Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1939, Page 7

Freyr - 01.06.1939, Page 7
FRE YR 85 ar á Gilsbakka, lakari kind í eðli sínu og alls ekki líkur Erp, var notaður um skeið á Gilsbakka. Af 37 dætrum hans, sem til voru þegar veikin kom upp, eru nú 20 eft- ir lifandi. Svipuð reynsla fékkst á Skáney, þar sem ær undan einum hrút af Gottorpskyni hafa þoiað veikina tiltöluiega vel, en dæt- ur annars hrúts frá Gottorp drepist flest- ar. Hvað geta bændur, sem hafa fengið mæðiveikina í fé sitt, lært af reynslu und anfarinna ára? Fyrir þá ríður mest á að gera sér ljóst, hvort reynandi er að leggja kapp á að fjölga fénu aftur með miklu lambauppeldi, þar sem veikin hefir verið lengst, eða hvort þeir verða að bíða enn um skeið og snúa sér að öðrum viðfangsefnum, þar sem því verður við komið. Reynslan um afkomu unga fjárins á þessum bæjum í Reykholtsdal er að vísu of lítil og nær yfir of stutt tímabil til þess að öruggt sé að byggja mjög mikið á henni. Hún gefur þó mjög góðar vonir um, að vanhöldin verði ekki mikil af völdum mæði- veikinnar, á því fé, sem alið er upp eftir að veikin hefir verið í stofninum í 1*4 til 2 ár. Þegar önnur tvö meginatriði þessa máls eru líka athuguð, það hve ærnar eru víða orðnar fáar og gamlar, vegna f járdauð- ans og hins litla uppeldis síðustu árin, og að þorri þeirra bænda, sem mest hafa misst af fjárstofni sínum, geta alls ekki stundað arðvænlegan búskap, nema með sauðfjárrækt, og ríkisvaldið finnur sig nauðbeygt, að veita þeim aðstoð, meðan þetta neyðarástand helzt, til þess að geta haldist við á jörðum sínum, þá er freist- andi að byrja á að ala fjárstofninn upp aftur, strax og veruleg von er fengin um að það geti tekist. Á mörgum bæjum þar sem veikin hefir geysað í 2 ár, er nú ekki lifandi nema Vs hluti af þeirri ærtölu, sem var þegar veikin byrjaði þar, og þær flestar roskn- ar. Þótt þar sé hafist handa og öll gimbr- arlömb látin lifa, þá fjölgar fénu hægt fyrstu 2—8 árin, því að bæði eru fáar gimbrar til hvert árið og gömlu ærnar ganga ört úr sér. En einmitt þar, sem svona er ástatt, munar miklu, hvort byrj- að er aftur á lambauppeldi árinu fyrr en síðar. Gangi vel með uppeldi unga fjárins, þá er mikið unnið fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Þá fara bændurnir að geta rekið bú- skapinn aftur á sæmilega heilbrigðum grundvelli, og ríkið hætt að veita of fjár í styrki, sem í flestum þessum tilfellnm er eiginlega ekki annað en nokkurskonar at- vinnubótafé. Hitt er ekki síður mikils vert, ef hægt er að koma fénu upp aftur, áður en allt of miklum fjármunum er sökkt í ýms önnur vafasöm fyrirtæki, eins og t. d. mjólkurbú eða rjómabú, í þeim héruðum, þar sem vitað er að ekki er hejjpilegt að stunda nautgriparækt, nema rétt til heim- ilis nota, eða í loðdýrarækt í stórum stíl. Ég vil því eindregið leggja það til, að þeir bændur, sem hafa haft mæðiveikina í fé sínu, a. m. k. l1/^—2 ár, og farið er að draga mjög úr fjárdauða hjá, snúi sér að því, þegar á næsta hausti, að ala upp stofninn aftur. Þarf nauðsynlega að styrkja bændur til þess, a. m. k. þá sem fátækastir eru, því að bæði er enn sú áhætta, að eitthvað af þessu fé farist úr mæðiveikinni, og einnig hitt, að mörgum veitist erfitt að komast af án þessara fáu gimbralamba til innleggs. Á næsta ári fæst mikil viðbótar reynsla um þetta og verður þá hægt að gefa stað- betri leiðbeiningar og ráð, en við höfum ekki efni á að bíða lengur eftir þeirri

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.