Akranes - 01.07.1943, Blaðsíða 6

Akranes - 01.07.1943, Blaðsíða 6
58 AKRANES ÚR BLÖÐUM OG BÓKUM ANNÁLL AKRANESS FISKUR ER BÆÐI MATUR OG DRYKKUR Hvað eftir annað hafa okkur borizt fregnir um sjóhrakninga manna á björg- unarflekum og gúmmíbátum, síðan kaf- báta- og flugvélahernaðurinn hófst. Auðvitað mæta menn þessir miklu vosi og kulda, en auk þess vofir yfir þeim hungur og þorsti, og mun þorstinn vera langverstur. Á björgunarflekunum er ætíð meira eða minna af matvælum og nokkur vatnsforði, en þetta hrekkur lít- ið, ef margir menn hrekjast lengi. Oft- ast má þó drýgja nestið með því að veiða fisk, og vatnið með því að safna vatni í hverri skúr. Haldizt þurrviðri til langframa verður vart hjá því komizt, að vatnsforðinn þrjóti og þorstakvalirn- ar taki við. Það er eins og enginn hafi kunnað ráð við þessu. Menn hafa reynt til þess að drekka sjó, og það hefur gert illt verra. Þá hafa menn reynt að drekka þvag og ekki hefur það gefizt betur. Þá hafa menn einnig reynt að setja sér stólpípu úr sjó, í þeirri von að vatn gengi úr sjónum inn í líkamann, en sjávarsöltin tæmdust burtu með hægðunum. En þetta reyndist sízt til bóta. Nú hefur gamall Bandaríkjamaður, Gifford Pinchot, fundið álitlegt ráð. Hann vekur athygli á því, að oftast megi veiða fisk, ef tæki séu til þess, að vanda- lítið sé að koma þeim fyrir á björgunar- flekum og jafnvel gúmmíbátum. Takist það að fiska dálítið sé öllu borgið, því að fiskur sé að mestu leyti ósalt vatn. Það má bæði borða hann og drekka! Þetta er ekki fjarri sanni, eins og sjá má á þessum tölum: í nýmjólk eru um 87% vatn. í nýveiddum þorski 80% vatn. í kjöti (vöðvum) 75% vatn. Þarna er þá mikið af fersku vatni í sjónum. En hvernig á þá að ná vatninu úr fiskinum? Gifford reyndi að setja sundurskorinn fisk í ostaklút, og vatt síðan klútinn. Á þennan hátt fékk hann 12% vökva úr fiskkjöti. Með lítilli handpressu fékk hann 24%. Þetta er lítið áhald, sem auð- velt er að koma fyrir á björgunarflek- um, en þótt það vanti þarf maður ekki að deyja ráðalaus. Malajar tyggja hrá- an fisk og sjúga vökvann úr honum, en spýta síðan fisktægjunum út úr sér. Því fer að vísu fjarri, að safinn úr fiskinum sé eingöngu vatn. Það er tals- vert í honum af eggjahvítu o. fl. efn- um. Eigi að síður má drekka hann í stað vatns, líkt og mjólk. Þessi ráð Giffords hafa nú verið reynd á sjúkrahúsum og virðast hafa gfefizt vel, eins og sjá má á því, að ameríska herstjórnin hefur farið eftir þeim. Hún lætur nú smáveiðarfæraböggla og fisk- Knattspyrnumót Akraness hófst sunnudaginn 19. júní. Þátttak- endur í mótinu voru Knattspyrnufélag Akraness og Knattspyrnufélagið Kári. Þennan dag klukkan 4 var keppt í 3. aldursflokki í annað sinn um verð- launagrip, sem Kári var handhafi að, en Jón Sigmundssón gaf. — K. A. vann þennan leik með 3:1. Strax á eftir var keppt í 1. aldurs- flokki um knattspyrnubikar Akraness, gefinn af Skafta heitnum Jónssyni. Er það farandgripur, sem Kári vann nú í 9 sinn með 2:1. Knattsp.fél. Akraness hefur unnið hann 3. — Leikina dæmdi Þórður Jónsson úr K. R. Þriðjudaginn 22. júní hélt mótið áfram með keppni í 2. aldursflokki. Keppt var í þriðja sinn um verðlaunabikar, gefinn af Óðni Geir- dal. Leikurinn endaði með 0:0. Dómari var Óðinn Geirdal. Innan skamms verður keppt til úr- slita í öðrum flokki, en frásögn af þeim leik verður að bíða næsta blaðs. Munið Bjarnalaug í sumar! Höfðingleg gjöf. Þann 1. júní síðastliðinn kom frú Lov- ísa Lúðvígsdóttir hjúkrunarkona með kr. 1000.00 — eitt þúsund krónur — að gjöf til Sjúkraskýlissjóðs Akurnesinga í minningu um 10 ára starfsemi við hjúkrun hér á Akranesi. — Hún veit bezt, hvar skórinn kreppir að í þessum efnum. Mættu margir fylgja dæmi þess- arar góðar konu. Með innilegu þakklæti og hugheilum óskum henni til handa. Akranesi, 2. júní 1943 Petrea G. Sveinsdóttir. Vinnið að útbreiðslu „Akraness“! Minningargjöf. Börn Georgs heitins Sigruðssonar á Melstað hafa gefið Bjarnalaug 150 kr. til minningar um föður sinn. — Þakkir. Axel Sveinbjörnsson. Minningarsjóðs Bjama Ólafssonar ættu allir að minnast, er þeir gefa til pressu fylgja björgunarflekum og gúmmíbátum, og einnig dálítið krver, prentað á pappír, sem þolir bleytu. í því eru ágætar leiðbeiningar um flest, sem skipreika menn kunna að lenda í. minningar um látna vini eða vanda- menn. Afmœli. Jón Þorláksson frá Arkarlæk verður 80 ára 12. júlí n. k. Axel Jónsson frá Laufási, nú í Sand- gerði á Miðnesi, verður 50 ára 29 júlí n. k. Pétur Ottesen alþingismaður verður 55 ára 2. ágúst n. k. Ágúst Ásbjörnsson á Sigurvöllum verður 60 ára 2. ágúst n. k. Ágústína Björnsdóttir verður 70 ára 2. ágúst n. k. Sigurjón Illugason verður 60 ára 14. ágúst n. k. Bjarni Brynjólfsson Bæjarstæði verð- ur 70 ára 15. ágúst n. k. Sigríður Guðnadóttir Ráðagerði verð- ur 75 ára 17. ágúst n. k. Magnús Gunnlaugsson verður 50 ára 25. ágúst n. k. Blaðið óskar öllu þessu fólki til heilla og hamingju. Hjúskapur. Þann 10. júní voru gefin saman í hjónaband ungfrú Kristín Níelsdóttir Kristmannssonar og cand. med. Ragnar Sigurðsson úr Reykjavík. 12. júní voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Ingibjörg Elín Þórðardótt- ir Ásmundssdnar og Ármann Ármanns- son Halldórssonar. 12. júní voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Jóhanna Arnmundardóttir Gíslasonar og Halldór Bachmann. 20. júní voru gefin saman í hjóna- band Guðrún Guðmundsdóttir kaup- kona og Daníel Pétarsson, Halldórs- húsi. Sundlaugarbyggingunni miðar vel áfram. Vel og drengilega hafa ýmsir bæjarbúar lagt þar til, þótt ýmsir hafi enn of lítinn lit sýnt. Fátækur fjölskyldumaður einn lætur 200—300 krónur í peningum og þar að auki nokkur dagsverk. Ungur piltur hef-s ur þegar lagt fram 6 dagsverk og faðir hans tvö. Margir fleiri hafa vel gert, en enn fleiri þurfa að feta í fótspor þessara manna. Munið ISundlaugin verður hin bezta og vinsœlasta heilsulind okkar Akur- nesinga. Blaðið vill kaupa 1., 2. og 4. tölublað I. árgangs.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.