Mjölnir


Mjölnir - 21.10.1941, Blaðsíða 3

Mjölnir - 21.10.1941, Blaðsíða 3
M J Ö L N I R 3 Guðmundur Hafliðason, hafnarvörður, látinn' Nýlega lézt hér á Sjúkrahúsinu Guðmundur Hafliðason hafnarvörð- ur eftir langa legu. Guðmundur var fæddur 7. maí 1889 hér á Siglufirði og var sonur hjónanna Hafliða Guðmundssonar hreppstjóra og Sigríðar Pálsdóttur. Ólst hann upp hjá foreldrum sín- um og hefur alið hér allan sinn aldur. Eftir fermingu gerðist hann verzlunarmaður hjá Gránufélags- verzluninni hér og starfaði að þvi um hríð. Veturinn 1910 fór hann á verzlunarskóla og er hann hafði útskrifazt þaðan 1912, gerðist hann verzlunarstjóri í verzlun Snorra Jónssonar og var það um þriggja ára skeið. 1917 varð hann hrepp- stjóri eftir föður sinn og gegndi því starfi til 1919, er Guðmundur Hannesson varð hér bæjarfógeti eftir að Siglufjörður hafði fengið kaupstaðarréttindi. Varð hann síð- an hafnarvörður hjá bænum og gegndi því starfi síðan. Hann var og varafulltrúi í bæjarstjórn um margra ára skeið. Árið 1912 kvæntist Guðmundur heitinn eftir- lifandi konu sinni Theodóru Páls- dóttur Árdals og áttu þau saman 5 börn, sem öll eru á lífi og upp- komin, auk þess tóku þau einn dreng til fósturs og ólu hann upp. Guðmundur heitinn hafði fyrir mörg- um árum kennt sér þess meins, er dró hann til dauða, en það var fyrst síðustu tvö árin, að sjúk- dómurinn færðist verulega í auk- ana og má heita, að hann lægí rúmfastur mest allan þann tíma. Með Guðmundi heitnum er til moldar borinn góður drengur og vill blaðið votta vandamönnum hans öllum og vinum samúð sina og hluttekningu. Berklavarnardagurinn í sambandi við berklavarnar- daginn, þann 5. október sl., kom fram tillaga frá Ólafi Geirssyni, lækni í Rvík, varðandi fjárframlög til hins fyrirhugaða vinnuheimilis berklasjúklinga. Leggur læknirinn til, að fjásöfnun þessari verði nú í haust hrundið svo langt áleiðis, að heimilið geti risið upp hið allra fyrsta, en með merkja- og blaða- sölu L. I. B. S. einni saman mundi slíkt dragast um ófyrirsjáanlegan tíma, en allra framkvæmda í þessu máli þegar fyrir löngu brýn þörf. Hann leggur til, að landsmenn gefi í vinnuheimiliesjóðinn, sem svarar tii eins dags tekjum þeirra. Síðan þessi tillaga kom fram hafa á þennan hátt safnazt þús- undir króna og með söfnuninni 5. okt. mun upphæðin vera orðin milli 45—50 þús. kr. 5. okt. sl. söfnuðust hér kr. 625 Bæjarbúar ættu að taka vel til- lögu Ólafs Geirssonar, læknis og koma framlögum sinum í Bóka- verzl. Hannesar Jónassonar og Bókaverzl. Lárusar Blöndals. Yfirlýsing. Að gefnu tilefni lýsum við undirritaðir því yfir, að við greiddum atkvæði i bæjarstjórn með herra Daníel Daníelssyni, sem sjúkrahúslækni. Okkur er með öllu óskiljanleg sú fram- 'koma meirihluta bæjarstjórnar að víkja honum frá sjúkrahús- inu, þar sem vitað er og viður- kennt af öllum bæjarfulltrúun- um, að Daníel nýtur almenns trausts og vinsælda hér í bæn- um. Við erum sannfærðir um, að þetta mjög svo einkennilega athæfi meirihluta bæjarstjórnar, er ekki í samræmi við vilja meirihluta bæjarbúa. Þ. Guðmundsson G. Jóhannsson Þróttar-félagar! Félagsgjöldum erveitt móttaka á félagsskrifstofunni. Þeir, sem eiga ógreidd gjöld, mega bú- ast við að verða sviftir vinnu- réttindum. | Guðrún Pálsdóttir | frá Kambi 27. okt. s.l. lézt hér að heimili sínu Guðrún Pálsdóttir frá Kambi, kona Ásgríms Þorsteinssonar skipstjóra. Guðrún heitin var komin yfir áttrætt og var hún fædd á Siglu- nesi og hafði átt heima hér Siglu- firði s.l. 60 ár. Guðrún heitin var mesta dugn- aðar- og eljukona og hið bezta látin af öllum. 7. nóvember Eins og að undanförnu mun Sósíalistafélag Siglufjarðar minnast afmælis rússnesku verkalýðsbylt- ingarinnar. 7. nóv. n. k. efnir fé- lagið til kvöldskemmtunar, sem verður auglýst nánar síðar. Vill blaðið hér með skora á alla að fjölmenna á skemmtunina og sýna þannig samúð sína þeim þjóðum, er nú berjast í fylkingar- brjósti mannkynsins gegn grimmd og villimennsku fasismans. Til félaga í Sósíalistafélaginu. Þeir félagar, sem enn eiga ó- greidd gjöld sín til félagsins eru áminntir um að gera það hið fyrsta. Veturinn eru nú að hefjast og þá jafnframt regluleg fundarstörf í fé- laginu. Og vill blaðið skora á alla félagsmenn að sækja vel fundi og taka yfirleitt sem mestan þátt í því starfi, sem nú er framundan, því að oft var þörf að vel væri starfað, en nú er nauðsyn. Takið eftir. Allir þeir, sem enn skulda áskriftagjöld fyrir Þjóðviljann, eru beðnir að greiða þau nú þegar, því að nú fer fram loka uppgjör fyrir blaðið. Útsölumaður blaðsins tekur við áskriftagjöldunum. Kaupið, lesið og út- breiðið Nýtt dagblað Sigluf j arðarprentsmiðj a. Gjaldkeri.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.