Akranes - 01.07.1945, Qupperneq 9
Jafet Ólafsson.
Finnur Finnsson.
Páll Matthíasson.
Jón Árnason.
haustsins 1903, er hann í félagi með nokkrum mönnum öðr-
um keypti kútter er þeir skírðu Hafstein. Því skipi stjórn-
aði Jón síðan í 8 ár, eða til 1911, að hann seldi skipið Duus-
verzlun í Reykjavík, og gerðist framkvæmdastjóri togara-
félagsins Alliance, en því starfi gegndi hann síðan til árs-
ins 1930, er hann varð bankastjóri Útvegsbankans.
Jón Ólafsson var aflasæll mjög, svo að ekki munu aðrir
hafa fiskað betur á útvegi Geirs, þeir er honum voru sam-
tíða. Hafði Geir og einstakar mætur á Jóni. Var það eink-
um sérstætt um Jón, að hann aflaði vænni fisk en flestir
skipstjórar aðrir. Jón var talinn ágætur sjómaður, ráð-
svinnur og ákveðinn, manna skjótastur að sjá, hvað bezt
hentaði hverju sinni, og áræðinn eftir því. Fámáll var Jón
lengstum, og breytti lítt skapi, hvað sem að höndum bar.
Var hann að öllu leyti hið bezta til yfirmanns fallinn, enda
vinsæll af hásetum sínum og voru þeir flestir hjá honum
árum saman.
Jón Óafsson varð landskunnur maður, og gegndi fjölda
mikilvægra trúnaðarstarfa. Hann var bæjarfulltrúi, al-
þingismaður og bankastjóri, og þótti hvarvetna mikið til
hans koma. Kvæntur var Jón Þóru Halldórsdóttur, systur
séra Lárusar Halldórssonar á Breiðabólsstað á Skógar-
strönd. Jón andaðist árið 1937.
Finnur Finnsson var einn þeirra fremdarmanna, sem
skipum stýrði fyrir Geir Zoöga. Hann var Norðlendingur
að ætt og uppruna, fæddur í Syðri-Ey á Skagaströnd árið
1860. Foreldrar hans voru Finnur Magnússon bóndi þar og
kona hans, Sólbjörg Jónsdóttir bónda í Hvammi í Langadal
Pálssonar. Finnur lauk prófi í siglingafræði hjá Markúsi
Bjarnasyni árið 1889. Var hann síðar skipstjóri á seglskip-
um frá Reykjavík samfleytt í þrjátíu ár. Finnur tók við
skipstjórn á skútunni Margréti, er Guðmundur Kristjáns-
son sleppti henni. Var Finnur lengi með það skip, fyrst hjá
Geir Zoega og síðar á vegum Th. Thorsteinsson, eftir að
hann eignaðist skipið. Finnur var traustur skipstjóri og
aflasæll í bezta lagi. Farnaðist honum jafnan vel. Hann
var einn af stofnendum togarafélagsins „Njörður“. Eftir
að Finnur lét af skipstjórn, fékkst hann við seglasaum, og
hafði þann starfa með höndum. fram til hinztu stundar.
Hann andaðist í Reykjavík árið 1944. Kona Finns var Anna
Kolbeinsdóttir járnsmiðs í Reykjavík Guðmundssonar.
Jón Árnason frá Heimaskaga á Akranesi stjórnaði um
nokkur ár skipinu Tooiler og Sjönu, er Geir átti. Jóni fór
skipstjórnin vel úr hendi. Var hann drjúgur aflamaður og
slyngur stjórnandi. Síðar var Jón með ýmis önnur skip,
þar á meðal g.s. Geraldine. Jón Árnason er enn á lífi
og hinn ernasti. Hefur hann fengizt við skipstjórn öðru
hvoru fram til þessa, og jafnan verið heppinn í því starfi.
Jón frá Heimaskaga er heimildarmaður að mörgu því,
sem hér er sagt um Geir Zoega og útveg hans, einkum að
því er snertir síðari árin.
Að sjálfsögðu hafa ýmsir fleiri menn stjórnað skipum
fyrir Geir Zoega eina og eina vertíð, en nú munu taldir
flestir þeir, sem koma þar verulega við sögu.
16 aðrir starfsmenn.
Geir Zoega haíði að sjálfsögðu mikinn fjölda starfsmanna
við fyrirtæki sín í landi, svo umfangsmikill sem rekstur
hans var um langt skeið. Þurfti jöfnum höndum góðan
mannafla við verzlunina og alla vinnuna við fiskinn, sem
ekki var neitt smáræði, frá því er tekið var á móti honum
við bryggju, og þar til hann hafði verið fluttur um borð
í millilandaskip fullverkaður.
Þegar er Geir Zoega opnaði verzlun sína árið 1880, gerð-
ist þar verzlunarþjónn Borgþór Jósefsson, þá rétt tvítug-
ur að aldri. Borgþór var síðan verzlunarmaður hjá Geir í
28 ár samfleytt, eða til 1908. Var hann bókhaldari og hægri
hönd Geirs við verzlunarreksturinn mörg síðari árin.
Borgþór Jósefsson var fæddur á Skipanesi í Melasveit
árið 1860. Foreldrar hans voru Jósef bóndi Magnússon frá
Langholti, Guðlaugssonar, og kona hans Halldóra Jóns-
dóttir Bachmann Hallgrímssonar. Borgþór var ötull verzl-
unarmaður og reyndist hinn nýtasti við hvern þann starfa
er hann lagði hönd að. Árið 1908, þegar hann hvarf úr
þjónustu Geirs, gerðist hann bæjargjaldkeri í Reykjavík.
Þeim starfa gegndi hann með sæmd í 22 ár, en hætti árið
1930. Borgþór var áhugamaður um félagsrpál öll, og beitti
sér fyrir mörgu því, er til framfara og mannbóta horfði.
Hann starfaði lengi og vel í þágu bindindismála. Áhugi
hans á lekhúsmálum var og alkunnur. Var Borgþór í hópi
þeirra manna, sem stofnuðU Leikfélag Reykjavíkur árið
1897, og sat í stjórn þess um hríð. Þá var hann og meðal
stofnenda Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Kona Borg-
þórs var Stefanía Guðmundsdóttir leikkona, en meðal
barna þeirra eru, sem kunnugt er, Óskar Borg lögfræðing-
ur og leikkonurnar Anna Borg Reumert, Emilía Borg og
Þóra Borg Einarsson.
Helgi Einarsson Zoega var um tíma skrifstofumaður hjá
Geir. Hann var náfrændi Geirs, sonur Einars hálfbróður
hans og fyrri konu Einars, Ástríðar (fæddrar Schram),
systur- og fósturdóttur Helga biskups Thordersens. Síðar
gerðist Helgi Zoega sjálfstæður kaupmaður. Hann and-
aðist árið 1927, 56 ára að aldri.
Gísli Tómasson hafði verið formaður á áraskipi fyrir
Geir Zoega. Vafð hann og vinnumaður Geirs og honum
í öllu hinn þarfasti þjónn, enda tókst vinátta góð milli
þeirra. Gísli þótti ágætur sjómaður, duglegur og heppinn.
Eftir að Geir hóf verzlun, varð Gísli utanbúðarmaður hjá
honum, annaðist afgreiðslu alla úr pakkhúsum, tók á móti
fiski og aíhenti vörur til skipa. Var til þess tekið, hve Gísli
reyndist trúr og tryggur húsbónda sínum. Jafnframt naut
hann vinsælda og (virðingar þe'irra manna, sem skipti
höfðu við Geir, enda var hann öruggur til liðsinnis og vildi
allra vandræði leysa. Sonur Gísla Tómassonar er Gísli
Gíslason. Hann hóf verzlunarstörf hjá Geir Zoega um
fermingaraldur. Hefur hann verið afgreiðþlumaður við
sömu verzlunina alla tíð síðan, eða í nær 50 ár. og heldur
enn þeim starfa. Framhald.