Akranes - 01.08.1942, Blaðsíða 6

Akranes - 01.08.1942, Blaðsíða 6
6 AKRANES Annáll Akraness Hinn 15. júlí síðastliðinn var stofn- sett Prentverk Akraness h/f. Hefir fé- lagið keypt Prentsmiðju Vilhjálms Svan Jóhannssonar í Reykjavík, og verður fljótlega tekið til við flutning prentsmiðjunnar til Akraness. Verður þess því vonandi ekki langt að bíða, að blaðið verði prentað hér. Er það á margan hátt handhægara og betra en sækja slíkt í önnur héruð. Aldrei fyrr hefir prentsmiðja verið á Akranesi, en í námunda þess var um sinn einasta prentsmiðja landsins, í Leirárgörðum og Beitistöðum, en síð- an eru liðin nákvæmlega 123 ár, því hún var flutt til Viðeyjar í júlí 1819. Síðar verður nánar sagt frá þessu fyrirtæki. Kaupendur eru vinsamlega beðnir að láta vita ef vanskil verða á blaðinu. Afmæli. Guðjón Tómasson frá Vinaminni, nú á Bergþórugötu 9 í Reykjavík, átti 70 ára afmæli 14. júní s.l. Frú Kristín Árnadóttir, Melshús- um, átti 80 ára afmæli 10. júní s.l. Árni Sigurðursson, skipstjóri í Sól- eyjartungu, átti 50 ára afmæli 14. júlí síðastliðinn. Sigurður Hallbjarnarson, útgerðar- maður í Tungu, átti 55 ára afmæli 28. júlí s.l. Halldór Jónsson kaupm. frá Kala- staðakoti, átti 50 ára afmæli 9. þ. m. Jón Áuðunsson bóndi á Kúludalsá, verður 75 ára 1. sept. n.k. Ólafur Kristjánsson málari í Mýr- arhúsum, átti 50 ára afmæli 15. þ. m. Guðmundur Guðmundsson bókbind- ari, á Bergþórugötu 19, í Reykjavík, átti 90 ára afmæli 7. þ. m. fjallar um. Svo góð skemmtun sem þessi, er nýlunda hér í bæ, en áheyr- endur voru mun færri en vera bar. Áthugasemd: í síðasta tölublaði Akraness er varp- að fram svohljóðandi spurningu: — ,,Hvað lengi eigi að vera hér 7 kenn- arar, en sönglaus skóli?“ Vegna þess, að spurning þessi getur valdið miklum misskilningi lesenda utan Akraness, vil ég leyfa mér að biðja ritnefnd blaðsins að birta eftirfarandi: Þau 23 ár, er ég hefi verið hér skóla- stjóri, hefir 1—2 stundum vikulega verið varið til söngkennslu í hverjum þeim bekk barnaskólans, er skipaður hefir verið 10 ára börnum eða eldri, auk þess sem söngur er mikið iðkaður í öðrum kennslustundum, bæði yngri og eldri barna. Hitt er annað mál, að skólinn á ekkert viðunandi húsnæði til sönngkennslu, enda enginn þjálf- aður barnakór til hár. Munu þó ýmsir Akurnesingar hafa bæði fyrr og síðar notið eigi allfárra ánægjustunda við að hlusta á söng skólabarna hér á barnaskemmtisamkomum, sem árlega eru haldnar. Akranesi, 5. ágúst 1942. Svava Þorleifsdóttir. Það þykir ekki hlýða að neita skóla- stjóra um birtingu þessarar athuga- semdar. En skólinn er jafn sönglaus eftir sem áður, nema eitthvað sé gert til að ráða bót á því ,,ástandi“, sem ríkir um það mál. Allt frá milli 1880 og ’90, var söngkennsla hér í mjög góðu lagi, og búum enda að því enn í dag. En það má segja, að hún hafi engin verið síðan núverandi skóla- stjóri hætti þeirri kennslu. Þessi fáu orð í síðasta blaði verða því undir- strikuð, en ekki útþurrkuð. Það er ekki hægt að kenna um hús- næðisleysi fyrir þessa kennslu frek- ar en aðra, og þá sízt nú. Þessi grein hefir verið vanrækt, og það er ekki vansalaust að láta lengi dragast að bæta þar um. Ó. B. B. Frú Sigríður Einarsdóttir frá Geita- bergi, átti 75 ára afmæli 14. þ. mán. Dánardægur. Pétur Beinteinsson skáld, frá Graf- ardal, andaðist í Reykjavík 2. þ. m. og var jarðsunginn að Saurbæ 14 þ. mán. Vélgæzlunámskeið. Bæjarstjórnin hefir, samkv. tilmælum bæjarstjórn- arlnnar farið þess á leit við Fiskifélag fslands að hér í bæ verði haldið vél- gæzlunámskeið. Enn er ekki afráðið hvort Fiskifélagið verður við þessari beiðni. Þeir menn, sem hafa í hyggju að taka þátt í námskeiði þessu, eru beðnir að gefa sig fram við hafnar- vörðinn Guðmund Guðjónsson, sem allra fyrst. Loftvarnamerki hefir til þessa ver- ið gefið hér tvisvar að næturlagi og 18. þ. mán. um kl. l\/2 miðdegis og stóð þá rétta klukkustund. Undanfarna daga hafa sandpokar verið sendir í húsin til afnota, ef eld- sprengjum væri varpað á þau. Útsvörin í öðrum kaupstöðum 2000 krónur ánafnaðar Akranesi. Jón Guðmundsson, skósmiður frá Laufási, sem andaðist í Sandgerði 24. júní s.l. (sbr. seinasta blað), ánafnaði Akranesi af dánarbúi sínu og konu hans, Gróu Jónsdóttur, eftirfarandi: Til Ekknasjóðs sjódrukknaðra manna á Akranesi 1000 krónur. Til væntanlegs húsmæðraskóla á Akranesi 1000 krónur. Þess er óskað gagnvarl þessari gjöf, að stúlka, af- komandi þeirra hjóna seti fyrir að öðru jöfnu um heimavist við skólann, ef heimavist væri þar. Þessar höfðinglegu gjafir eru vel þegnar og þakkarverðar, því þær sýna svo vel skilning og hugarþel þessara ágætu Akurnesinga til þess bæjarfé- lags, þar sem þau ólu mestan aldur sinn. Ég vil færa ættmennum þeirra hjóna öllum, innilegar þakkir. Ó. B. B. Gullna hliðið. Lárus Pálsson leikari, las að kveldi hins 13. júlí upp leikrit Davíðs Stef- ánssonar, ,.Gullna hliðið“. Upplestur Lárusar var yfirlætislaus og með af- brigðum góður. Hann lék öll hlutverk- in og tókst honum að gefa rétta og skýra mynd af því fólki, sem leikritið Blaðið hefir reynt að afla sér upp- lýsinga um útsvarsálagningu í öðrum kaupstöðum. Sums staðar mun útsvars stiginn ekki birtur almenningi, en út- svarsstiginn í Reykjavík, Akureyri og ísafirði, hefir verið birtur opinber- lega. Hér á eftir fer samanburður á Einhl. Hjón_____________ 1 2 Tekjur kr. 2000 Akran. og Rvík 20 ísafjörður 45 25 Akureyri 30 Tekjur kr. 5000 Akran. og Rvík 200 170 85 45 ísafjörður 270 235 155 100 Akureyri 390 320 202 120 Tekjurkr. 10000 Akran. og Rvík 750 700 560 460 ísafjörður 1080 1010 845 740 Akureyri 1165 1082 906 824 Á hátekjum er útsvar sem hér greinir: Akranes og Reykjavík kr. 8250 af kr. 50,000 tekjum og 22% af af- þessum útsvarsstigum .Niðurjöfnunar- nefndin hér aflaði sér upplýsinga um útsvarsstigann í Reykjavík áður en útsvörunum var jafnað niður, og var sá stigi lagður til grundvallar. — Út- svörin í Reykjavík og hér eru því lögð á eftir sama útsvarsstiga. Hjón með börn____________________ 3 4 5~ 6 7 ~8 9 U) 70 40 15 50 380 300 220 150 95 50 20 630 525 445 365 285 225 170 115 716 610 506 404 306 214 130 60 gangi. Á ísafirði kr. 5355 af kr. 27,000 tekjum og 36% af afgangi. Á Akur- eyri kr. 7210 af kr. 36,000 tekjum og 30% af afgangi.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.