Akranes - 01.11.1945, Blaðsíða 1
IV. ÁRGANGUR
NÓVEMBER 1945.
11. TÖLUBLAi)
„Lýðuriun ferst, þar sem engar vitranir eruu
Þessi vísdómsorð spámannlegs innsæis þyrfti að hrópa til
þjóðanna, ekki einu sinni, heldur án afláts og hamra þau með
kraftprédikun guðlegrar vandlætingar inn í meðvitund kyn-
slóðarinnar. — „Lýðurinn feist, já, bókstaflega ferst, þar sem
engar vitranir eru, þar sem menn sjá ekki sýnir — guðlegar
sýnir, þar sém menn lifa fyrir munn og maga, en ekki há-
leitar og göfugar hugsjónir öllu mannkyni til heilla og bless-
unar.
Það er vægðarlaust lögmál og miskunnarlaus dómur reynsl-
unnar, að „lýðurinn ferst, þjóðirnar lenda í byltingum, styrj-
öldum, fátækt og eymd, þar sem þær tilbiðja nautnir, þæg-
indi og sællífi, en sjá ekki hin háu takmörk, brenna ekki af
guðlegum móði fyrir hinum andlegu og eilífu hnossum, hin-
um háu takmörkum andans.
Þegar þjóðir eiga ekki eitthvert sameiginlegt baráttumál,
sem tengir þær saman í eina sterka heild og knýr þær áfram
í drengilegri sókn til sigurs og fullkomnunar, þá horfa þær
inn í sig sjálfa og „blindast“, eins og skáldið Einar Benedikts-
son orðar það. Börn þeirra verða „vænglausir hugir“, sem
„heftast og bindast“ einmitt við allt sem lamar og dregur
niður á við til glötunar, því að kyrrstaða er dauði.
Þegar rangsnúin kynslóð gerir ljós að myrkri, sætt að
beiskju og svart að hvítu, svo að í stað þess hetjudáðar, sem
eldur áhugans jafnan kveikir í brjóstum manna, kemur værð
og kveifarháttur, leti, dáðleysi, kæruleysi, samvizkuleysi, létt-
úð og svall; í stað guðshyggjunnar kemur efnishyggja, í stað
hugsjóna koma nautnir, í stað ræktun sálarlífsins í samfélagi
við hinn eilífa og máttuga kemur eftirlæti við hold og blóð
og dýrslegar girndir þess, þá hafa menn „magann fyrir sinn
guð og þykir sómi að skömmunum“, þá tilbiðja menn skepn-
una í stað skaparans og þá ofurselja örlögin kynslóðina til
eyðingar.
Betri lýsingu er ekki hægt að gefa af lífi margra þjóða á
milli heimsstyrjaldanna síðustu og sumra þeirra jafnvel á
sjálfum styrjaldarárunum, eins og til dæmis íslendinga, en
að þær hafi haft magann fyrir sinn guð og þótt sómi að
skömmunum. Menn kvöddu hinar fornu dyggoir, gerðu gys
að sjálfsafneitun, bindindi og skírlífi. Jafnt húir sem lágir
gáfu sig á vald nautnum, svalli og siðleysi. Menn sviku, ginntu
og göbbuðu hver annan, og í öllu moldviðri stjórnmálaglund-
roðans æstust menn upp í dýrslegri græðgi utan um þann
eina feng, sem hjarta þeirra girntist. Þeir hugsuðu um það
eitt, að rífa tii sín, hver og einn, en misstu svo allt. Þeir sáu
engar guðlegar sýnir, fengu engar vitranir, en þreifuðu sig
áfram fálmandi í því illviðri, sem þeir höfðu sjálfir seitt og
magnað.
Mjög þekktur rithöfundur og blaðamaður, Petev Howard,
sem einnig er frægur íþróttamaður, hefur nýlega skrifað bók,
sem heitir Ideas have legs — hugsjónir eru fóthvatar, gætum
við þýtt það lauslega. Hann bendir fyrst á þá staðreynd, að
á meðan nazisminn og kommúnisminn kyntu bál þeirrar nýju
trúar og markvissu hugsjónar, áttu þjóðir eins og Englend-
ingar eiginlega enga aðra hugsjón en þá, sem hver og einn
þegn þjóðfélagsins átti út af fyrir sig, og sú hugsjón var eig-
inhagsmunir, nautnir og þægindi.
Þessi blaðamaður var mjög kunnugur lífinu í Fleet Streei,
blaðamannahverfinu í London og mjög handgenginn ýmsum
ráðamönnum þjóðarinnar og háttsettum mönnum. Hann nefn-
ir nokkur dæmi sem sýnishorn siðgæðis þeirra sumra. Einn
kunningja hans, sem nú er mjög háttsettur maður í Englandi
sagði eitt sinn:
„Pétur, ef þú vilt komast áfram í heiminum, þá skalt þú
draga nokkuð úr drykkjuskap þínum, en njóta heldur lífsins
með kvenfólkinu.“
Peter Howard gerir þá athugasemd við þetta heilræði, að
„allmargir kunningja sinna hafi vanrækt fyrri hluta heil-
ræðisins, en fylgt niðurlaginu. Hann vitnar svo í Hitler, sem
segir:
„Vér dáumst að ungu stúlkunni, sem í verkinu sýnir, að
hún fyrirlítur hin úreltu siðaboð með því að eiga barn sitt
utan hjónabands."
En prófessor Ernst Bergman sagði, samkvæmt sömu heimild:
„Sem betur fer er því svo háttað, að einn kynsæll unglings-
piltur dugar handa 20 stúlkum, og þær mundu með gleði
sætta sig við slíkt fyrirkomulag, ef ekki væri um að kenna
hinum heimskulegu svokölluðu siðferðishugmyndum manna
um einkvæni og staðfestu hjónabandsins.“
Þá minnist Peter Howard einnig á Rússland og getur þess,
að um tíma hafi það verið regla þar í landi á millistríðsárun-
um, að eiginmaðurinn hafi ekki þurft annað en senda bréf-
spjald og tjá, að hann kærði sig ekki um að búa lengur með
konu sinni, og var skilnaðurinn þá fenginn. Hann getur þess
og, að frú Simonovitsch hafi skrifað í Pravda þessi orð:
„Æska landsins lifir samkvæmt vissum lífsreglum, og þær
grundvallast á þeirri trú, að því lengra sem menn gangi í
öfgunum, þeim öfgum, sem svari helzt til hinnar frumstæðu
hneigðar skepnunnar í kynferðismálum, því betri kommúnist-
ar séu þeir.“
„Sumir kunningjar mínir í stjórnmálalífinu,11 segir Peter
Howard ennfremur, „gerðu gys að hinni gömlu kenningu, að
það sem Guð hafi sameinað, megi maðurinn ekki sundur-
skilja.“ Hjónaskilnaðir í Bretlandi, segir hann, að hafi tvö-
faldazt.
Árið 1923 ferðaðist blaðamaður frá Ameríku um Þýzkaland.
Hann hét S. Miles Bouton. Hann birti allmikla ritgerð um
það, sem hann hafði séð og heyrt. Þar segir meðal annars:
„Það eru þúsundir skólabarna í Berlín, á aldrinum 6—14
ára, er ganga í fylkingum og bera fána, sem á er letrað: „Burt
með Guð úr skólunum. Gefið okkur skóla, sem hæfir nútím-
anum. Trúin er svefnmeðal.“
Rúmlega hálf milljón manna sagði sig úr kristinna manna
söfnuðum í Þýzkalandi árin 1919 og 1920. Aðalmálgagn sósíal-
istaflokksins, sem þá var blaðið Vorwarts, taldi það bera mjög
þess vott, hve fólk væri að vitkast, að tvær þúsundir manna