Mjölnir


Mjölnir - 15.12.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 15.12.1939, Blaðsíða 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG 2. árg. 1 Siglufirði, föstudaginn 15. des. 1939. I »Ósamboðið virðingu Alþingis«. Fyrir skömmu gáfu þingmenn hinna svonefndu »ábyrgu« flokka út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem þeir töldu það »ósamboðið virðingu Alþingis«, að fulltrúar Sósíalistaflokksins ættu þar sæti. Bæri þar sérstaklega til afstöðu þeirra til erlendra stjórnmála og einkum það, að þeir hefðu ekki lýst yfir fyigi'sínu og samúð með finnsku stjórninni og ekki fordæmt aðfarir Sovjetríkjanna. Mörgum hefir þótt þessi nýja siðferðilega upphafning þjóðstjórn- arinnar dálitið skringileg. Menn muna ekki til þess, að þessir nýju vandlætingarpostular um sambúð þjóðanna, hafi æmt né skræmt, þegar fasistaríkin sviptu t. d. Albaníu, Tjekkoslóvíku og Austur- riki sjálfstæði sínu — eða þegar tvö fasistisk herveldi hófu árásar- stríð á spænska lýðveldið — eitt aðal viðskiptaland okkar. Um þann atburð skrifuðu jafnvel blöð eins aðal stjórnmálaflokksins meðfögn- uði og sigurvímu. Þess er ekki getið, að hið háa Alþingi hafi gert um það nokkra samþykkt, að það samrýmdist ekki virðingu þess, að fulltrúar slíks flokks sætú þar. — En þegar ríki verkalýðsins á í höggi við hið hálf-fasistiska Finn- land — þá er eins þg siðferðis- vitund þessara fínu herra ranki við sér. Þeir bólgna af siðferðilegri vandlætingu — og hjörtun þenjast í allt-um-spennandi samúð með finnsku þjóðinni. Sumirhalda.reynd- ar að samúðin nái ekki lengra en til Mannerheims og finnsku trjá- viðarkonganna. En reynslan mun sanna það. Einstaka menn eru að vona, að hér sé um að ræða byrjun að sið- ferðilegri endurfæðingu, — þessir menn, sem í yfirlýsingu sinni tala í nafni hins »eilífa réttlætis« séu innblásnir af anda vandlætingar- fullrar réttlætiskenndar, semkrefjist nú útrásar — kannske líka i inn- lendurn málum. — Ó, hversu fagn- aðar- og heillarík væri ekki slík siðferðileg endurfæðing. Menn höfðu reyndar talið flesta þessa herra heldur kaldrifjaða fjárplógsmenn. En hvað um það, siðgæðisvitund þeirra hefir nú ef til vill vaknað, við erlenda atburði, — þó að þeir hafi máske ekki verið það fyrir- bærið.sem mesta ástæðu gaf til vand- lætingar, skítt með það! ognú kemur röðin næst að okkar eigin íslenzku málum. Sumir eru að vona, að næst munu þjóðstjórnarþingmenn- irnir lýsa því yfir í krafti hinnar siðferðilegu endurfæðingar »aðþað sé ósamboðið virðingu alþingis«, að þar sitji menn, sem svikið hafi kosningaloforð sín og yfirlýstan vilja kjósenda. —Það geti ekki sam- rýmst heiðri þessarrar fornhelgu samkundu, að þar sitji menn, sem lofuðu að berjast gegn íhaldinu,- en hafi nú myndað stjórn með því, og viðhaldið Iíveldúlfssukkinu, komið á vinnulöggjöf, lækkað gengið, lögfest kauplækkun, aukið dýrtíðina, hindrað aukna atvinr.u, skorið niður fé til opinberra fram- kvæmda, hækkað tollana og kom- ið á ríkislögreglu — og þetta allt þvert ofan í þau loforð, sem þeir hafa hátíðlega gefið kjósendum sinum. Það sést ekki örla á þessum yfir- lýsingum ennþá. — Máske kemst líka þetta »siðferðilega afturhvarf« aldrei á það stig, að það nái til heimalandsins. Kannske verður 25. tbl. WMIffiT?l"HTiWiyili— bjartsýni þeirra, er það vona, sér til skammar. — Og víst er um það, að sú skoðun verður nú æ almennari, að þessi siðferðilega vandlæting — og útblásna samúð sé aðeins auglýsingaspjald, til að draga athygli fólks frá gerðum þessa »siðavöndu« þingmanna á Alþingi—ogsvo auðvitað þægilegar umbúðir fyrir árásir þessarra háu þjóðstjórnarherra á Sósíalistaflokk- inn. En hann hefir gerzt svo djarfuráð »misbjóða heiðri« Alþing- is með því, að gagnrýna ráðstaf- anir þjóðstjórnarinnar og bera þar fram hagsmunamál fólksins. Kauptaxti nöta- og netabætingamanna- deiidar verkamannafélagsins »Þróttur« á tímabiiinu 1. nóv. 1939 tii 1. maí 1940. 1. Innivinna við nótabætingu kr. 1.15 á tímann. 2. Kaup verkstjóra skal vera 15 aurum hærra á tímann. 3. Fyrir að fella síldarnet kr. 10.00 á hvert net. 4. Fyrir að bæta sildarnet kr. 10.00 á hvert net. 5. Fyrir að hreinsa netateina kr. 1.50 á hvert net. 6. Eftirvinna við nótabætingar kr. 1.60 á tímann. 7. Við alla vinnu leggur eigandi til garn og annað efni. 8. Um kaffitíma, eftirvinnu og önnur skilyrði gildir sama og í kauptaxta Þróttar. Þannig samþykkt á fundi félags- ins 25. okt. 1939. Þorgeir Bjarnason 3ön Benediktsson 3ón lóhannsson.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.