Ísfirðingur - 02.10.1990, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 02.10.1990, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR Ályktanir kjördæmisþingsins Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á kjördæmisþingi framsóknarmanna að Núpi 8.-9. september Atvinnumál Kjördæmisþingið vekur athygli á þeirri breytingu sem er að verða í helstu viðskiptalöndum okkar í vestur og austur Evrópu. Sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins eftir örfá ár mun hafa gífurleg áhrif á stöðu og möguleika okkar á nær öllum sviðum atvinnulífsins í framtíð- inni. Því er nauðsynlegt að unnið verði að því að þessi breyting leiði til jákvæðrar þróunar hér á landi og gæta verður hagsmuna allra landsmanna í því efni. Sjávarútvegsmál Þingið minnir á að tilvera vestfirskra byggða byggist að mestu á sjávarútvegi. Nauðsynlegt er að ítreka, að tillit verður að taka til þessarar „stóriðju Vest- firðinga" og mikilvægi hennar í atvinnulífi þeirra, meðan unnið er að upp- bygging stóriðju í öðrum og betur settum kjördæm- um landsins. Veiðitakmarkanir hafa bitnað harðar á vest- firskum einstaklingum og fyrirtækjum, vegna þess hve stóran hlut sjávarút- vegur skipar í atvinnulífi Vestfirðinga. Ætlast verður til þess að hlutdeild Vestfirðinga í sjávarafla verði aukinn, enda fárra kosta völ á upp- byggingu í öðrum atvinnu- greinum. Til að tryggja frekari framtíð þessara byggða verða stjórnvöld að láta rannsaka fiskistofna við ísland, lífríki þeirra, upp- vöxt og afdrif, með það fyrir augum að stækka fiskistofnana. Nauðsynlegt er að hrað- að verði mótun nýrrar fisk- vinnslustefnu eins og kveð- ur á um í stjórnarsáttmála. Slík stefna þarf að taka mið hagsmunum fjöldans þann- ig að einstakar starfs-stéttir fái ekki knúið fram hags- munamál sín á kostnað annarra. Stjórnun á útflutningi ís- varins fisks verður að halda áfram af meiri ákveðni en Formaður Kjördæmissambandsins ásamt sjávarútvegsráðherra. nú er og að allir sitji við sama borð í þeim efnum. Þróun í fullvirinslu sjávarfangs og markaðs- setning þeirra afurða bygg- ist á því að íslenskar úr- vinnslugreinar búi við sömu skilyrði og eru í samkeppnislöndunum. Ferðamál Þingið fagnar þeirri um- ræðu sem hefur verið um ferðamál á Vestfjörðum að undanförnu og auknum áhuga sveitarstjómar- manna á þessari atvinnu- grein. Þingið lýsir yfir stuðningi við ályktun Fjórðungs- sambands Vestfirðinga um stuðning við ferðamái á næstu árum. Sérstaka áherslu ber að leggja á ahnenningssam- göngur og tengingu byggðahluta innan Vest- fjarða. Jöfnun orkuverðs og símgjalda Kjördæmisþingið leggur til að Framsóknarflokkur- inn taki upp einarða bar- áttu fyrir fullum jöfnuði orkuverðs og símgjalda. Þingið bendir á nauðsyn þess til að halda jafnvægi í byggð landsins. Iðnaðarmál Þingið bendir á að iðnað- ur á Vestfjörðum hefur um árabil takmarkast við frumþörf undirstöðuat- vinnugreinanna, þ.e. dag- legt viðhald og endurbæt- ur. Nauðsynlegt er að styrkja slíka þjónustu þannig að hún geti verið sem mest í heimabyggð. Jafnframt ber að leggja áherslu á nýsköpun í iðnaði á Vestfjörðum, sérstaklega sem tengist verkefnum á sviði sjávarútvegs. Forkönnun á flugvallarstæði Þingið leggur áherslu á að hraðað verði forkönnun á flugvallarstæði á Sveins- eyrarodda í Dýrafirði. Flugvöllur sem gæti verið útflutningsvöllur fyrir fiskafurðir frá Vestfjörðum er brýn nauðsyn. Á slíkum flugvelli væri hægt að lenda allan sólar- hringinn og skapa með því móti meira öryggi í far- þegaflugi. Hrefnuveiðar Þingið skorar á stjórn- völd að leyfa á ný hrefnu- veiðar við strendur landsins, þar sem nú er vís- indalega sannað að stofn- inn þolir veiði á að minnsta kosti 200-300 dýrum á ári. Þingið bendir á nauðsyn þess að endurreisa þesssa atvinnugrein í fjórðung- num, og skorar á sjávarút- vegsráðherra að vinna að málinu þannig, að veiðarn- ar hefjist eigi síðar en 1991. Landbúnaðarmál Þingið telur að samdrátt- ur í framleiðsiu sauðfjár- afurða á Vestfjörðum megi ekki verði meiri en orðinn er og að heildar fram- leiðsluréttur bænda á mjólk á Vestfjörðum verði eigi minni en daglegar þarf- ir markaðar eru á svæðinu. Þingið skorar á stjórnvöld að standa fast gegn öllum hugmyndum um innflutn- ing á landbúnaðarvörum sem framleiddar eru hér á landi. Verslunarmál Þingið telur að þjóðinni beri að hlúa að verslun á landsbyggðinni. Það er byggðum landsins nauð- synlegt að verslun og þjón- usta sé góð og fái að starfa á jafnréttisgrundvelli. ¦ Mismunur á vöruverði í dreifbýlisverslun og á höfuðborgarsvæðinu er fyrst og fremst vegna flutn- ingsgjalda svo og hversu verslunareiningar eru smáar. Vinna verður sam- eiginlega að jafna flutn- ingskostnað, svo og að stækka verslunareiningar og auka samvinnu á öllum sviðum viðskiptalífs. í því sambandi má nefna nauð- syn þess að út- og innflutn- ingsverslun sé í höndum heimaaðila. Samgöngumál Kjördæmisþingið fagnar þeim áföngum sem ríkis- stjórn Steingríms - Her- mannssonar hefur náð í samgöngumálum Vestfirð- inga, má þar nefna Breiða- fjarðarferju sem tekin var í notkun á árinu, smíði brúar yfir Dýrafjörð og upphaf jarðganga undir Breiðadals- og Botnsheiði. Lýsir þingið yfir fullum stuðningi við þessar fram- kvæmdir og hvetur til þess að þeim verði hraðað enn frekar. Ennfremur bendir þingið á nauðsyn þess að samgöngur á landi milli norður og suðurhluta Vest- fjarða verði greiðar allt árið. Þingið ítrekar nauðsyn þjónustu Flugfélagsins Ernis fyrir farþega, póst og ekki síst sjúkraflug og telur að styrkja eigi starfsemi þess með öllum ráðum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.