Akranes - 01.07.1945, Side 1

Akranes - 01.07.1945, Side 1
IV. ÁRGANGUR JÚLÍ 1945 7. TÖLTJBLAÐ HOLLUSTUHÆTTIR H. Hreinlæti utan húss og innan Þegar rætt er um hreinlæti og sóðaskap, þá eru flestallir sammála um það, að hreinlætið sé hið rétta, en ,að sóðaskap- ur eigi ekki að eiga sér stað. Þetta mun vera sannfæring all- flestra, en það er aftur misjafnt, hve vel fólk gjörir sér ástæð- urnar ljósar fyrir gildi hreinlætis og eins hitt, hve hreinlætis- tilfinningin og smekkurinn eru þroskuð. Það er að sínu leyti líkt og um fegurðarsmekk, enda er ekki ólíkt á komið. Hrein- lætiskrafan er fegurðarkrafa. Sóðaskapur vekur óþæginda- tilfinningu, ógeð og enda viðbjóð, þegar mikið kveður að. En hreinlætiskrafan er líka heilbrigðis- og hollustuatriði. Það er ekki víst, að öllum sé það jafn ljóst, og þeir eru meira að segja til, eða hafa verið til skamms tíma, sem draga það í efa. Röksemd þeirra er sú, að margir sóðar séu heilsuhraustir og verði langlífir, og svo khafi jafnan verið. Það er satt, en það er ekki röksemd. Það er hættulegt að sigla, þar sem tundur- dufl eru í sjónum, en það flýtur á meðan ekki sekkur, og slys verður ekki nema skipið rekist á duflið. Strjálbýlið og ein- angrunin í svetum hér á landi hefur forðað fólki frá ýmsum þeim hættum, sem miklu meir ber á í þéttbýlinu. Þéttbýlið í borgum og bæjum krefst meira hreinlætis, ekki sízt utan húss, til þess að vernda heilsuna og að ekki verði til veru- legra óþæginda og ósóma að öðru leyti. En annars þarf ekki lengi að leita að dæmum því til sönnunar, að sóðaskapur og trassaskapur hefur valdið heilsutjóni hér á landi, ekki síður í sveitum en við sjó. Það þarf ekki annað en að nefna sulla- veikina og taugaveikina, að ógleymdri berklaveikinni. Tauga- veiki og sullaveiki eru óþrifnaðarsjúkdómar að því leyti, að hreinlæti og hirðusemi miðar mjög að því að draga úr þeim. Það var ekki von á góðu um þverrun sullaveikinnar, á með- an hundarnir voru látnir sleijka askana og þeir voru ekki þvegnir á eftir. Sumt fólk lét sér nægja, að blása í þá, — blása í kross, — þá var nóg. Það var nú þeirra „sterilvask“. Það eru margir sjúkdómar og kvillar, sem óþrifnaður held- ur við eða hjálpar til að breiða út. Hér skulu nefnd þessi: Berklaveiki, taugaveiki, blóðkreppusótt, útbrotataugaveiki eða dílasótt, sullaveiki, barnsfararsótt, bólgur og ígerðir, njálgur, lýs, kláði og geitur. Þetta er stór, en ekki fríður hópur. Berklaveikin er það þjóðarmeinið, sem nú er mest um rætt. Hún er að vísu ekki óþrifnaðarsjúkdómur 1 þrengri merkingu, en öllum er nú orðið ljóst, hversu áríðandi þrifn- aður og varkráni er í þeim sökum, og þó einkum þrifnaður sjúklinganna sjálfra. Taugaveiki og blóðkreppusótt berast með matvælum og vatni. Allur óþrifnaður getur því orðið afleiðingaríkur í þeim efnum, ekki sízt í meðferð á mjólk. Útbrotataugaveiki er skæð drepsótt, sem berst með lús. Hún hefur ekki borizt hingað til landsins enn, sem betur fer. Sullaveikin stendur í beinu sambandi við þrifnað og umhirðu. Ef þess væri gætt í öllum sláturhúsum og við allar heima- slátranir, að enginn hundur næði í neinn sull, þá myndi sulla- veikin hverfa, því að bandormarnir, sem lifa í þörmum hund- anna, myndu hverfa með núlifandi hundakynslóð. Egg band- ormanna ganga niður af hundunum, berast í menn og valda sullaveiki. Það er satt að segja ekki geðslegt að vita til þess, að maður hafi étið ofan í sig það, sem gengið hefur niður af hundi. En það er fleira góðgæti, sem menn éta ofan í sig. Njálgur er þannig til kominn í manni, að egg hans berast ofan í mann, en þau ganga niður af þeim, sem orma þessa hefur. Það er ekki geðslegt að vita til þess, að maður hafi ét- ið ofan í sig það, sem gengið hefur niður af öðrum manni, enda þótt það sé í smáskömmtum. En góður þrifnaður er mikil vörn. Menn eiga að þvo sér um hendurnar í hvert sinn, er þeir hafa gengið örna sinna eða notað salernið. Geitur eru nu orðið sjaldgæfar. Þeim er að mestu útrýmt. Lús og kláði eru svo alkunnir og mikið umræddir óþrifakvillar, að hér þarf ekki að minna á þá. Það er vitanlega engin minkunn að verða fyrir því, að fá þessa kvilla. Allir geta orðið fyrir því, að smitast af þeim. En það er óvirðing og ómenningar- vottur að hýsa þá, að losna ekki við þá svo fljótt sem unnt er, því að það er hægt. Hreinlæti utan húss er ekki eingöngu menningarvottur, fallegt og skemmtilegt, heldur líka nauðsynlegt, heilbrigðis- krafa, og það því fremur sem þéttbýli er meira. Um það eru líka gefnar ákveðnar reglur og fyrirskipanir. í heilbrigðis- reglugerð fyrir Akranes, sem enn hefur ekki verið afnumin með annarri reglugerð, eru meðal annars eftirfarandi ákvæði: Enginn má fleygja á almannafæri rusli, sorpi, skolpi eða öðr- um óhreinindum. Það er skylda, að halda hreinum portum og lóðum kringum hús, og það er til þess ætlazt, að hver „gjöri hreint fyrir sínum dyrum“. Enginn má fleygja sorpi, ösku eða öðrum óhreinindum á lóð annars manns, eða verða þess valdandi, að það berist þangað. Hverju húsi á að fylgja sorpílát úr málmi. Salerni á að fylgja hverju húsi og vinnu- stöðvum. Síðan vatnsveitan kom eiga að vera vatnssalerni í hverju því húsi, sem nær til skolpveitunnar. Haugstæði mega ekki vera þar sem þau eru til óþrifnaðar og forir eiga að vera steyptar. í þessu efni er víða pottur brotinn, hér á Akra- nesi ekki síður en annars staðar. Sum haugstæði eru á óhæfi- legum stöðum. Haugarnir eru þannig settir, að frárennslið fer yfir á lóð nágrannans, eða jafnvel yfir þvera götu og á hús og lóð hinum megin. Slíkar skolp- og hlandveitur á ná- grannann eru óhugnanlegt fyrirbrigði og minna á gamlar sögur um skapillt og geðbilað fólk, sem tók næturgagnið og þeytti innihaldinu í höfuðið á andstæðingnum, þegar það lenti í erjum. Slíkt mun aldri hafa þótt bera vott um sið- menningu, en á öld óþrifnaðarins höfðu menn þó að sumu leyti þá afsökun, þ. e. þekkingarleysið, sem nú er ekki leng- ur fyrir hendi. í nýrri heilbrigðissamþykkt, sem nú er í smíðum, og von- andi gengur í gildi áður en langt um líður, verða opnir haug- ar og forir algjörlega bönnuð í kaupstaðnum, en haughús og lokaðar safnþrær verða að koma í staðinn, í hæfilegri fjar- lægð frá íbúarhúsum og vatnsbólum. Það er því full ástæða fyrir þá, sem reka búskap í kaupstaðnum og ekki hafa þessa hluti í fullu lagi, að hugsa til hreyfings um að koma þessum umbótum í framkvæmd, í samráði við heilbrigðisnefnd. Árni Ámason.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.