Akranes - 01.07.1945, Page 5

Akranes - 01.07.1945, Page 5
AKRANES V 77 HEIMA OG Þessum fórnum má ekki gleyma. Friður sá, sem nú er fenginn, hefur verið langþráður og dýrkeyptur; öllum heimi. Það er stundum sagt, að ekkert sé dýrkeyptara en mannslífin. Stundum virðist sem þetta séu talin öfugmæli. Hefur þessi styrjöld borið þess ljósast vitni. Eftir slíkar ægifórnir, sem færðar hafa verið í þessari styrjöld, ættu sigurvegararnir að minnast þess verðuglega með því að líta til þeirra á viðeigandi hátt, sem um sárast eiga að binda frá þessum hijdarleik. Allir þeir, sem fá- tækir eru eða eiga erfitt uppdráttar, ætti að sjá um að gætu lifað áhyggjulausu lífi. Það sama ætti að vera gert hér á landi gagn- vart þeim, sem af hernaðarástæðum hafa misst fyrirvinnu sína eða á einhvern ji itt orðið illa úti. 1 tilefni af fengnum friði og af fögnuði yfir því, ætti ríkið að minnast á veglegan hátt þeirra Islendinga, sem fórnað hafa lífi sínu í þessum ófriði. T. d. með 1 milljón kr. sjóðsstofnun, sem hefði það hlutverk á hendi, að vinna verulega og markvíst að ákveðnum menningar- og mann- úðarverkum í allri framtíð. Framlag sjóðsins mætti greiða á nokkrum árum. Ekki þarf að efa, að slíkum sjóði mundi á öllum tímum áskotn- ast gjafir, — ef undirstaðan væri réttlig fundin. Ógnununum er lokið hér í álfu, en ekki sorg- um og þjáningum allra. Margar þjóðir hafa fengið lausn undan járn- hæl og oki kúgarans. Hjá þeim eru ekki öll bágindi búin, og þó þykjast þær sælar. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. Hvað hafa þessar þjóðir ekki viljað gefa fyrir frelsið? Það er einstakt, hvernig þær hafa yfirleitt staðist þá miklu raun. Þær hafa mikið , þjáðst, en líka mikið misst. Við stríðslok fóru Islendingar að berjast. Allur heimurinn þráði frið, og það þó fyrr hefði verið. Um alla Evrópu og Ameríku var stríðslokum fagnað hjartanlega. Og auðvitað fagnaði íslenzka þjóðin og setulið það, sem hér hefur dvalið, af þessu sama tilefni. Sjálfsagt hefur engum dottið í hug, að nokkur hætta gæti verið samfara slíkum fagnaði. í sam- bandi við það hefur reynslan því sjálfsagt orð- ið mörgum mikil vonbrigði. Það er leiðinlegt að rikið sjálft skuli ef til vill eiga mesta sök á þeim leiðinlegu óeirðum, sem áttu sér stað í sambandi við þennan sér- staka og sjálfsagða fögnuð, með gegndarlausri áfengissölu eins og vant er. Það máttu þó kunn- ugir gerst vita, að mannmargt yrði í „biðsal dauðans“ eftir svo langa lokun, sem átt hafði sér stað fyrirfarandi. Það er því undravert kæruleysi þeirra, sem „ráða yfir dauðanum", að fresta ekki frekari útlátum fram yfir þennan sérstaka alheimsfagnað. Þá hefði land og þjóð ef til vill ekki þurft að skammast sín fyrir skort á háttvísi landa í því sambandi. Eða það sem meira var. Legið við borð að úthellt væri blóði í „tilefni" þess, að blóðsúthellingum var hætt á vígstöðvunum. Eru góðar póstsamgöngur hér á landi? Allmikið ber á kvörtunum um að blöð, sem send eru í póstinum komi ekki til skila. Nokk- HEIMAN ur dæmi eru og til þess um bréf og tímarit. Auk þess fer mikið orð af því, hve víða sé seint og illa borið út. Um það hef ég heyrt mestar kvartanir frá Hafnarfirði. Of mikill seinagangur virðist vera á póst- sendingum. Yfirleitt eru nú héðan og hingað tvær ferðir á dag, t. d. í vetur. í fyrrasumar voru venjulega þrjár ferðir á dag alla daga. Það ætti því að vera auðvelt að senda hingað póst einu sinni á dag. Þó kemur það fyrir maréa daga, að hingað kemur ekki póstur. Um afgreiðslu póstsins hér heima er ekki yf- ir neinu að kvarta. Hún er samvizkusamlega og liðlega af hendi leyst. Einar Þorkeisson fyrrv. skrifstofustjóri Alþingis er nýlega látinn. Hann var sonur síra Þorkels Eyjólfssonar á Borg á Mýrum og Staðastað. — Einar var bráðvel gefinn, ágætlega ritfær, fast- mtjltur og ákveðinn í skoðunum. Hann var hugsandi maður, athuguli og unni þjóðlegri menningu og fræðslu. Einar dvaldi á elliheimilinu í Reykjavík síð- ustu árin, blindur og hafði búið við mikla van- heilsu. Kona ein frá Akranesi, Ásta Pétursdóttir frá Tjarnarhúsum, hefur af mikilli alúð reynt að létta honum lífið. Ásta hefur um mörg ár líka dvalið á heimilinu. Báruhúsið veitingastaður að nýju. Þess hefur áður verið getið hér í blaðinu, að Haraldur Böðvarsson hafi keypt hið gamla sam- komuhús, Báruhúsið. Nú hefur Haraldur breytt því nokkuð að utan og innan (m. a. málað það rautt) og byrjað þar veitingasölu. Samhliða eru haldnir þar dansleikir — líklega einu sinni í viku. — Kvað þar vera sukksamt svo sem oft áður. Ekki trúi ég því að óreyndu, að Haraldur haldi lengi uppteknum hætti um slíkt starf, ef svo heldur fram sem nú horfir, að mikill hluti þeirra karlmanna, sem þar mæta, séu undir á- hrifum víns, og margir viti sínu fjær, eða allt að því. Nýlega var haldinn þar dansleikur, þar sem mikið kvað að ölæði. Þar voru staddar meðal annarra, tvær aðkomandi ungar stúlkar, sem höfðu á orði, að slíkt og þvílíkt hefðu þær aldrei fyrr séð. Þessi orð þurfa engrar útskýringar. Við hér, og ýmsir aðrir, reyna nú svo margt í þess- um efnum. Gott fólk! Er ekki þörf að hefja hér meira starf og gagngerðari aðgerðir gagnvart þessum ófögnuði. Hér er bæjarfógeti, þrír lögregluþjón- ar, „tugthús" og lögreglubíll. Allt, sem óskað hefur verið til þess að halda uppi reglu. Ef þetta dugir ekki, verður enn á einhvern veg að koma þessum mönnum og tækjum þeirra til hjálpar. Ekkert siðað bæjarfélag, né heldur þjóðfélag- ið í heild, getur leyft eða látið líðast skemmtan- ir sem þær, er á síðari árum tíðkast nú mest víðsvegar um landið. Samband íslenzkra sveitarfélaga var nýlega stofnað í Reykjavík, með þátttöku sveitarfélaga víðsvegar af landinu. Þar virtist ríkja einhuga skilningur á verkefnum slíks sam- bands. Sannar það m. a„ að allir fulltrúarnir töldu það tímabæra nauðsyn að sambandið beitti sér fyrir alhliða menningarstarfsemi um allt land, auk ýmsra annarra verkefna slíks sam- bands. Þetta var meira en einhliða yfirlýsing stofn- þingsins, því að ákvæði um þetta efni var tekið upp í lög sambandsins, um tilgang þess og starf. Ýms blöð í Reykjavík sögðu fréttir af þingi þessu. Þó hefur sumum þeirra ekki fundist þetta atriði merkilegra tímanna tákn en það, að þau felldu niður að skýra frá þessari merku sam- þykkt sambandsins um alhliða menningarstarf. Myndarlegt samkomuhús og sameiginlegt félagsheimili. Hin mörgu félagssamtök í bænum mega ekki láta dragast lengur að byrja á byggingu slíks húss fyrir alla félagsstarfsemi í bænum. Við skulum byrja á húsinu og fá bæinn til þess að leggja okkur lið. Aðeins að byrja, og byrja á réttum enda, þá komumst við að mark- inu að lokum. Ungu menn. Blessaðir stofnið hér lúðrasveit sem fyrst, og aflið ykkur hljóðfæra. Bæjarstjórnin hefur heit- ið að styðja þvílíka viðleitni. Til athugunar. Fyrir alllöngu tók blaðið upp þá reglu, að láta fara yfir manntalsskrána og geta um af- mæli bæjarbúa almennt yfir 50 ára, þó ekki nema á hálfum eða heilum tug. Hér eftir verður þessu hætt af eftirgreindum ástæðum: 1. Manntalsskráin hefur ekki undantekning- arlaust reynst rétt um fæðingardag og ár. 2. Ritstjórinn hefur þegið ónot einstakra að- ilja fyrir að benda á afmæli þeirra. Hér eftir sem hingað til mun blaðið þó með ánægju geta um afmæli bæjarbúa, eða Akur- nesinga að heiman, ef vinir þeirra eða vanda- menn óska þess. Verður þá að jafnaði fylgt sömu reglu sem hingað til, að geta ekki um yngra fólk en 50 ára og 60 ára, en úr því ef til vill á hálfum tug til viðbótar. Fagurt er á Akrancsi. Lag: Ríkisbændur sínar dætur o. s. frv. Fagurt er á Akranesi er sól að fjöllum sezt. Á sumarblíðum vorkvöldum ei fegri staður sést. Og kvenfólkið er þar fallegt, og kartaflan þar bezt. Og karlmennirnir sægarpar, sem fiska allra mest. Kveðið um Pétur Ottesen. Einhvern tíma, er Pétur hafði reynst öðrum ódeigari í sjálfstæðismálinu á Alþingi, var þetta kveðið um hann: Öll þín dáð var ættjörð trú — íslands frelsi lifi — og fari svo að fallir þú, þá fellurðu’ í Laugaklifi.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.