Akranes - 01.07.1943, Síða 5

Akranes - 01.07.1943, Síða 5
AKRANES 51 Árið 1929 lætur Haraldur byggja hér í jlippnum „Ver“, 21.45 smál. og „Höfr- ung“, 21.01 smál., er Þórður Sigurðsson fyrsti formaður á „Ver“, en Benedikt Tómásson á „Höirung“. 1933 kaupir hann svo frá Vestmannaeyjum „Heima- ey“, 29 smál., sem fékk nafnið „Víking- ur“ og „Bjarnarey“, sem fékk nafnið „Egill Skallagrímsson“, og er 28 smál. Allir þessir síðasttöldu bátar eru nú í eign Haraldar Böðvarssonar & Co. Haraldur hefur nú hér mesta útgerð og umfangsmesta drift, hann hefur verið hinn athafnasamasti og stöðugt aukið byggingar, breytt og stækkað íshús oftar en einu sinni. Er það nú hraðfrystihús með 20 tonna afköstum á sólarhring og 600—700 tonna geymslu. Árið 1912 tfyggir hann brauðgerðar- hús og rak það til 1915 eða 16. Verður þess nánar getið síðar. 1916 kaupir hann allar eignir föður síns við Krossvík, er var fyrst og fremst hið stóra fiskhús er Thor Jensen hafði látið reisa þar, eins og áður segir, ásamt tilheyrandi stórri lóð og fiskreitum. Það sama ár keypti hann og Breiðina af Einari Ingjaldssyni á Bakka og byggði þar á næstu árum 500 mtr. langa sjóvarnargarða úr stein- steypu, sem eru mikið mannvirki. Þeir eru sumstaðar 4—6 m. á hæð og allt að 2 m. á þykkt að neðan. Við byggingu garðanna stækkaði landið að mun, því að þeir voru víða byggðir framar en 'hinir gömlu höfðu staðið, sem aðeins voru hlaðnir. Á seinni árum hefur hann byggt mörg fiskhús og stór. Einnig niðursuðuverk- smiðju, 1941, og er hún aðallega í hinu gamla húsi Thors Jensen. Allt til 1932 hafði hann litla verzlun á Akranesi, en byrjaði þá verzlun með all- flestar vörur í húsi því, er hann hafði látið reisa í því skyni. Þau húsakynni hafa nú verið stækkuð að mun og er verzlunin nú í mörgum deildúm. Árið 1917 lét Haraldur byggja í félagi við Hallgrím Benediktsson stórkaupm. í Reykjavík fyrsta vörugeymsluhús á uppfyllingunni í Reykjavík, en seldi Hallgrími sinn part, er hann flutti til Akraness. Haraldur rak og heildverzlun í Reykjavík á árunum 1916—24 og á sama tíma heildverzlun í Bergen í Nor- egi, og hafði þá afgreiðslu fyrir Eim- skip samhliða. Kona Haraldar er Ingunn Sveinsdótt- ir frá Mörk. Þau giftu sig 1915 og settust þá að í Reykjavík og keyptu húsið Suð- urgötu 4. Þar bjuggu þau til ársins 1924, er þau byggðu hið fyrra hús sitt hér og fluttu hingað upp eftir. En á Reykja- víkurárum Haraldar voru aðal umsvif hans í Sandgerði. Á þessu tímabili dvöldu þau þó mestmegnis hér á sumr- um, þar sem þau áttu sumarbústað á Breiðinni. Það hús seldu þau Hirti Bjarnasyni, er þau höfðu byggt og flutt hingað. Húsið Suðurgötu 4 seldi Har- aldur Jóhannesi bæjarfógeta. Framkvæmda Haráldar verður nánar getið síðar í öðrum þáttum „Akraness". Einar Ingjaldsson. Hann er fæddur 29. ágúst 1864. For- eldar hans voru Ingjaldur Ingjaldsson bóndi í Nýlendu og kona hans Þorbjörg Sveinsdóttir frá Beigalda í Borgar- hreppi. Einar fór þegar á barnsaldri að stunda sjóinn, harðger og kappsfullur í mesta máta, enda varð hann 18 ára for- maður á opnu skipi og var mjög afla- sæll og góður stjórnari. Mannhylli hafði Einar seint og snemma, þó hann væri ör og orðljótur á köflum, því hann var óvenjulega hreinlyndur og fór ekki í manngreinarálit. Hér hefuír því áður verið lýst, er hann sótti í togarana, gerði út kúttera, kom hingað með fyrsta mót- orbátinn, þó lítill væri, og byggði Stíg- andann ásamt fleirum. Einar fylgdist vel með tímanum í þessum efnum og byggði enn, 1913, ásamt Böðvari kaupm. Þorvaldssyni mótorbát, er þeir nefndu Val (hekkbát), 9.92 smál., að allri gerð og útliti sem Svanur og Eldingin, enda yar hann smíðaður hér sem þeir. Þessi bátur var seldur til Súðavíkur 1929. Ár- ið 1931 lét Einar enn byggja bát handa sér í Danmörku, 22,49 smál. að stærð, og var hann líka kallaður Valur. Er harm enn til og nú í eigu sona hans Júl- íusar og Helga. Einar mun hafa verið formaður á opnum skipum og vélbátum yfir 50 ár. „Sá va rnú kaldur við það“, eins og strákarnir segja. Var einkenni- legt, hve aldurinn og erfiðið vann lítið á honum (því ekki átti hann alltaf sjö dagana sæla), þó líkamlega væri hann óvenjulega hraustur. Af harðfengi hans og karlmennsku, samhliða drenglyndi, mætti segja margar sögur, þó því verði sleppt að þessu sinni. Einar bjó allan sinn búskap á Bakka, sem byggðist nokkru eftir 1800 og varð ein af jörðum Skagans. Hafði hann því nokkurn búskap alla tíð samhliða sjó- mennskunni. Þó sá þáttur færi Einari vel úr hendi, var kunnugum ljóst, að afburðahæfileikar hans voru meiri á sviði sjómannsins en bóndans. Þar var hugurinn allur, sem sjór og fiskifang var. Einar var ekki mikið við riðinn opin- ber mál, var þó í hreppsnefnd oftar en einu sinni og þar þá ötull og tillögu- góður. Þrígiftur var hann. Fyrsta kona hans var Guðný Einarsdóttir, Þorvarð- arsonar og Gunnhildar ljósmóður á Bakka og áttu þau 10 börn. Er þó ekk- ert þeirra á lífi og engir þeirra afkom- endur. Miðkona hans var Margrét Helgadóttir frá Fljótstungu í Hvítár- síðu og áttu tvö börn. Annað þeirra lifir og er Júlíus á Bakka, fyrrnefndur. Þriðja kona Einars var Halldóra, systir Margrétar, og lifir hún mann sinn. Þau áttu saman sex börn, sem ýmist eru gift eða búa hjá móður sinni á Bakka. Þeirra á meðal er Helgi sá, sem hér var neíndui*. Einar andaðist 31. júlí 1940. Hann var nokkru áðUr gerður heiðursborgari á Akranesi, og er sá fyrsti, sem þann heið- ur hefur hlotið. Hákon Halldórsson, Hofteig. Hann var fæddur í Hestbúð (sjóbúð, og síðar þurrabúð, sem löngu er komin í eyði) 12. desember 1873. Hann ólst að nokru upp í Halakoti hjá Sigríði móður- systur sinni. Férmíngarárið byrjaði Há- kon að róa með Nikulási í Berekkukcti, sem þá var vinnumaður á Háteig. Á 15. ári fór hann sem vinnumaður til Níelsar í Lambhúsum og var þar þangað til hinn giftist Þóru dóttur hans vorið 1901. Á 18. ári varð hann formaður fyrir Níels og átti lengst af hálft skipið á móti hon- um. Hákon sýndi fljótt harðfengi og dugnað í sjósókn, bæði hér héima á opn- um skipum sem og þegar hann var í viðlegu suður í Garði. Svo sem áður er Lligt, byggði hann í félagiVið Loft Lofts- con og Þórð Ásmundsson mb. Svan. Þennan litla bát, 8.94 smál., áttu þeir um nokkur ár. Seldu hann síðan og byggðu stærri Svan, 28 smál., sem þeir áttu lengi. Hákon var formaður á báðum þessum bátum, hann var mikill fiski- maður á mótorbátunum ekki síður en á opnu skipunum, enda ósérhlífinn og harðduglegur maður. Ekki lætur Hákon mikið af sjóferðum sínum, en segir: „að seinni tíðin (eftir að komið var á mótor- bátana) hafi verið leikur á móts við það, sem áður var, en að sama skapi leiðin- legri. Það voru mínir sæludagar, að sigla opnu skipi í þægilegum vindi.“ Aldrei hlekktist Hákoni á eða varð fyr- ir óhöppum. Ekki mun Hákon hafa verið kallaður lundgóður, þó hef ég ekki heyrt talað um neinn háseta hans eða undirmann, sem ekki þótti vænt um hann og virti. Hákon kemur hér við sögu síðar. Kristilegt möt Mjög fjölmennt kristilegt mót var haldið hér dagana 19.—21. júní, um þús- und manns, þegar flest var. Slíkt mót, þar sem 500 manns eru fastir þátttak- endur, kostar mikið starf, mikla fórn og mikinn áhuga. Samhugur og sigurvissa um gagnsemi slíkra hluta megnar ein að gera slíkt til lengdar. Það er gleðilegur vottur um manndóm, þegar ungt fólk lætur ekki erfiðið og fyrirhöfnina, sem slíku er samfara hamla sér, heldur hugs- ar aðeins um nytsemi þá, uppörfun og endurnýjun, og samstilling hugans að einu marki, sem slík samvera skapar. Þetta fólk hefur fengið góðan skóla hjá þeim, sem ekki hefur hugsað í „álnum og aurum“ i starfi sínu fyrir þetta land um síðastliðin 50 ir. En ævistarf séra Friðriks Friðrikssonar er vanmetið, ef það er ekki metið gulls í gildi fyrir sam- tíð og framtíð þessa lands. Alla dagan voru haldnar samkomur í kirkjunni eða í tjaldbúð mótsins með söng og sambæn. Tvo dagana var altar- isganga. Síðari daginn 400 manns. — Veður var hið ákjósanlegasta.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.