Akranes - 01.09.1944, Page 1
III. árgangur September 1944 9. tölublað
Vér skulum liorfa fram
II.
Svo sem lesendur ef til vill muna, var í 9.
tölublaði, fyrra árgangs, grein með þessari yfir-
skrift. Var það þá og er enn ætlunin, að þetta
verði áframhaldandi greinaflokkur, þar sem
rædd séu fyrst og fremst framtíðarverkefni og
viðhorf Akraness, en öðrum þræði og engu síð-
ur þjóðarinnar í heild, ef svo ber undir.
í síðustu grein undir þessari fyrirsögn
var þess getið, að framtíð Akraness yrði
að byggjast á og verða bundin við sjóinn
að langmestu leyti. Þar var og minnst á
vora einustu lífs- og framfaravon í þeim
efnum, hafnarbæturnar. Hér er ekki
hægt að horfa fram, né heldur að fram-
leiða þarfir vorar og þjóðarinnar á nú-
tíma vísu, án þeirra endurbóta og enn-
fremur hlutdeild í því rafmagni, sem
nauðsyn krefur.
Vér vonum í lengstu lög að afstaða Al-
þingis til Andakílsvirkjunarinnar verði
á þann eina veg, sem héraði þessu má til
framfara verða og framkvæmda. Því ef
hingað kemur ekki fljótlega raforka, er
svarar þörfum Akraness, er óhægra um
nauðsynlega aukningu útvegsins að því
er tekur til alls iðnaðar honum viðkom-
andi, sem og margvíslegs annars iðnað-
ar, sem skapast og viðhelzt aðeins fyrir
þetta undraafl. Það verður því að leggja
höfuð áherzlu á framkvæmd virkjunar-
innar, og fylgjast vel með því, að þar á
verði enginn dráttur fram yfir ítrustu
nauðsyn.
Skilyrði til aukningar flotans hér er í
flestum tilfellum orðin ágæt og viðun-
andi, nema að því er tekur til hafnarbót-
anna. Vér höfum góðan frystihúsakost.
niðursuðu og fullkomna vinnslu á bein-
um. Hér er dráttarbraut og vélsmiðjur.
En af því sem hér er nefnt má sjá, hver
þörf er á nægu rafmagni. Þess þá held-
ur, sem hina mestu nauðsyn ber til að
kaupa varavél til rafmagns vegna verk-
smiðjunnar.
Síðastliðna vetrarvertíð voru bræddir
í verksmiðjunni 628.072 lítrar lifrar, sem
vænta má að sé allt að einnar milljón
króna .virði. Af þessu dæmi má sjá, hve
hin minnsta truflun í þessu efni getur
valdið miklu tjóni.
Á Akranesi er nú þegar allmikill húsa-
kostur, land Qg vergögn til aukningar
útvegsins, nóg og gott vatn. En þó allt
lítils- eða einskis virði, ef hið eina vant-
ar: Meiri hafnarbœtur.
í því trausti að þær komi, þegar vér
getum og viljum, verður að auka við
flotann undir eins og færi gefst og það
telst skynsamlegt. Þangað til hafnarbæt-
urnar eru komnar lengra á veg er senni-
legast, að 50—100 smálesta mótorbátar
séu frekast við vort hæfi. í því efni ber
vafalaust að stefna að nýbyggingum eða
kaupum á nýjum eða nýlegum skipum,
a. m. k. sem aðalreglu. Liggur það svo í
augum uppi, að ekki virðist þurfa að
færa þar að frekari kröfur.
Því miður þarf víst miklu meira til en
að hugsa þetta og segja, því ómögulegt
er að spá nákvæmlega eða hugsa sér
hvernig viðhorfin verða eftir stríðið, að
því er þessi mál snertir yfirleitt; bæði
um byggingu og rekstur atvinnutækj-
anna. Hitt er vitað, að þörf vor til starfs
og stríðs í þessum efnum er söm og jöfn,
og hverfur ekki þótt almenningur hafi
um nokkur ár haft rýmri fjárráð. Þeir
fjármunir hafa farið eða verða þá farnir
víðs vegar, því margir hafa eins og oft
áður verið þess örari við sjálfa sig eða
aðra, sem þeir hafa aflað meir en áður,
eða ráðist í það, sem þeim var mest þörf
á að leysa og í sumum tilfellum fest fé
þar, sem það rýrnar meira og minna.
Það verða sjálfsagt margir varir við það
einn góðan veðurdag, að stríðsgróðinn
hefur „gufað upp“ rjá þeim, eins og oft
hefur brunnið við áður.
Samkvæmt núgildandi lögum (hvað
lengi sem þau standa) er nokkurs styrks
að vænta til nýbyggingar smærri skipa.
Það má segja að í neyð sé það þakkar-
vert. En haldbetra væri það og heppi-
legra, ef fært væri að reka atvinnutæk-
in þann veg, að þau þyrftu ekki að vera
styrkþurfar og lifa af molum, því í flest-
um tilfellum veikir það viðnámsþrótt
þeirra er þyggja og ala þá upp í því að
gera kröfur og sækja til annarra það,
sem betra er hjá sjálfum sér að taka.
Reynslan mun sanna fyrr en margan
grunar, að erfiðleikarnir verða ærnir, og
að þá reynir ef til vill meira á þolrifin
en oft áður. Að þá þarf — ef vér eigum
að horfa fram og komast áfram — miklu
rneiri samhug og samvinnu um lausn
vandamálanna en nokkru sinni áður. —
Ennþá virðist fátt benda til að um slík-
an samhug og samtakamátt sé að ræða
á hærri stöðum um landsmálaviðhorfið.
Eólkið í smábæjunum væri því menn að
meiri, ef það gæfi tóninn í þessum efn-
um. Stórvirki og erfið viðfangsefni verða
aldrei vel eða fullleyst nema með slíku
sameiginlegu átaki eða skilningi og vel-
vilja fjöldans. Á þetta ekki sízt við um
vora tíma og þá, sem fram undan bíða
vor.
Bæirnir eiga að gera sem allra mest
að því að leysa sjálfir — og sem mest
einir — sín eigin vandamál. Ekki að
vera með kvabb eða kvörtun um hvert,
smáræði til ríkissjóðsins. Þeir eiga þvert
á móti og af fullkominni alvöru að vinna
á móti gengdarlausum fjáraustri til alls
og allra úr ríkissjóði. A. m. k. til margs
þess, sem fé væri betur ónotað til. Það
mun sannast — því miður fyrr en varir
— að ríkissjóðurinn er nú ekki óþrotleg
nægtalind, og það koma — því miður —
þeir tímar, sem ekki verður eins hægt
um vik að „sópa“ þangað fé — né þaðan
— sem nú um stund.
Oft — og fyrir mörgum árum — hef
ég getið um þá miklu nauðsyn þess, að
ríkissjóður gerði skipulegar áætlanir um
framkvæmdir fram í tímann — fyrir
landið í heild. — Þessa þurfti ekki með
meðan ekkert var gert eða hugsanlegt
að gera. En síðan farið var hér á stað
með stórstígar framfarir á mörgum svið-
um, var þetta og er hin mesta nauðsyn.
Um þetta atriði eitt mætti skrifa langt
mál og væri það meiri nauðsyn en margt
annað, sem skrafað er um af miklum
móði.
Vér Akurnesingar höfum ekki af miklu
að státa um menningu og framfarir. —
Ýmislegt bendir þó til viðleitni í þá átt,
þó meira mætti það vera og röggsamleg-
ar að unnið. Til þessarar viðleitni má
telja nefndarálit það, er atvinnumála-