Freyr - 01.06.1939, Síða 12
90
FRE YR
Notagildi búfjáráburðar,
verðmæti og geymsla.
Karsten Iversen, tilraunastjóri í Askov
á Jótlandi telur, eftir því sem tilraunir
hafa leitt í ljós, að notagildi búfjárá-
burðar, samanborið við tilbúinn ábúrð, sé
þannig, þegar notagildi tilbúna áburðar-
ins er sett 100:
Fyrir kartöflur ............. 80—100
Fyrir rófur ................. 60— 80
Fyrir vorkorn (bygg, hafra) .... 40— 50
Fyrir haustkorn (vetrarrúg, vetr-
arhveiti) ................... 10— 50
Hér er ekki með sá jarðargróður, sem
við ræktum mest af, — túngrösin — en
danskar tilraunir hafa greinilega sýnt,
að búfjáráburðurinn notast þá lang bezt
þegar hann er plægður niður í moldina,
strax þegar honum er ekið út, og að mik-
ið af notagildi hans tapast á stuttum tíma
— nokkrum klukkustundum — ef hann
liggur dreifður (eða í hlössum) ofan-
jarðar, eins og hann venjulega gerir hjá
okkur.
Það er því engum efa bundið, að það
er lakasta notkunin á búfjáráburðinum,
að hafa hann til yfirbreiðslu á tún, eink-
um ef dregið er lengi að herfa hann
niður, eftir að honum er ekið út og dreift.
Tilraunir Ræktunarfélags Norðurlands
hafa leitt það í Ijós. sbr. Frey 1938, nr.
3, að minnstu munaði, í 6 ára tilraun, að
þriðjungs skamtur af kúamykju, borinn
undir plógstrengi á grónu túni, gæfi jafn-
mikla eftirtekju, að meðaltali, eins og
heill skamtur af mykju breiddur á venju-
legan hátt á gróið tún.
Það mun vera almenn skoðun bænda
hér -— og svo hefir það líka verið annars-
staðar — að áburðargildi búfjáráburð-
arins væri mest í hinum fasta hiuta
hans, saurnum, en sannleikurinn er sá, að
meiri hlutinn af áburðargildinu er í þvag-
inu. I því er mestur hluti köfnunarefnis-
ins og kalísins og þar eru þessi efni í
auðleystum samböndum, sem notast jurt-
unum vel, en í saurnum eru þau torleyst,
og notagildið þessvegna minna þar. Við
geymzlu áburðarins eru þessi auðleystu
næringarefni þvagsins í mestri hættu að
þau tapist, áður en áburðurinn er borinn
á, og einnig eftir það, ef hann kemst ekki
strax niður- í moldina. En bezt geymast
þau ef þvaginu er safnað út af fyrir sig
og geymt í þéttum safnþróm, og þá má
ekki gleyma því, að þakið yfir þrónni
verður að vel þétt, því að köfnunarefnið,
sem verðmætast er, tapast einmitt mest
við uppgufun, verður að lofttegund, sem
rýkur upp.
Karsten Iversen hefir talist svo til, að
verðmæti köfnunarefnisins í þvagi húsdýr-
anna í Danmörku nemi árlega um 50 milj.
króna, en kalísins um 30 milj. króna, mið-
að við hvað það kostaði að kaupa þessi efni
í tilbúnum áburði.
Hér verður ekki farið út í að reikna
út, á líkum grundvelli, hvert verðmæti
er í þvaginu, sem hér tilfellst árlega og
hægt er að safna. En af þessu mega
bændur draga þá ályktun, að áburðurinn
—• og sízt þvagið — er ekki einskisverð-
ur hlutur, sem litlu máli skiftir, hvernig
hirt er um, eða hagnýttur fyrir jarðrækt-
ina, og að nokkuð er leggjandi í kostnað
við geymslu hans. Því er sjálfsagt fyrir þá
að fylgjast vel með því, sem tilraunir hafa
þegar sýnt, og munu síðar sýna betur,
hvernig á að geyma og hagnýta búfjár-
áburðinn, svo að notin verði sem mest. Og
bess má geta, að ársbvag eftir kúna er tal-
ið jafngilda einum sekk af salf'étri t;i
áburðar.