Freyr - 01.06.1939, Síða 16
94
FRE YR
leg' og aögengileg. Hvenær koma þau út? ÞaÖ er
skaði að láta slíkar bókmenntir liggja óprentaöar.
En þegar þær koina út, þá verður Eyjólfur talinn
meðal okkar merkustu fræðimanna. Mér er hann
ímynd hins bezta í íslenzkri bændastétt, bóndi
fyrst og fremst, vel menntaður og víðlesinn; frain-
faramaður í öllu og rótfastur í fortiðinni.
Ragnar Á ageiwson.
2. Bcendaförin.
1 framlialdi af grein um Minningarrit B. S. S.
og Eyjólf á Hvoli, fer vel á því, að geta um aðra
bók, er búnaðarsambandið gaf út á s.l. ári, en þaö
er Bændaförin 1938, eftir Ragnar Asgeirsson.
S.l. sumar, um þær mundir, sem B-S.S. minntist
30 ára starfsemi sinnar — og gaf út Minningar-
ritið — stofnaði það til „bændafarar“ til Norð-
urlands og hefir Ragnar Asgeirsson sagt nokkuð
frá þeirri för í 7 tölubl. Freys 1938, enda var
hann „söguritari“ fararinnar og fréttaritari Morg-
unbláðsins, sem birti daglega, meðan á ferðinni
stóð, skemmtilegar greinar R. A. um förina. •—
Einnig skrifaði Böðvar Magnússon á Laugarvatni
langan greinabálk um förina í Tímanum s.l. sum-
ar. En til þess, að menn gætu fengið „allt á einum
stað“, sem sambandið vildi láta geymast um för-
ina, var Ragnar Asgeirsson fenginn tii að skrifa
um hana heita bók, að dæmi Norðlendinga, er á
sínum tíma gáfu út bók um sína „bændaför“ tit
Suðurlandsins 1910. Þeir voru 24, og fóru menn
„einsamlir“, á hestum sínum, en í norðurförinni
voru 144 (að meðtöldum fararstjóra —■ Steingrími
búnaðarmálastjóra — og- söguritara) þar af 29
konur, svo að nærri lét að væri ein kona í hverri
„5 manna f jölskyldu“ og mun ekki að jafnaði þykja
fara vel á, að þær séu þar fleiri! Og nú voru
allir í bílum, óku þeir rösklega 1600 km. á 10 dög-
um, og skiluðu öllu heilu og höldnu.
„Bændaför“ Ragnars er 110 síður lesmál í sama
broti og „Búnaðarrit“, og yfir 40 myndir á glans-
pappír. Segir hann þarna skemmtilega frá ferða-
laginu, hvernig það gekk og hverjar viðtökur hóp-
urinn fékk hjá þeim, sem fyrir móttökunum stóðu,
en það voru vitanlega einkum búnaðarsamböndin,
sem í leiðinni urðu, allt frá Reykjanesi norður a
Langaues, og er um þetta í styztu máli að segja, að
hvervetna var bæði gaman og gott aö koma.
Prá búskaparháttum er minna sagt — og bú-
skaparbasl er ekki nefnt á nafn, en frásögnin öil
er lipur og létt, fjörug og fyndin, svo að þetta
verður reglulegur skennntilestur og ómissandi
„kver“ fyrir alla þá, er síðar leggja í „bænda-
för“, og þær munu nú komast injög ,.,í móð“ fyrst
um sinn, enda má nú svo að seg'ja fara gandreið
uin mikinn hluta landsins á fáum dögum, og
bændur og konur þeirra og dætur þarfnast þess,
að „létta sér upp“ frá önnum sveitalífsins.
i bókinni skiftist á óbundið mál og bundið, eins
og Ragnar sýndi í Frey í fyrra, og eins og' vera
ber í „Islendingasögum“. Og ég býzt við, að bæði
þiggjendur og veitendur, sem hlut áttu að bænda-
förinni geti bundið endurminningar sínar í sani-
bandi við hana í eftirfarandi niðurlagserindi úr
kvæði, sem Sunnlendingunum var flutt í Vatns-
dalnum:
„Gejrmist eins og góður draumur
gestaminning langa stund,
hlýr og andrænn undirstraumur
okkur ber af þessum fund“.
En til þess að „komandi kynslóðir“ geti á sinn
hátt orðið liluttákandi í „bændaförum“ mæðra
sinna og feðra, held ég að Ragnar Asgeirsson
verði að vera með „i förinni", meðan hans nýtur
við.
3. Ársrit Rœktunarfélags NorSurlands,
35. árg. 1938,
er nýlega komið út, og' flytur nú eins og áður
skýrslur um starfsemi félagsins og' um starfsemi
búnaðarsambandanna n'orðanlands. Mestur hluti
ristins er þó ritg'erð sú um „Belgjurtir“, eftir
framkvæmdarstjóra félagsins Ólaf Jónsson, sem
sagt var frá í síðasta blaði Frevs.
4. Búfrœð.ingurinn VI. árg. Arsrit „Hóla-
mannafélaags“ og „Hvanneyrings“ 193!).
Það má að vissu leyti segja um „Búfræðinginn“
að hann hafi hrakist á milli manna fram að þessu.
eins og áður hefir verið getið um í Frey. En einn
góðan „aðstandanda“ hefir hann þó átt frá upp-
hafi: Guðmund Jónsson, kennara, á Hvanneyri,
og fyrir hans atbeina mun það vera að nú er „Bú-
fræðingurinn“ kominn í rétta höfn, þareð nem-
endafélög bændaskólanna hafa nú tekið höndutn
saman um útgáfuna, og einmitt á þann hátt, er
búast má við að verði ritinu til mestrar eflingar,
þ. e. a. s. að félögin skifta samstarfinu þannig,
að sjá um útgáfuna sitt árið hvort. Með því er
vakinn metnaður og kapp milli félaganna að gera
ritið sem bezt úr garði. Fram að ])essu hefir Bú-
fræðingurinn verið gefinn út frá Hvanneyri og er
því að vonum að nú eru það „Hólamenn“, sem