Akranes - 01.09.1944, Side 7
AKRANES
115
Gils Guðmundsson: íslenzkir athafnamenn I., 6.
Geir Zoega
Framhald.
Hann ritaði merka bók um íslandsferðina, og dró þar
saman margvíslegan fróðleik.1) Árið 1789 fór til íslands
enski aðalsmaðurinn Sir John Stanley. Mun hann einkum
hafa farið sér til skemmtunar, en hafði þó með í leiðangr-
inum nokkra fræðimenn, er skoðuðu hér hveri og eldfjöll.
Á fyrstu áratugum 19. aldarinnar tók þeim mönnum mjög
að fjölga, sem beindu för sinni til íslands. Hið sama skip
og flutti hingað Jörund hundadagakonung árið 1809, hafði
einnig innan þilja ungan vísindamann, enskan, William
Jackson Hooker. Hooker varð síðar háskólakennari í Glas-
gow og gat sér mikinn orðstír fyrir ágæt vísindarit um
grasafræði. Eftir að Hooker kom úr íslandsförinni ritaði
hann stóra bók og allmerka um landið. Þar getur hann
þess, að ferðabók Uno von Troil’s hafi eggjað sig til íslands-
ferðar. Var svo um fleiri,að menn lásu ferðabækur um land-
ið (t. d. bækur Troil’s og Hookers), og hrifust af þeim eða
fengu löngun til að fræðast um fleira og sjá náttúrufyrir-
brigðin með eigin augum. Árið 1810 lagði hér að landi
annar fræðimaður enskur, Sir George Stevart Mackenzie.
Með honum voru fleiri vísindamenn, er rannsökuðu hér
gróðurfar og jarðmyndun. Voru þetta merkir gestir, enda
reit Mackenzie ágæta bók um ísland, fróðlega mjög, mynd-
um prýdda og að flestu leyti áreiðanlega, þótt misskilnings
gætti í smáatriðum. Þá kom hingað ágætur Englendingur
árið 1824, Ebenezer Henderson að nafni. Hann fór víða um
land og kynntist mjög vel landi og þjóð. Kom út eftir
Henderson mikil ferðabók og merkileg, sem mun hafa átt
góðan þátt í að útbreiða og efla þekkingu útlendra fræði-
manna á landi voru.
Einhver allra merkasti leiðangur, sem farinn hefur verið
hingað til lands, var þó gerður út af Frökkum og kenndur
við fryirliðann, JoSeph Paul Gaimard, lækni í sjóliðinu
franska. Sjálfur var Gaimard ekki mikill vísindamaður, en
þótti allra manna snjallastur að koma ár sinni fyrir borð.
Var för hans gerð út með mikilli prýði og ekkert til spar-
að að hún yrði sem árangursríkust. Hlaut hann að sam-
starfsmönnum hina færustu garpa, sem völ var á, eðlisfræð-
ing, mælingamann, málara, teiknara, jarðfræðing, veður-
fræðing og sagnfræðing. Var gefið út mikið rit í 9 bind-
um um för þessa. Þar af voru þrjú bindi mynda í arkar-
broti, og eru flestar þeirra prýðilega gerðar.
Hér hafa aðeins verið nefndir fáeinir hinir merkustu
leiðangrar, sem gerðir voru út til íslands fyrir miðja 19.
öld. Mætti að sjálfsögðu tína til ýmsa fleiri, en minna er
um flesta þeirra vert. Þegar út voru komnar allar þær
ferðasögur og landlýsingar, sem nú hafa verið nefndar, fór
að beinast hingað hugur margra þeirra manna, sem ferð-
ast vildu langar leiðir sér til skemmtunar. Þeir lásu um
hafísana, eldgosin, jöklana, hverina, hraunin og fjölmargt
annað, sem einkenndi náttúru íslands. Hekla og Geysir
tóku að gerast þekkt nöfn, og það var ekkert smáræði að
geta grobbað af því við kunningja sína, að hafa séð þessa
furðustaði og dvalið þar. Leið nú heldur ekki á löngu unz
skemmtiferðahóparnir fóru að koma, einn eða fleiri á
hverju sumri. Voru Englendingar langsamlega drýgstir enn
semfyrr. Þurftuferðalangarþessir að sjálfsögðu að fá marg-
víslega fyrirgreiðslu, en þó sérstaklega hesta og fylgdar-
menn, einn eða fleiri. Var þeim lítið gagn í öðrum leið-
beinendum en þeim, sem nokkuð gátu fleytt sér í enskri
tungu, en enskukunnátta var heldur fágæt á Íslandi um
þær mundir. Var þar naumast öðrum til að dreifa en em-
1) tíno Vo'n Tr'o'il: Bi/ef rörande en res'u til Islond Vtl2.
bættismönnum fáeinum, sem allir gegndu mikilsverðum
trúnaðarstöðum, og datt að sjálfsögðu ekki í hug að fást
við fylgdarmennsku.
Eins og áður er að vikið, hafði Geir Zoéga hlotið nokkra
undirstöðukennslu í enskri tungu hjá Sigurði kaupmanni
Sívertsen. Hann var því einn af fáum, sem til mála
gat komið að tæki að sér fylgdarmennsku. Gat sá starfi vel
samrýmst sjómennskunni, sem helzt var hlé á um mið-
sumarið. Það fór líka svo, að Geir var att fram til þessara
hluta. Leið ekki á löngu unz hann var orðinn þaulvanur
og viðurkenndur ferðamaður, sem útlendingum var vísað
til, þegar þeir þurftu á leiðbeinanda að halda. Fyrstu árin,
sem Geir fékkst við fylgdarmennsku, átti hann þó mjög
duglegan starfsbróðuir, en það var Oddur V. Gíslason,
kandídat í guðfræði. Oddur var þá ungur maður og óvígð-
ur, fékkst mest við formennsku eins og Geir, en leiðbeindi
ferðalöngum á sumrin. Hann var víkingur til allra starfa
á sjó og landi, og gekk að hverju verki með oddi og egg.
Síðar vígðist Oddur til prests og þjónaði á Stað í Grinda-
vík. Hann varð þjóðkunnur maður vegna baráttu sinnar
fyrir slysavörnum, en í þeim efnum vann hann brautryðj-
andastarf. Oddur fór að lokum til Ameríku og andaðist þar.
Sumarið 1856 var venju fremur gestkvæmt á íslandi. Er
ekki ólíklega til getið, að það ár hafi Geir Zoéga hlotið
eldskírnina sem fylgdarmaður, hafi hann ekki verið bú-
inn að því áður. Það voru heldur engin smámenni, sem
heiðruðu ísland með nærveru sinni þetta sumar, enda töldu
ýmsir að ferðirnar væru ekki tilgangslausar með öllu. Svo
var málum háttað, að árið 1855 hafði franska ríkisstjórnin
borið fram þau tilmæli, að fá leyfi til að stofna fiskimanna-
nýlendu við Dýrafjörð. Mál þetta var mikið rætt á Alþingi,
og þótti mörgum varhugavert að veita hið umbeðna leyfi.
En næsta sumar sendu Frakkar hingað Napóleon prins
með fríðu föruneyti. Var talið, að ferð hans stæði í sam-
bandi við Dýrafjarðarmálin. Víst er um það, að Englend-
ingar höfðu vandlega gát á því, hverju fram vatt í máli
þessu. Töldu þeir að Frakkar hefðu augastað á Dýrafirði
vegna þess að þar væri herskipalægi gott, en ekki ein-
göngu af umhyggju fyrir sjómönnum sínum. Strax og
fréttist um för Napóleons p,rms til íslands, brá enska
stjórnin við hart og títt, gerði út af örkinni leiðangur í
norðurvegu, og var þetta allt ráðið af skyndingu mikilli.
Fararstjóri var Dufferin lávarður, bráðgáfaður maður og
ágætur rithöfundur. Auk þess sem hann kom til íslands,
hélt hann til Jan Mayen og Spitzbergen. Eftir heimkomuna
samdi hann prýðilega bók um förina, einhverja hina
skemmtilegustu og snjöllustu, sem rituð hefur verið um
norðurferðir.1) Um Dýrafjarðarnýlenduna frönsku er það
að segja, að úr henni varð ekkert.
Auk þessara tveggja leiðangra, komu ýmsir aðrir árið
1856. Má þar einkum nefna Vilhjálm prins af Óraníu og
tvo þýzka vísindamenn. Rannsakaði annar þeirra skor-
dýralífið, en hinn var fuglafræðingur.
næstu tvö árin var minna um ferðalanga hér á landi, en
árið 1859 streymdi hingað fjöldi manna, bæði til vísinda-
legra athugana og að gamni sínu. Hafði Geir Zoéga í nógu
að snúast þetta sumar og hélt einkum uppi leiðsögn til
Geysis. Þrír af ferðalöngunum rituðu bækur um ferðir
sínar og geta þeir Geirs mjög vinsamlega. Einn þeirra,
Charles S. Forbes, minnist á hrognamál það, sem ýmsir
góðir íslendingar hefðu talað, þegar þeir ætluðu að beita
enskunni. Getur hann þess, að í Reykjavík séu nokkrir
menn, sem fáist við að leiðbeina ferðalöngum, en allir tali
þeir enska tungu illa nema „Mr. Gear“, sem hann nefnir
svo.2) Eftir þessu hefur Geir vcrið orðinn vanur að tala
ensku, þegar hér er komið sögu.
1) Lord Dufferin: Letters from high latitudes . . .
2) Charles S. Forbes: lceland; its Volcanöes, Geysers and Glaciérs.
Lo'ndtín ÍÚGO.