Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 7

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 7
akranes 67 Enginn vegur, heldur aðeins slóðar. Ekkert tseki, nema páll og reka og handbörur. Ritchie mun og hafa komið hér með hjólbörur um þetta leyti. (Voru þær rauðmálaðar og þótti mikið til þeirra koma). Hér var þá enn enginn læknir, ekkert félag, ekkert hljóðfæri. Fimm árum fyrr, eða 1859, byrjaði Hallgrímur þó að berjast fyrir að byggja og stofnsetja barnaskóla. Og það var einmitt hann, sem þetta ár, 1864, kom á fót lestrarfélagi, Sr. Arnliótur Ólafsson. Þingmaður Borgfirðinga 1864, þegar löggiltur er verzlunarstaður á Akranesi. sem enn starfar. Hann var og um þetta leyti frumkvöðull að stofnun Ekknasjóðs Borgar- fjarðarsýslu. Gaf honum stórgjafir og studdi alla tíð. Sá sjóður lifir og starfar enn í dag. Þegar minnst er þessara tímamóta, þykir við eiga að gera grein fyrir hverjir hafi þetta ár 1864, stjórnað hreppsmálum. En því miður er rnjög erfitt að grafa það upp. Hreppsbækur frá Þessum tíma bera þetta ekki glögglega með sér, nema að litlu leyti. Hins vegar er nú ekki mögulegt að kanna skjöl sýslumannanna um Þetta efni. Þá voru ekki hreppsnefndirnar komnar, heldur voru hreppstjórar, og munu hér venjulegast hafa verið fimm. Sennilega má Þó fullyrða, að eftirtaldir menn hafi verið hér hreppstjórar þetta ár: 1. Hallgrímur Jónsson, Miðteig. 2. Tómás Erlendsson, Bjargi. 3. Jón Jónsson, Bakka. 4. Bjarni Brynjólfsson, Kjaransstöðum. 5. Magnús Sigurðsson, Lambhúsum. Magnús andaðist í ágúst þetta ár, og mun Magnús, son- ur hans, á Traðarbakka, hafa tekið við starfi hans. Prestur í Görðum var þá Stefán Stephensen, en 1865 kamur þangað sr. Jón Benediktsson. Þingmaður Borgfirðinga er þá sr. Arnljótur Ólafsson. Sýslumaður er þá Jón Thoroddsen, skáld, og býr á Leirá. Árið 1870 eru hér þessi hús og býli: ívarshús, Gestsstaðir (þ. e. Vegamót), Geirmundarbær, Nýlenda, Melshús, Teigakot, Miðteigur, öðru nafni Guðrúnarkot, Heimaskagi, Bræðrapartur, Lambhús, Háteigur, Nýibær, Grund, Bakki, Bjarg, Traðarbakki, Brekkubær, Hákot, Kirkju- vellir, Efstibær, Melur, Sandgerði, Hlið, Hala- kot, Skarðsbúð, Garðhús, Sýrupartur (3 býli), Litliteigur, Árnabúð, Litlibær, Krókur, Sandur, • Sandabær, Litlubrekka, Götuhús og Smiðju- vellir. Það vorar Nú má af mörgu sjá, að hér er koanið „vor í loftið". Ræktun eykst verulega, sérstaklega kartöflurækt. Skepnum og skipum fjölgar. Lestrarfélag er stofnað, hugsað um stofnun barnaskóla, stofnaður ekknasjóður. Hreinlæti íer verulega fram utan bæjar og innan. Nú eru hér um skeið margir kappsfullir, duglegir sjó- menn, sem sækja sjóinn fast á opnum skipum, sjálfsagt stundum um of, og hljótast þar aí mörg sár og stór. En hvar er meðalhófið í þeim eínum? Byggingar batna nú verulega, svo sem fyrr er sagt, og svona má lengi telja. Nú fara imenn að hugsa hér til dekkskipa sem annars staðar, þrátt fyrir hafnleysið og alla erfiðleikana. Sýnir það ljóst, að hugur og dug- ur var nokkur í mönnum. Hefur það verið rak- ið nokkuð hér áður í blaðinu og skal því ekki frekar gert nú. Barnaskóli er byggður 1880, læknir sezt hér að 1885. Félagsstarfsemi hefst, Æfingarfélagið og Bindindisfélagið og síðar Góðtemplarareglan, allt milli 1880 og 90. Kirkjan er færð hingað frá Görðum 1895, templarar byggja samkomu- hús, svolítið er farið að leggja vegi o. s. frv. Syndir þannig flest í rétta átt, þótt hægt fari. Hægt og bítandi fjölgar fólkinu, það „vorar“ hér sem annars staðar með þjóðinni. Alltaf eru hér ungir menn og aldnir, sem vilja upp og áfram fyrir bæ sinn og byggð, land sitt og þjóð. Þeir fylgjast eftir megni imeð tímanum: Vél- tæknin og breyttar veiðiaðferðir, stærri skip, þar sem árar og keipar þekkjast ekki lengur, heldur er „þrællinn látinn róa“ (það er vélin). Skipin stækka, það er ýtt lengra frá landi, sótt fastar og meira í greipar Ægis. Hagurinn batn- ar, kröfurnar vaxa og ef til vill eyðslan að sama skapi. En hvað sem öllu líður, og um þetta allt má segja, hefur hér sem annars stað- ar gerst ævintýri með þjóðinni. Ævintýri, sem enginn vildi hafa verið án. Og þrátt fyrir allt það, sem miður hefur farið í þessari þróun, vildi enginn hverfa til hins gamla allsleysis sem áð- ur var. Pétur Ottesen. Núverandi þingmaður Borgfirðinga. Þú skalt fram! Nckkru fyrir og eftir aldamótin síðustu má segja, að opnu bátarnir leggist hér niður. Á því tímabili fer héðan fjöldi sjómanna á skúturnar. Eftir aldaimótin koma mótorbátarnir, sem fjölg- ar smátt og smátt. samhliða sem þeir líka stækka. Árið 1907 er byggt hér hið fyrsta opin- bera mannvirki. Bryggjan í Steinsvör. Var að því mikil framför. Fyrir byggingunni stóð Ak- urnesingur, Guðmundur Þorbjarnarson frá Há- teig. Það má segja að fyrst verði „bylting" í sögu Akraness og framförum eftir að útgerðin flytzt algerlega heim 1928. Þ. e. hætt er að „fara í verið". Skipum fjölgar enn og þau stækka. Þau stunda margbreyttari útveg en áður. Fjöldinn af fólkinu fer að stunda atvinnu sína heima, í stað þess að heiman. Um þetta leyti eru Garðamir keyptir, og þar hafin mikil ræktun og umbætur. Farið er að hugsa um hafnargerð, og þar með hafin fram- kvæmd að þvl mesta mannvirki og heilladrýgsta sem hér þekkist enn. Liti Akranes nú í dag mjög á annan veg út, ef ekki hefði þá verið í þetta ráðist. Síðan 1928 hefur m- a. þetta verið gert hér fyrir tilverknað hrepps- eða bæjarfélagsins, ým- ist að nokkru eða öllu leyti: Kaup á jörðinni Garðar. Þar voru þegar gerðir framræsluskurð- ir, ræktunarvegir, og öll landareignin girt. Síð- astliðin tvö sumur hefur þar enn veriö að verki skurðgrafa til framræslu. Má segja, að aðal- framræsla sé nú gerð á megin hluta landsins. Elzta mynd, scm til er af Akranesi IMursotö á ítkranMi,— »f<ú t*iknirvan íttajRÚw ©iofnonMr fyn» tfyo

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.