Akranes - 01.07.1945, Side 2
74
AKRANES
Fann gatnlan Akurnesini
í framaedi. landi
Eftir Enok Helgason
Þórunn Magnúsdóttir
jrá Efri-Götu á Akranesi.
Það var fimmtudag einn í febrúar 1939, sem ég var stadd-
ur í Hull. Þann dag ætluðum við félagar að kaupa mikið
fyrir litla peninga, því að þá var lítið um gjaldeyrir. En þann
dag voru allar verzlanir lokaðar eftir hádegi, og þess vegna
fórust öll kaup fyrir.
Þess í stað lentum við á fjölskrúðugu myndlistasafni borg-
arinnar við Viktoríutorg. Má þar margt sjá af listaverkum
úr sögu Englands. En margt'er þar þó fleira að sjá íyrir fram-
andi sveitadreng.
Nú þurftum við að leita okkur að gististað. Annar félagi
minn þekkti íslenzk hjón búsett í borginni, og var því afráðið
að fara þangað. Áður þurfti þó að matast. Komum við á mat-
sölustað nokkurn ekki allfjarri, lentum þar í ýmsum ævin-
týrum, svo sem títt er um „mállitla“ menn. Síðan fórum við
að leita að íslenzku hjónunum. Komum við bráðlega í götu
eina, sem heitir West Dook Avenue, og þar að lágu húsi.
Drápum við á dyr að íslenzkum sið. Sá, sem til dyra kom
talaði íslenzku. Var okkur boðið til stofu, og var næturgist-
ing auðfengin. Þarna var ekki nema eitt gestaherbergi. Þar
sem ferðafélagar mínir voru hjón, talaðist svo til, að þau
yrðu þarna um nóttina, en mér væri komið fyrir hjá ná-
grannakonu, þó ekki væru það Islendingar. Nú fórum við til
nágrannakonunnar. En þó henni litist sæmilega á mig, taldist
hún þurfa að ráðgast um þetta við tvær dætur sínar. Þær
tóku þessu mjög illa og vildu ekki eiga undir því að hýsa
málhaltan útlending. Náttstaður minn varð því stóll, við ar-
ininn hjá hinum íslenzku hjónum.
Um morguninn spyr húsfreyja mig, hvort ég sé Hafnfirð-
ingur sem félagar mínir. Eg kvað nei við. Vera Akurnesing-
ur, en eiga nú heimili í Hafnarfirði.
Þegar ég nefndi Akranes, sá ég einkennilega breytingu á
andliti konunnar. Við vorum þegar beztu vinir, og hún spurði
óaflátanlega um Akranes. Hún sagðist heita Þórunn Magnús-
dóttir og vera frá Efri-Götu á Akranesi. Hún sagði, að mað-
ur sinn héti Sigurður Hansson, ættaður úr Árnessýslu. Þau
fluttust til Englands 1912, og hafa verið þar síðan.
Þórunn ólst upp á Akranesi. Fór síðar til Reykjavíkur og
kynntist þar Sigurði, sem þar vann þá við verzlunarstörf.
Þau giftust, ætluðu til Ameríku, en er þay komu til Eng-
lands á leið til fyrirheitna landsins, var Sigurði boðin þar
atvinna. Tók hann því boði, en hætti við Ameríkuför. Svo
kom fyrra heimsstríðið og breytti ýmsum ákvörðunum. Þau
ílentust þarna í stað þess að fara til Ameríku, og þarna hafa
þau dvalið síðan í sama húsinu.
Þótt húsið þeirra sé ekki háreist, hafa margir landar notið
þar hlýju og ánægjulegra stunda við samtal yfir ágætu ís-
lenzku kaffi, sem óspart hefur verið framreitt á þessu ensk-
íslenzka heimili. Þar hafa og þegið gistingu margir þjóð-
kunnir menn, svo sem Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Þor-
gilsson, Bjarni Ólafsson o. fl. „Þegar blessunin hann Bjarni
minn Ólafsson kemur, er sem ég sjái Akranes í sínu fegursta
sumarskrúði á sólskinsdegi,“ sagði gamla konan. Enginn, sem
þekkti Bjarna Ólafsson, gat efast um þessi orð Þórunnar.
Hún spurði mig um mína ættmenn á Skaga. Það glaðnaði
líka yfir henni, þegar hún fékk að vita, að ég var bróðurson-
ur Magnúsar á Söndum. Þau voru nábúar á Akranesi. Og
hún sagði, at Magnús hefði verið eins góður við sig eins og
sín eigin börn. Hún bað mig að flytja fólki hans og Bjarna
beztu kveðjur, og geri ég það hér með.
Þegar ég var þarna, var önnur ófriðarblika á loíti. í því
sambandi sagði hún: „Akranes á eftir að stækka. En ég vona,
að konur á Akranesi og á íslandi yfirleitt, eigi ekki eftir að
reyna það, sem ég hef reynt. Þegar ég varð að hafast við
með sonu mína undir loftárásum og sprengjuregni, og aldrei
mátti kveikja ljós um nætur árið 1917.“
Þessi ágætu hjón hafa þrátt fyrir fátækt sína unnið íslandi
og íslenzkum sjómönnum mikið gagn, með framúrskarandi
góðvild sinni og gestrisni. Eg fann, að þarna á Akranes góða
dóttir, sem ann því og hefur gert því og landi sínu sóma.
Enok Helgason.
Silfraðir mjólkurbrúsar.
Tin er notað til margra hluta, en ekki síst til þess að tina
matarílát að innan, svo sem mjólkurbrúsa og niðursuðudós-
ir. Þá er og tin notað mjög til hernaðarþarfa, svo að nú er
hinn mesti skortur á því í Bandaríkjunum. Það hefur því
verið reynt að silfra ílátin að innan, því að nóg er til af silfr-
inu þar í landi, og er sagt að þetta hafi tekist vel. Bandaríkja-
menn eru góðir smiðir og deyja ekki ráðalausir.