Bækurnar, sem út eru komnar eru: Ævintýri Æskunnar: 1 þessari nýju ævintýrabók eru 30 heimsfræg ævintýri frá 17 löndum. Bókin er 140 blaðsíður að stærð í stóru broti og með yfir 150 litmyndum, sem gerðar eru af hinum frægasta listamanni heims, V. Kubasta, en allar myndir eru prentaðar í einni fullkomnustu myndaprentsmiðju Evrópu. Ævintýrin eru: Frá Þýzkalandi: Mjallhvít, Lævirkinn syngjandi, Gjafirnar þrjár, Kóngsdæturnar tólf og Hnetu-Jón og gullgæsin. Frá Englandi: Sefsláin og heimsk- ingjarnir. Frá Danmörku: Sonur hafmeyjunnar og Töfrabókin. Frá Skotlandi: Jakob kóngsson og Brúna nautið frá Morrova. Frá Spáni: Kjúklingurinn klofni og Lífsvatnið. Frá Frakklandi: Þyrni rós og Stígvéla-kötturinn. Frá Wales: Álfkonan í tjörninni. Frá Ungverjalandi: Dýrin þakklátu. Frá irlandi: Svarti þjófurinn og Írski dvergurinn. Frá Italíu: Froskakóngsdóttirin. Frá Noregi: Kvörnin á hafsbotni og Höllin Soría Moría. Frá Póllandi: Kóngs- dóttirin á glerfjallinu. Frá Portú- gal: Kóngssonurinn og dúfan. Frá Sikiley: Ævintýrafuglinn. Frá Tékkóslóvakíu: Langfeti, Jötunn o gAmarauga. Þýðinguna hefur gert Rúna Gísladóttir. Texti prentaður í Odda h.f. Ævlntýri Óttars: Þetta-er drengjasaga, sem ger- ist fyrir nokkrum áratugum í sveit á Norðurlandi. Höfundur hennar, Hannes J. Magnússon, hefur áður sent frá sér margar á barnabækur. Síðasta bók Hannes- hugmundina fallizt. Jafn- framt telur þingið að flutn- ingar á síld til vinnslu í ar var drengjasagan Gaukur verð- ur hetja, sem kom út á síðast- liðnu ári og seldist þá upp. Aðal- landi, af fjarlægari miðum, jsöguhetjan í þessari bók er Ottar beri að stórauka, svo hægt' óvíst hvenær hitt fer vegna far- mannaverkfallsins. Þá var saltáð hér fyrir Sigló-síld um 5.300 t. og er nú verið að yfirtaka það. Drangur kemur tvisvar í vlku frá Akureyri en fer ekki til Slcagafjarðarhafna. Þurfa bví að verða tvær ferðir frá Sauðárkróki til Siglufjarðar í viku, landleiðina ef við Siglfirðingar eigum ekki að búa við verri samgöngur að vetrinum en áður var. — J.Þ. Grímsson, sem er drengur um fermingaraldur, þegar sagan hefst. Hann er sonur fátækra hjóna, sem verða að ráða Óttar í vist að lokinni fermingu. Hann er svo heppinn að komast á gott heimili, þar sem hann kemur sér vel. Þar eignast hann góðan félaga, Mugg, sem er drengur úr Reykjavík. Eiga þeir eftir að lifa saman mörg ævintýri. Þama gerast margir sögulegir atburðir. Óttar kemst oftar en einu slnni í lífs- hættu. Hann villist í stórhríð og kemst með naumindum lífs af. Öðru sinni lendir hann í eldsvoða og bjargar þá gömlum manni, og hann launar honum vel lífgjöfina. Það var draumur Óttars að komast í skóla og fá að læra. Hann ver til þess öllum stundum að lesa bækur. Þessi draumur virðist ætla að rætast í sögulokin, en áður en það verður lendir hann þó í ýmsum mannraunum. Saga þessi sýnir, hve einbeittur vilji og óslökkvandi menntaþrá getur brotið alla erfiðleika á bak aftur. Þessi bláfátæki sveitapiltur er því þrátt fyrir allt á leið í skóla í sögulok. Bókin er 159 blaðsíður að stærð. Prentuð í Odda h.f. Kubbur og Stubbur: Barnasagan Kubbur og Stubbur eftir Þóri S. Guðbergsson er byggð á samnefndu leikriti, sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykja- víkur í Iðnó veturinn 1966—1967. Var leikritið sýnt alls 27 sinnum við ágæta aðsókn og undirtektir áhorfenda. Bók þessi er öll mynd- skreytt af börnum, og er bæði skemmtilegt og nýstárlegt að sjá, hvernig þeim tekst á frumlegan hátt að setja fram og sýna allar þær persónur, sem Kubbur og Stubbur hitta á hinu sögulega ferðalagi sínu. Kibba kiðlingur: Þetta er falleg og skemmtileg saga fyrir yngstu börnin. 1 hvert sinn, sem ný útgáfa hefur komið af þessari vinsælu bók, hefur upp- lagið selzt upp á skömmum tíma. Bókin er prýdd yfir 30 fallegum myndum og er í þýðingu Harðar Gunnarssonar kennara. Þetta er fimmta útgáfan. Prentun: Oddi h.f. Gusi grísakóngur: Þetta heimsfræga ævintýri meistarans Walt Disney, hefur verið fáanlegt í mörg ár. Nú er bókin komin út í annarri útgáfu í þýðingu Guðjóns Guðjónssonar, skólastjóra. í bókinni er fjöldi mynda eftir sjálfan Walt Disney. Örkin hans Nóa: Nú er þessi heimsfræga saga Walt Disney komin út í sjöttu út- gáfu. Það þarf ekki mikið að kynna þessa frægu bók fyrir þeim yngstu, því þau lesa hana upp aftur og aftur og hafa svo gaman af myndunum, sem höfund urinn hefur gert sjálfur. Bókin er 96 blaðsíður að stærð, prýdd 56 EINANGRUN SIGLI I JARÐAR ROFIN Frainliald af 1. síðu ins. Drangur, sem var á leið inn f jörðinn, blés 1 pípu sína íkveðju- og virðingarskyni og minnti þannig á, að hann hefði um langan tíma, að vetrinum, verið einn um það að rjúfa hina daglegu ein- angrun Sigluf jarðar. Síðan var haldið til Siglu- fjarðar og bauð bæjarstjórn gestum og fleirum til hádeg- isverðar að Hótel Höfn. Hóf- inu stjórnaði Ragnar Jóhann esson, forseti bæarstjómar. Bauð hann gesti velkomna og sagði meðal annars: — „Góðar samgöngur, á landi, ílofiti og á legi, eru ein- hverjar þýðingarmestu fram kvæmdir fyrir velgengni nú- tíma þjóðfélags, einstakra byggðarlaga og íbúa þeirra. Ég vil því óska og vona, að hinn nýi vegur til Sigluf jarð- ar og jarðgöngin, sem í dag vom opnuð til umferðar, verði Siglufirði og Siglfirð- ingum til ævarandi blessun- ar. Eg vil einnig óska og vona að blessun guðs megi ávallt hvíla yfir þessum nýja vegi og jarðgöngunum og allri umferð þar, um ókomna framtíð.“ — Margar ræður vom fluttar undir borðum, af vegamála- stjóra, þingmönnum o.fl. I ræðu vegamálastjóra og fl. var rakinn aðdragandi að gerð ganganna og sagt frá vinnu og kostnaði við þau og Sigluf jarðarveg ytri. myndum. Prentun annaðist Oddi h.f. Föndurbækur Æskunnar: Þriðja bókin í þessum föndur- flokki er nú komin, en hún er Laufsögun I., tekin saman af Gauti Hannessyni, kennara. Bók- in hefst á lýsingu áþeim tækj- um, sem þarf til laufsögunar, þá kemur sérstakur þáttur um efni og svo sjálf kennslan í, hvernig hægt er að ganga frá smíðisgrip- unum. Alls eru í bókinni 24 verk- efni, og myndir eru yfir 30. Á síðasta ári komu út fyrstu bæk- urnar í þessum bókaflokki og voru þær: Pappamunir I. — Papp- ír I. Um útgáfu þeirra bóka sá Sigurður H. Þorsteinsson. Dæmisögur Esóps: Þriðja bókin í „Afmælisbóka- flokki Æskunnar" er Dæmisögur Esóps i ljóðum, eftir séra Guð- mund Erlendsson á Felli í Sléttu- hlíð. Grímur H. Helgason magist- er sá um útgáfuna. Prentun ann- aðist Oddi h.f. Skaðaveður 1891—1896: Þriðja bókin í þessum bóka- flokki kemur út í nóvember. 1 þessari bók er meðal annars sér- stök frásögn um októberbylinn mikla í Skriðdal. Halldór Pálsson safnaði efninu, en Grímur M. Helgason magister sá um útgáf- una. Prentun annaðist Oddi h.f. Æskulýðsblað Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti hefur sent frá sér nóv- emberhefti Æskulýðsblaðsins. Æskulýðsblaðið kemur út fjór- um sinnum á ári á vegum ÆSK í Hólastifti. Ritstjóri þess er Bolli Gústafsson sóknarprestur í Lauf- ási við Eyjafjörð. Afgreiðsla þess er að Hafnarstræti 107 Akureyri. Æskulýðsblaðið er 26 blaðsíður að stærð auk kápu. Efni blaðsins er fjölbreytt og hið athyglisverð- asta.

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.