Akranes - 01.02.1944, Blaðsíða 7
AKRANES
19
Gils Guðmundsson: íslenxkir athafnamenn 1., 2.
Geir Zoega
Ævisaga
Framhald.
Geir Zoega
Jóhannes Jóhannesson Zoega, faðir Geirs kaupmanns,
er fæddur í Reykjavík 26. janúar 1796. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum og kynntist snemma allri algengri vinnu,
einkum sjómennsku á opnum bátum. Annars er fátt vitað
um æskuár Jóhannesar, nema hvað hann dvaldi jafnan í
Reykjavík. Þegar hann missti föður sinn tók hann við um-
sjón heimilisins og kvæntist skömmu síðar Ingigerði Ingi-
mundardóttur frá Völlum á Kjalarnesi. Faðir hennar, Ingi-
mundur Bjarnason var merkisbóndi og dugnaðarmaður.
Systkini átti Ingigerður þrjú, er til aldurs komust, og voru
þau þessi:
1. Ólafur í Ráðagerði á Seltjarnarnesi, faðir Valgerðar
móður Margrétar Zoega veitingakonu í Reykjavík. 2.
Helga, kona Magnúsar Jónssonar Norðfjörð í Sjóbúð. 3.
Guðrún, kona Jens Egilssonar Sandholts.
Jóhannes yngri Zoega er jafnan titlaður „glerskeri“ í
skjölum og skilríkjum. Ber það svo að skilja, að hann hafi
verzlað með gler og skorið það í hæfilegar stærðir handa
mönnum. Á þessum tímum voru glerskurðartæki ófull-
komin, enda þurfti bæði lag og kunnáttu til að skera gler
svo að vel færi. Þetta gat þó ekki orðið neinn verulegur
atvinnuvegur fyrir Jóhannes, í ekki stærri bæ en Reykja-
vík var. Mun hann sennilega hafa verzlað með fleiri vör-
ur, enda bregður því fyrir að hann sé nefndur kaupmað-
ur. Opna sölubúð mun hann þó aldrei hafa haft, enda
mátti þetta teljast aukageta, því Jóhannes lifði fyrst og
fremst á sjómennsku. Virðist hann alla ævi hafa verið
heldur fátækur maður, en komist þó þolanlega af. Það var
mjög algengt á þessum tímum, að aflaleysisár komu, jafn-
vel mörg í röð. Voru þeir þá illa settir, sem eingöngu áttu
hald og traust þar sem sjórinn var. Fór Jóhannes ekki var-
hluta af erfiðleikum þessum, en mun þá hafa fleytt sér
áfram á verzlunarhokrinu, þótt í smáum stíl væri. Virðist
hann hafa verið maður samvizkusamur og duglegur, en
ekki gefinn fyrir stórfelldar athafnir né veruleg umsvif.
Jóhannes bjó alla stund í „Smiðjunni“, sem faðir hans
hafði keypt 1791. Þar fæddust börn hans, þar á meðal
Geir. Smiðjunafnið var þá löngu horfið, en bærinn nefnd-
ur Zoega-bær eða Zuggers-bær, eins og það var borið fram
af alþýðu manna. Árið 1845 var torfbær þessi orðinn slig-
aður og fornfálegur. Vildi Jóhannes fá að byggja hann
upp að nýju í svipaðri mynd og áður, en þá tók bæjar-
stjórn rögg á sig og bannaði slíkt með öllu. Skömmu áður
en Jóhannes dó, lét hann rífa bæinn og reisa timburhús á
lóðinni. Það hús hlaut síðar nafnið Þerneyjarhús eftir
eigandanum, Sigurði Arasyni frá Þerney. Hús þetta stóð
fram til aldamóta, en var þá rifið og stórhýsið Ásbyrgi
byggt á lóðinni. Gerði það Gunnar Einarsson kaupmaður
frá Hjalteyri.
Jóhannes Zoéga andaðist 20. maí 1852, 56 ára að aldri.
2. Systkini
Það þykir hlýða, áður en lengra er haldið, að gera
nokkra grein fyrir systkinum Geirs Zoéga og nánustu ætt-
mönnum öðrum. Þótt með því sé gengið nokkuð á snið
við tímaröð, vinnst hitt aftur á móti, að frásögn þessi þarf
þá ekki að rjúfa samhengið síðar meir.
Jóhannes, faðir Geirs, var 25 ára gamall er hann kvænt-
ist. Hann og Ingigei'ður Ingimundardóttir giftust 19. maí
1822, fáum mánuðum eftir að Jóhannes gamli tugtmeistari
hvarf ofan í gröfina. Börn Jóhannesar og Ingigerðar voru
þessi:
1. Jóhannes, fæddur 22. sept. 1822. Jóhannes þessi Zoéga,
hinn þriðji í röðinni í beinan karllegg, giftist ungur Björgu
dóttur Þórðar Guðmundssonar borgara í Reykjavík. Björg
var alsystir hinna nafnkunnu Borgarabæjar-bræðra, Guð-
mundar bæjarfulltrúa á Hól, Jóns í Hlíðarhúsum og Pét-
urs í Oddgeirsbæ. Þórður borgari, faðir Bjargar, þótti
merkismaður. Hann annaðist hafnsögustarf í Reykjavík
um langt skeið. Þórður gerðist þunglyndur á efri árum,
og fór svo að lokum, að hann fannst örendur frammi í flæð-
armáli. Töldu menn, að hann hefði viljandi farið sér að
voða. Jóhannes og Björg bjuggu í svonefndum „Nýjabæ“
vestrn' við Hlíðarhús, og voru þau hjón jafnan við bæinn
kennd. Jóhannes hafði mikinn hug á búskap, og fékk því
allstóra landspildu frá Hlíðarhúsum til ræktunar. Græddi
hann dálítið tún, þar sem áður voru melar einir, og hlóð
um það tvíhlaðinn grjótgarð, 120 faðma langan.*) Ekki
var blettur þessi stór, um tvær dagsláttur, en vel þótti
hann ræktaður og prýðilega hirtur. Annars vann Jóhannes
við margvísleg störf, bæði á sjó og landi. Þau hjón áttu
margt barna og voru fremur fátæk fram á efri ár. Þá tók
úr að rsetast og var Jóhannes orðinn allvel stæður um það
er lauk. Eftir að Geir bróðir hans komst í álnir, mun hann
hafa verið Jóhannesi innan handar á ýmsa vegu. Jóhannes
fékkst að síðustu nokkuð við útgerð, en allt var það í
heldur smáum stíl- Hann þótti jafnan víkingur til vinnu
og sjómaður í fremstu röð á opnum skipum, meðan hann
fékkst við þann starfa. Heimilið í Nýjabæ þótti mjög til
fyrirmyndar, enda var húsfreyjan ágætiskona hin mesta.
Meðal barna þeirra Nýjabæjarhjóna voru Jóhannes tré-
smiður, er bjó í Nýjabæ eftir föður sinn, Þórður kaup-
maður og Geir, sem lærði trésmíði, en fór síðan til Vest-
urheims.
*)Þættir úr sögu Reykjavíkur. (Félagið Ingólfur) bls. 159.