Akranes - 01.06.1945, Page 8

Akranes - 01.06.1945, Page 8
68 akranes Gils Guðmundsson: íslenzkir athajnamenn I., 12. C'l • n& • • »eir Zoega Ævisaga Framhald. sem við er að búast, svo lítinn kost sem menn eiga hér á að afla sér þeirrar þekkingar og þeirrar reynslu, er til þess þarf. Sá þilskipaútvegur, sem hefur slíka menn, hann les sig úr öðrum, svo sem t. d. útvegur Geirs Zoega hér sunn- anlands, og ef til vill eitt eða tvö skip önnur.“ Árið 1886 voru ellefu þilskip gerð út til veiða frá Reykja- vík. Tíu þeirra voru íslenzk eign, en hið ellefta leiguskip erlent. Allt voru þetta litlar fleytur, ýmist jaktir eða smá- ar skonnortur. Enn mátti heita að þilskipaútgerðin væri á gelgjuskeiði sunnanlands, en næstu árin urðu á því stór- felldar breytingar. Áttu þar margir og ágætir menn hlut að máli, og er ekki réttlátt að eigna neinum einstaklingi aðalheiðurinn af þeim miklu framförum, sem útgerðin tók á þessu tímabili. Þó mun naumast verða um það deilt, að þrjá menn ber einna hæst á þeim vettvangi. Lögðu þeir allir ómetanlegan skerf til þeirrar gjörbreytingar, sem hér varð í útgerðarmálum á skömmum tíma. Menn þessir voru Markús Bjarnason, Tryggvi Gunnarsson og Geir Zoéga. Starf Markúsar Bjarnasonar skólastjóra, í þágu sjó- mannastéttarinnar, var mjög mikilsvert. Hann var ágætur skipstjóri sjálfur, og reyndist öðrum holl fyrirmynd í því efni. Þótti regla og stjórnsemi frábærlega góð á skipum þeim, sem hann stýrði, en þar var íslendingum hvað mest ábótavant. Þá gætti ekki síður áhrifa Markúsar sem skóla- stjóra, og átti hann mestan hlut að því máli, að koma hér upp röskri og vel hæfri skipstjórastétt. Tryggvi Gunnarsson hóf að beita sér fyrir eflingu þil- skipastólsins við Faxaflóa, eftir að hann fékk aðstöðu til þess. Kom hann í framkvæmd hverju umbótamálinu öðru mikilvægara til hagsbóta fyrir útgerðina. Nægir í þeim efnum að benda á Ábyrgðarfélagið, ísfélagið og Slyppinn, en Tryggvi var frumkvöðull og driffjöður allra þessara bráðnauðsynlegu fyrirtækja. Hlutskipti Geirs Zoéga var það, að leysa af höndum störf brautryðjandans og beina útgerðinni á hinar hagkvæm- ustu brautir. Með útgerð þeirra skipa, sem áður hefur ver- ið getið, sýndi hann ljóslega fram á það, að reksturinn gat borið sig vel, ef starfað var með fyrirhyggju og hagsýni. Geir hafði jafnan kostað kapps um að eiga góð skip. Eftir því sem reynslan fór vaxandi, lagði hann meiri áherzlu á það atriði, og taldi ekki ráðlegt að spara skildinginn þegar skip væru keypt. Vissi hann að nýtt skip og gott, þótt dýrt væri, hafði ólíkt betri skilyrði til að gefa arð, en ódýrt skip og lélegt. Haustið 1886 eignaðist Geir þriðja skipið. Það var spá- nýtt, hafði verið smíðað í Danmörku þá um sumarið. Skip þetta var skonnorta, um 35 smálestir að stærð. Hlaut skonnortan nafnið Geir. Blaðið ísafold, sem getur skip- komunnar, segir að skipið sé mjög vandað að efni, lagi og öllum frágangi. Hafði það kostað með útbúnaði 9% þús. kr. Þótti þetta mjög mikið verð á þeim tíma, en Geir horfði ekki í það. Fyrir honum vakti sá einn hlutur, að eignast fyrsta flokks skip, og skipti þá ekki öllu máli hvort verðið var þúsund krónum meira eða minna. •Sigurður Símonarson gerðist skipstjóri á Geir og var með hann þar til hann hætti skipstjórn. Geir var seldur vestur til Önundarfjarðar og gekk þaðan í nokkur ár. Síð- ast varð hann vélskip og hlaut nafnið Þórir. Þórir strand- aði fyrir nokkrum árum. Nú tók Geir Zoéga að fjölga skipum sínum. Næst mun hann hafa eignazt skútu þá, er Ane Mathilde hét. Oftast var hún kölluð Matthildur í daglegu tali. Haustið 1888 fór Geir til útlanda í verzlunarerindum, eins og oft var vandi hans. í þeirri för festi hann kaup á miklum og fríðum kútter í Danmörku, fárra ára gömlum (smíðuðum í Kaupmannahöfn 1883—1884). Snemma árs 1889 sendi hann Guðmund skipstjóra Kristjánsson frá Borg í Arnarfirði til að sækja kútterinn. Kom hann hingað í marzmánuði og nefndist Margrét. Með kaupunum á þessu stóra og prýðilega skipi, markaði Geir enn nýja og heillavænlega stefnu í útgerðarmálum, sem átti eftir að hafa snöggar og stórfelldar breytingar í för með sér á fiskiflota Reykvíkinga. Margrét var fyrsti stóri fiskikútterinii, sem þangað var keyptur, og eftir að hún hafði sýnt yfirburði sína, voru svipaðir kútterar fengnir hingað til lands tugum saman. Hófst þá blómaskeið sunnlenzkrar þilskpútgerðar, svo sem alkunnugt er. Átti það drjúgan þátt í vexti og viðgangi Reykjavíkurbæjar, enda grundvailaðist verulegur hluti af atvinnurekstri bæj- arbúa á þilskipastólnum. Voru skúturnar burðarás at- vinnulífsins í Reykjavík þar til togararnir komu til sög- unnar og leystu þær af hólmi. To Venner nefndist 37 smálesta skúta, sem W. Fisher kaupmaður mun hafa átt í fyrstu, en seldi svo Jóni útvegs- bónda Þórðarsyni frá Gróttu, og Geir Zoéga. Áttu þeir skip þetta saman í allmörg ár, og var Jón skipstjórinn. Sonur Jóns er Guðmundur á Reykjum, hinn landskunni togara- skipstjóri. Haraldur var lítið skip, sem Geir keypti árið 1889. Var það eikarskip, 28 smálestir að stærð og iimm ára gamalt. Hafði það átt heima í Færeyjum og borið nafnið Lothar. Kaupverð skips þessa er sagt að verið hafi 4000 kr.1) Skip Geirs voru nú orðin sex að tölu. Fimm þeirra átti hann einn, en hið sjötta í samlögum við annan. Sum þess- ara skipa gengu til hákarlaveiða að vorinu, eða fram til loka maímánaðar. Þá bjuggust þau til þorskveiða. Lengst voru Gylfi og Geir látnir eiga við hákarlinn, enda þóttu þeir hæfilega stórir. Hér að framan hafa verið tekin upp nokkur ummæli um verzlunarhætti Geirs Zoéga, og eru þau öll á þá lund, að honum verður sæmd að. Ekki skal fram hjá því gengið, að eitt sinn varð Geir fyrir mjög harðri árás vegna verzl- unarhátta sinna. Það var árið 1888. Skrifaði þá Gestur skáld Pálsson örlítinn bækling (8 bls.) er hann nefndi „Blautfisksverzlun og bróðurkærleiki“. Tilefnið var það, að Geir og ýmsir aðrir kaupmenn í Reykjavík höfðu tekið upp þann hátt, að kaupa fiskinn nýjan af sjómönnum á róðrarbátum, verka hann sjálfir og selja fyrir eigin reikn- ing. Verzlun þessi mun hafa orðið kaupmönnum mjög á- batasöm árið 1888, því að fiskur fór þá hækkandi í verði. Afkoma margra sjómanna var ekki betri en svo, að þeir töldu sig verða að selja aflann jafnóðum til að geta dregið fram lífið, þó að líkur væru fyrir drjúgum hærra verði ef fiskurinn væri ekki seldur fyrr en fullverkaður. Ekki er með fullu vitað, hvort persónuleg óvild hefur einhverju ráðið um ritsmíð Gests Pálssonar. Það gegnir nokkurri furðu, að hann snýr sér eingöngu að Geir og skellir allri skuld á hann fyrir blautfiskssöluna, þótt ýms- ir aðrir kaupmenn tíðkuðu hið sama. Raunar var Geir stærsti fiskkaupandinn, og hélt Gestur því fram, að hann hefði fyrstur tekið að falast eftir blautfiski. Má vera að það sé orsök þess, hve hörðum orðum Gestur fer um Geir og verzlunarhætti hans. Ber hann honum á brýn harð- drægni og ásælni ekki litla, og segir jafnvel sögur, er eiga að sanna það mál. Með hliðsjón af öðru, sem vitað er um framkomu Geirs og skapferli, verður að taka ásökunum Gests með fullri varúð og tortryggni. Það er að vísu rétt, að um þetta leyti voru tímar erfiðir, og vanskil hafa 1) ísafold, 12. okt. 1889.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.