Mjölnir


Mjölnir - 15.12.1939, Blaðsíða 3

Mjölnir - 15.12.1939, Blaðsíða 3
M J O L N í R 3 Ósannindi hrakin. Á borgarafundinum s.l. mánu- dag staðhæfði Þormóður Eyjólfs- son, að Áki Jakobsson bæjarstjóri vanrækti störf sín og því til sönn- unar sagði Þ. E. að bæjarstjóri hefði >lagt til hliðar í heilan mán- uð» bréf H.f. Skeiðsfoss með til- kynningunni um að félagið myndi ekki virkja Fljótaá. En eins og séð verður á eftirfarandi bókun, var bréf þetta tekið fyrir á fundi allsherjarnefndar 2. nóv., en er skrifað í Kaupmannahöfn 14. okt., m. ö. o. bréfið er tekið fyrir í alls- herjarnefnd strax og það barst bæjarstjóra. Menn veiti því eftir- tekt, að Þorm. Eyjólfsson er á þess- um fundi og er á fundi bæjar- stjórnar 6. nóv. þegar fundargerð allsherjarnefndar .er samþykkt, svo ósannindi Þ. E. eru því vísvitandi og honum þvi til meiri svívirðu. ÚTSKRIFT úr fundargerðarbók Allsherjarnefnd- ar Siglufjarðarkaupstaðar. r Árið 1939 þann 2. nóvember hélt Allsherjarnefnd fund í bæjar- þingstofunni. Fyrirtekið: Bréf h.f. Skeiðsfoss dags. 14. okt. þar sem spurt er um hvort bærinn muni nota réít sinn samkvæmt samningum við félagið til að yfir- taka rafstöðina. Og tilkynni að þeir muni ekki virkja Skeiðsfoss að svo stöddu. Svohlj. tillaga kom fram: »Nefndin samþykkir að fara >þess á leit við h.f. Skeiðfoss Nýtt hús til sölu. Húsið Kirkjuhvoll er tii sölu nú þegar. Þeir sem vilja kynna sér söluskilmála og áhvílandi lán snúi sér til Friðþjófs Árnasonar, Kirkjuhvoli. 14. desember 1939. Fríðþ|ófiir Árnason. Munið að panta gosdrykki til jólanna tímanlega. Hina vinsælu ávaxtadrykki VALASH og GRAPEFRUIT má ekki vanta á jólaborðið. Efnagerð Siglufjarðar h.f. Gólí- dregill. Versl. Gests FanndaB »að það sendi fulltrúa til að »ræða við bæjarstjórn um raf- »veitumálið«. Tillagan samþykkt með sam- hljóða atkvæðum. Þ. E. biður bókað að hann hafi ekki greitt atkvæði. Uppl. staðfest. Fundi slitið. Áki Jakobsson (sign). Guðm. Sig. (sign.) Þ. Guðm. (sign.) Kr. Sigurðsson (sign.) Þormóður Eyólfsson (sign.) Réttan útdrátt staðfestir, eftir nákvæman samanburð. Skrifstofu Siglufjarðar 13. des. 1939. f. h. bæjarfógetans Siglufirði Hjörl. Magnússon. Gjald: Staðf. kr. 1.45 Stg. — 0.65 — 2.05 Tvær kr. 5/100 Ti! minnis fyrir sósíaiista. Greiddu skilvíslega flokks- gjaldið. Sæktu alla félagsfundi. Gerðu fljótt og samvizku- samlega það, sem félagið felur þér. Lestu með gaumgæfni flokksblöðin. Mundu að rækja skyldur þínar í verkalýðsfélagi því, sem þú ert meðlimur í, og vera þar öðrum til fyrir- myndar. Legðu kapp á að auka þekkingu þína á stjórn- málum. Gylli og hreinsa upphlutssilfur og fleira fyr- ir jólin. Munið að koma mununum sem allra fyrst. Aðalbjörn gullsmiður. Frakkaskildir og annað, sem þarf að áletra, þarf að panta sem fyrsf.' Aðalbjörn Pétursson.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.