Akranes - 01.09.1944, Qupperneq 4
112
AKRANES
P
Heimilið er sá hyrningarsteinn, er
hamingja þjóðfélagsins byggist fyrst og
fremst á. Ekki eins heimilis eða fárra,
heldur fjöldans, allra. Hvernig lifað er
og látið innan vébanda heimilisins mót-
ar manninn mest, líf og hamingju þjóð-
arinnar eða óhamingju með hverri kyn-
slóð. Þetta er ekkert gamanhjal, hugar-
burður eða þjóðsaga. Þetta eru álykt-
unarorð sögunnar sjálfrar niður í gegn
um aldirnar. Þetta eru söguleg sannindi
mörg þúsund ára gamallar menningar,
og er staðfest margvíslega í vorri eigin
þúsund ára gömlu sögu.
Hér á landi Voru heimilin heimur,
ríki út af fyrir sig, þar sem hver varð
að bjarga sjálfum sér og að mestu leysa
sinn vanda. Þess vegna var smiðja á
hverjum bæ, og þar sem því varð við
komið eigin kolaframleiðsla og jafnvel
járnvinnsla. Þar voru smíðaðar þarfir
til sjós og lands. Þar var saumað, táið
og teglt til skjóls og skrauts, svo gagn
varð að, list og prýði. Þá var heimilinu
heldur engin skotaskuld úr því að skapa
sér eigin skemmtanir, sem hvorttveggja
voru heillandi og haldgóðar í senn,
menntandi, skapandi þjóðlega, sam-
ræmda menningu, sem hefur verið að-
alsmerki þjóðarinnar, og fremur en
nokkuð annað haldið hróðri hennar á
lofti í þjóðahafinu, sem jafnvel mundi
megna að halda nafni íslands á lofti, þó
vér snerum baki við allri menningu,
fornri og nýtrri, hvað vér vonum að
aldrei komi fyrir.
í margar aldir var í rauninni ekkert
framkvæmdavald í landinu í áttina við
það, sem tíðkast nú á dögum. Það er
sennilega ein ljósasta sönnupin fyrir
gildi heimilanna, því slíkt þjóðríki, án
smiður, sem fyrr er nefndur. Hann spyr
hvort þau sjái dugguna. Kvað Guðlaug-
ur svo vera. Jóhann bregður þá hönd
fyrir augu og segir eftir augnablik: „Sé
ég víst.“ Hann heldur svo hönd enn um
hríð og mælir svo fullum rómi, en með
tárvotum augum: „Þess krefst ég af þér
svarti Satan, að þ)á látir Guðmundsen
(Sveinn var að þeirrar tíðar hætti alltaf
kallaður „Gúmundsen") hlutlausan. —
Hins bið ég líknarinnar Guð, að þú leið-
ir hann hvert ófarið ævispor.“
Þetta er einföld mynd en skýr og tal-
ar sínu máli um burtför Sveins frá Búð-
um og sömuleiðis, hvernig Búðurum var
innanbrjósts, er hann fór þaðan. Þetta
styður því og staðfestir fullkomlega, að
ckkert var hér ofsagt um hæfileika
Sveins í hinni fyrr áminnstri grfein.
ILÍ Ð
framkvæmdavalds hefði ekki getað stað-
ist, ef ekki hefði verið heimilisagi og
fjölþætt menning til staðar, innan heim-
ilisvébandanna ákaflega víða. Þróttur
þeirra og þol til að bjarga sér og sjá sér
íyrir eigin þörfum var ótrúlegt.
Það er ákaflega nauðsynleg og æski-
leg náin og þróttmikil samvinna allra
þjóðfélagsborgara um hin margvíslegu
sameiginlegu mál, sem hver einstakur
getur ekki leyst. En mest virði er, — og
vakir vonandi eilíflega í landi voru —
hinn dýrmæti eiginleiki heimilanna til
þess að bjarga sér sjálf, án tilverknaðar
og íhlutunar annarra. í því að bjarga
sér sljáfur felst dýrmæt kennsla, skap-
andi afl og þróttur, sem stælir borgar-
ana. Hitt smækkar mennina og heimilin
í heild, að gera allar kröfur til annarra
um þarfir sínar, eða til ríkis og bæja.
Heimilin eru því uppspretta og sí-
streymandi elfa þjóðfélagsins, sem allt
veltur á. Líf hinna örfáu einstaklinga,
heimilanna er líf þjóðarinnar í heild,
frami hennar og þroski, fjör hennar og
frelsi, líf hennar eða dauði í hinu mikla
mannhafi, þar sem menning og mann-
dómur einstaklinga eða þjóða er nokk-
urs metinn.
Þrátt fyrir einstaklingshyggju manns-
ins yfirleitt, er þrá þeirra allrík til sam-
félags, a. m. k. í þrengstu merkingu tal-
að, þ. e. til hjúskapar. Það þyrftu menn
vel að muna, að jafnvel með þessari
minnstu félagsstofnun sem menn þekkja,
takast þeir þó meiri skyldur á herðar en
í nokkru öðru félagi, jafnvel að undan-
teknu þjóðfélaginu. Þær eru of oft meiri
en þeir halda, og oft meiru en þeir valda,
sérstaklega ef ekki er sívakandi skiln-
ingur og ábyrgðartilfinning fyrir þeirri
stofnun, er þeir hafa staðfest.
í hjónabandinu verður gagnkvæmur
skilningur að vera sívakandi. Ekki þar
fremur en annars staðar getur annar að-
ilinn haft allar skyldur, en hinn réttind-
m. Annar tekið, en hinn sífellt gefið.
Annar tekið sér sérréttindi til að vera sí-
fellt önugur og úrillur, þar sem jafnvel
lengra er gengið, ef hinn er ekki eins og
„lamb til slátrunar leitt“.
Sambúð hjóna skapar heimilið meira
en nokkurn grunar, og er því hinn mik-
ilsverðasti þáttur í uppbyggingu þjóðfé-
lagsins. Báðum aðilum verður að vera
ljós þessi knýjandi þörf til skilnings og
gagnkvæms trausts og vináttu. Síendur-
teknir smámunir og illur óvani, sem
aldrei er aflagður, getur áður en varir
og þeir vildu, orðið að þyngra hlassi í
sambúðinni en þeir fá velt úr vegi jafn-
vel ævilangt.
Útgefandi, ritstjóri og óbyrgðarmaður:
Ólafur B. Björnsson.
Gjaldkeri: Óðinn Geirdal.
Afgreiðsla: Unnarstíg 2, Akranesi.
Kemur út mánaðarlega 12 síður. Árg. 20 kr.
Prentverk Akraness h.f.
Ólag í sambúð hjóna eitrar heimilis-
lífið, skapar leiða og jafnvel sár, sem
seint gróa. Slíkt er þó verstur og hættu-
legastur skóli fyrir börnin. Því við erf-
iða sambúð hjóna fer svo ótal margt úr
skorðum, sem skapar ringulreið og ó-
reglu, sem ekki einasta heimilunum er
hætta búin af, heldur börnunum, fram-
tíðinni, og þar með ríkisheildinni.
Hins vegar er fyrirmyndarheimili
„Paradís“ á þessari jörð. Eitt hið vold-
ugasta og sælast'a konungsríki, sem til
er, þar sem fjölskyldan er eitt, og þegn-
skapurinn skipar öndvegið. Þar sem all-
ir finna til með einum. Slíkt samfélag
er smækkuð mynd af því sem vera á í
þjóðfélaginu, og er ein styrkasta stoð til
þess að því marki verði náð.
Þannig sjáum vér, hvað skyldur vor-
ar eru miklar og mikilsverðar, jafnvel
þar sem tveir eða örfáir tefla. Vér gef-
um því miður þessum sannindum of-
sjaldan þann gaum, sem vera ber. Af
þessu er og ljóst, hve hver og — einn —
er veigamikill þátttakandi í „sköpun
heimsins“ á hverri tíð.
Lífið er þraut, ár, gagnkvœms skiln-
ings og trausts.
Ekki alveg dauður úr öllum æðum.
í ástamálum skeður nú ýmislegt ótrú-
legt víðar en í „ástandinu“ á íslandi. Ný-
lega kom það fyrir í Englandi, að maður
nokkur var kærður og krafinn mikilla
skaðabóta fyrir að komast upp á milli
hjóna. Hinn ákærði var 87 ára gamall, en
konan, sem hann rændi var aðeins 40
ára.
Nú þekkist Jiar ekki manngreinarálit
Þingmaður nokkur í enska þinginu, —
sem ekki hafði með sér matarseðla sína
— hafði matast þar í 10 daga án þess að
nota seðla. (Þingmenn fá aðgang að
matsölustöðum án seðla). En yfirvöldin
höfðu grun um eða töldu, að með þessu
væri nokkur hætta á, að heimili hans
tæki þannig meiri skammt en því bæri.
Var þingmaðurinn sektaður og látinn
sjálfur sækja seðla sína norður í land,
til heimilis síns. Það var ekki látið duga
að þcir væri póstlagðir til hans, heldur
varð hann að sækja þá sjálfur. Svo ríkt
er nú gengið eftir því í Englandi, að
jafnt gangi yfir alla, unga og gamla,
ríká og fátoeká.