Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1910, Qupperneq 18

Freyr - 01.04.1910, Qupperneq 18
64 FB.EYR. inn á. Sambandið hefir veitt verðlaun fyrir góða áburðarhirðing og fjárhirðing. Það studdi að stofnun slátrunarhúss á Seyðisfirði o. s. frv. í gróðrarstöðinni hafa verið gerðar tilraunir með kartöflur, gulrófur og ýmsar fleiri matjurtir, fóðurrófur, grös og korntegundir til fóðurs og auk þess hafa verið gerðar áburðartilraunir. E. H. Verzlunarf r éttir Innlendar. Verðlag í apríl 1910 við verzlun H. Th. A. Thomsen í Reykjavik. Rúgur ..... . . . 100 pd. kr. 9,00. Rúgmél .... ... — — — 9,00. Hveiti nr. 1. . . ... — — — 15,00. Hveiti — 2. . . ... — — — 12,00. Baunir ... — — — 17,00. Hrisgrjón heil . . ... - - — — 14,00. —„— hálf . . ... - — — 11,00. Bankabygg . . . ... — — — 12,00. Haframél.... ... — — — 15,00. Kaffibaunir nr. 1 . ... — — — 60,00. Exportkaffi . . . . . . — — — 43,00. Kandísykur ... . . . . — — •— 28,00. Hvítasykur . ... — — — 28,00. Púðursykur . . . . . . — — — 24,00. Rúsínur .... — — — 25,00. Peningshús. Á Kleppi var reist í haust fjós, hlaða og bestbús úr steinsteypu, samkvæmt fjárveitÍDgu síðasta alþingis. Er byggingin öll undir einu þaki sem er úr járni og er að stærð 23X12 álnir. Fjósið er að innanmáli 8 áln. og 7 þuml. XH'/a a^n- HlaÖan 6 álnir og 9 þuml. XlH/a alin. Hesthúsið 3XH‘/a alin. Veggþykt er 12 þuml. og skilrúm 6 þuml. Fjósið er sléttað innan og kalkað; í því er steinsteypu- gólf og flór. Loftið er plægt. Ejósið tekur 8 kýr. I hlöðunni er og steinsteypugólf, en þak- ið er á spírum. Hlaðan tekur um 200 hesta. Hesthúsið er að nokkru með trógólfi en að sumu steinsteypt. Undir því er steinsteypu- safnþró, þriggja álna djúp og liggur í hana renna úr fjósinu. Maður sá, er vanD verkið, var Sveinn Ein- arsson steinsmiður hér í bænum. Getur lækn- ir hælisins þess, að hann sé beztur verkmaður þeirra, er hann hafi séð vinna, enda er verkið mjög vel af hendi leyst. Þingið veitti til byggingar þessarar Í800 kr. en allur kostn. varð 1875,78 kr. Stjórnarráðið útnefndi þá Hjört kúsasmið Hjartarson og Ste- fán múrara Egilsson til þess að meta bygging- una til peninga og er ofanskráð lýsing frá þeim. Matsverð þeirra er kr. 3900,00 eða meira en helmingi meira en landið þurfti að borga. Munu þess ekki dæmi að jafnaði að svo vel sé hald- ið á opinberu fé, sém hér er raun á, og ber að þakka lækni hælisins það, því að hann sá um framkvæmd verksins og hafði aðalumsjón með því. X. Tíðin er köld. Veturinn hefir verið snjóa- mikill og gjaffeldur um alt land, enda eru farn- ar að heyrast sögur um yfírvofandi hættu eink- um af Vestfjörðum og Austfjörðum. Snjólaust er hér í kringum Reykjavík að kalla má 26. aprih Enga grænku enn að sjá, enda er mik- ið frost í jörðu. Jarðyrkjan byrjar því með seinua móti í vor nema ef góð hlýindi koma bráðlega. — Lóan er komin og boðar sumarið, en henni hefir máske ekki verið kunnugt um tíðarfarið hér fyr en hún kom og orðin þá of þreytt til að snúa við.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.