Einherji - 17.12.1968, Blaðsíða 1
11.—12. tölublað Þriðjudagur 17. des. 1968 37. árgangur.
Sigluf jörður í vetrarskrúða.
EFLUM NORÐLENZKAR BYGGDIR
EINHERJI flytur lesendum sínum, svo og öllum landsmönnum,
beztu jóla- og nýársóskir. Um leið þakkar hann öllum þeim mörgu, er
skrifað hafa í blaðið, eða lagt því til annað efni á líðandi ári, svo og
öðrum, er stutt hafa að útkomu þess. Sérstakar þakkir vill blaðið flytja
fréttariturum sínum í kjördæminu og væntir samstarfs við þá á kom-
andi ári.
EINHERJI kemur út í 3500 eintökum. Fastir kaupendur eru 2500,
þar af um 1800 í Norðurlandskjördæmi vestra. Blaðið ræðir fyrst og
fremst um málefni er varðar Norðurlandskjördæmi vestra og flytur
fréttir þaðan, enda er það málgagn Framsóknarmanna á því svæði.
Reynt hefur verið að láta blaðið koma út sem reglulegast, eða einu
sinni í mánuði, 6—8 síður og jólablað stærra. Því er ekki að leyna, að
miklir fjárhagsörðugleikar eru á útgáfu blaðsins. T. d. kostar prentun,
pappír og myndamót á þessum 10—12 tbl. um 150 þús. kr. Samt teljum
við nauðsynlegt að halda útgáfunni áfram, enda brýn þörf á, að túlka
og berjast fyrir atvinnulegri uppbyggingu og bættri búsetuaðstöðu bæja,
þorpa og sveita á Norðurlandi. Með hjálp sinna mörgu stuðningsmanna
vill Einherji vinna að því, og styðja norlenzkar byggðir.
GLEÐILEG JÓL
Blaðstjórnin
Rafveita Siglufjarðar 55 ára
Fjórða elzta rafveita landsins
mmm
_
Rafveita Siglufjarðar er
stofnsett og vígð 18. des.
1913, og er því nú 55 ára.
Rafveita Siglufjarðar er
fjórða elzta rafveita lands-
ins. — Fyrsta rafstöðin, við
Hvanneyrará, var nefnd
Ljósastöð, en 1925 er nafni
hennar breytt og hún nefnd
Rafstöðin og er hún starf-
rækt sena aðalstöð þar til
Skeiðsfosstöðin er tekin í
notkun 1945. Síðan er hún
nefnd Gaonla rafstöðin og
notuð nú sem varastöð, og
með upsetningu 1.000 kw.
dieselvélar 1965 heitir hún
Varastöð.
Eins og áður er sagt tók
Skeiðsfossvirkjun til starfa
árið 1945. Fyrst með einni
túrbínu og tveim túrbínum
síðan 1953.
Rafveita Siglufjarðar hef-
ur selt Rafveitum ríkisins
raforku til Ólafsfjarðar og
Fljóta frá árinu 1955.
Á þessu ári hafa verið
framkvæmdar töluverðar
endurbætur á stíflu Skeiðs-
fossvirkjunar til lagfæringar
á steypuskemmdum o.fl. Var
unnið fyrir um 2 millj. kr.
Árið 1967 framleiddi
Skeiðsfossvirkjun og vara-
stöðin samtals 9,9 millj. kw.-
stundir, sem seldust fyrir
9,4 millj. kr.
Rekstur Rafveitu Siglu-
fjarðar gekk vel á síðasta
ári og bókfærður hagnaður
samkv. rekstrarreikningi er
rúm 1 millj. kr.
Nú er vatnsstaða í uppi-
stöðulóni óvenjulega slæm.
vantar um 3,75 m á að lónið
sé fullt. Er því útlit fyrir
mikla dieselkeyrslu, og vara-
stöðin þegar verið keyrð frá
3. des. s. 1. Þessi óvenjulega
slæma vatnsstaða orsakast
af úrkomuleysi í sumar og
haust, og veturinn kom með
frostáhlaupi mánuði fyrr en
venjulega. Hin þurra og góða
tíð í nóvember orkar lítið til
vatnsaukningar.
Forstjóri Rafveitu Siglu-
fjarðar nú er Sverrir Sveins-
son.
ORÐSENDING
til félagsmanna og annarra viðskiptavina.
Vegna sívaxandi kostnaðar við Heimsendingar, erum
við tilneyddir að gera þær breytingar, að mögulegt sé,
að ljúka heimsendingum fyrir lokun sölubúða.
Til þess að þetta sé mögulegt, verða pantanir heim-
sendinga að berast sem hér segir:
Mánudaga til föstudags verða pantanir að berast okk-
ur fyrir kl. 4 e. h., til þess að verða sendar samdægurs.
Laugardaga verða pantanir að berast fyrir kl. 10 f. h.
til þess að þær verði sendar fyrir helgi.
Heimsendingar eru góð þjónusta en kostnaðarsöm, en
með samstarfi við ykkur viðskiptavinina er hún mögu-
leg án aukagjalds og treystum við því, að þið pantið
samkvæmt ofanrituðum reglum. Munið, að á laugardög-
um er aðeins opið í 3 klst., og því æskilegt að beina
heimesndingum frekar á aðra daga vikunnar.
KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA