Akranes - 01.07.1945, Síða 8
80
AKRANES
Gils Guðmundsson: íslenzkir athafnamenn I., 13.
Geir Zoéga
Ævisaga
Framh.
þeirra verið þar til fram að þessu, og héldu enn hinum
gömlu nöínum er síðast var vhað. Voru það Fríða, Sjana
og Guðrún Zoega.
Að sjálfsögðu hefur mikill fjöldi skipstjóra verið á út-
vegi Geirs Zoéga allan þann tima, sem hann gerði út þil-
skip við Faxatlóa. Verður hér getið stuttlega nokkurra
þeirra manna, sem einna lengst voru með skip hans. Áður
hefur verið gerð nokkur grem íyrir fyrstu skipstjórunum,
sem Geir hatði á sínum vegum, Sigurði Símonarsyni og
Markúsi Bjarnasyni. Þeir voru mennirnir, sem það var
öðrum fremur að þakka, hversu útgerðin gekk vel, svo að
segja frá upphaíi. Var það og löngum svo, að Geir setti í
það metnað sinn, að ráða dugmikia og forsjála skipstjóra á
skipin, enda var honum það meira en ljóst af gamalli
reynzlu, að það skipti í raunmni höfuðmáli.
Einhver kunnasti skipstjóri Geirs af eldri kynslóðinni,
var Guðmundur Kristjánsson frá Borg í Arnarfirði. Hann
var fæddur árið 1840, sonur Kristjáns Guðmundssonar
bónda á Borg og konu hans, Guðbjargar Markúsdóttur
prests á Álftamýri Þórðarsonar. Ungur að aldri gerðist
Guðmundur háseti á þiiskipum Þorieiís Jónssonar hins
ríka á Bíldudal og lærði þar sjómennsku. Árið 1870 sigldi
hann til Kaupmannahafnar og dvaldist ytra nokkur ár.
Var hann um skeið í siglingum með Dönum, gekk því næst
í stýrimannaskóla og lauk þaðan prófi. Fékk hann þá leyíi
til að sigla dönskum skipum. Gerðist hann skipstjóri á
vöruflutningaskipi og farnaðist vel. Guðmundur hafði
verið kvæntur danskri konu, en missti hana eftir all-
skamma sambúð. Fluttist hann þá aftur til Bíldudals og
kom þangað heim með skip fyrir Pétur Thorsteinsson og
fleiri menn vestur þar. Það skip gekk lengi frá Bíldudal
og nefndist Thjalfe.
Árið 1887 sótti Guðmundur til Danmerkur skonnortu
þá, er Agnes nefndist, og nokkrir bændur á Seltjarnarnesi
keyptu. Árið eftir réðst hann í þjónustu Geirs Zoéga, og
sótti fyrir hann til Danmerkur kútter Margréti, en það
var, eins og fyrr hefur sagt verið, fyrsti stóri kútterinn,
sem keyptur var til Reykjavíkur. Var Margrét þá um skeið
stærsta fiskiskip landsins.
Guðmundur var skipstjóri á Margréti nokkur árin næstu.
Sigldi hann til Spánar með saltfisk á haustin, og tókst
jafnan vel í þeim ferðum. Voru þessar siglingar nokkur
nýjung í sögu útgerðarinnar, og óx Guðmundur mjög af
Spánarferðum sínum. Guðmundur Kristjánsson var talinn
góður skipstjóri. Hann var ekki aflamaður meiri en í með-
allagi og varla það hin síðari árin. En að flestu öðru leyti
var hann fyrirmynd. Agi og regla var jafnan á skipum
þeim, er hann stýrði. Var Guðmundur vel til þess fallinn
að kenna ungum mönnum sjómennsku, vandaði um við
þá og leiðbeindi þeim eftir föngum. Hjá Guðmundi lærðu
störfin ýmsir þeir menn, sem urðu síðar með beztu skip-
stjórum við Faxaflóa.
Guðmundur Kristjánsson andaðist árið 1923, og hafði þá
verið, — nær samfleytt —, sjómaður í 63 ár.
Stefán Pálsson hét einn af sikpstjórum Geirs Zoéga.
Hann var um nokkurn tíma með Harald og síðan með
Matthildi og Fríðu. Stefán var ötull maður og áhugasam-
ur um félagsmál sjómanna. Var hann einn af stofnendum
skipstjórafélagsins Öldunnar og vann allmikið starf í þágu
félagsins á fyrstu árum þess. Er hann tók að reskjast, hætti
hann skipstjórn. Stefán var tengdafaðir Árna Eyjólfsson-
ar togaraskipstjóra (Arna Byronsj, htns natnXunna manns.
Fór Stetán til Englands á gamats aidri og dvaldist þar hjá
dóttur stnni síðustu ártn. Þar ytra andaöist hann.
Asgetr Þorsteinsson var um úma stupstjori á Haraldi og
Toiler og e. t. v. fletri skipum fyrtr Getr. Asgeir var íædd-
ur ártð 1862, sonur Þorsteins Porteitssonar t Kjörvogi og
Herdísar Jónsdóttur, Eirikssonar, prests á Undirietn. por-
steinn í Kjörvogi, taðir Asgeirs, var namtogaður maður á
sinni tið, listlengur smiður, haröger og áræörnn sjosoitnari
og iét sér iátt íyrir brjósti brenna. Hatdmn var hann fjöl-
kunnugur, og var á honum átrunaður natður. Asgeir sitip-
stjori var einmg röskur maður og hagur vel. tlann var
gremdarmaður hinn mesti og um margt í tremstu röð
sxipstjóra viö Faxailóa. Asgeir var meöat þeirra manna,
sem beittu sér fynr stofnun skipstjoralelagsins Otdunn-
ar, og var hann kosinn iyrsti tormaður þess lélags. Kvænt-
ur var hann Rannveigu dóttur Sigurðar kipstjora Símon-
arsonar, en hún átti siðar Pál Mattníasson sKipstjóra. Dótt-
ír Asgeirs er Herdís, kona Tryggva Oíeigssonar skipstjóra.
— Asgeir Þorsteinsson andaðist á sóttarsæng ánð 1895, að-
eins 33 ára að aldri.
Pátt Matthíasson, sá er varð síðari maður Rannveigar,
dóttur Stgurðar Símonarsonar, var um hrið með skútuna
Fríðu, er Geir Zoega átti, en það mun þó hafa verið stutt.
Nafni hans, Páll Haíliðason, stjórnaði einnig um skamma
hríð skipi fyrir Geir, en báðir voru menn þessir að lang-
mestu leyti á útvegi annarra.
Jafet Olafsson stýrði Sjönu, skútu Geirs, um og eftir
aldamótin. Jafet var fæddur ártð 1873 í Njarðvíkum. Hann
hóf sjómennsku á barnsaldri og stundaði framan af róðra
á opnum skipum. Árið 1894 tók hann að vera til sjós á þil-
skipum og gekk í stýrimannaskólann ári síðar. Þaðan lauk
Jafet próti með góðum vitnisburði, var þá stýrimaður í
eitt ár, en eftir það skipstjóri til dauðadags. Jafet fórst
í mannskaðaveðrnu mikla 7. apríl 1906, 33 ára gamall. Skip
hans, Sophie Wethley, hraktist upp að Mýrum og brotnaði
þar í spón, en menn fórust allir.
Jafet Oiafsson var talinn ágætur sjómaður og fyrirmynd-
ar skipstjóri bæði hvað snerti stjórnsemi og reglusemi á
öllu er starfi hans tilheyrði. Hann var fjörmaður mikill,
skjótráður og fylginn sér, aflaði í bezta lagi. Lík Jafets
rak haustið eftir að slysið varð. Var hann jarðsunginn frá
Reykjavík að viðstöddu miklu fjölmenni. Jafet Ólafsson
var einn þeirra ötulu skipstjóra, sem stofnuðu togarafé-
lagið Alliance. Ekki auðnaðist honum að sjá það félag rísa
verulega á legg, því að fyrsti togari þess, Jón forseti, kom
hingað fáum mánuðum eftir að Jafet hafði verið lagður til
hinztu hvíldar.
Jón Ólafsson, vinur Jafets og féiagi í Alliance, var um
allmargra ára skeið í hópi fremstu og dugmestu skipstjóra
Geirs Zoéga. Jón var fæddur árið 1869, að Efra-Sumarliða-
bæ í Holtum í Rangárvallasýslu. Hann var sonur Ólafs
bónda Þórðarsonar og Guðlaugar Þórðardóttur, konu hans.
Jón var sjötta barnið af fjórtán, en ellefu komust upp. Ekki
var Jón til mennta settur í æsku. Var hann og seinþroska
nokkuð. Á sextánda ári var hann sendur að heiman til sjó-
róðra frá Stokkseyri, og harðanði hann brátt við árina og
færið. Þegar hann hafði náð fullum þroska, tók hann að
stunda sjómennsku á þilsk|pum Geirs Zoéga, og þótti
kappsmaður mikill og snjall dráttarmaður. Á vetrum reri
hann frá Stokkseyri sem áður, gefðist þar formaður og
fórst það vel úr hendi.
Fyrir áeggjan góðra manna, er þekktu Jón Ólafsson,
brauzt hann í það að fara í stýrimannaskólann, þótt ekki
væri auðnum fyrir að fara, og lauk hann þar prófi árið
1899. Geir Zoéga hafði gert sér það ijóst, hvert efni var í
Jóni, enda tryggði hann sér þegar starfsorku hins nýja
skipstjóra. Var Jón með skútuna Josephinu frá því er hann
gekk út úr Stýrimannaskólanum að afloknu prófi, og tii