Einherji


Einherji - 16.12.1971, Blaðsíða 10

Einherji - 16.12.1971, Blaðsíða 10
JÓLABLAÐ 1971 EINHEEJI Hann á sjó. Hún í landi. Hinn mikli fjallahryggur, er fram gengur imilli Eyja- fjiarðar og Skagafjarðar, vís- ar nokkuð í norðaustur. Inn í austurkjálka hans, utan Eyjafjarðarmynnis,, milli Múlafjalls og Almennings- nafar, ganga þrír firðir: Ól- afsfjörður, Héðinsfjörður og nyrzt Siglufjörður. Lengst af mun Héðinsfjörður hafa verið talinn til byggðar með Siglufirði, enda aðeins þunn- ur fjallshryggur þar á milli. Um síðustu aldamót var byggðin í Héðinsfirði 5 eða 6 býli og íbúatalan milli 50 og 60 manns, enda var tví- og þríbýli á sumum jörðum. Árið 1951 fluttu síðustu bú- emdur úr Héðinsfirði tii Siglufjarðar og síðan hefur enginn maður átt þar heim- ihsfang, en sauðfé Siglfirð- inga oig fleiri haft þar sum- iardvöl. Þessi er og saga fleir' smábyggða á Norðurlandi Vestfjörðum og Austfjörð um. Þann 14. nóv. s. 1. gekk ég á fund Björns Sigurðssonar, skipstjóra. Vissi að hann var fæddur og uppalinn í Héð- insfirði, en flutti sig um set til Siglufjarðar og starfaði þar langa og farsæla sjó- mannsæfi. Vissi og að þau hjónin, Eiríkssína og Björn á Hrönn höfðu átt góðian þátt í uppbyggingu Siglu- fjarðar. Hann á sjó, en hún í landi. — Hvar og hvenær ert þú fæddur, Björn? Ég ©r fæddur að Vík í Héðinsfirði 14. nóv. 1892 og er því 79 ára í dag. Foreldr- ar mínir: Halldóra Bjöms- dóttir og Sigurður Guð- mundsson, bæði ættuð úr Fljótum, bjuggu þá þar, en 1903 fluttu þau að Vatns- enda og þar átiti ég heima til 1916, en þá fluttist ég til Siglufjarðar og gifti mig. — Hvað voruð þið mörg, systkinin? — Við vorum ellefu, níu komust upp og sjö eru nú á lífi. Þar af erum við 4 nú hér í Siglufirði. — Hvenær hófst þú sjó- mennskuna? — Þegar ég var 16 ára, eða 1908, réðist ég á hákarla- skipið Fljótavíking. Hann var 22 eða 23 tonn, smíðað- ur af Jóhanni föður Páls Kröjer. Formaður varSveinn Pétursson. — Hvernig var útgerð há- karlaskipanna? — Venjulega sigldu sikip- in ekki út fyrr en um miðj- an apríl. Fengu ekki trygg- ingu fyrr. Oftast lauk ver- tíðinni um 12 vikur af sumri. Áhöfin var 12 menn. Sjómaður í hálfa öld. Farsœll skipstjóri yfir 30 ár. Þetta er Björn á Hrönn 79 ára Hver veiðiferð gat staðið allt að miánuði, en situndum skemur, ef afli var góður. Vaktir vom 10 tímar uppi og 5 tímar í koju. TJtgerðin lagði til baunir, hrísgrjón og kiaffi. Hitt urðu menn að leggja til sjálfir. Höfðu þannig skrínukost að Eiríkssína Ásgrímsdóttir nokkm. Einginn kokkur var ráðinn, en menn skiptust á um eldameinnskuna. — Hvernig var með afl- ann? — Ef veiðin var góð hirt- um við aðeins lifrina. Henit- um öllu hinu, nema síðustu dagana í hverri ferð. Þegar í land kom var lifrin, sem geymd var í leistinni í stíum, sett í land og hákarhnn sett- ur 1 verkun. — Hvað var verðið á af- urðunum? — Ég man að fyrstu ár- in ieftir sttríð, eða um 1920, Björn Sigurðsson var verðið á tunnu af hfur 45—50 kr. og fjórðungurinn af góðum hákarh á 10 kr. Ég fór síðast í hákarlalegu 1923. Þá tóku við: línan, handfærin og reknetin. — Hvenær tókstu við skipstjóm? — Það var 1916. Þá flutti ég til Siglufjarðar. Trúlofað- isit og tók við skipstjóm á Kristjönu, 22 tonna bát. Þá var sett vél í Kristjönu. Með hana var ég í 9 ár, eða til 1925. Þá tók ég Njál og var með hann tvær vertíðir. Fyrst á línu og síðan á rek- netum. 1927 réðist ég skip- stjóri á Hrönnog var með hana í 27 ár, eða til 1947. Hrönn var 41 tonn. Eigend- ur Hrannar vom þeir Ing- var og Gunnlaugur Guð- jónssynir. Það var ágætt að vera skipstjóri hjá þeirri út- gerð. — Dreymdi þig aldrei fyrir afla eða veðri? — Nei, ekki iget ég sagt það. Þó var eins og það legðist stundum í mig eða ég varaður við. Það var um páskana 1927. Ég var að leggja af stað í minn fyrsta túr iá Hröun. Við vorum komnir noikkuð vestur og fram af Siglufirði. Þá fannst mér allt í einu ég endilega þurfa að fara afibur á skip- ið og horfa á sjóinn. Um leið og ég stoppa þar, sé ég hvar annað skmfubiaðið kemur svífandi upp úr sjón- um. Hefði ég ekiki staðið þama á þeirri stiundu hefð- um við einskis orðið varir og haldið eitthvað áfram. Við snemm til Sigluf jarðar afbur og við'gerðin tók viku. — Hver eru þau verstu veður, sem þú hefur lent í á sjó? — Ég held það sé mann- skaðaveðrið miikla 1922, en þá fórust bæði Aldan og Maríanna og öðrurn hlekkt- ist á og misstu menn. Við á Kristjönu vorurn þá um 40 mílur norður af Kögri og náðum við illan leik til Aðal- víkur. Þá ier það vonzkuveðrið 1940. Þá fómst Gullfoss og Hjörtur Pétursson. Við vor- um þá á línu undan Jökli, en sluppum lalveg — Hefur þér aldrei lilekkzt á á sjó? — Það var í maí 1923 að Kristjana strandaði á Horn- vík ásamt þremur öðmm skipum. Það lágu 5 skip á Homvík í stórsjó og vonzku- veðri. Eitt þeirra, Róbert, shtnaði upp og rak á okkur á Kristjönu og shtnaði þá önnur akkerisfestin og hin síðar. Þama var sandfjara og fórum við beint upp í f jöruna. Róbert var þá kom- inn þangað og síðan bæftust tvö skip við, Bjöminn og Sigurfari. Eitt þraiukaði af. Allir komust í land, nema einn rnaður af Róbert, sem drukfcnaði. Sjópróf fóm fram á Isafirði. Helgi magri kom og sótti mannskap af Kristjönu og Róbert, því það var sama útgerðarféJjag- ið, sem gerði þau út. Einnig tók hann 90 tunnur af lifur úr Kristjönu og eitthvað úr Róbert. Ég og stýrimaðurinn á Kristjönu urðurn eftir og nofckm síðar náðist Krist- jana út. Róbert náðist ekki og grófst í sandinn. Fyrir öðrum óhöppum hef óg efcki orðið. Aldrei rnaður svo mikið semj meiðst um borð hjá mér. Ég hætti skipstjóm 1947 þá 55 ára. Ég réðist þá á Sigurð til Ásgríms bróður míns og var þar í tíu ár, en þá fór ég í land og hæfti sjómennsku. — Hvað tók þá við? — Ég 'fór að fást við meta- bætingar og troh hjá Jóni Jóhannssyni og vann við það í 12 ár, eðia til 1970, en þá varð ég að hætfia og fór suð- ur til uppskurðar og síðan ég kom heim hef ég verið óvimnufær. —• Hver var þín skólaganga og undirbúningur undir líf- ið? — Bamaskólalærdómur- imn var nú ekki mikill. Ég var nokkrar vikur í heirna- kennslu í Héðinsfirði og þegar ég fermdist var ég í bamafræðslu í Siglufirði hjá séra Bjama Þorsteinssyni. Það var öh mín bamaskóla- ganga. Seinna var ég 6 vik- ur á unghngaskóla eða lýð- skóla í Ólafsfirði. Mun Snorri Sigfússon hafia stofnað hann en Jón Bergsson var skóla- stjóri. Árið 1914 fór ég á námskeið til Akureyrar. Tók þá próf í skipstjórn og varð hæstur. Fékk 32 stig af 35 mögulegum. Þetta er nú öll mín skólaganga. Seinna ætl- aði ég í Stýrimiannaskólann, en af því varð ekki. Árið 1942 fékk Bjöm ,,Hið minna skipstjómarskírteini“ á fiSkisikip, er veitti réttindi til að vera skipstjóri á allt að 75 lesta skipi. — Þú ert þá búimi að hafa búsetu í Siglufirði í 65 ár. — Já. Árið 1916 flutti ég til Siglufjarðar og gifti mig um haustið. Koma mín, Ei- ríkssína Ásgrímsdóttir, var ættuð úr Fljótum eins og ég. Við vorurn systkinaböm. — Fyrst bjuggum við í húsi hjá Kristni Bjömssyni og víðar niðri á eyrinni, en 1948 fluttum við að Hverfisgötu 29 og þar hef ég átt heima síðan. Við eignuðumst 10 böm, en 9 em á lifi. Þá var manni ekki borgað fyrir barneignir, eins og nú. Nú Silungsveiði í Miklavatni. Björn skipstjóri, dóttir og dótturdóttir.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.