Mjölnir - 09.12.1938, Blaðsíða 3

Mjölnir - 09.12.1938, Blaðsíða 3
M J O L N I R 3 Áframhaldandi sam- vinna í bæjarstjórn. Frh. af 1. síðu. menn Alþfl. mjög stérkir ag stór hluti Jafnaðarmannafélagsins var með að stofna Sósíalistafélag Siglufjarðar. Meðal þeirra voru bæjarfulltrúarnir Jón Jóhannsson, form. Verkamannafél. Þróttur og Arnþór Jóhannsson, sem tekið hafði sæti i bæjarstjórninni sem aðal maður, vegna brottflutnings Jóh. Guðmundssonar. Sá hluti Jafnaðar- mannafélagsins, sem fylgdi hægri mönnum að málum, krafðist þess að Jón og Arnþór segðu af sér í bæjarstjórn og eftirlétu varamönn- um Alþfl. sætin. Krafa þessi átti ekki stoð í lögum. Kosinn bæjar- fulltrúi hefir rétt til sætisins áfram þó hann fari úr þeim stjórnmála- flokki, sem hann var i, þegar kosn- ingarnar fóru fram. Jón og Arnþór buðu að skjóta þessu máli undir úrskurð allra verkalýðsfélaganna í bænum, jafnt þess félags, sem ekki hafði stutt listann, sem hinna. — Sömuleiðis undir allsherjaratkvæða- greiðslu í Jafnaðarmannafélaginu, og einnig undir úrskurð al- menns verkalýðsfundar, sem boð- aður yrði af þeim aðiljum, sem stóðu að kosningu listans. Ollu þessu var neitað. AlþýðufL- mönnum var þá boðið annað sæt- ið, þvi var sömuleiðis neitað. Uér var úr vöndu að ráða. Norðfjarðar- dæmið var öllum sósíalistum i því máli er þegar fallinn, ogdóm- ur íslenzku alþýðunnar í samein- ingarmálinu fellur innan skamms, báðir munu þeir falla ásömuleið: Þeir sem börðust gegn sameiningunni, það eru liðhlauparnir. Alþýðan tekur nú höndum sam- an i Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum, og myndar sér með honum nýjan og sterkari for- ustuflokk, á lýðræðislegum fjölda- grundvelli, til þess að berjast fyrir velferðar og áhugamálum sínum, bættum atvinnu- og menningar- skilyrðum, auknu lýðræði, frelsi og jafnrétti innan þjóðfélagsins og sigri sósíalismans í landinu. fersku minni. Átti sami leikurinn að endurtaka sig hér. Hægri menn lýstu því yfir, að þeir myndu jafnvel reyna að knýja fram nýjar kosn- ingar, sem þeir þó viðurkenndu að gætu þýtt það, að afturhaldíð í bænum kæmist i meirihluta. Eitt voru allir sammála um, að enginn einn flokkur myndi fá hreinan meirihluta. Það þýddi, að með nýj- um kosningum fékkst engin lausn málsins til hagsbóta fyrir alþýðuna í bænum, heldur hið gagnstæða. Við sósíalistar vissuni, að við myndum verða langt um sterkari í kosningunum en Alþýðufl. og það var ekki af ótta við styrkleika hægri mannanna, sem við vildum' forðast það, er við álitum óþarfar ojf beinlínis hættulegar kosningar, heldur eingöngu vegna þeirrar ábyrgðar, er á okkur hvildi, sem aðila að málefnasamningnum. Eftir að fulltrúar frá Alþýðufl.- höfðu neitað að ræða þessi mál frek- ar við nefnd frá Alþýðuflokksfélag- inu, var gengið inn á kröfu Al- þýðufl. þannig, að varamenn þeirra skyldu taka sæti Jóns og Arnþórs. Var gerður skriflegur samningur milli Alþýðuflokksfélags Siglufjarð- ar og Sósíalistafélags Siglufjarðar, um aframhaldandi samvinnu í bæj- armálum, þar sem báðir aðilar skuldbundu sig til að vinna að framgangi málefnasamningsins frá því í fyrra. Auk þessa voru önnur atriði sett inn i þennan samning, sem nauðsynlegt var að ganga frá, svo að ekki gæti orðið sund- urþykkja um Þau síðar og samn- ingurinn á ný farið út um þúfur. Samning þennan samþykkti Sósíal- istafélagið með öllum atkvæðum, á framhaldsfundi sínum sama dag. Það má segja, að báðir aðilar hafi mátt vel við una. Alþýðufl.- menn fengu fulltrúasætin í bæjar- stjórn, en við sósíalistar gátum tryggt um leið, eftir því sem best verður séð, framkvæmd málefna- samningsins, sem við töldum aðal atríðið og sýndum í verki, að við vildum standa við þau loforð, sem við höfðum gefið kjósendum okkar. G. J. Leiðrétting. Að gefnu tilefni er hér birtur hausin á lista þeim sem Pétur Baldvinsson skrifaði undir samkv. eigin ósk: »Við undirritaðir lýsum hér með yfir að við erum fylgjandi því að stofnaður verði hér Sósía- listaflokkur á grundvelli tillagna »Jafnaðarmannafélags Reykjavík- ur« um sameiningu verkalýðs- flokkanna — deild úr Samein- ingarflokki alþýðu. — Um leið og við lýsum yfir að við ger- umst stofnendur flokksins, ósk- um við eftir að verða boðuð á stofnfund hans«. Listsýning. Góðir Siglfirðingar! Hér fer í hönd sýningá verkum frú Þúrdísar Egilsdóttur, sem er ef- laust sú frumlegasta íslensk kona í sinni Iist. Þessar tvær myndir eru gjörðar að öllu leiti eftirhenn- ar hugviti, hefir hún unnið band- ið og litað úr íslenskum jurtum. Myndirnar sýna: önnur íslenskan bóndabæ og alla útivinnu, en hin íslenska baðstofu og fólk við vinnu sína. Þessa sýningu ættu allir að sjá, sem unna íslenskri list. Siglufirði, 8. desember 1938. Soffía Hjaltalín Samkvœmis- kjólatau eru væntanleg með Goðafossi. Verzl. Halld. 3ónass. B-deild Allt best og ödýrast í JÓLABAKS TURINN. Jón Jóhannsson. G E I S L I N N

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.