Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1910, Page 17

Freyr - 01.04.1910, Page 17
FREYR. 63 ferð á kjöti að því er snertir þrifnað og sölt- un á því. Kjöt af heimaslátruðu fé verður aldrei útlitsfallegt; ljókkar í flutningnum, verð- ur hárugt og óhreint; má ekki láta það saman við kjöt sláturhúsanna; Jón skoðaði talsvert af islenzku kjöti þegar það kom til Danmerkur. Kjöt frá sláturhúsinu í Reykjavík reyndist hreint og mest af því vel saltað. Borgarnes- kjötið ekki eins vel aðgreint. Mikill hluti af því kjöti, sem pöntunarfeiögin sendu Zölluer, var farið að skemmast. Kaupmaður einn á Vesturlandi sendi 2 tunnur af kjöti til Esbjergs, átti það að vera sýnishoru af kjöti hans. Af því iagði megna ýldulykt og var það gulum flekkjum og þykk slepja utan á því. Pækill- inn var of daufur, 11 gr. í stað 20—25. Asgeir Torfason: jSTokkur orð um mjöl. - - í þessari grein, sem allir ættu að kynna sér, leitast höfundurinn við að kenna mönnum að varast svikna kornvöru. Það her ekki sjaldan við að mjölvara er svikin, síður er það um kornið ómalað, þó heyrist stundum talað um maðkað og skemt korn. Rúgur á að vera ein- litur, ljósgalur, kornin slétt utan, ■ hrökkva í sundur undir tönninni og vera hvít í sárið. 1 pottur af rúg á að vega sem næst 1 pd. 40 kvint. í>að er auðveldara að svíkja mjölið og erfiðara að sanna svikin. Rannsókn á mjöli verður að gjörast á rannsóknarstofum og slikt má ekki láta undir höfuð leggjast ef mjölið þykir grunsamt. Mjölið er venjulega því betra sem það er ljósleitara, þó getur slíkt brugðist ef mjölið er blandað einhverjum þeim efnum Sem lýsa það. Mjölið á að vera sætt á bragð og slimkent, án nokkurs afkeims. Það má ekki vera dauft og óþægilegt á bragðið og allra síst ramt, og ekki má það hafa óþægi- lega lykt. f>egar mjölið er kreist má það ekki fara saman í harðan kökk, en á þó að haldast saman þegar höndin opnast og fingraförin eiga að sjást greinilega á kökknum. Eari mjölið í harðan kökk er það rakt. Ef mjölkökkurion loðir ekki saman, þegar höndin opuast, er mjöl- ið venjulega slæmt til bökunar, of hratmikið eða aðrir gallar á því. Hallgrimur Þorbergsson: Kynblöndunar- rækt á Englandi. Innflutningur búfjár til ís- lands. — Löng grein og. rækileg um kvikfjár- rækt Breta, sem þeir eru heimsfrægir fyrir. Brezkur kvikfénaður er fluttur árlega til flestra landa í Evrópu og i allar aðrar heimsálfur til kynhóta og kynblöndunar með góðum árangri. Höfundurinn ræður eindregið til að vérflytjum inn brezk fjárkyn og framleiðum með því vænna og arðmeira fé til slátrunar en annars er kost- ur á. Mestur hluti greinarinnar er um sauð- fjárræktina, en þó er þar Hka drepið á hesta- rækt og nautgripa. Hallgrímur álítur að vér ættum að blanda hestakynið með erlendum hestum til þess að fá kynblendinga til vinnu,. stærri en vorir hestar eru nú. A Norður-Eng- landi sá hann einblendingshest undan íslenzkri hryssu og graðhesti af Yestur-Skotlandi. Þessi einblendingur var 57 þuml. á hæð. Ritgerð þessa ættu menn að lesa og athuga vel. Páll Jónsson : Aburðurinn og ræktuu lands- ins. — Áminniug til islenzku bæodanna um að auka ræktaða landið og hagnýta áburðinn bet- ur en gjört er. Með aukinni ræktun hækka fasteignirnar í verði og að því verður hið opin- bera að styðja með hagkvæmum lánum. Skýrslur um Búnaðarsamband Austurlands. Formaður sambandsins er séra Magnús Bl. Jóns- son í Vallanesi, ráðunautur Benedikt Kristjáns- son og starfsinaður við gróðrarstöðina Metúsal- em Stefánsson. Auk þessa hefir fólagið haft Þorkel búfræðing Jónsson í sinni þjónustu um tíma til að leita að mó; hann er óvenjulega fundvís á móinn. Haustið 1908 fór hann um Suður-Múlasýslu og Skaftafellssýslu og fann mó á 23 bæjum, sem enginn mór var áður fund-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.