Alþýðublaðið - 07.11.1919, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
ar kvartanir víðsvegar að. — Ráð-
stöfun heflr verið gerð af bruna-
málanefnd um hreinsun á reyk-
háfum nú þegar, enda hefir
brunamálanefndin með þessháttar
málefni að gera samkv. iögum
um brunamál í Reykjavík 15. okt.
1875, 5. gr.
Sérhver húseigandi hefir ábyrgð
á því, að öllum eld’stóm í húsum
þeirra og reykháfum sem úr þeim
ganga, sé haldið í tilhlýðilegu
standi. Leiguliði tekur þátt í þess-
ari ábyrgð, ásamt eigandanum,
Þegar hann eigi í tækan tíma hefir
skýrt eigandanum frá einhverjum
anmarka, sem honum er kunnugt
um, eða brunamálanefndinni, ef
nauðsyn krefur.
í sömu grein stendur: Bruna-
málanefndin ákveður hinar ná-
kvæmari reglur um störf sótara,
enda hefir sótari ábyrgð á því,
hvernig hreinsað er, en það skal
vera ábyrgðarhluti eiganda, ef
hann tálmar fyrir hreinsuninni.
Slökkviliðssjóri ekki nefndur á nafn
í sambandi við sóthreinsun, nema
þetta eina skifti í októbermánuði
ár hvert.
Þótt eg vanalega hafi reynt að
bæta úr, þegar fólk hefir kvartað
við mig, tel eg mig ekki skyld-
ugan til að vera á hælum sótar-
anna daglega.
Eg vil ekki fyrir 600 kr. laun
á ári, þó þvi fylgi 60% dýrtíðar-
uppbót, taka að mér yfirsótara-
starf í bænum, samhliða slökkvi-
liðsstjóra-stöðunni, þess utan á
slökkviliðsstjóri að hafa umsjón
með uppskipun á bezíni og stein-
olíu. Eftirlit með mótorum og raf-
magnstækjum, sem nú er orðið
ærib starf fyrir einn mann. Enn
fremur æfingar með slökkviliðinu
svo og svo oft, er skyldugur að
hlaupa frá verki sínu, hvernig sem
á stendur, jafnt á nótt sem degi
og margt fleira.
Eg er ekki frá því að „Húseig-
andi“ þættist. hafa hlaup en lítið
kaup þótt hann tæki við stöðu
minni sem slökkviliðsstjóri, sem
mér væri mjög meinlítið.
Hvað því viðvíkur, að „Húseig-
andi“ hafi ekki fengið hreinsaðan
reykháf sinn, get eg ekki sagt
um, þar sem hann ekki er svo
hreinskilinn, að kannast við skírn-
ámafn sitt.
Líklega er mann-greyið orðinn
svo sótsvartur, að hann þorir ekki
að koma fram í dagsbirtuna, eða
hann heldur, að orð sín hafi minni
áhrif ef hann láti nafns síns getið.
Reykjavík 4. nóv. 1919.
Pétur Ingimundarson.
t
ImjÉinarvÉi Jakobs!
Veslings Jakob Möller!
Það er sárt til þess að vita, að
hann er nú orðinn ímyndunar-
veikur, hafi hann þá ekki altaf
verið það. Hann ímyndar sér fyrst
og fremst að hann þurfi ekki ann-
að en stóryrði ein um forsætis-
ráðberrann, til þess að komast á
þing, og þeirri ímyndun fylgir sá
leiði kvilli sem nefndur er „met-
orðagirnd". Hann ímyndar sér, að
hann geti svert Ólaf Friðriksson í
augum kjósenda, með því að segja
að hann hafi breytt um skoðun
í fossamálinu. Hann telur það ijóð
á ráði Ólafs, að hann hafi „lesið"
Yísi. Góð meðmæli með Vísi!!!
Hann ímyndar sér, að hann geti
unnið sér hylli alþýðunnar með
því að skamma rækilega núver-
andi stjórn. Og nú síðast ímynd-
ar hann sér, af því að „Alþýðu-
blaðið“ hefir ekki verið þrungið af
skömmum til mótstöðumannanna,
að það muni ef til vill styðja
„Sjálfstjórn" í kosningabaráttunni;
en þó muni sér einkum gagn að
útkomu þess. Aumingja Jakob!
Yeslings Jakob! Hvað skyldi hann
næst ímynda sér?
Kvásir.
yjlþingi lokaS.
Auðvaldsflokkurinn á Alþingi
vill láta hætta að prenta ræður
þingmanna. Þeir menn líta svo á,
að þar sé hægra um vik, að vinna
á móti málum alþýðunnar, ef
ekkert er prentað. Þeir þora ekki
annað en vinna í myrkrinu og
vega þannig að baki alþýðunnar.
— En vonandi er að þeir geti
ekki dulist til lengdar og alþýðan
opni svo augu sin, að hún sjái
við þeim mönnum, sem þykjast
vera vinir hennar á meðan þeir
eru að sníkja út atkvæði til al-
þingiskosninga, en snúa svo við
henni bakinu, þegar í þingsalinn
er komið.
Alþýðuflokkurinn vill ekki láta
loka Alþingi. Hann vi!l að alþjóð
manna geti séð og fylgst með
hvað þar fer fram, hann vill að
gerðir sínar séu í dagsbirtunni,
þvi að hann vill ékki taka þatt í
neinum myrkraverkum.
E.
Hyers vegna?
Hvers vegna á alþýðan að kjósa
sína menn á þing?
Af því, að það hefir sýnt sig,
að Sveinn Bjðrnsson og Jón Magn-
ússon hafa ekkert gert fyrir al-
þýðuna á þingi, þó þeir fyrir kjör-
dag hafi hástöfum hrópað, að þeir
væru vinir alþýðunnar, og fylgdu
engum frekar en henui. Það hefir
líka marg sýnt sig, að þeir eru
engum trúir. Þeir snúast stöðugt
í hring eins og tiédrumbar í hring-
iðu, og ekki er Jakob Möller betri,
það sýnir „Yisir“ undanfarinna ára.
Kvásir.
Fyrirspurn.
Eg hefi í undanfarandi blöðum
Alþýðublaðsins lesið með athygli
söguna af Jeanne d’Aic, en eg
hefi átt bágt með að trúa sög-
unni. Nú vil eg spyrja blaðið,
hvort hún sje sönn.
Alþýðumaður.
Svar: Þó saga þessi sé merki-
leg, þá er hún dagsanna. Og mörg
fleiri merkileg atvik komu fyrir
„Meyna frá Orleans", en þáu, er
hér er getið.