Akranes - 01.02.1944, Blaðsíða 3
akranes
15
Annáll Akraness
1943
Framhald.
Við vatnsveituna var unnið meira og
minna allt árið, sér í lagi vegna leka á
trépípunum. Þá var einnig unnið nokk-
uð að umbótum og breytingum á vatns-
geymunum í Akrafjalli.
Á árinu var unnið meira að skolplagn-
ingum en gert hefur verið nokkru sinni
áður á einu ári, en lengd þess hluta
skolpleiðslukerfisins, sem lagt var í ár,
var ca- einn km. Byrjað var að leggja
skolpleiðslukerfi í Suðurgötu hjá Hlíð-
arenda og lagt upp að Sleipnisvegi. Þá
var lögð leiðsla upp Sleipnisveg að
Fögrugrund lagt í hluta Vesturgötu og
í Óðinsgötu frá Steinsstöðum að Landa-
koti. Nú er svo komið, að flest hús á
Akranesi hafa aðgang að holræsakerfi,
og væntanlega er það ekki langt í land
að þessu nauðsynjamáli verði lokið.
Af nýjum vegum voru lagðir eftir-
taldir vegahlutar: Freyjugata frá Skírn-
isgötu að sundlauginni og frá Brunna-
stöðum að Bragagötu, partur af Suður-
götu var lagður samkvæmt hinu nýja
skipulagi. Svo sem kunnugt er, var
skurðgrafan notuð við vegagerð þessa.
Skólamál.
Merkasti viðburðurinn á sviði kennslu-
mála var sá, að gagnfræðaskólinn tók til
starfa s. 1. haust. 49 nemendur sóttu um
inntöku í hinn nýja skóla á þessu fyrsta
starfsári hans og var þeim skipt í tvær
deildir. Sigurjón Guðjónsson prestur í
Saurbæ var settur skólastjóri um eins
árs skeið, en Magnús Jónsson kennari
einnig í eitt ár. Nýr kennari var settur
við barnaskólann, Hans Jörgenson. —
Fjöldi nemenda í barnaskólanum var
270, en 33 börn luku fullnaðarprófi.
Hæsta einkunn við burtfararpróf var 8-8
en við árspróf 8.5. Síðastliðinn vetur
starfaði unglingaskólinn svo sem venja
er og var það síðasta starfsár þessa
skóla. Fjöldi nemenda var 23. Ung-
mennafélag Akraness var stofnað árið
1910. Haustið 1911 gekkst félagið fyrir
námsskeiði fyrir nemendur sína og hefur
félagið síðan haft forgöngu um ung-
lingaskólann. Sú skólastjórn, sem starf-
aði þegar ungmennafélagið hætti störf-
um, hefur annast skólastjórn síðan. —
Fjöldi nemenda í iðnskólanum var 23 s.
1. vetur. Fjórir nemendur luku burtfar-
arprófi, einn vélvirki, einn rafvirki, einn
húsgagnasmiður og einn skósmiður.
Heilsufarsyfirlit 1943.
Farsóttartilfelli hafa komið fyrir þessi,
á árinu: Kverkabólga 131, kvefsótt 919,
iðrakvef (uppsala og niðurgangur með
hita 96, inflúenza 580, mislingar 288,
lungnabólga 26, rauðir hundar 3, gula
14. Kverkabólga og iðrakvef hafa stung-
HEIMA OG HEIMAN
Lesendurnir hafa orðið
Ekkert er eins mikils virði í starfi eins og að
nnæta sem víðast samúð, uppörfun og skilningi.
Slíkt hvetur áhugamenn í starfinu og eykur
þeim ásmegin í hinum erfiðustu verkefnum.
Þeir, sem fylgjast þannig með, og láta slíka sam-
úð og uppörfun í té, eru því miklu meira en
margan grunar, þátttakendur í sigrum manna,
ef nokkrir eru.
Þetta litla blað hefur ekki farið varhluta af
þessum skilningi og samúð, ekki einasta það,
heldur beinum fjárhagslegum stuðningi. Allt
þetta hefur gert því mögulegt að lifa það, sem
af er. Það er sýnilegt á eftirfarandi bréfum frá
ýmsum kaupendum og stuðningsmönnum blaðs-
ins, að þeir hafa skipað sér í sveit sem vernd-
arar þess. Vér þökkum þennan skilning og met-
um; og munum gera allt, sem í voru valdi stend-
ur til að bregðast ekki þeim, sem mestan áhuga
hafa fyrir starfi og viðgangi blaðsins.
Sr. Jónmundur Halldórsson skrifar m. a.: „Eg
minnist fjölda mætra Akurnesinga um langt
skeið. Þroski, hagsæld og blómgvun héraðsins
staðfestir þær minningar. Það er því bæði eðli-
legt og ánægjulegt að Akranes eigi sitt héraðs-
blað. Er ég útgefendunum mjög þakklátur íyr-
ir að hafa sent mér blaðið. Það er mjög mynd-
arlegt og minnir á afburða mannaval karla og
kvenna, drengskap og dáð og heiðbirtu hafsins.
Fuglasöng og gróðurilm jarðar, allt umvafið dá-
samlegri fjallasýn. Sjötugur karl, sem 7—8 ára
gamall naut fræðslu Sveins Oddssonar, og
menningaráhuga Hallgríms í Guðrúnarkoti, og
11 ára gamall kunni skil á fiskimiðum fram í
Rennur og á sumar- og vetrarleiðum um Hval-
fjarðarströnd, Leirársveit, Skorradal og Reyk-
holtsdal að Síðumúla, og hvarvetna mætt ástúð,
velvild og umburðarlyndi, hefur mikið að þakka
og margs að minnast. Þegar ég les blaðið fjölg-
ar minningunum, og þær skýrast og verða bjart-
ari, og handleiðsla Guðs á okkur mönnunum og
högum okkar æ augljósari. Árna ég héraðinu
ið sér niður allt árið, en mest bar á
^þessum kvillum báðum í ágústmánuði.
.Umferðagulan var einkum í janúar og
febrúar, skarlatssóttartilfellin í janúar,
febrúar og apríl og rauðir hundar í apríl,
maí og j úlí• Kvefsóttartilfellin voru lang
flest í janúar. Annars hefur kvefið geng-
ið allt árið, en þó fæst tilfellin í apríl,
júní, ágúst og september. Inflúenzan
kom í marz, náði hámarki í apríl og að-
eins fáein tilfelli í maí—júlí. Hún kom
aftur nú síðari hluta nóvember og stend-
ur nú yfir eins og kunnugt er (í des.).
Mislingar komu í apríllok og stóðu í
maí og júní, nokkur tilfelli í júlí, en að-
eins örfá í ágúst. Lungnabólga kom fyrir
í öllum mánuðum ársins nema ágúst, og
flest tilfelli í þeim mánuðum, er kvef-
sótt, inflúenza og mislingar náðu há-
marki, enda er hún fylgifiskur þessara
sótta, svo sem kunnugt er. Þegar litið
er á árið í heild sinni má segja, að síðan
mislingarnir voru um garð gengnir í vor
(júní—júlí), hefur heilsufar verið gott í
héraðinu, þangað til inflúenzan kom
hingað nú fyrir skemmstu.
allra heilla og blessunar og blaðinu góðs gengis
og fagna hverju nýju eintaki."
Bóndi úr Biskupstungum skrifar:
„Þakka innilega blaðið „Akranes", það er einn
af mínum beztu gestum, sem að garði ber. — —
Því miður er ég ónýtur sölumaður, skrifaðu mig
samt fyrir fjóruim eintökum, ég borga. Hér með
sendi ég 100 kr., sem er ofurlítil jólagjöf til
blaðsins.“
Eyfirðingur skrifar:
„Þakka yður kærlega fyrir blaðið, það er tví-
mælalaust bezta blað, sem ég hef séð nú um
lengri tíma. Það er stór kostur, að það er laust
við pólitík. Þá er það mjög vel ritað, prentað
á ágætan pappír, auglýsingar sér, en ekki eins
og berjaskyr innan um lesmálið. Margt fleira
imætti telja því til gildis. Eg hef útvegað einn
ágætan kaupanda og hef góða von um fleiri.“
Enn skrifar einn Akurnesingur, löngu „burt-
flutturGuömundur Jónsson heildsali í Reykja-
vlk:
„------Hér hefur maður vanizt, að öll gjöld
fyrir blöð og tímarit væru innheimt, jafnvel
með póstkröfum, en hjá yður gegnir öðru máli,
og mætti eftir því ætla, að útgáfufyrirtækið
stæði á svo föstum fjárhagsgrundvelli, að gjald-
ið gæti jafnvel legið milli hluta, en þar sem ég
get nærri, að því sé ekki þannig farið, leyfi ég
mér innl. að senda yður ávísun á kr. 100.00
(eitt hundrað krónur) til fullrar greiðslu á
þeim tveim árgöngum blaðsins, sem ég hef haft
þá ánægju að fá, og tel að vísu sjé þó vangoldið.
Fyrst ég veitti mér tóm til að skrifa þessar
línur, vil ég láta aðdáun mína í Ijósi yfir fram-
takssemi ykkar, að hefja þessa blaðaútgáfu,
sem er sannarlega merki nýs framtaks og fram-
fara, og má það vera okkur „burtfluttum" mikið
gleðiefni að geta nú fylgzt með öllum nýmælum
og áhugaefnum bæjarins okkar, nálega eins og
það væri sýnt með lifandi myndum, fyrir það
vil ég sérstaklega þakka þeim mörgu, sem í
blaðið hafa skrifað fjölda ágætra greina, og get
ég í því sambandi ekki stillt mig um að minn-
ast sérstaklega hr. Ólafs B. Björnssonar, og
þakka honum fyrir hans mörgu og ágætu grein-
ar, að ógleymdum þeim sögulegu efnum, sem
hann skrifar í blaðið.
Á timabili hafði ég þá ánægju, að njóta dag-
legrar heimsóknar Ólafs B. Björnssonar, þeg-
ar hann var á ferð hér í Reykjavík og vildi þá
gjarnan fá hann til að ræða við mig ýmis mál-
efni Akraness, en til kvalar fyrir mig, var simi
á borðinu, og alltaf í hendi Ólafs, þegar spurn
ingar mínar komu fram.
Nú hef ég uppgötvað verkaskitpinguna hjá Ó.
B. B. í Reykjavík er hann alltaf með síma í
hendinni, en á Akranesi alltaf með pennann, og
vona ég að framvegis geri bæði áhöldin honum
og Akurnesingum ómetanlegt gagn í höndum
hans.
Því miður hef ég ekki komið til Akraness í
mörg ár, ég held, að ein af ástæðunum sé sú,
að ég fann mig ekki heima í síðustu heimsókn,
aliar götur komnar með annarlegum nöfnum.
I 9. blaði II. árgangs las ég með mjög miklum
áhuga tillögur hr. Benedikts Tómassonar, um
nafnabreytinguna, en eftir þeim nýju nöfnum
gat ég vitað strax, hvar nálega allar götur í
bænum liggja og þær verða ósjálfrátt til að
rifja upp fyrir mér, marga mjög kæra staði, sem
æskuminningar eru bundnar við.
Það má e. t. v. segja að tiUögur Benedikts
séu ekki tæmandi, en þær gefa „grunn tóninn"