Akranes - 01.09.1944, Page 5

Akranes - 01.09.1944, Page 5
AKRANES 113 HEIMA OG HEIMAN Lesendurnir hafa orðið Blaðinu berast við og við, — bœði bréf- lega og munnlega — ákaflega velviljuð ummœli um efni þess og útlit. Blaðið þakkar hér með þessi mörgu bréf og vel- vild. í orði. Sem sýnishorn af þessum bréf- um, get ég ekki stillt mig um að birta hér tvö þeirra. O. B. B. „Herra ritstjóri. Þegar ég gerðist áskrifandi að blaði yðar, — fyrir áeggjan kunningja míns, — hafði ég litla trú á, að ég hefði gaman eða gagn að því að lesa þetta blað eða fylgjast með efni þess. Taldi að það væri sérstaklega fyrir þennan litla bæ, Akranes, og þar þekki ég fremur lítið til, nema hvað ég hafði lengi heyrt, að þar væru fallegar konur og góðar kartöflur. Enginn hefur getað gefið mér neina skýringu á því, hvort nokkuð samhengi geti — eða þurfi að — vera þar í milli. Þegar ég fór að lesa þetta blað, sá ég fljót- lega, að hugmyndir mínar um það í upphafi voru alrangar. Eftir þessi kynni, tel ég að það sé með beztu blöðum, sem hér er gefið út. Mun ég segja kunningjum minum frá iminni reynslu og hvetja þá til að kaupa blaðið og halda því saman. Pyrst ég tók pennan, vil ég segja þetta til við- bótar: Mér dettur í hug ágæt grein í blaðinu í fyrrahaust, um blaða- og bókakost þjóðarinn- ar. Eg skil ekki í, að enginn skuli hafa tekið upp hugmynd yðar um byggðablöð. Þetta ágæta blað, „Akranes", sannar fullkomlega ágæti þeirra og nauðsyn, ef vel er á haldið. Blaðið er óvenjulega heilsteypt og stefnufast. Það vinnur óhikað og ákveðið að því marki, er það hefur sett sér. Vona, að fleiri muni á eftir koma. Eg lít svo á, að blað yðar hafi þegar unnið mikið menningarlegt gagn með því margbreytta, fróðlega og skemmtilega efni, er það flytur. Þá er stórmerkilegt frumkvæði yðar að samningu og birtingu ævisagna íslenzkra athafnamanna. Það er hinn mesti fengur og þakkarvert. í þessu sambandi minnist ég þess, að þér ætl- « nú í haust að hefja útgáfu nýs tímarits. Ef til vill mun einhverjum þykja nóg komið af því tagi. En ef það fer líkt af stað, — og heldur á- fram— sem „Akranes", veit ég að margan mun fýsa að kynnast því, og er ég einn af þeim. Þér getið verið viss um, að þetta blað á langa íramtíð fyrir höndum, ef það verður skrifað, — og gefið út — með líkum hætti og verið hef- ur. Mun ég reyna að afla því kaupenda. Eg treysti yður til að hjálpa mér um fyrsta árgang blaðs- ins, sem ég þarf endilega að eignast allan. Á aðeins jólablað þess árgangs. Mig minnir, að ég sæi í þeim árg. ógleymanlegar greinar um tvær gamlar konur á Skaganum. — Virðingarfyllst F. M.“ Mikilsvirtur héraðslœknir úti á landi skrifar: „-----— Blaðið virðist marka nýja og betri stefnu í blaðagerð, og sýnist með sama áfram- haldi afsanna það, sem ævinlega er haldið fram, að blöðin geti ekki verið læsileg nema þau styðjist við pólitík, flokka og helzt ákveðinn flokk. Jafn ágætt efni og blaðið flytur og mál rædd af slíkri víðsýni og þar kemur fram oft og -tíðum, allt á föstum grundvelli fyri'i menn- ingar, er ekki víða að finna á þessu landi. — Blaðiö markar góð spor í áttina til þeirrar nienningar, sem vér þorfnúmst. Mig langar til að eiga blaðið frá byrjun. Sendi hér með 60 kr. -----Eg vildi að okkar bær ætti svona blað —.“ Blaðið þakkar innilega þessi „stóru orð“ læknisins, og mun eftir megni reyna til að gera þau að sannmæli. í þessu sambandi vill blaðið minna á tvær greinar í 8. og 9. tbl. f. á. um blaða- og bókakost landsins, og biðja þennan ágæta læknir og aðra menningarfrömuði úti um land að styðja að því, að sú hugmynd, sem þar er rædd, komist í framkvæmd. Þ. e. byggða- blöð, svipað því sem „Akranes" er. Frú kirkjunni Eins og um hefur verið getið í dagblöðum landsins, voru þann 18. júní s.l. tekin í notkun ný messuklæði í Akraneskirkju, er gefin voru kirkjunni af þeim hjónumi, frú Ingunni Sveins- dóttur og Haraldi Böðvarssyni. Þessir gripir eru líndúkur á altari, gerður af miklum hagleik af frú Ingunni sjálfri. Þá er altarisklæði og messu- hökull, er gert hefur frú Unnur Ólafsdóttir í Reykjavík. Teikningar gerði Tryggvi Magnús- son. Þessir tveir gripir eru forkunnar vandaðir, hreinustu listavcrk, eins og um hefur verið get- ið, og kirkjugestir hafa séð. Þá gáfu þau hjón mjög vandað rikkilín, gert af japönsku silki. Einnig hafa þau hjón látið gera verulegar end- urbætur á kirkjuhúsinu sjálfu í samráði við prest og sóknarnefnd. Kórinn hefur verið afþiljaður fram að súlum þeim, er bera loftið uppi, þar inni í kórnum hefur verið komið fyrir litlu skrúðhúsi, svo að þar má skrýða og afskrýða prest, en eigi fyrir altarinu. Þar í kórþiljunum hefur verið komið fyrir vönduðum skápum til geymslu messuskrúða og annarra gripa kirkjunnar. Þá létu þau hjón smíða nýjar, mjög vandað- ar altarisgrátur af vönduðum harðviði og bólstra og yfirklæða vandaðan knébeð umhverfis grát- urnar. Kór kirkjunnar hefur lítilsháttar færst fram og þrepin verið breikkuð, á allt kórgólfið hefur verið límt 8 mm. kork og á þrepin upp í kór- inn. Að síðustu hafa þau hjón gefið kirkjunni á- kaflega fallegan og vandaðan gólfrenning, er nær frá dyrum inn að altari. Smíðavinnu alla annaðist Ingimar Magnússon húsasmíðameistari, ásamt Bjarna Gíslasyni og Halldóri Jörgenssyni. Málningu annaðist Lárus Árnason málarameistari. Allt þetta, sem að framan getur hefur áreið- anlega kostað mikla fjárupphæð, en það er eigi í fyrsta skipti, sem þau hjón færa kirkju sinni gjafir. Fyrir hönd sóknarnefndar og í nafni alls safn- aðarins vil ég hér með votta þeim hjónum al- úðarfullar þakkir fyrir þessar og aðrar stór- gjafir þeirra til prýðis og fegrunar kirkjuhúss- ins. — Allt, sem fegrar kirkjuna gerir helgi- stundir safnaðarins hátíðlegri og áhrifameiri. Auk þess, sem verk þeirra hjóna eru ein- dregin tjáning um gildi kirkju og kristindóms á öllum tímum. Haraldur Böðvarsson hefur látið þau orð falla að hann hafi í hyggju að láta eigi hér staðar numið í fegrun kirkjunnar. En er þá eigi tími til kominn fyrir söfnuðinn að hugleiða, hvort honum sem heild væri eigi hollt að beina huga sínum meir að málefnum hinnar andlegu móður vor allra, er síðasl og fyrst veitir oss blcssun sína. í því sambandi vil ég lcyfa mér að minna scifnuöinn á, saínáöarfundina, sém árlc'ga ér boðað til, en svo ákaflega fáir hafa tíma til að sitja. Ef fólk heldur að ekkert sé til að tala um, þá er það misskilningur. Verkefnin fyrir Akra- neskirkju eru mörg. Þau stærstu eru ytra við- hald og endurbætur kirkjunnar og stækkun, og fegrun kirkjugarðsins, svo eitt af mörgu sé nefnt. En auk þess geta slíkir fundir verið upp- byggilegir, og eflt og þroskað kirkjulíf og safn- aðarmeðvitund fólksins. Vissulega höfum við Akurnesingar átt ótelj- andi helgar stundir í kirkjunni okkar, er við höfum safnast þar saman til þess sameiginlega að lyfta hugum vorum upp frá hversdagsönn og ógnarys í tímans straumi. Við höfum komið he'm aftur afþreytt og endurnærð. Að síðustu þetta. Við Akurnesingar skulum láta sjá, að við kunnum að meta rau.n og höfðingslund í garð kirkjunnar með því r.ð láta það verða oss hvöt til slíkra sameiginlegi") dáða. Jóhann Guðnason. V ílamín og vísindafroða A síðustu áratugum hafa læknavísindin orðið margs vísari um mannlega sjúkdóma, eðli þeirra og hvern veg lækna megi. Á þessum síðustu tímum hefur margt verið ritað og rætt um „mat- arræði og þjóðþrif“. í skrifum og umræðum um þessi mál, er eitt harla einkennilegt og gegnir mikilli furðu, en það er, að læknarnir sjálfir eru farnir að deila um það sín á milli, hvað svart sé eða hvítt, að því er tekur til ýmsra hluta í þessum efnum. Einn að þessi og þessi fæðutegundin sé holl og heilsusamleg, sem annar segir að sé skaðleg eða jafnvel rækti einn hinn ægilegasta sjúkdóm, sem læknavísind- in standa enn í dag ráðþrota andspænis. Þegar svona mikið ber á imilli hinna lærðustu manna um hin mikilvægustu efni, fer skörin að færast upp í bekkinn. Er von að leikmenn í þessum efnum og lítt lærðir, verði ekki oftrúaðir á hæfni þeirra og haldgóð ráð, ef svo heldur fram sem horfir á þessu sviði. Uim þetta er nú orðið svo mikið skrifað og flókið, að illt verður að átta sig á, hvað hollt sé eða óhollt. Væri sennilega heppilegra að hafa umbúðirnar minni, en gefa einfaldar leið- beiningar um höfuðatriðin í sem fæstum orð- um. Oviðurkvœmilegar staðreyndir Reynslan af skemmtanalífi landsmanna á síð- ari árum er yfirleitt raunaleg, og hið mesta á- hyggjuefni öllu hugsandi fólki. Þetta er oft og víða svo alvarlegt, að ekki kemur til mála, að siðfágað erlent fólk geti ímyndað sér að hér sé um að ræða þjóð með þúsund ára gamla menn- ingu að baki. Þetta er alvarlegt mál, stórmál fyrir hverja byggð og bæjarfélag á þessu landi. Allur al- menningur hlýtur að finna sárt til þessa, og jafnframt skilja, hve nauðsynin er rík á gagn- breytingu í þessu efni. Hver bær og byggð verður að taka sér fyrir hendur að vinna á- kveðið og skipulega að því að svo megi verða. Ef forystumenn bæja og byggða vanrækja þetta — eða verða undir í viðureigninni um lagfær- ingar — verður alþingi og ríkisstjórn að koma hér til hjálpar eða taka að sér frumkvæði þess- arar nauðsynlegu baráttu, við skaða þann og skömm, sem þetta veldur þjóðfélaginu í heild sinni. Einhver mun nú ef til vill segja, að ein- mitt alþingi og ríkisstjórn valdi mestu fári í þessu efm með ofurkappi því, sem lagt er á sölu áfengis í þessu landi. Þetta er alveg rétt, en það er ræfilsháttur okkar að láta þessum að- ilum haldast uppi, að veita þessu fjandans flóði yfir landið, til þess að eitra líf og hamingju ó- talinna heimila á meðal vor. Scinna veröur komið aö þessu efni hér í blaÖinu.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.