Einherji


Einherji - 15.12.1967, Blaðsíða 2

Einherji - 15.12.1967, Blaðsíða 2
EINHERJI JÓLABLAÐ 1967 glilil* JÓN KR. ÍSFELD: J ólafögnudur : örfáir drœttir úr œvisögu: „Hann var barn. — Úti var kalt og dimmt, svo að hann varð að vera inni. Honum leiddist. Þá sagði móðir hans honum, að bráðum kæmu jólin, og þá fengi hann fallegt kerti til að láta loga. Þá fór hann að hlakka til jólanna. Svo var það kvöld nokkurt. Húsið var hreint og fágað. Kveikt voru mörg ljós. Honum var gefið kerti. Paðir hans tók hann á kné sér og sagði honum söguna um barnið í Betlehem, ljósinu, sem skein af himni og lýsti kringum hirðana. Svo sat hann lengi og hugsaði um það, sem faðir hans hafði sagt honum og jafn- framt horfði hann á litia kertaljósið sitt. Jólaljósið sjálft skein í sál hans. Hann var imgur maður, kominn burtu úr for- eldrahúsum, út í heiminn, eins og það er kallað. — Enn var kominn vetur og úti var dimmt og kalt. En það hafði líka dimmt í sál hans, því að barns-1 trúin var gleymd — sakleysi bamssálarinnar hulið myrkri efnishyggju og trúarinnar á eigin mátt og vísinda-tækni manna. — Rafljósin báru að vísu birtu umhverfis hann, en hann var dapur í bragði og órólegur. Þá heyrði hann klukknahringingu. Það var verið að hringja til aftansöngs, því að það var aðfangadagskvöld. Hann gekk til kirkjunnar. Söng- urinn ómaði. Jólaguðspjalhð var lesið. Þá hneigði ungi maðurinn höfuð sitt — hann minntist bernsk- unnar heima á jólunum. Hann bað þess að jólaljós- ið — Jesús — lýsti upp sál sína. Hann farm frið, fögnuð og helgi jólanna. Hann var miðaldra maður, þreyttur af starfi og erfiðleikum lífsins. Það var vetur. Jóhn komu. Hann keypti jólatré. Hann og kona hans keyptu smágjafir handa börnunum sínum. Á aðfangadags- kvöldinu kveikti hann á marglitu kertumnn htlu á jólatrénu og útbýtti svo gjöfunum til barnanna. Því næst las hann úr Nýja testamentinu og for- eldrarnir sögðu börnunum frá Jesú-barninu í jöt- unni. iLjósin loguðu skært á jólatrénu, fögnuður og friður umvafði fjölskylduna. En skærast var jólaljós trúarinnar í hjörtunum. Hann var gamall maður og sjónin var farin að daprast. Ástkæra eiginkonan hans var dáin. Hann dvaldi á heimili eins bamsins síns. — Eim var kominn vetur og skammdegismyrkur. En svo komu jólin. Ljósin vom tendruð á jólatrénu og barna- börnin hans sungu. Þá var bjart yfir ásjónu öld- ungsins — hann sá jólaljósið, sem mönnunum var sent frá himni — hann heyrði jólalofsöng englanna: „Því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Krist- ur Drottinn í borg Davíðs“. Fagnaðarbylgja fór um huga öldungsins og friður umkringdi hann. Þá bað hann milt og blífct: „Nú lætur þú, herra, þjón þinn í friði fara“. — Hér lýkur frásögunni. Og jólin koma. Hún er vissulega táknræn þessi frásaga, sem sögð er hér að framan. Jólin koma. Þau koma með fögnuð, birtu og frið til okkar, á hvaða aldurs-i skeiði, sem við eram. Þau hafa fagnaðarboðskap að flytja okkur öllum. Á jólum verður öll birta skærari, jafnvel kertaljósið verður stjörnuskært. Þetta bjóða jólin öllum — en einstaka menn nafn- kristnir, vilja ekki þiggja þessar gjafir jólanna. Þeir kveikja að vísu fleiri ljós á heimilmn sínum á jólum, svo að bjart er hið ytra, en leyfa jóla- ljósinu, Jesú Kristi, ekki aðgang að sál sinni. Hjá þeirn er jólafögnuðurinn raunvemlega rekinn á dyr samtímis því sem jólatrénu er fleygt. Jólin hafa boðskap að færa okkur, en em ekki aðeins formsatriði eða dægrastytting í skammdeg- inu. Það á vissulega vel við að lýsa jólunum með orðimum í Jóhannesarguðspjalh, þar sem segir: „Og ljósið skín í myrkrinu". Okkur, sem búum „við hin yztu höf“ í skammdegismyrkri, hlýfcur að skiljast það vel, hversu mikilvægi jólaboðskaparins er mikið, að hann skuh vera eins og Ijós gegn myrkri. Þessi líking á sér vissulega grundvöll í vemleikanum, en það er kærleiksboðskapur Jesú Krists, eins og hann er að finna í Heilagri ritningu, í hfi hans og starfi, en einnig í lifi og starfi þeirra, sem trúlegast hafa framkvæmt þann kærleiksboð- skap. Kærleiksboðskapurinn er ljósið, sem kom til þess að útrýma hatri, synd og dauða, sem allt er myrkur í manhheimi. Varanleg jólagleði kristinnar trúar stendur andspænis erfiðu viðfangsefni. Hún þarf að vinna bug á öllum óheilindum, en setja sannleikann og réttlætið í hásætið. Jólin koma ein- mitt með styrk til okkar, hvers og eins, til þess að geta unnið fyrir sannleikann og réttlætið í við- skiptum okkar við meðsystkin okkar, og styrk til réttrar afstöðu okkar til Guðs. Og jólin koma enn. Þau minna á hið mikla hlut- verk okkar: að vera djarfir og dáðríkir þjónar sannleikans og réttlætisins í lífi okkar. Þau koma með fagnaðarboðskap til allra, á hvaða aldurs- skeiði sem þeir em, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir, sjúkir eða heilbrigðir: „Yður er í dag frelsari fæddur. — Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, itil þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Á jólum fallast æskan og elhn í faðma við birtu og yl ástúðarinnar og fagnaðarins. Guð gefi ykkur öllum slíkan jólafögnuð. GLEÐILEG JÓL. I i : Siglufjarðarkirkja MESSUR UM JÓLIN: . Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 e. h. Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 2 e. h. Annar jóladagur: Skírnarmessa kl. 2 e. h. Gamlaárskvöld: Aftansöngur kl. 6 e. h. Nýársdagur: Hátíðarmessa kl. 2 e. h. Séra Ragnar Fjalar Láms- son kveður söfnuðinn. Beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsælt komandi ár. Sóknarprestur Messur um jól og áramót: Sauðárkrókskirkja Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 e. h. Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 2 e. h. Annar jóladagur: Skímarmessa kl. 11 f. h. Messa í sjúkrahúsinu kl. 5 e. h. Gamlaárskvöld: Aftansöngur kl. 6 e. h. Rípurkirkja Jóladagur: Messa kl. 4 e. h. Nýársdagur: Messa kl. 2 e. h. Beztu óskir um GLEBILEG JÓL og farsælt komandi ár. Sóknarprestur Gleöileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Egill Stefánsson Gleöileg jól! Farsœlt komandi ár! Þöfck fyrir viðskiptin Síldarútvegsnefnd Gleöileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðsfciptin Vélsmiðjan „Neisti“

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.