Akranes - 01.09.1944, Qupperneq 8
116
AKRANES
Hinir tveir ferðalangarnir, sem Geir leiðbeindi þetta
sumar, og bækur rituðu um ferðir sínar, voru báðir all-
merkir menn. Annar þeirra, dr. David Mackinlay þótti vís-
indamaður í fremri röð, en hinn, Andrew James Syming-
ton, var rithöfundur í betra lagi. Bók sú, sem hann skrifaði
um för sína, er fremur skemmtileg, þótt fátt sé á henni að
græða frá vísindalegu sjónarmiði. Aftan við ferðasögu
þessa birtust þýðingar á nokkrum íslenzkum þjóðsögum,
en þýðinguna hafði leyst af höndum Ólafur dómkirkju-
prestur Pálsson.
Til þess að gefa nokkra hugmynd um ferðalög hér á
landi um þessar mundir, og fylgdarmannsstörf Geirs Zoega
verður sggt hér lítið eitt frá för hans austur að Geysi, er
hann leiðbeindi þeim David Mackinlay og A. J. Syming-
ton sumarið 1859. Verður Symington látinn segja frá að
mestu, en þar eð frásögn hans er nokkuð langdreginn, mun
hún dregin mikið saman.1)
Symington steig hér á land árla dags hinn 28. júlí. Hafði
hann tekið sér fari með danska gufuskipinu „Arcturus",
sem hélt þá uppi siglingum milli Leith og Reykjavíkur.
Arcturus sigldi fyrir Reykjanes í ágætu veðri, og þótti
Symington heillandi sýn að líta vestur á Snæfellsnesið, þar
sem hvítur og tignarlegur jökullinn lyfti hjálmi sínum yf-
ir dimmblá fjöllin í kring. Fannst Symington það furðu
gegna, er hann sá skýrt og greinilega fjöll í 40—50 mílna
fjarlægð, og virtust þau ekki öllu meira en 10—15 mílur í
burtu.
Strax og Arcturus hafði varpað akkerum á höfninni,
kom bátur úr landi. Meðal þeirra, sem í bátnum voru, ber
að nefna dr. Mackinlay og Geir Zoiíga. Var Mackinlay bú-
inn að dvelja hér um nokkurn tíma og hafði notið leið-
sagnar Geirs. Ákváðu Englendingarnir á Arcturus að leggja
hið bráðasta í ferðalag til Geysis og vildu helzt fara sam-
stundis, svo að þeim notaðist sem bezt af tímanum. Geir
tókst þó brátt að sefa ákafa þeirra og gat komið þeim í
skilning um það, að ferðalagið þyrfti dálítinn undirbúning.
Mætti ekki flana af stað í ráðleysi, heldur yrði að huga
fyrir öllu. Notaði Symington daginn til að ganga á milli
góðbúanna í Reykjavík. Verður honum einna tíðræddast
um heimsókn sína til Sigurðar kaupmanns Sívertsen, er
hann kallar „aldraðan öðling og gáfumann“. Ekkert her-
bergi var autt í gistihúsi bæjarins vegna þess hve ferða-
mannastraumurinn var mikill um þetta leyti. Fóru þeir
Symington því um borð í Arcturus og sváfu þar um nótt-
ina.
Árla næsta morgun, hinn 29. júlí, var risið úr rekkju.
Sex voru þeir félagar samtals, sem til Geysis ætluðu að
fara. Þegar í land kom, var Geir Zoéga mættur á tilteknum
stað ásamt bróður sínum og drengsnáða, sem vera skyldi
til snatts og snúninga. Þarna biðu hvorki fleiri né færri
en tuttugu og fjórir hestar, átján til reiðar, en sex undir
böggum. Virtust Bretum hestarnir smáir og ekki líklegir
til mikilla afreka í langferð. En ýmislegt höfðu þeir lesið
um þol þeirra, og svo tók fylgdarmaðurinn ábyrgð á að
þeir dygðu. Hestum þessum hafði verið smalað saman af
bæjum í nágrenni Reykjavíkur. Hafði Geir alla stund þann
sið, að semja við ákveðna menn um hestlán eftir þörfum.
Lagði hann á það mikla áherzlu, að geta einatt gripið til
góðra hesta, enda var hann sjálfur ágætur hestamaður og
kunni vel með þá að fara. Þegar fram liðu stundir og hann
hafði fullræktað Geirstún, gerðust hæg heimatökin. Ó1
hann þá sjálfur nokkra hesta, bæði til áburðar og reiðar,
og voru það allt úlvaldagripir.
Nú er að segja frá ferð þeirra Symingtons. Komust þeir
til Þingvalla fyrsta daginn, án þess að neitt markvert bæri
til tíðinda. Skoðuðu þeir staðinn um kvöldið og fannst mik-
ið til um fegurð hans. Síðan fór Geir með þá heim til
1) A. J. Symington. Pon and Pencil Skctchcs oí Faröc and Iceland.
Londön 1802.
prestsins á Þingvöllum, séra Símonar Daníels Vormssonar
Beck. Spjölluðu þeir við hann á latínu, og þótti hinum
ensku lærdómsmönnum gaman að rifja upp hið skrúð-
mikla tungumál Ciceros og Virgils.
Næsta dag, hinn 30. júlí, hélt leiðangurinn áfram austur
sveitir. Mjög fannst ferðamönnum til um hugdirfsku sína,
er þeir riðu yfir Brúará. Verður Symington tíðrætt um
það, hve djúp hún hafi verið og geigvænleg. En hann seg-
ir, að Geir hafi ekki þekkt neina miskunn, heldur dembt
hesti sínum fyrirvaralaust í ána og látið slarka yfir. Gekk
allt vel, en ekki er laust við að Symington tali með nokkr-
um geig um steinaskarkið í botninum og straumkastið í
ánni. Að áliðnum degi náðu þeir alla leið austur að Geysi.
skoðuðu þeir vandlega hverasvæðið og gerðu ýmsar at-
huganir, en á meðan tjaldaði Geir, bjó til mat og kom hest-
unum í haga. Er svo að sjá, sem hann hafi verið einskonar
þúsund þjala smiður, sem séð gat um allar nauðþurftir
ferðalanga, jafnt matargerð sem annað.
31. júlí dvöldu ferðamennirnir við Geysi, böðuðu sig við
volgrur einhverjar, horfðu á hverinn gjósa og hvíldu lúin
bein.
Árla morguns hinn 1. ágúst vakti Geir ferðalangana af
værum blundi, og kvað nú ekki lengur til setu boðið, ef
áætlun skyldi fylgja. Þegar farið var að tygja sig til heim-
ferðar kom í ljós, að þrír hestanna voru með öllu horfnir.
Mun oft hafa verið erfitt og tafsamt að hafa hemil á miklu
hrossastóði, þegar fjölmenni var á ferð. í þetta skipti varð
að skilja einn fylgdarmanninn eftir til að leita uppi stroku-
hrossin. Heimferðin gekk að öðru leyti hið bezta. Gisti
hópurinn öðru sinni á Þingvöllum. Til Reykjavíkur var
komið 2. ágúst, nokkru eftir miðjan dag. Höfðu þeir félag-
ar þá riðið á sex tímum frá Þingvöllum, og fannst Syming-
ton hart farið.
Það lætur að líkum, að langferðalög hafa verið ýmsum
erfiðleikum bundin á fylgdarmannsárum Geirs Zoéga. Veg-
ir voru engir, nema ruddar slóðir einar, ár óbrúaðar og oft
illar yfirferðar. Hefur þurft trausta forsjá og mikla um-
hyggju til að annast hópferðir svo að vel færi, ekki sízt
þar sem margir útlendingar voru lítt vanir ferðalögum við
svo erfið skilyrði, sem hér var um að ræða. En mjög kem-
ur mönnum saman um það, bæði þeim, er ferðasögur rita
og öðrum kunnugum, að Geir hafi verið ágætur ferðamað-
ur, öruggur, ráðslyngur og hvergi uppnæmur, þótt erfið-
leikum væri að mæta. Var hann um langt skeið þekktast-
ur allra íslenzkra fylgdarmanna, enda barst orðstír hans
víða, bæði með ferðabókum og munnlegum frásögnum ís-
landsfara. Fór svo er fram liðu stundir, að Geir var oft
skrifað áður en ferðalangar komu, og hann beðinn að
skipuleggja og undirbúa ferðalögin. Hélt hann áfram stússi
þessu löngu eftir að hann gerðist útgerðarmaður í allstór-
um stíl, en hafði þá aðra fylgdarmenn á vegum sínum, og
losnaði við förina sjálfa. Er ekki að efa það, að starfsemi
þessi hefur átt drjúgan þátt í að gera Geir bjargálna fjár-
hagslega. Fylgdarmannskaupið mátti teljast gott, og eftir
að Geir eignaðist allmarga hesta sjálfur, hafði hann af
þeim drjúgan skilding. Að sjálfsögðu var hér ekki um stór-
fé að ræða, en ljóst er það á öllu, að nálægt 1865 er farið
að telja Geir til gildari borgara Reykjavíkurbæjar.
Verður nú horfið frá þeim þætti í starfi Geirs, sem að
ferðamennskunni snéri, og vikið að öðru efni. Leiðsögu-
starfinu munu þó gerð nokkru ítarlegri skil síðar.
10. Tímamót
Árið 1865 varð harla merkilegt í ævi Geirs Zoéga. Þá
höguðu örlögin svo málum, að brotið var í blað í sögu hans.
Á því ári var lagður sá grunnur, sem þilskipaútgerðin viö
Faxaílóá reis upp af á næstu áratugum. ' Frh.