Akranes - 01.08.1942, Qupperneq 5

Akranes - 01.08.1942, Qupperneq 5
AKRANES 5 í háttum öllum og drukku m. a. all- mikið. Þessi niðursuða Ritchie hér og á Hvítárvöllum, mun hafa verið sú fyrsta á landi hér. Fyrir löngu hafði verið leyft að sigla á Krossvík. En af því að höfnin þótti óróleg, en betri og tryggari á sundinu, var einmitt löggiltur verzl- unarstaður við Lambhúsasund. Um það varð mikið þref og málalengingar á þingi 1863, enda hafði löggildingu verið neitað áður, en nú var hún sam- þykkt. Ekki verður því neitað að verzlunin hafði margvísleg og gagngerð áhrif á Akranes og kom fljótt í ljós, var þar lausakaupmannaverzlun á hverju ári. Verður nánar greint frá því, í öðrum þætti um verzlunina fyrr og síðar. Um 1870 eru skipin orðin 78; fjölg- ar fólkinu enn og er um það leyti 346. Þá fjölgar og duglegum formönnum og sjómönnum yfirleitt, sýndu þeir vaxandi dugnað og keppni um sjó- sókn, róðarfjölda og hlutarhæð. Nú er og farið að hirða og nýta aflann betur en áður, er t. d. farið að salta ýsu til verzlunar og skötu til matar. Enn fjölgar íbúunum og eru 1879, 458. Ekki hafði skipunum fjölgað og voru nú 71 talsins. Um nokkur und- anfarin ár hafði verið fiskileysi, og sá fljótt og margvíslega á og það veru- lega. Veturinn 1877—78 þáðu 75 hús- ráðendur af 100 sem þá voru hér, gjafir af samskotafé úr öðrum héruð- um samtals að upphæð kr. 1570. Þar sem því að eins 25 búendur þurftu ekki eða létu sig ekki þurfa slíka hjálp, má nærri geta að á þá lagðist mikill þungi út ^f þessu eymdar ástandi. En þó þótti sumum sárast af öllu að þiggja þetta fé, eða hið svo nefnda gjafakorn. Þetta er aðeins ein, en átakanleg sönnun þess, hve heimskulegt það er að byggja allar sínar vonir, líf og afkomu á einhæf- um atvinnurekstri, ef annað er mögu- legt. Höfum vér jafnvel sem nú lifum hér, nærtæk dæmi um margra ára aflaleysi á Akranesi, og hefði aum- ingjaskapurinn orðið hér enn meiri en nokkurn tíma varð á þessum árum, ef hin stórfelda ræktun hefði ekki ver- ið farin að bera ríkulega ávexti í aukinni mjólk og afurðum fénaðarins. Árið 1873 byrjaði hér fastaverzlun Þorsteinn kaupmaður Guðmundsson (hann var afi Péturs og Maríu Maack í Rvík). Þorsteinn var fyrsti maður hér, sem gerði út dekkbát, líklega um 1876. Þorsteinn í Þórshamri hefir sagt mér að á þeim bát hafi faðir sinn verið háseti um tíma og haft heim með sér mikið af heilagfiski, sem var mikið búsílag. Ekki heppnaðist Þor- steini þetta vel og missti hann bátinn skömmu síðar. Frh. Leiðrétting: I vísum Hallbjarnar Oddssonar í síðasta blaði, hefir misritast: 1 þriðju ljóðlínu, 1. vísu, aftur- hald, á að vera afturhalds. — 1 ann- ari ljóðlínu 2. vísu: hörð, á að vera hröð. Frá bæjarstjórninni Bæjarstjórnin hefir fram til þessa haldið 11 fundi. Blaðið hefir getið sérstaklega um sum þeirra mála, sem bæjarstjórnin hefir látið til sín taka, en enn er blaðið ekki nægilega stórt til þess að gera þeim öllum þau skil, sem skyldi. — Til þess að ráða að nokkru bót á þessu mun blaðið fram- vegis skýra stuttlega frá því, sem gerist á bæjarstjómarfundum. Að þessu sinni verður gefið stutt yfirlit yfir helstu málip, sem rædd hafa verið í bæjarstjórninni til þessa. Á fyrsta bæjarstjórnarfundinum flutti forseti bæjarstjórnarinnar ávarp, sem rúmsins vegna verður ekki prentað hér. Þar sagði hann m. a.: ,,Ég vona að vér tökum á verk- efnunum með festu og einbeitni, en þó fyrst og síðast með skilningi og velvilja“. Blaðið vill taka undir þetta og vonar, að bæjarfulltrúar vinni í þeim anda að setja skilning á bæjar- málum og velvilja til bæjarins og bæjarbúa ofar flokkslegum hagsmun- um. Bæjarstjórnarfundur 26. jan. Á fundí þessum var kjörinn forseti bæjarstjórnarinnar og varaforseti, ritari og vararitari, auk þess sem ýms- ar nefndir voru þá kosnar. Þá var sam- þykkt að auglýsa bæjarstjórastöðuna til umsóknar, en Ólafi B. Björns- syni falið að fara með störf bæjar- stjóra þar til hann væri kosinn. Bæjarstjórnarfundur 1. febrúar. Á fundi þessum var rætt um fjár- skifti Akraneskaupstaðar og sýslu- sjóðs Bargarfjarðarsýslu. Samkomu- lag hafði náðst um flest atriði. Frá máli þessu verður skýrt í blaðinu þegar því verður endanlega til lykta leitt. Bæjarstjórnarfundur 13. febr. Á fundi þessum voru kosnar flestar fastanefndir. — Tillögur komu fram um ýms mál, og var þeim vísað öll- um til nefnda. Af tillögum þeim, sem fram komu má nefna. Athugun á stað fyrir sumarbústaði í Garðalandi, staði fyrir gagnfræðaskóla og hús- mæðraskóla, stofnun gagnfræðaskóla, till. um að leita álits vitamálastjóra um uppfyllingu og bátabryggju á klettunum framan við Síldarverk- smiðjuna, till. um kaup á veghefli, grjótmulningsvél o. fl. Bæjarstjómarfundur 1. marz. Rætt var um frumvarp að fisk- veiðasamþ. fyrir Akraneskaupstað. 2. marz var haldinn almennur héraðs- fundur um málið. Bæjarstjómarfundur 10. marz. Á fundi þessum var bæjarstjórinn kosinn. Þá fór fram fyrsta umræða um fjárhagsáætlun bæjarins. Á fund- inum komu fram ýmsar tillögur um fjárhagsáætlunina, sem síðar voru afgreiddar í sambandi við hana. Bæjarstjómarfundur 21. marz. Á fundi þessum fór fram síðari umræða um fjárhagsáætlunina og endanlega gengið frá henni. 1 1. tbl. blaðsins var gerð grein fyrir þessu máli. — Á fundi þessum lagði Þór- hallur Sæmundsson fram frumvarp um skipabyggingarsjóð Akraness. Jón Sigmundsson og Sveinbjörn Oddson báru fram tillögur um ráðstöfun á stríðsgróðaskatti fyrir árið 1941. — öllum þessum tillögum var vísað til f járhagsnef ndar. Bæjarstjóraarfundur 8. apríl. 5 bæjarfulltrúar lögðu fyrir fund- inn till. um framfarasjóð Akraness. Fjárhagsnefnd mælti með frumvarpi þessu, en einn nefndarmanna, Svbj. Oddsson, áskildi sér þó rétt til þess að koma fram með breytingartillög- ur.Sérstök nefnd var kosin til þess að athuga málið nánar. í henni áttu sæti: Arnlj. Guðm., Jón Sigm., Ól. B. Björnss., Svbj. Oddsson og Þórh. Sæmundsson. Bæjarstjórnarfundur 3. maí. Á fundinum var samþykkt að kaupa hluta Borgarf jarðarsýslu af Sparisjóði Borgarfjarðarsýslu. Kaup- verðið er kr. 25000.00. — Ný reglu- gerð verður samin fyrir sjóðinn og nafni hans breytt. — Þá var sam- þykkt breyting á gjaldskrá hafnar- innar, þannig að framvegis verður vörugjald af nýjum fiski, fluttum úr landi 30 aura fyrir hver 100 kg. Loks voru samþykkt fundarsköp bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjómarfundur 3. júní. Fyrir fundinn var lögð niðurjöfnun útsvara fyrir árið 1942. Samþ. fund- urinn að fela fjárhagsnefnd að gera till. um ráðstöfun á hluta bæjarsjóðs af stríðsgróðaskattinum í ár, svo sem blaðið hefir áður skýrt frá. — Samþ. var till. frá Jóni Árnasyni þess efnis að bæjarstjórn kjósi 5 manna nefnd til þess að athuga og gera till. um framtíðar skipun byggingarmála verkamanna á Akranesi. — Samþ. var till. Guðm. Guðjónssonar um það að fela bæjarstjóra að fara þess á leit við Fiskifélag Islands að hér verði haldið vélgæslunámskeið á komandi hausti. Bæjarstjórnarfundur 1. júlí. Fyrir fundinn var lagt nefndar- álit um Framfarasjóðinn. Nefndin var öll sammála um afgreiðslu máls- ins og gerði það að till. sinni að frum varpið yrði samþykkt með nokkrum breytingum. Nokkrar breytingartil- lögur komu fram á fundinum og var þeim öllum vísað til nefndarinnar. — Samþ. var að leggja fram kr. 10.000 til nýs stúdentagarðs, enda hafi nem- an^i frá Akranesi forgangsrétt að einu herbergi á garðinum. Samþ. var till. Ól. B. Björnssonar, þar sem bæjarstjórn fól bæjarstjóra að koma því til leiðar við hlutaðeigendur, að nú á þessu sumri verði rifnar niður bæjartóftir og gömul hús, sem eru verst útlítandi og fullkomin van- virða er fyrir bæinn í heild sinni. — Þá var samþ. áskorun til heilbrigðis- nefndar um að hún láti flytja burtu fjóshauga við fjölfamar götur hér í bænum, eða á annan hátt ganga vel frá þeim. Bæjarstjóraarfundur 11. júlí Samþ. var að stofna gagnfræða- skóla hér í bænum og byggja skóla- hús á árunum 1942 og 1943.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.