Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 14

Akranes - 01.06.1944, Blaðsíða 14
74 AKRANES VERZLUNIN Framhald af bls. 70. Verzlun Jóhaimesar Jósefssonar Jóhannes flytur hingað líklega 1914, sezt að í Ráðagerði og stundar söðlasmíði. Fljótlega tekur hann og upp skóviðgerðir. 1918 kaupir hann svo húsið í Efri-Lambhúsum af firmanu Bjarni Ólafsson & Co. og heldur þar áfram fyrri rekstri. En á sama ári lagar hann til kjall- ara hússins og gerir svo úr garði, að hann geti haft þar litla verzlun, sem hann setur þar á fót. Hann flytur héðan til Borgarness líklega 1920. Þar heldur hann áfram verzlunarrekstri sínum, sem hann jók nokkuð og hafði allstóra verzlun þar, er hann féll frá. Hann drukknaði árið 1925 á leið til Borgarness, er m.b. Hegri strandaði á leið frá Reykjavík. Jóhannes var duglegur maður og góður dreng- ur. Verzlun Petreu G. Sveinsdóttur Petrea byrjaði verzlun sína með því að taka við bóksölu föður síns (Sveins Guðmundsson- ar) 1920 og hélt henni áfram til ársins 1938, er hún um nokkurn tíma þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Petrea er óvenjulega þrifin og reglu- söm um alla hluti, voru því bækur sem annað, er hún hafði undir höndum vel um gengið og er það ekki lítill kostur, sérstaklega um pappír og bækur. Það er því mikill munur fyrir bókaút- gefendur, hvort þeir eiga bækur sínar í slíkra höndum eða þeirra, sem láta sig það engu skipta, hvort það er rifið eða skítugt eða jafn- vel gengið á því. Það er víst ekki óalgengt að bóksalar geri sér þannig tjón með hirðuleysi sínu, að þeir geti ekki selt „skítinn" og hins vegar geri bækurnar ónýtar fyrir eigandanum, nema þá á fornsölu. Þegar Petrea hætti bókaverzluninni lét hún hana í hendur Andrésar Níelssonar, sem hefur rekið hana síðan. Árið 1928 byggði Petrea _ sér lítið hús, Efri- Mörk, við Skírnisgötu 12. Út bjó þar litla búð, þar sem hún hafði bókaverzlunina og samhliða lítils háttar af vefnaðarvöru. En 1938 hætti hún allri verzlun eins og áður er sagt. Petrea er vel menntuð. Gekk á Kvennaskól- ann í Reykjavík 1901 og 1902. Var um eins árs skeið á skrifstofu Thomsens í Reykjavík 1907, og var hér um mörg ár kennari við barnaskól- ann. Árið 1934 ferðaðist hún til Frakklands, Eng- lands og Danmerkur og var í þeirri ferð um sex mánuði. Yerzlun Árna Böðvarssonar Árið 1923 stofnsetti Árni verzlun í þar til gerðum skúr, sem er áfastur við hús hans, Ás, við Vesturgötu. Seinna varð meðeigandi verzl- unarinnar frændi hans Jóhannes Helgason frá Tungu í Svínadal. Þessi verzlun hafði aðallega á boðstólum matvörur og smávörur. Þeir lögðu verzlunina niður eftir nokkur ár. Eftir það leigði Árni húsið ýmsum til verzlunar, og hef- ur þannig oftast einhver verzlað þar síðan. M. a. þessir: Halldór Jónsson (Halldórsson), Júlíus Evert og verzlunin Brú, sem ýmsir hafa verið eigendur að. Þeir hafa allir verzlað með sams konar eða svipaðar vörur. Yerzlun Jóns Sigmundssonar Jón verzlaði hér í 10 ár, frá 1925—1935. Hann er fæddur hér í Görðum og hefur verið hér alla ævi, að undanteknum nokkrum árum, er hann átti heima í Borgarnesi. Hann vann hjá Kaupfélagi Borgfirðinga frá áramótum 1921 til vors 1925, er hann flutti hingað aftur og setti á fót umrædda verzlun sína. Hann verzlaði fyrst í búð Þórðar Ásmundssonar (á þeim tíma er verzlun Þórðar lá niðri), en í búð Guðjóns heitins Jónssonar eftir lát hans. Til þess er Jón fluttist í Borgarnes hafði hann lang mest fengist við sjó, mest á mótorbátum hér, í Sandgerði og Veslmannaeyjum. Eitt ár var hann líka við verzlun Guðjóns Jónssonar, þá er hann verzlaði í gömlu Oddgeirsbúð, (þar sem nú er hús Þorgeirs Jósefssonar). Síðan Jón hætti verzluninni hefur hann ann- ast reikningshald imargra báta, síldarverksmiðj- unnar, Sindra o. fl. Kona hans er Hendrikka Ólafsdóttir Finsen. Yerzlunin Bræðraborg og Verzlun Sigurðar Vigfússonar Þeir bræðurnir, Sigurður og Daníel Vigfús- synir, settu á fót verzlun haustið 1927 undir nafninu „Bræðraborg". Áður hafði Sigurður verið við verzlun Guðjóns Jónssonar um 5 ára skeið. En Daníel hafði verið um nokkur ár í Hafnarfirði og numið þar trésmíði. Þessi verzl- un þeirra hafði þá fyrst aðsetur í verzlunarhúsi Þórðar Ásmundssonar, (en hans verzlun lá þá niðri um allmörg ár, en leigði þá hinum og öðrum húsin á imeðan). En 1930 byggðu þeir stórt verzlunar- og íbúðarhús við Skírnisgötu 2 og fluttu verzlunina þangað. Þar verzluðu þeir til 1. okt. 1934. Þeir fengust nokkuð við út- gerð á þessum árum, en gekk illa, svo sem mörgum öðrum á þeim tímum, og urðu að mestu að hætta öllum rekstri í bili. Daníel tók þegar til við sína iðn og hefur stundað hana síðan, nema part úr ári, sbr. verzlunina Brú hér á eftir, en hefur þó verið heilsuveill. En Sigurður byrjaði aftur verzlunarrekstur í febr. 1937, fyrst í verzlunarhúsi Guðjóns heit. Jóns- sonar, síðan í lítilli búð í Ásbergi og nú síðast í hinu nýja húsi Bergþórs Guðjónssonar við Skírnisgötu. Sigurður verzlar aðallega með matvörur og ýmsar smávörur. — Hann er hinn liðlegasti verzlunarmaður. Sláturfélag Suðurlands. (Áður verzlunin Bræðraborg). Sláturfélag Suðurlands — Útibú Hinn 5. marz 1928 kom fyrir aukafund Slát- urfélagsins beiðni frá öllum bændum í Innri- Akraneshreppi, Skilmannahreppi og Leirár- og Melahreppi um inngöngu í félagið. Umsókn þessi var því skilyrði bundin, að slátrun á fé þeirra færi fram á Akranesi, og kjötið síðan flutt þaðan til Reykjavíkur. (Þangað til höfðu kaupmenn á Akranesi annast fjártöku bænda að langmestu leyti á þessu svæði og víðar, og slátrað því á Akranesi). Á aðalfundi 1928 var samþykkt að verða við þessari beiðni bændanna, ef viðunandi samn- ingar tækjust um frystingu kjöts þar á staðn- um. Var samið á þeim grundvelli, að félagið kostaði slátrun og frystingu, en fjáreigendur flutning varanna til sláturhússins í Reykjavík. Samið var við firmað Bjarni Ólafsson & Co„ sem með samningi tóku að sér slátrun á fé úti- búsins og jafnframt að veita nægilegt húsnæði til slátrunarinnar, annast reikningshald og út- borganir. Einnig tók sama firma að sér fryst- ingu og geyimslu á kjöti útibúsins; sölu á því sem hægt væri að koma á markað á Akranesi, og ennfremur söltun og binding á gærum o. fl. Á Akranesi hefur engin kjötsöltun farið fram síðan, en meiri hluti kjötsins hefur verið fryst- ur þar og seldur þar ýmist utanlands eða innan. Nokkuð af kjötinu hefur vitanlega ætíð verið selt í kauptúninu, og nokkuð flutt til Reykja- víkur í sláturtíð. Árið 1930 setti félagið á fót kjötbúð á Akra- nesi í sambandi við slátrunina þar. Það var fyrsta kjötbúð, sem þar var sett á fót, og var fyrst til húsa í kjallaranum á Auðnum. Þegar félagið keypti 1935 hús þeirra Sigurðar og Dan- íels Vigfússona, við Skírnisgötu, var verzlunin nokkuð stækkuð og aukin frá því sem fyrr hafði verið, enda var þá fenginn sérstakur mað- ur til að standa fyrir verzluninni. En hann kynnti sér áður sams konar starf hjá félaginu í Reykjavík. Það var Andrés Níelsson. Hafði hann þetta starf á hendi til ársins 1942, en þá tók við því starfi sá maður, sem haft hefur það á hendi síðan, Elías Guðjónsson. í hinum fyrri stað hafði þetta aðallega á hendi ungfrú Her- dís Jónsdóttir á Klöpp. Bjarni Ólafsson & Co. tók að sér slátrun fjárins, útborgun o. fl. samkv. framansögðu, allt fyrir ákvæðisverð. Eftir að stríðið braust út, varð óhægra um fólk til starfsins, auk þess sem allt fór hækkandi. Sögðu þeir félagar því upp þessu tsarfi, en buðust til að lána félaginu áfram húsin til afnota við slátrunina. Hefur starfsmaður félagsins við verzlunina því haft- þetta á hendi síðan 1940, en slátrunin farið fram í sömu húsum. Á þessu tímabili imun slátrun félagsins hafa verið hér á Akranesi mest um 6000 fjár árlega og minnst um 2500. Framkvæmdastjóri félagsins, Helgi Bergs, hefur verið mjög liðlegur til samstarfs og úr- lausnar þeim málum, sem snert hafa þessa starfsemi félagsins hér. Verzlunin Frón Þeir Ólafur Sigurðsson frá Sýruparti og Jón Hallgrímsson frá Bakkagerði keyptu eins og áður segir vöruleyfar matvöruverzlunar B. Ólafsson & Co. í Hoffmannshúsi og byrjuðu þar verzlun undir ofanrituðu nafni 1931. Árið 1933 byggði Jón Hallgrímsson stórt stein hús við hliðina á Hoffmannshúsi og flutti þang- að verzlunina. En þá var Hoffmannshúsið allt lagt undir hótelið. Þeir félagar verzluðu svo þarna þangað til Jón andaðist 16. nóv. 1940. Skömmu þar á eftir var verzlunin löggð nið- ur. Hefur Ólafur síðan starfað við verzlun Þórðar Ásmundssonar (hann er kvæntur Ólínu dóttur Þórðar). J

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.