Einherji - 17.12.1968, Qupperneq 6
JÖLARLAÐ 1968
EINHERJI
Bygging gagnfræðaskóla á Sauðárkróki
jíriðjungi undir áætlun
Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki
Laugardaginn 9. nóvember
s. 1. var vígður nýr gagn-
fræðaskóli á Sauðárkróki. —
Húsið er um 6.000 rúmm. að
stærð og er % hlutar af
fyrsta áfanga byggingarinn-
ar, sem fyrirhugað er að
verði 9.000 rúmm. að stærð.
Af þeim hluta, sem nú er
byggður, er um helmingur
að fullu frágenginn, og í því
rými eru 4—5 kennslustofur,
bráðabirgðaaðstaða fyrir
kennara, snyrtingar, stórt
anddyri o. fl.
1 þeim hluta, sem ófull-
gerður er, er aðstaða fyrir
skólastjóra og kennara og
kennslustofur og félagsstarf-
semi fyrir nemendur.
Áætlaður kostnaður alls
þess húss, sem nú er risið
af grunni, var rúmar 31 mill
jón kr. Raunverulegur bygg-
ingarkostnaður þess hluta,
sem nú er byggður, er um
14 milljónir kr. og áætlaður
kostnaður við að fullgera
það, sem ófrágengið er af
þegar byggðu húsi, er 7—8
millj. kr., þannig að mismun-
ur á áætluðu kostnaðarverði
og raunverulegu má ætla að
sé 9—10 millj. kr. Húsið
kemur þá til með að kosta
aðeins % af iþeirri upphæð,
sem í fyrstu var áætlað. Á-
ætlunin var gerð í lok árs
1966, í samræmi við kostn-
aðarverð nýbyggðra skóla á
þeim tíma.
Arkitektar hússins eru
Stefán Jónsson og Þorvald-
ur S. Þorvaldsson. Bygging-
arverkfr. er Vilhjálmur Þor-
láksson. Hitalögn teiknaði
Kristján Flygenring og raf-
lögn Jón Á. Bjarnason. Að-
alverktaki var Byggingafél.
Hlynur h. f. á Sauðárkróki,
meistari Björn Guðnason.
Aðrir verktakar Trésmiðjan
Borg h. f. á Sauðárkróki og
Vélaverkstæði Kaupfél Skag-
firðinga. Múrarameistari Jón
D. Jóhannsson. Málarameist-
ari Haukur Stefánsson. Raf-
virkjameistarar Þórður P.
Sighvats, Erlendur Hansen
og Birgir Dýrfjörð. Járna-
lagnir annaðist Kári Her-
mannsson. Eítirlitsmaður
Ljósm.: St. Petersen
byggingarinnar f. h. Sauðár-
króksbæjar var Jóhann Guð-
jónsson, byggingafulltrúi.
Geta má þess, að bygging-
in er að heita má að öllu
skagfirzk framleiðsla, bæði
hvað framkvæmd og húsa-
gerðarlist snertir.
Sérstök skólaborð voru
gerð fyrir nemendur og
kennara, og eru þau nokkuð
frábrugðin þeim borðum,
sem hingað til hafa verið
notuð. þau eru teiknuð af
arkitektum skólans.
1 þeim hluta fyrsta áfanga
sem óbyggður er, er ætlað
að koma fyrir verknámi skól
ans, og því mikil nauðsyn á
því að byggja þann hluta
sem allra fyrst.
I byggingarnefnd skólans
eru: Hákon Torfason form.,
sr. Þórir Stephensen, Stefán
Guðmundsson, Jónas Þór
Pálsson og Magnús Bjarna-
son.
Stefán Guðm.
★
ekld mildu hagstæ'ðara hér en
heima á Fróni. Var mér saRt, að
ódýrastar vörur væri að fá í
smærri verzlunum í úthverfum
borgarinnar, en ekki nennti ég
að elta þær uppi.
Sendiherrahjónin tóku okkur af
mikilli rausn og alúð. Heilsaði
Gunnar Thoroddsen hópnum með
stuttri ræðu. Dvöldum við þarna
hátt á annan idukkutíma við góð-
ar veitingar og glaðværar sam-
ræður, en við brottför þakkaði
Bjarni Þórðarson fyrir okkar
hönd.
Deginum lauk svo með því, að
Flugfélagið bauð olckur til kvöld-
verðar á meiri háttar skemmti-
stað í borginni. Var sá matmáls-
tími bæði langur og strangur og
reyndust menn misjafnlega út-
haldsgóðlr við borðhaldið, eins og
gengur. Sjálfsagt hafa hinir reglu
samari haldið á skikkanlegum
tíma heim til herbergja sinna,
aðrir blandað sér í það mannhaf,
sem þarna var statt og að lokum
vorum við ekki nema 10 eða 12
umhverfis þá fararstjórana. Bar
margt á góma I þeim hópi, sem
hér verður ekki rakið. Að lokum
urðum við Kristján Sturlaugsson
og Stefán Friðbjarnarson sam-
mála um, að rétt væri að sofa
stundarkom. Benedikt var löngu
horfinn, hefur áreiðanlega verið
háttaður og sofnaður, eins og hver
annar skikkanlegur ferðamaður,
og ég búinn að steingleyma núm-
erinu á svefnsal okkar. En á-
stæðulaust var að gera sér rellu
út af því, fannst þeim félögum
mínum. f fjögurra til sex manna
rúmi var vandalaust fyrir þrjá
að Iáta fyrirberast þessar stundir
til morguns.
Eins og gefur að skllja er áríð-
andi að skipulag á svona ferðum
sé gott og nákvæmt, eigi not að
skammri viðdvöl einhver að verða.
Var og líka nákvæmlega sldpað
á þennan eina heila dag er dvalið
skyldi í Höfn. Tíminn fram að
hádegi var að mestu notaður til
þess að aka um borgina. Síðan
skyldi snæddur sameiginlegur há-
degisverður, úr því skoðaðar
Carlsbergverksmiðjurnar o. fl. Við
ókum að mestu um miðborgina.
Var bent út um bílgluggann á
ýmsar sögufrægar byggingar, en
hvergi stigið út úr bílnum nema
hjá húsi Jóns Sigurðssonar. Fyrir
þá, sem ekld þekktu áður til í
Höfn, urðu þetta því lausleg
kynni, enda gat naumast um ann-
að orðið að ræða. Svipmót borg-
arinnar, einkum hinna eldri hluta
hennar, sáum við þó að nokkru.
ÓKUNNTJ GLEIKI — HIÐ
SKEMMTILEGA
f lok ágætis hádegisverðar, sem
sendiherrahjónunum var elnnig
boðið til, kom vinur minn, Krist-
ján skólastjóri á Eskifirði, að
máli við mig og kvaðst hafa í
hyggju að taka sig út úr hópn-
um og skoða sig um á eigin spýt-
ur, síðarl hluta dagsins. Hvort ég
vildi ekki slást í förina? Ég vissi,
að slikt sjálfræði var í raun og
veru ekki brot á neinum boðorð-
um fararstjórnarinnar. Sveinn
Sæmundsson hafði látið þess get-
ið, að ef einhverjlr vildu fara aðr-
ar leiðir en þær, sem áætlunin
gerði ráð fyrir, þá væri það
frjálst, en þeir, sem það kysu,
yrðu bara að vera mættir á hólel-
inu fyrir ákveðinn tíma um kvöld-
ið, annars ættu þeir á hættu að
verða innlyksa í Höfn. Undir öðr-
um kringumstæðum hefði það
hlutskipti sjálfsagt verið freist-
andl, en ég hygg, að skotsilfur
hvorugs okkar Kristjáns hafi
leyft þann munað.
— Ert þú nokkuð kunnugur
hér í borginni? spurðl ég Krlst
ján.
— Nei, sem betur fer, ókunn-
ugleikinn er elnmitt hið skemmti-
lega við að ferðast á eigin veg-
um, svaraði Kristján. Ekki gat ég
neitað því. Kannski var undir
hælinn lagt með fróðleikinn, sem
við hefðum upp úr svona ferða-
lagi, en óneitanlega var þó að
því dálítið ævintýrabragð. »Ég hef
svo sem ekkert á móti því að
bragða Carlsberg gamla, en ég
hef hins vegar iitinn áhuga á að
sjá hvernig hann er framleiddur.
Nú, og hér var kannski ekki svo
mikil hætta á ferðum. Aðalatriðið
var að hafa rétta klukku og leigu-
bíl hlutum við alltaf að geta náð
í, til þess að skjóta okkur í tíma
heim á hótelið. Og svo slóst ég
þá í för með Kristjáni.
UPP 1 SÍVALATURN
— Hvert er svo förinni heitið?
spurði ég, er við höfðum arkað
áfram í einar 5 mínútur, eftir
hrjúfri og ónotalegri múrsteina-
gangstéttinni.
— Upp í Sívalatum, svaraði
Kristján, — en áttu nokkra
danska peninga?
— Litla, svaraði ég.
— En íslenzka?
— Litla líka, en þó meira.
— Nú, það er þá engu betur
ástatt fyrir þér en mér.
Og ég fór að hugsa um, að ef
við yrðum nú rotaðir og rændir,
þá yrðum við íslenzku þjóðinni
til skammar þegar í ljós kæmi,
að við værum eins og hverjir aðr-
ir umrenningar, sem engu væri af
að ræna. En mér gafst ekki lang-
ur timi til þess að velta fyrir
mér hugsanlegri niðurlægingu
okkar, því að Kristján sagði með
þrumuraust:
— Við verðum að byrja á því
að finna einhvem banka og skipta
þar þessu íslenzka auramsli okk-
ar, því við getum hvenær sem er
orðið hungurmorða, ef við höfum
ekkert nema íslenzka peninga.
Mér varð nú litið á Kristján og
satt að segja sýndist mér honum
nú svo vel í skinn komið, að hann
ætti að geta lifað talsvert á eigin
forðanæringu, en öðru máli gegndi
með mig, sem ekkert er nema
skinnið og beinln. Sem ég var
í þessum hugleiðingum snaraðist
Kristján þvert yfir götuna og
hrópaði svo hátt og hressilega,
að vegfarendur námu staðar og
tóku að glápa glottandi á þessa
útlendu hávaðamenn:
— Komdu strax, hér er banki,
rétt eins og hann byggist við því
að ú væm síðustu forvöð að losna
við þessa íslenzku aura áður en
enginn þjóðflokkur vUdi við þeim
líta. Bankaviðskiptin gengu greið-
lega og innan skamms þrömmuð-
um við á ný á mUU hinna vin-
gjarnlegu, rauðbrúnu múrsteins-
húsa, sem hvarvetna eru yfir-
gnæfandi í þeim borgarhlutum,
sem við sáum. Er við höfðum
gengið þannig um hríð og virt
fyrir okkur borgarlífið, án þess
að sjá nokkurs staðar Sívalaturn,
ákváðum við að spyrja til vegar.
Náðum vlð í lelgubíl á götunni
og ók hann okkur á nokkrum
minútum að turninum, því fræga
mannvirki.
Hafnarbúar em mjög stoltir af
Sívalaturninum sínum og mega
vera það. Turninn, sem er rúm-
lega 38 m hár, stendur við eina
af hinum gamalfrægu götum
Kaupmannahafnar, Köbmager-
gade, og er í tengslum við Trini-
tatiskirkjuna, sem Kristján 4. lét
hefja byggingu á árið 1637. Skyldi
hún vera stúdentakirkja, háskóla-
bókasafnið á kirkjuloftinu, en
stjamfræðistöð í tuminum. Bygg-
ingameistarinn var hlnn konung-
legi arldtekt Hans van Steen-
winckel yngri, en konungur er
sjálfur talinn hafa mjög haft
hönd £ bagga um gerð turnslns.
Caspar Fincke gerði gluggana á
turnþaklð, en nemandi sjáifs
Tyge Brahe, Christian Longomon-
Um heiðloftin blá
Framhald.
Og svo stigum við um borð í
Gullfaxa, hina fyrstu þotu Islend-
inga. Mér fannst það talsverður
viðburður. Ég er ekki svo óvanur
flugferðum, en með þotu hafði ég
aldrei flogið fyrr. Mér hafði verið
sagt, að ekki gæti þægilegri ferða-
lög og ég þóttist fljótlega sann-
reyna það. Vélin haggaðist eldii,
enda fljúgum við ofar „forsal
vinda“. Útifyrir er brunagaddur,
en inni svo hlýtt, að flestir af-
klæðast jökkunum. Ef skyggnzt
er út um glugga sézt ekkert nema
heiðblátt himinhvolfið og einstaka
skýjahnoðrar, eins og hvítir ull-
arlagðar á bláu vatni. Innan
stundar er okkur borið slíkt magn
matar og annarra veitinga, að
mér verður næstum ekki um sel.
Og svo, fyrr en varir, er tilkynnt
að við séum að lenda £ Glasgow
Við erum beðnir að fara ekki út
úr flugskýlinu, þv£ að viðstaðan
verði stutt. Sjálfsagt hafa allir
hlýtt því boði, þvi að ég býst ekld
við að neinn hafi viljað hætta á
að láta Kaupmannahafnarferðina
enda £ Glasgow, og það á útleið.
Einhver þrammar af stað eftir
heljarlöngum og að þvf er mér
finnst hálfljótum ranghala og all-
ur hópurinn á eftir, þar til fyrir
okkur verður einskonar bar. Sum-
ir fá sér þar hressingu. Sjálf-
sagt hefði ég unnið mér það til
l£fs að gera það einnig, en naum-
ast að öðrum kostl, svo vel sem
ég var á mig kominn eftir veit-
ingarnar á Guilfaxa.
Og svo erum við aftur á lofti.
Örskotsstund sjáum við blelka
akra og slegin tún Skotlinds. en
svo rildr himinbláminn utidir, yf-
ir og allt um kring. Framundan
er Kastrupflugvöllur.
Það er óneitanlega þokkaleg
bæjarleið á milli Glasgow og
Kaupmannahafnar, en bó fannst
okkur það ekld taka nema ör-
skotsstund að svifa bennan spöl.
Innan skamms vorum við lentir
á Kastrupflugvelli. Inni i flug-
stöðinni er múgur og margmenni
og fyrir augu manns bera, á fá-
einum minútum, hinir margvís-
legustu þjóðflokkar. Þeir Sveinn
og Birgir leggja áherzlu á, að við
ferðafélagamir höldum hópinn,
þv£ að augljóst er, að fyrir ehin
og einn ókunnugan er auðvelt að
týnast £ þeim grúa, sem þarna
streymir fram og aftur, ýmist að
koma eða fara. Áfallalaust og án
óeðlilegra tafa tókst okkur þó að
koma öllum mannskapnum upp
£ bfl, sem beið okkar fyrir utan
flugstöðvarbygginguna.
A DANSKBI GRUND
Þaðan var ekið beint til Palace-
hótels, sem vera skyldi samastað-
ur okkar meðan staðið yrði við
i „borglnni við sundið“, — og var
raunar ekkl i kot visað. Litskrúð-
ugir þjónar tólcu á mótl okkur
£ anddyrl hótelsins, með hinu Iotn
ingarfyllsta látbragði, l£kt og þeir
væru að veita vlðtöku keisarahirð
frá annarri jarðstjörnu.
— Ég sting upp á því að við
verðum herbergisfélagar, sagði
Benedikt frá Siglufirði við mig
og var það auðsótt mál frá minni
hálfu. Herbergið virtist mér raun-
ar ekld bera nafn með rentu. Það
var heljar salur, sem mér sýndist,
í fyrstu a. m. k., að mundi slaga
upp £ heila vallardagsláttu. Um
það var, hér og þar, stráð hiniun
margvislegustu húsgögnum og á
mlðju gólfi stóð hjónarúm, sem
með sæmilegu móti sýndist rúma
| a. m. k. tvenn hjón.
' Áður en menn tindust tll her-
bergja sinna tilkynntu fararstjór-
ar boð til sendiherrahjónanna,
i Gunnars Thoroddsen og frú Völu,
. siðari hluta dagsins og yrðu þvi
J allir, er þvi vildu sinna, að vera
| mættir í anddyri hótelsins á á-
, kveðinni stundu, en fram að þeim
tima gætu menn hagað sér eins
og þeim sýndist. Munu ýmsir hafa
notað tímann til þess að ganga
í verzlanir og gera einhver smá-
vegis lnnkaup. Virtist mér þó
verðlag, á ýmsum vörum a. m. k.,